Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 6
 ; | ; mtAB var geysi fjölskrúðugt safn gamalla muna, sem frú Þorbjörg Bergmann ánafnaði Reyktúkingafé- laginu eftir sinn dag, hreint og beint kjarni hins myndarlegasta minjasafns. Þegar Árbæjarsafn var öpnað, var það fyrst og fremst þetta merkilega safn, sem vakti í senn at- hygli og áhuga á myndun minja- safns borgarinnar á breiðum grund- velli. Stjórn Reykvikingafélagsins hafði gert þá ráðstöfún í samráði við dóttur og tengdason frú Þor- bjargar, frú Hildi og Einar Sveins- son múrarameistara, að safn hennar yrði afhent Árbæjarsafni og varð- veitt þar sem deild í minjasafni borgarinnar. Eins og margir munu vafalaust hafa veitt athygli, sem komið hafa í Árbæ, er mynd frú Þorbjargar á vegg í stóru stofunni við hliðina á mynd síðustu hús- Trafakefli sífíusfu biskupsdóffur í Skáiholti freyjunnar þar, Margrétar í Árbæ, en þessara tveggja ágætis kvenna 1 verður ávallt minnzt í sambandi við j safnið og staðinn. j Því miður vannst frú Þorbjörgu ! ekki tími til að skrásetja safn sitt. j Frá hennar hendi er aðeins til byrj- un á skrá yfir útskoma muni, svo að vafi getur leikið á um fyrri eig- l endur, smiði og því um líka, sem saga munanna er tengd. Með athug- unum í ýmsar áttir, ef til vill svo- lítilli getspeki í og með, má glæða hlutina svolitlu lífi í augum nútím- ans, sjá hverju hlutverki þeir gegndu í daglegu lífi fyrri kynslóða. Ur safni frú Þorbjargar komu tveir hlutir, sem möi'gum hefur orð- ið starsýnt á fyrir listahandbragð, sem á þeim er. Ungar stúlkur fyrri tíðar kunnu að meta þá fyrir nyt- semdar sakir: trafakefli og trafa- öskju. — Á tilhaldsdögum, þegar strjúka þurfti lín og klúta var trafa- keflið tekið fram. Það var straubolti þess tíma. Því sem strjúka átti var vafið utan um sívallt undirkefli og strokið fram og aftur með yfirkefl- inu á sléttu undirlagi, ef til vill bakhlið á rúmfjöl. Þess á milli voru tröfin, klútar og handlínur, varð- ÁRNI ÖLA: GÖMUL HÖS IREYKJAVÍK HÚS JAKOBS SVEIMSSONAR flæmdist úr eánni götu í aðra JAKOB Sveinsson snikkari var einn af kunnustu borg arum í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. Hann var Húnvetningur að ætt, fæddur að Ægissíðu á Vatnsnesi 31. marz 1831. Foreldrar hans voru Sveinn Guðmundsson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir, systir Jóns land- læknis Thorstensen, og hjá land- lækni ólst Jakob upp. Systir hans var Guðrún kona Geirs útgerðar- maims Zoega. Jakob sigldi til Kaupmannahafnar ár- ið 1847 til þess að læra smiðar. Dvald- ist hann ytra um 8 ára skeið, en kom þá heim og settist að í Reykjavík. Árið 1857 gekk hann að eiga unga og efni- lega stúlku, Málfríði dóttur Péturs hreppstjóra Magnússonar á Seli. (Voru þær bræðradætur hún og Þóra Páls- dóttir, sem lengi var ráðskona hjá prins Valdemar). Konu sína missti Jakob eftir aðeins tveggja mánaða sam- búð, og var hann aldrei síðan við kven- mann kenndur. Nú var það árið 1858 að Jakob fékk útmælda byggingarlóð vestast á Aust- urvelli. En þegar það fréttist, varð út af því hinn mesti úlfaþytur í bænum. Menn vildu ekki skerða Austurvöll meira en orðið var. Og bæjarfulltrúar skoruðu á amtið að staöfesta ekki þessa útmælingu. Varð amtið við þeim til- mælum, en til þess að hlutur Jakobs væri ekki algerlega fyrir borð borinn, var honum fengin lóð rétt vestan við býlið Lækjarkot. Og þar reisti hann svo tvílyft timburhús sumarið 1860, eitt af fyrstu tvílyftu timburhúsunum hér í bæ, þeim er ætluð voru til íbúð- ar. Það gerðist og til nýlundu þarna, að í þetta hús setti Jakob fyrstu elda- vélina, sem sést hafði