Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1962, Síða 11
ÍSkrifpúlf 1 Jóns Árnasonar MARGIR góðir munir eru i Min.iasafni Reykjavíkur og fleiri en ætla mætti eftir stuttum starfstíma safnsins. Reykvikingar brugðust skjótt og vel við þegar sýning- arsalur safnsins var opnaður í Skúlatúni 2 haustið 1958. Næst- um daglega færðu glaðir gefendur safninu myndir og muni, sem vitna um líf og umhverfi kynslóðanna, sem byggðu bæinn eins og fyrsta kynslóð aldarinnar tók við honum. Allir lögðust á eitt, konur og karlar, imgir sem gamlir, háir sem lágir. Þó nokkrir voru slíkir aufúsugestir sem verkamaður í bæjarvinnunni, sem leit inn einn daginn með kistil undir hend- inni. Við athugun kom í ljós, að hér var ekki kistill, heldur skrifpúlt, enda kunni gefandi öll skil á púltinu. Ung- ur maður; Stebbi í tjörunni, Stefán Guðnason réttu nafni og bæjarbúum kunnur sem hljómlistarmaður í lúgra- sveitum bæjarins, hafði keypt púltið á uppboði dánarbús Hallgríms Melsteds bókavarðar, en Hallgrímur eignaðist það eftir Jón Árnason landsbókavörð og þjóðsagnasafnara. Margur verður ágætur af verkum sínum, en um dauða muni gildir, að margir verða þeir merkir af fyrri eig- endum. Svo er um púlt þetta. Það er miðlungi stórt, lagt saman á lömum um miðju, tvær pappírshirzlur undir loki en engar handraðaskúffur. Það er frem- ur vel varðveitt, þó er annar lokshelm- ingur glataður, eins blekbytta og sand- baukur, en lítt sér á ytra borði, enda látúnsslegin horn. Spjald úr sama málmi er á efra borði púltsins lokuðu, en það var títt, að þar voru skornir upphafsstafir eigenda. Svo er þó ekki hér og verður hið látlausá skrifpúlt ágætt af einni saman heimild hins hugulsama gefanda. ins og aðrir gaml- ir munir hefur skrifpúltið sina sögu að segja. I safninu eru tvö önnur skrifpúlt, annað stórglæsilegt, mahonispón- lagt og látúnsslegið skrif- púlt Páls Melsteds amt- manns (gefandi Kristinn Kristjánsson feldskeri) og hitt listasmíð eftir Magn- ús snikkara Árnason (gefandi Magnús Jósefsson bakari). Öll þrjú vitna þau um híbýlaþrensgli en jafnframt nýtni og hugvitssemi í þeim kringumstæðum, þar sem þau mátti leggja á hné sér sitjandi á rúmi sínu og nota í skrif- borðsstað, stinga síðan með pappír og skrifuðu handriti undir rúm eða höfða- lagið. Varla er þessi aðferð ætlandi amtmanninum, en þess er þó að gætá, að honum kann að hafa þótt hentugt að taka með sér „skrifborðið", læsa hirzlu, altént þegar hann var gestur í Reykjavík og átti í brösum við Jón Sigurðsson á þjóðfundi og oftar. Um Jón Árnason er þess að geta, að þröngt bjó hann í nábýlinu við Sigurð málara í Smiðshúsi 1863, er þeir ''félagar stofn- uðu forngripasafnið í litla húsinu rétt undir kirkjukórnum við endann á Kirkjustræti, en það er nú eitt minn- ingarhúsanna í Árbæjarsafni. Þessi skrifpúlt gömlu mannanna hafa verið líkt og „ferðaritvélar" eru nú- Bókmenntir Framhald af bls. 5. á ljóðmálinu, þá færum við nú á mis við nútímatjáningu í ljóðlist og hið sundurlausa mál okkar væri ekki nærri eins sveigjanlegt og það er orðið, hvorki í bókum né í daglegu tali. Onnur ljóðskáld þessa skeiðs voru Lamdan, sem orti hið mikla „samhyggju-ljóð“ „Nassada“, skó’dkonan Ban-Miriam, sem yrkir eins og hún sé að höggva í marmara; og Lea Goldberg, viðkvæm og hljómfögur. Nefna má líka smásagnahöfundinn Dovra Baron, en ritháttur hennar minn- ir einna helzt á frásagnir svartklæddra kvenna með andlitsblæjur sem reika um loftkælda sali. Vandamál nýbyggjanna og „samhyggj- unnar“ voru einnig tekin til meðferðar af Ischak Shenhar. og harmsögur í fjöl- skyldum af hjarðmannakyni voru sagð- or af Yehuda Burla Nefna mætti