Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 5
Er skáldskapurinn hættulegur? I vetur hafa átt sér stað allsnarp- ar umræður í blöðum or timaritum í Vestur-Þýzkalandi og á Norðurlöndum urn þá ákvörðun allra leikhússtjóra í Vínarborg að sýna ekki verk eftir Bert Brecht á leiksviðum þar í borg. Þessi Bert Brecht ákvörðun var tekin að undirlagi aust- urriska leikdómarans og ritstjórans Friedrichs Xorbergs eftir að uppreisn verkamanna í Austur-Berlín var bæld niður 17. júní 1953. Málið varð hins vegar ekki almennt hunnugt fyrr en á liðnu hausti, þegar Friedrich Torberg hélt fyrirlestur í Köln og varði sjónarmið austurrísku leikhússtjóranna af miklum hita. Var fyrirlesturinn síðan birtur í desember- liefti vestur-þýzka tímaritsins „Der Monat“ og vakti þegar í stað víðtæka ftndúð. í febrúarhefti tímaritsins birt- ust fjölmörg bréf frá vestur-þýzkum lesendum, þar sem sjónarmið Torbergs eru fordæmd, og mun vera von á enn fleiri slíkum mótmælabréfum í næstu heftum. 66 vestur-þýzkir lelkhússtjórar sendu fiá sér sameiginlega yíirlýsingu þar 6em þeir áskildu sér rétt til að ákveöa, liver fyrir sig, hver af verkum Brechts yrðu sýnd og hvenær þau skyldu sýnd. Bentu þeir ennfremur á það hættulega fordæmi, sem ákvörðun austurrísku leikhússtjóranna væri, því það sem kcmmúnistinn Brecht yrði nú að þola i Vínarborg kynni við aðrar aðstæður en með sömu rökum að lenda á ka- þólskum leikritahöfundi eins og t.d. Paul Claudel. Það er fróðlegt og uppörvandi að sjá Jive ákveðna afstöðu vestur-þýzkir les- endur tóku til þessa máls. Þeir vísuðu eindregið á bug bæði tilganginum og Bfleiðingunum af hinum velmeintu en tnisskildu aðgerðum Torbergs gegn Brecht. Forstjóri borgarleikhússins í Frankfurt am Main slcrifar stutt og laggott: „Við leikum verk Brechts bæði mcð hliðsjón af skoðanafrelsinu og með hliðsjón af afleiðingum þess að gera það ekki“. Af þessum ummælum og ýmsum fleiri í „Der Monat“ er þó Ijóst, að hin villandi röksemdafærsla Torbergs hefur ruglað andstæðinga hans dáiítið í ríminu. Hvers vegna á maður að viður- kenna eða taka alvarlega listamenn, irn boða lifsviðhorf eða stjórnmála- akoðanir, sem maður andæfir og berst gegn undir öllum öðrum kringumstæð- um? Höfundur orðanna, sem vitnað var til hér að framan, vill nota villutrúar- manninn Brecht til að draga fram rnuninn á skoðanafrelsinu vestan járn- tjalds og skoðanakúguninni fyrir aust- an það. Þetta er virðingarvert sjónar- mið, en snertir ekki kjarna málsins, sem hlýtur að vera sá, ó hvaða for- sendum við sýnum þeim listamönnum frjálslyndi og skilning, sem eiga við andbyr að stríða. Aðrir þátttakendur í umræðunum í „Der Monat“ hugga sig við, að Brecht hafi ekki verið hreinræktaður komm- únisti í verkum sínum, sem er vita- skuld bæði vafasöm fullyrðing og al- gert aukaatriði. Einn gengur jafnvel svo langt að segja: „Það er ekki til nein raunveruleg líst sem vegsamar eða réttlætir óréttlætið, illmennskuna, harðstjórnina; það væri sjálfsmótsögn. Þar sem Bert Brecht var góður lista- maður, eru verk hans í eðli sínu fjand- samleg einræðinu, og aðeins vegna þess að þau eru fjandsamleg einræðinu geta þau verið góð list“. í þessari kynlegu orðaflækju er líka reynt að ala á öryggiskenndinni gagn- vart hinum „hættulegu“ höfundum, enda er hún í samræmi við yfirlýsingu frá öðrum bréfritara sem segir að „Brecht mundi varla geta ginnt nokk- Ezra Pound urn mann til kommúnisma", og þess vegna búi verk hans ekki yfir því á- róðursgildi, sem Torberg gangi út frá. E kkert af öllu þessu gæti skýrt það eða orðið forsencla fyrir því, að leikhússtjóri, sem er mótfallinn til- ganginum í verkum Brechts, ákveður eigi að síður að taka þau til sýningar —- eða að forleggjari, sem hefur ímug- ust á ýmsum kynþáttakenningum Ezra Pounds, telur sér samboðið að gefa Ijóð hans út — eða að pólit’skir and- stæðingar Pounds mæla með honum sem Nóbelshöfundi. Að sjálfsögðu er alls ekki útilokað að verk Brechts og Pounds geti ginnt einhverjar ístöðulitlar sálir til komm- únisma eða fasisma. Það er vonlítið verk að ætla sér að skýra burt skoð- anir þeirra og lífsviðhorf eða skafa af þeim fortíðina. Brecht lofsöng ógnar- stjórn Stalíns og Pound var um skeið málpípa Mussolinis á stríðsárunum. Það eru líka heldur haldlítil rök, að við höfum áhuga á verkum þessara höfunda í þeim tilgangi einum að sanna ábyrgðartilfinningu okkar gagn- vart skoðanafrelsinu eða sýna umburð- arlyndi okkar andspænis skoðunum annarra. Sannleikurinn er neínilega sá, að flestir þeir lýðræðissinnar, sem á annað borð hafa dálæti á Brecht og Pound — og þeir eru margir — eiga sáralítið eða ekkert umburðarlyndi gagnvart kommúnisma hins fyrrnefnda og fasisma hins síðarnefnda. að merkilega er, að enginn þeirra, sem fengu bréf sín birt í febrú- arhefti „Der Monat“, tók til meðferðar þann meginkjarna málsins, sem er kannski alltof augljós, að gott listaverk er ævinlega stærra, blæbrigðaríkara, margbrotnara, safaríkara og fyllra af lífi en sú kenning um tilveruna eða þjóðfélagið, sem það kann að eiga ræt- ur í. Jafnvel í listaverki, sem hefur mjög ákveðinn boðskap að flytja, fer því fjarri að boðskapurinn sé allt sem þar er að finna. Sænski gagnrýnandinn Bcngt Holmquist og ljóðskáldið Lars Gustafsson, sem ræddu þetta mál í „Dagens Nyheter" og „Bonniers Litter- ara Magasin" (febrúarheftið), bentu hvor með sínum hætti á þessa nær- tæku staðreynd, sem er í rauninni eina haldgóða viðbáran við röksemdafærslu Torbergs. Þetta felur samt engan veginn í sér, að gaumgæfinn lesandi geti eða eigi að virða fullkomlega að vettugi þau pólitísku sjónarmið, sem fram koma í verkum umræddra höfunda. Gustafsson bendir réttilega á, að bæði skáldin eigi kröfu á slíkri alvöru af hálfu lesand- ans. En ekkert kenningakerfi ,er þunga- miðjan í skáldskap Brechts eða Pounds. Skáldskapurinn, sem þeir hafa samið, er ekki nándarnærri eins þröngur og þau lífsviðhorf, sem þeir hafa barizt fyrir. Og mundi það ekki vera skýr- ingin á því, hve margir, sem hafna skoðunum þeirra og lifsviðhorfum, hafa mætur á list þeirra og virða þá sem skáld? í þessu sambandi liggur nærri að c’.raga fram ýmis fleiri nöfn, sem varpa Ijósi á þetta vandamál. Ég nefni aðeins að lokum Knut Hamsun, nazistann og föðui-iandssvikarann, sem var svo stór- kostlegt skáld, að tíu árum eftir styrj- aldarlok höfðu Norðmenn nær gleymt ávirðingum hans og voru farnir að gefa verk hans út að nýju í dýrum skrautútgáfum. Og skyldu þeir ekki vera allmargir kommúnistarnir, bæði Paul Claudel utan Sovétríkjanna og innan, sem við- urkenna — a.m.k. með sjálfum sér — að Boris Pasternak átti annað og betra skilið en útskúfun sovézkra valdhafa, þó hann léki ekki eftir þeirra nótum? s.a.m. M- I EÐAL menningarþjóöa er ___L áreiöanlega engin öllu fjœr því að vera bókmenntaþjóö en viö tslendingar, og er þá átt viö „bók- menntir“ í þrengsta skilningi, svo- kallaöar fagrar bókmenntir eöa listrœnar. Viö erum fyrst og fremst söguþjóö, fræöimannakyn, sem sökkvir sér niöur í annála, frá- sagnir, ættartölur og œvilýsingar. Öll skrif, sem eru fjölþætt eöameö einhverjum hætti margrœö, eru okkur framandi, og heimspekileg ySJI H hugsun má Rgfl lxeita útlœg I úr nýrri bók- p|9 menntum okk |Í|b ar, þegar Hall Hlll dóri Laxness Hfl og Gunnari 1181 H Gunnarssyni W H Sleppir. m ra ser- Hiö kennilega ís- lenzka viöhorf viö bókmenntum sníöur þeim þrengri staklc en hollt er höfund- um eöa lesendum. Islenzkir höf- undar eru flestir á einu plani: ein- föld upptalning atburöa* og meira eöa minna grunnfœr lýsing á ó- brotnum persónum éru meginein- kennin. Sárasjaldan er gerö tilraun til aö kafa dýpra, kljást viö flókn- ar hvatir, andstœö og margslungin öfl í mannssálinni, og þaö má heita viöburöur ef nokkuö felst milli lín- anna eöa bák viö sjálfan söguþráö- inn. Þð stundum sé reynt aö hrófla upp táknum í íslenzkum sögum, eru þau einatt svo einföld og augljós, aö þau megna engan veginn oð lyfta sagnaskáldskap okkar upp yf- in flatneskjuna eöa gera sögurnar. annaö og meira en misjafnlega góö- ar frásagnir. Er engu líkara en ís- lendinga yfirleitt skorti þaö sjötta skilningarvit sem gerir gœfumun- inn milli skáldskapar og frásagnar- listar. Þetta á viö um állar greinar ís- lenzkra fagurbókmennta, þó segja megi aö Ijóölist síöustu áratuga hafi þokazt í rétta átt. Hún er áll- tjent fjölþœttari og djúpskyggnari en lausa máliö — hefur víöari skir- skotun og miklu fleiri tónbrigöi. islenzkar sögur eru yfirleitt ein álls herjarflatneskja þegar frá eru tálin verk ofannefndra höfunda og ein- stök verk nokkurra annarra. Ttt- finnanlegast er þetta kannski i smásögunum, eins og síöast var lauslega vikiö aö hér í dálkinum, því þœr þola siöur en langar sögur. aö vera állar t einum fleti. íslenzkir lesendur eru sama marki brenndir oq höfundarnir, enda er hér augljóslega um vixl- verkun aö ræöa: lesendur mótast af höfundunum sem þeir lesa, og höfundarnir skrifa fyrir hinn ein- hæfa smekk lesendanna í staö þess aö leitast viö aö þroska hann og víkka. Þó er ég ekki frá því, aö á þessu sé aö veröa einhver breyting fyrir áhrif erlendra höfunda. En þœr umrœöur, sem fara fram hér á landi um bókmenntir, eru á svo hörmulega frumstœöu stigi, aö þrð- unin veröur vafalaust bœöi mjög hægfara og einskoröuö viö litinn hóp lesenda á næstu áratugum. Þó er. held ég, alls ekki vonlaust aö viö munum einhvem tíma veröa bókmenntaþjóö í þess orös ströng- ustu merkingu. s-a-m. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.