Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 13
■ h(hb Hnljll 11111 mmm mm. &mpím Wá ■;;:i:iHhi!:!a:i^ ■riaHní'?; ’:i-'.TÍ Ivar Aalto er 64 ára gamall og J. X einn af þekktustu arkitektum heims. Hann stundaði nám við Tekniska háskólann í Helsmgfors. Árið 1923 hóf Ihann starfsferil sinn sem sjálfstæður arkitekt. Síðan hefur kveðið mikið að Ihonum bæði í Finnlandi, öðrum löndum Evrópu og Bandaríkjunum. Verkefni hans hafa verið 4 öllum sviðum bygg- ingarlistarinnax og að hverju þeirra hef- ur hann unnið af einlægni og þrótti hins eanna listamanns. Hann hefux ávallt lit- ið á skipulag, arkitektúr og listiðnað, eem óaðlskiljanlegar listgreinar og með sama öryggi hefur hann lagt gjörva hönd á bær allar. Árið 1933 stofnsetti hann fyrirtækið „Artek“ í Helsingfons. Á bess vegum gerði hann uppdrætti að ýmsum listmun- um úr gleri, lömpum og húsgögnum. Af þeim má sérstaklega nefna húsgögn úr pressuðum viðarplötum og var það al- giert brautryðjandastarf á bví sviði, og viðurkennt sem slíbt enn þann dag í dag. Skipulag 'borga hefur ætíð verið eitt helzta áhugamál hans. Á síðastliðnu ári gerði hann skipulagsuppdrætti að mið- hluta Helsingforsborgar og haíta þegar verið hafnar framkvæmdir samkvæmt þeim. Árið 1940 varð hann prófessor við Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum. Þar var starf hans mik- . ils metið og þar gerði hann uppdrætti að mörgum stórum byggingum fyrir há- skólann, sem hafa vakið mikla og verð- skuldaða atihygli. Næstu ár vann hann jöfnum höndum í Bandaríkjunum og i Finnlandi, en árið 1950 fluttist hann al- farinn til Finnlands og þar hefur hann aðallega starfað síðan. Árið 1957 gerði hann uppdrætti að stóru fjölskylduhúsi, sem vor byggt á sýningarsvæðinu „Interbau“ í V-Berlín, þar sem ýmsum færustu arkitektum heims var faldn uppbygging Hansa-hverf- isins. Nýlega hefur hann látið í ljós bá skoð- un, að vinna beri gegn fjöldaframieiðsiu og hvimleiðum síendurtekningum i bygg ingarlist nútímans — en bað verður verk arkitektanna sjálfra. Ráðhúsið í Sayniitsalo. Myndin sýnir tröppurnar, sem liggja frá torginu og upp í ráðhúsgarðinn. Húsið umlykur garðinn á alla vegu, en gengið er upp í hann um tröppur á tveim stöðum. Til vinstri eru skrifstofur, hægra megin sést á bókasafnið, en ráðhússalurinn er fyrir miðri myndinni. Gunnar Hansson. Ráðhússalarinn í Sáynatsalo. Byggingarefnið er múrsteinn og fura. — Sérstaka athygli vckur bygging þaksperranna og stíifegurð salarins. Sögunarmylla í Varkaus. Hluti sögunarmyllunnar brann í síðasta stríði og var Alvar Aalto falið að teikna nýbyggingarnar sem lokið var við að byggja árið 1946. Húsin eru byggð úr timbri og eldvarin. Gömlu og nýju byggingarnar falla vel í eina heild frá hagkvæmu og fagurfræðilegu sjónarmiði. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.