marga fleiri höfunda, sem eiga það sameigin- legt, að þeir eru af nýrri kynslóð með ný vandkvæði og nýjar hugsjónir í landi, sem byggja þarf upp í skyndingu. Ég hef þegar nefnt hin hörmulegu ör- lög gyðingaþjóðarinnar og hið stórkost- lega ljóð eftir Uvi Zvi Greenberg, þar gem hann vottar hinum týndu milljón- um bræðra okkar virðingu sína af fölskvalausri ást og lotningu. En hann á einnig erindi við þá sem lifðu hörm- ungarnar af og eru fullir af vonum og fyrirheitum — og jafnframt hlaðnir Þuugri ábyrgð. í einu ljóða sinna segir hann m. a.: „Við erum stöðugt áframliald, lifandi afl, eins og flóð hafsins. 1 hverjum dropa sjávarins er sjórinn allur. Gervallur hiti eftirvœntingarinnar slær eldi í blóð okkar, varðveitir híta hins eilifa blóðs í keri líkamans sem steypt var í móti fortfeðranna.“ Svo kom frelsisstríðið, og hin unga og þó ævagamla þjóð og hetjur hennar eignuðust mikið skáld, sem mælti fyrir munn þeirra. Ég hef í huga Nathan Alterman, sem í síðustu bók sinni bar svo fagurt vitni landinu og sonum þess, dáðum þeirra og starfi, holJustu þeirra og óbilandi vilja til að gera skyldu sína og berjast fyrir frels- inu. í einu ljóðinu segir hann: „Ég mun ekki gleyma því, vinur, hvernig þú barst mig á bakinu, hvernig þú skreiðst með miklum erf ið ismunum. Ég mun ekki gleyma að þú skildir mig ekki eftir til að deyja né hvernig ég hélt dauðahaldi í brjóst þitt eins og lífið sjálft. !Það er komin nótt, vinur. Láttu mig vera og farðu. í>að er komin nótt, vinur. Láttu mig vera og forðaðu þér. Mér er heitt í höfðinu og hjarta mitt er þungt, sólin mun ekki framar brosa við mér, en mundu, vinur, ef þú átt einhvern tíma leið hjá heimkynni mínu, þá segðu: Hann var monthani og ónytjungur, en hann dó eins og maður, það er sannleikur. í dögun, vinur, verð ég steindauður, en til dögunar mun ég ekki gleyma hvað þú gerðir.** Nathan Alterman, hinn ókrýndi kon- ungur yngri ljóðskálda í ísrael, færði okkur síðustu bók sína eins og nokkurs konar minnisvarða um frelsisstríðið. Hún er „Ljóðaljóðin" í nútímabúningi, tileinkuð öllum beim ungu körlum og konum sem af fúsum vilja fórnuðu lífi sínu tii að byggja upp hið nýja ríki og tryggja gyðingum bjartari framtið. Að sjálfsögðu eigum við mörg fleiri ijóðskáld og sagnahöfunda, sem nota hið nýja mál yngstu kynslóðarinnar, jafn- vel götumálið sem þróazt hefur á síð- ustu árum. í hópi yngri sagnahöfunda eru Moshe Shamir og Aron Meged fremstir. Sá fyrrnefndi hefur nýlega sent frá sér sögulega skáldsögu sem fjallar um líf og dáðir Alexanders Jaaneusar, sem var einn af voldugustu konungum Makkabea og barðist gegn flokki aftur- haldsmanna, Faríseum. Hefur bókin ver- ið þýdd á ensku. Þessi hópur yngri höf- unda hefur ekki látið sér nægja að semja skáldsögur og smásögur, heldur hefur hann einnig reynt að semja leik- rit fyrir hin mörgu leikhús í fsrael, og hafa mörg þeirra verið sett á svið. Var hér um að ræða nýja Og gleðilega þróun í leikhúslífi ísraels, því til skamms tíma voru aðeins flutt þýdd verk á leiksvið- um landsins. Frægt ijóðskáld af þessari kyn- slóð er Guri, sem tók þátt í frelsisstríðinu og sá á bak mörgum beztu vinum sínum í bardögunum. Söngvar hans hafa verið sungnir af ungum og öldnum um gervallt landið. Skáldkonur af yngri kynslóðinni eru margar og verk þeirra sunduiieit. Nizza Bat-Shaul yrkir t. d. þannig: „>ú átt ekki sökina. Aðeins hjarta mitt á sök á þvi að hendur þínar virtust svo hlýjar, að þú varst heimkynni mitt, að þú svaraðir ákalli áranna — og skildir mig eftir eina. . .“ Önnur stúlka af hjarðmannakyni, Ester Shaki-Arzi, er ósvikið trúarskáld: ,,I>ú birtlst á himni mínum, ó Guð, og ég stóð upp og tók við hörpu þinni — Hjarta mitt — hvernig getur þaö staðið andspænis þér?" Víkjum þá sem snöggvast að vanda- málum innflytjendanna. Þeir komu í stórhópum hvaðanæva úr heiminum, aldir upp við ólíkar menningarhefðir og lífsvenjur; komu með nýja og sundur- leita menningarstrauma og töluðu mörg og ólik tungumál. Landið var í rauninni deigla, og ekkert nema hin einbætta framsækni og þegnskapur þjóðarinnar hefði á skömmum tíma getað breytt tímamönnum, ef einhvern samanburð i að gera, líka eins og saumaskrínur hús- freyjanna. En fyrst og fremst voru þau skrifborð þar sem allt var við höndina, blek, fjaðrastafur, sandbaukur til þess að þerra blekið og birgðir ritpappírs. — Víst hefur verkamaðurinn í tjörunni hjá bænum bjargað dýrmætum hlut, þegar hugsað er til þeirra auðæfa, sem átt hafa bið undir púltslokinu eða flot- ið úr fjaðrapenna meistarans á græn- um skriffletinum. Lárus Sig irbjörnsson. þessari marglitu hjörð í eina samstillta þjóðarheild. Við eigum fjölmarga höf- unda sem fjallað hafa um vandamálin sem áttu rætur sínar í þessum óvenju- legu aðstæðum, bæði ljóðskáld, sagna- höfunda og leikskáld. Nefna má skáld- konuna Youdith Maendel og skáldsögu hennar „Stigastrætið". þar sem lýst er fólkinu í ákveðnu stræti borgar einnar í fsrael. Þetta fólk er úr öllum áttum Og vandamálin, sem upp koma, eru marg- vísleg. Einnig má nefna skáldsagna- höfundinn Bar Josef, sem í þriggja binda verki hefur lýst æviferli og aðstæðum þriggja kynslóða í hinni heilögu borg Safed. Meðal yngri höíunda ber að nefna hinn frábæra stílsnilling S. Izhar, sem veigrar sér ekki við að taka kynslóð sína til fcæna, jafnvel sjalfar hetjur hins rómyða frelsisstríðs. Þegar rætt er um áhrif nágranna- landanna, verður að hafa í huga að næstu nágrannar okkar eru Arabar,' af ólíkum uppruna að vísu en me'ð sam- eiginlega tungu, arabísku. Nokkru fjær eru svo Tyrkir, Persar og fleiri austur- lenzkar þjóðir. Fyrir norðan okkur eru Grikkir og ítalir, og kannski mætti líka nefna Spánverja í norðvestri. í ísrael er mikill áhugi á austurlenzkum fræð- um, enda eiga margir fsraelar uppruna sinn á þessu svæði. f skáldskap hafa stundum komið fram hugmyndir um sameiningu hins austurlenzka heims, og er frægasti talsmaður þeirra sennilega smásagnahöfundurinn B. Tamus. Nefna ber einnig hebreska ijóðlist eins og hón er varðveitt í Biblíunni. Hún á sér eldfornan uppruna og lýtur reglum sem eru að ýnisu leyti framandi evrópskri ljóðlist, einkum að því er snertir rím og hrynjandi. í þessari ljóð- list eru strangar reglur um stuðlun, end- urtekningar og samstæður. Þessi list er algerlega austurlenzk og hefur verið endurvakin af ýmsum ljóðskáldum í ísrael. Kunnast þeirra er Y. Ratosh, sem er eins konar andlegur faðir hreyfing- arinnar sem beitir sér fyrir nánara menningarsambandi fsraels við Aust- uriönd. ■*w Alclrei of gamall Einn af góðum vinum Adenauers kanslara í Vestur-Þýzkalandi sagði þessa litlu sögu í tilefni af 86 ára af- mæli hans: — Þegar Adolf Hitler sem var 13 árum yngri en Adenauer, hafði náð völdum árið 1933 og m.a. vikið Aden- auer úr borgarstjóraembættinu íKöln,' spurði sá síðarnefndi mig eitt sinn: „Hvað heldurðu eiginlega að þessi bumbuslagari haldist lengi við völd?“ „Ja,“ svaraði ég, „mér dettur í hug að þúsundáraríkið hans haldist kannski í svo sem tvö ár.“ „Tvö ár ! Hamingjan hjálpi okkur ! Þá verð ég orðinn of gamall til að taka við emhættinu aftur." Árið 1945, þegar Adenauer var orð- inn 69 ára, tók hann við sínu gamla embætti aftur. og allir vita hvað orðið hefur úr honum síðan. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.