Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Page 8
STAR TIGER
...ÁFLUGI YFIR ATLANTSHAF... KOMIN AÐ LEIÐARLOKUM OG ALLT
VIRTIST MEÐ FELLDU ...EN SKYNDILEGA ÞÖGN ... ENDALAUS ÞÖGN
Sinnti enginn
neyðarkallinu?
■Umir reyndustu meðal far-
þeganna voru sammála um
að þetta hefði verið slæm ferð.
Yfir Azoreyjum skrifaði einn far-
þeganna:
„Þegar við komum hingað var
vindhæðin 100 km á klukkustund,
og stormurinn var nærri búinn að
feykja okkur í sjóinn, eða yfir til
Kanada.“
Flugvélin hét Star Tiger og var
af gerðinni Tudor IV og í eigu
British South American Airways. —
Ákvörðunarstaðurinn var Bermuda.
Parþegar voru 25, og eins og gerist
og gengur í flugvélum: erindrekar og
verrlunarmenn, ein skozk hjón á brúð-
kaupeferðalagi, og einn frægur mað-
ur, Sir Arthur Coningham flugmar-
skálkur, fyrrverandi yfirhershöfðingi
flugflotans við innrásina í Normandy.
Kl. 15,34 30. janúar 1948 lagði flug-
vélin aftur af stað eftir tveggja daga
töf. Veðurspáin var hagstæð.
Vindur reyndist meiri, en spáð
var, 50 km á klukkustund, og
það sem verra var, hann var beint
á móti. Mótvindur étur fyrnin öll af
eldsneyti, Geymar vélarinnar höfðu að
visu verið stútfylltir áður en lagt var
af stað, en svo langt er til Bermuda
yfir opið haf, að flugstjórinn ákvað að
fljúga í 2000 feta hæð, til að eyða
ekki eldsneyti í að klífa upp í 21000
fet. —
Þetta skipti engu máli, ef allt gekk
vel. Yrði eitthvað að, var hins vegar
lítill tími til athafna.
STUTTORÐIR
Ahálftíma fresti hafði Star Tiger
samband við flugturninn á Ber-
muda. Skeytin voru stutt, lítið annað
en skýrsla um gang ferðarinnar.
Á Bermuda var tekið á móti þeim og
þau sett á sinn stað í skjalasafninu.
Þau voru á engan hátt frábrugðin
hundruðum þúsunda slíkra skeyta, sem
finna má í skjalaskápum flugturna um
allan heim.
Síðasta reglulega skeytið kom klukk-
an 3. f því var gefin upp staðarákvörð-
un á að gizka 2% stundar flug frá
Bermuda, 380 mílur til norðausturs.
Kl. 3,15 kallaði Star Tiger aftur og
bað um stefnumiðun. Hún var gefin og
móttekin.
Um þetta leyti snarversnaði veðrið á
Bermuda og í nágrenni eyjanna. Veðrið
hafði verið sæmilegt en nú skullu á
óvæntar haglhryðjur.
Ef til vill hefur þessi skyndilega
veðrabreyting dregið athygli flugum-
ferðarstjóranna frá hinni löngu þögn
flugvélarinnar, þó hún hefði ekki átt
að gera það.
NEYÐARÁSTAND
Vantar tíu mínútur í fimm, er
klukkan þín rétt?“
„Á þetta að vera brandari? Hvernig
er úti?“
„Hryllilegt. Óstætt. Nokkuð nýtt?“
„Ekki neitt markvert, nema að það
er skrítið með Star Tiger.“
Star Tiger var ný-
komin úr skoðun og
engin ástæða var til að
efast um öryggisútbún-
aðinn . . . en flugmenn
irnir voru áhyggjufull-
ir, þegar þeir lögðu
upp,
Hefur sérfræBingunum yfirsézt?
„Hvað með Star Tiger? Hvað segja
þeir?“
„Þeir hafa ekkert látið heyra í sér.
Það er skrítið. Hún ætti að koma á
hverri stundu, og þeir hafa ekkert lát-
ið heyra í sér.“
„Síðan hvenær?“
„Tja — það er svona hálfur annar
tími síðan.“
„Hálfur annar tími?“
„Já, ég var að velta fyrir mér.... “
„Velta fyrir þér! Tilkynntu neyðar-
ástand, þegar í stað.“
Brugðið var skjótt við. Tugir brezkra
flugvéla sveimuðu lágt yfir svæðinu.
Strandgæzla Bandaríkjanna hamaðist
við_ leitina.
Á skipinu voru settir sérstakir verð-
ir. Áætlunarflugvélar tóku með auka-
báta með vistum og lyfjum.
Marka má fjölda og nákvæmni leit-
armanna á því, að þegar björgunar-
bátur úr flugvél sást 275 mílur norð-
vestur af Bermuda, 275 mílum handan
við ákvörðunarstað flugvélarinnar,
stefndu 40 flugvélar og tvö strand-
gæzluskip á staðinn.
Leitin stóð í marga daga, og náði
hún að lokum yfir 300.000 fermílur.