í Reykjavík. Áð- ur elduðu menn hér í hlóðum, eða í svonefndu „komfúr“, en það voru eins konar einfaldir suðuofnar úr járni. x tra hafði Jakob aðallega lagt stund á húsgagnasmíð, en hér hafði hann húsgagnasmíðastofu. En hann var svo sem ekki við eina fjölina felldur, því að „hann var margkunnandi“. Hann hafði nokkra þekkingu á því að kljúfa grjót og höggva, og þess vegna var honum falið að kljúfa grjót í Alþingis- húsið áður en dönsku smiðimir komu. Það mun og hafa verið vegna þessa að honum var falin viðgerð dómkirkj- unnar 1878, enda þótt sumum þætti Framhald á bls. 12. veitt í skrautlegum trafaöskjum, tíðast með útskornu loki, en stund- um méluðu. Það var eftirsóknarvert að eiga þessa hluti og einkum ef vemlega var í þá borið með áletr- unum, fangamarki og útskurði. Trafakeflið, sem við virðum fyrir okkur, er með áletrun, málaðri á hliðarnar en að ofan er málað rósa- flúr. Erindið, sem stendur á keflinu er svona: Kvenndið hreppi er keflið á kvenmanns dyggða gnóttir. Þekk sú heitir þornagná Þórunn Hannesdóttir. Askjan ber aftur á móti aðeins fangamarkið: X eða J G D, þar sem síðasti stafurinn stendur fyrir: dótt- ir. Ef hér væri látið staðar numið, vitum við það eitt, að Þórunn Hannesdóttir hefur átt keflið og einhver I eða J G-dóttir öskjuna. í bili verður ekki komizt lengra hvað síðara nafnið snertir, en fyrra naín- ið er þekkt og gefur ef til vill á- bendingu um höfund beggja hinna ágætu gripa. Mr órunn Hannesdóttir var yngst barna Valgerðar og Hannesar Finns- sonar, biskups í Skálholti, fædd 1794. Faðir hennar dó 1796 en þá gerðist Steingrímur Jónsson, sem síðar varð biskup, heimiliskennari barnanna og gekk nokkru síðar að eiga biskupsekkjuna, móður þeirra. Hjá Steingrími lærði jafnframt skólalærdóm Grímur Jónsson’, hinn mesti hagleiksmaður, „vel hagur á tré og járn, góður bókbindari og blóðtökumaður", éins og segir í æviskrám Páls Eggerts, en líka góð- ur málari, eins og Skúli Helgason safnvörður hefur leitt í ljós. Grímur var reyndur af Geir biskupi og fékk stúdentspróf frá Reykjavíkurskóla 1800, tók við búsforráðum í Skip- holti 1801 og dó þar 1860 „að sögn f sam rúmi, sem hann fæddist í“, Hagleik sinn átti Grímur ekki langt að sækja, því að faðir hans, Jón hreppstjóri í Skipholti, var bróðir Fjalla-Eyvindar, sem allt lék í hönd- unum á. Þórunn var S barnsaldri, þegar Grímur var í Skálholti, tvítugur að aldri, en vel getur hann hafa minnzt hennar síðar á ævinni og sent henni keflið, þó hitt sé líklegast að vísan á keflinu sé ort til ungrar stúlku, jafnvel barns. Sé sagan rétt sett saman, er keflið skemmtilegur minjagripur úr húsi þeirra hjóna við Austurvöll, þar sem nú er Landssímahúsið, Bjarna amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur, síðustu biskupsdóttur í Skálholti. Hinir fagurlega blómskrýddu upp- hafsstafir á öskjulokinu og mynd- skreytingin fyrir ofan og neðan sverja . sig eindregið í ætt við skreytinguna ofan á keflinu, hver svo sem átt hefur öskjuna. Væri betur en ekki, að hér sé rétt til getið, því þá eru tveir góðir gripir, auk annarra, komnir í leitirnar til minningar um hagleiks- og lista- manninn Grím stúdent. Lárus Sigurbjörnsson, ATH. í grein minni um hornið góða frá Hótel íslandi, hefur slæðzt inn villa í vélriti handrits, þar sem fallið hefur niður lína. Rétt lesið er setn- ingin svona: Jensen-Bjerg keypti af þeim, enda þá komið vínbann um allar jarðir, en A. Rosenberg af hon- um, síðasti hótelhaldari á staðnum. Fremst_ í greininni á að standa, að Hótel fsland brann 1944, ekki 1943. L. S» 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.