Ekkert fannst.
i
í niðurslöðu nefndarinnar segir með-
al annars:
„Aldrei mun verða upplýst, hvað
fyrir kom. Örlög vélarinnar munu um
tíma og eilífð verða óráðin gáta.“
N*
SÖGUR Á KREIKI
blöðum og á þingi var farið að
gera fyrirspurnir og fyrst og
fremst farið að leita að einhverjum,
sem kenna mætti um allt saman.
Þegar Ijóst var, að Star Tiger myndi
ekki finnast, gaf flugmálaráðherrann
skipun um að taka skyldi allar flug-
vélar af gerðinni Tudor IV úr notkun
„af öryggisástæðum, meðan rannsókn
færi fram á styrkleika þeirra og flug-
hæfni“.
Tudor-vélarnar reyndust auðvitað ó-
aðfinnanlegar í alla staði, en rannsókn-
in varð til þess, að alls konar sögur
komust á kreik.
Menn tóku að rifja upp, að Tudor I
hafði orðið að undirgangast nákvæma
rannsókn á, hvort hún væri hæf til
Atlantshafsflugs, að flugvél frá sama
flugfélagi hafði horfið yfir Andesfjöll-
unum hálfu ári áður; tvær flugvélar fé
lagsins höfðu farizt annars staðar.
Af þessum sökum gengu þær sögur
að smíðagallar væru á Tudor IV og að
stjórn flugfélagsins væri í handaskot-
um.
Sannleikurinn var sá, að gagnger
skoðun og viðgerð hafði farið fram á
flugvélinni rétt áður en hún fór síð-
ustu ferð sína.
Frægur lögfræðingur, MacMillan lá-
varður, var gerður að formanni nefnd-
ar, sem átti að rannsaka slysið.
og vélin steyptist i djúpin, meðan gerð-
ar voru örvæntingarfullar tilraunir til
að segja heiminum það, sem hann fær
aldrei að vita nú.
HVAÐ KOM FYRIR?
Jeyðarskeyti geta ekki komið i
veg fyrir slys, en þau geta
flýtt fyrir björgun. Það er ósjálfráð
hreyfing að senda SOS, eins og skelf-
ingar- og sársaukavein.
Hvers vegna sendi Star Tiger aldrei
neyðarmerki?
MacMillan-nefndin setti fram tvo
möguleika: Annað hvort fórst vélin svo
snögglega, að ekki var einu sinni tími
til að senda út fyrstu stafina í SOS,
eða senditæki flugvélarinnar eyðilögð-
ust í nágrenni Bermuda.
Enginn lifandi maður getur ímynd-
að sér, hvað hefði getað valdið svo
snöggu slysi, og þótt radíótæki vélar-
innar hefðu bilað, hefði hún átt að
komast á áfangastað.
En athugið eitt: Þótt aldrei heyrðust
nein neyðarmerki á Bermuda, er ekki
víst, að þau hafi aldrei verið send.
Flugumferðarstjómin í Bermuda var
vissulega ekki gallalaus þessa nótt.
Ein alvarleg mistök komu í ljós í
orðaskiptum flugturnsins við Star
Tiger.
SKY'SSA
Hvort sem um misheyrn eða mis-
reikning var að ræða, er það staðreynd,
að flugvélin gaf upp rangan komutíma.
Þessari mikilvægu skyssu var ekki
tekið eftir á B irmuda. Að vísu getur
enginn vitað, hvort hún hafði áhrif á
örlög vélarinnar, en skyssan var gagn-
rýnd harðlega í skýrslu nefndarinnar.
Vei getur verið, að starfslið hafi
skort í flugturninum, eða mennirnir
ekki tekið nógu vel eftir. Hvort held-
ur er, er það staðreynd, að ýmislegt gat
farið — og fór — framhjá starfsmönn-
unum. Og það er í rauninni talsvert
líklegra en að ekkert neyðarmerki hafi
verið gefið. Hins vegar hefur hin lága
flughæð orðið til þess, að lítill tími
hefur verið um borð frá því óhappið
vildi til unz flugvéiin var komin í sjó-
inn. Öruggt má telja, að ekki hefði
mátt koma í veg fyrir slysið, en ef til
vill hefði mátt finna orsök þess.
Ýmsir furðulegir möguleikar koma til
greina í þessu máli.
En það er áreiðanlega ekki ólíkleg-
ast, að eitt neyðarmerki hafi farið fram
hjá flugturninum á Bermuda; að eng-
inn heyrði síðustu orðin frá Star Tiger,
MYNDAMÖT H.F.
I - / B
MORGUNBLAÐS
HÚSINU
7. hœð
Framleiða allar
gerðir af: l I
111
13 S
MYNDAMÚTUM
II \
á
Vönduð vinna
Fl/ót afgreiðsla
I -
PRENTMYNDAGF.RÐIN
MYNDAMÓT H.F
MORGUNBLÁÐSHÚSINU -,.SfMI 17152
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS