Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 12
an
L‘ATLANTI01) E
T ¥
■_ alldor Gunnlaugsson, hinn vin-
► sæli og ágæti héraðslæknir,
drukknaði í embættisferð um borð í skip
16. desember 1924 og var eg þá settur
héraðslæknir í Vestmannaeyjum til júlí-
loka næsta ár. Eg hafði mér til aðstoðar
íMdent af Háskólanum, Pétur Jónsson,
sem nú hefur lengi verið læknir á Akur-
eyri við ágætan orðstLr. Hann var fyrst-
ur í röð þeirra rúmlega tuttugu stúdenta
og kandidata, sem verið hafa aðstaðar-
læknar mínir, og eru sumir þeirra nú
meðal þekktustu og mætustu lækna
iandsins. Þessa vertíð var mjög mikið að
gera hjá okkur, skipakomur með mesta
móti og læknisskoðun allra á aðkomu-
skipum lögboðin, enda hafði eg geysi-
miklar tekjur, um 20 þús. krónur fyrir
skipaskoðun og útlendinga eingöngu, en
þeir borguðu læknishjálp margföldu
verði á við íslendinga. Þetta slagar hátt
upp í hálfa milljón eftir nútíma kaup-
gjaldi.
Þá var ekki annað sjúkrahús í Eyjum
en franski spítalinn, sem ætlaður var út-
lendingum fyrst og fremst. Þar voru
tvær fjögramannastofur móti suðri og
ein stofa móti norðri með tveimur rúm-
um út að gluggum og því þriðja í horni
við innvegg gegnt dyrum. Auk þessa var
skurðstofa, þrjár og hálf alin á breidd,
eða 2,20 m. í þeirri kytru voru samt
gerðar margar meiri háttar aðgerðir af
Halldóri Gunnlaugssyni, mér og Ólafi Ó.
Lárussyni.
ÚR MYNDABÓK
LÆKNIS
N<
Lík Franzmannanna tveggja voru
Jarðsungin af síra Jóhannesi Gunnars-
syni, síðar biskupi í Landakoti, en
skömmu fyrir páska kom fyrirskipun um
það frá útgerðinni, að togarinn skyldi
taka líkin nxeð sér heim, svo að þau
mættu hvílast í franskri mold. Konsúlat-
ið í Reykjavík sendi zinkkistur imdir
ur um borð þessi síðasta flaska verið
undan ediksýru, sem ekki þvoðist úr
henni, því að á botninum var tappi og
hefur hann verið gegndrepa af ediksýr-
unni. Óbragðið fór ekki úr munni okkar
allt kvöldið, jafnvel þótt við reyndum að
skola það burt með einhverju öðru.
Öllu verr tókst til, þegar bæjarspítal-
inn nýi var vígður tveimuf árum síðar.
Aðflutningsbann var þá enn á brenndum
drykkjum, en ekki á borðvínum. Bæjar-
stjórnin hélt veglega matarveizlu og
voru þar mættir meðal annarra land-
læknir og húsameistari ríkisins. Þrjár
tegundir víns voru með matnum og er
staðið var upp frá borðum og gestirnir
nöfðu dreifzt um hið nýja hús, voru
þeim bomar leifarnar af borðvínunum.
Þegar mjög var farið að ganga á þær,
lagði brytinn, Eðvarð Fredriksen, fyrir
þau, en fól mér að láta grafa þau upp,
búa um þau og koma þeim um borð. Eg
stóð í því bjástri allan föstudaginn
langa, því að skipstjórinn vildi flýta för
heim, og gaf hann mér að skilnaði fjórar
flöskur af rauðvíni.
A
I ótt eina dreymdi mig draum, sem
eg mundi ekkert úr annað en það, að eg
var að stumra yfir einhverjum sjúklingi
1 hornrúmi norðurstofunnar og átti í
miklu basli með hann. Nokkru síðar var
eg sóttur um borð í franskan togara, sem
hét L’Atlantique og var þá stærsti togari
á íslandsmiðum, um 1000 tonn. Tog-
strengur hafði lent á fimm mönnum og
var einn dáinn, annar í miklu losti vegna
innvortismeiðsla, þriðji, sem var annar
stýrimaður, með slæmt handleggsbrot og
tveir með minni meiðsli. Eg tók lostna
manninn fyrst í land í sjúkrakörfunm og
sagði hjúkrunarkonunni að búa um
hann í norðurstofunni, sem var auð. Hún
spurði mig, í hvert rúmið ætti að
leggja hann, en draumurinn kom upp í
huga minn, svö að eg sagði henni, að það
vildi eg ekki ákveða. Hún varð dálitið
undrandi, en eftir stutta umhugsun afréð
hún að setja hann í hornrúmið. Hjúkr-
unarkonan var Rannveig heitin Helga-
dóttir, sem þá var trúlofuð Óskari
Bjarnasen og höfðu þau hjón síðar um
alllangt skeið umsjón í Háskólanum.
Hún sagði mér síðar, að hún hefði sett
þennan fárveika mann í hornrúmið, þvi
að það væri eina rúmið. sem enginn
hefði dáið í í hennar starfstíð, en þessi
sjúklingur lifði ekki nema tvo tima eftir
að hann kom í land. Stýrimaðurinn lá
aftur á móti hjá mér í nokkrar vikur og
voru þá stundum sjúklingar af fimm
þjóðemum í þessu litla sjúkrahúsi.
brúðkaupsdegi okkar hjónanna
næsta haust buðum við vinum okkar,
Viggó Björnssyni bankastjóra og frú
hans, til kvöldveiðar og var þá eftir ein
flaska af franska rauðvíninu úr L’Atlant
ique, sem hafa skyldi með matnum. Móð-
ir mín sáluga varð fyrst til að dreypa á
sínu glasi, gretti sig og kvað vínið eld-
súrt. Við Viggó létum það ekki á okkur
fá, supum á víninu, en okkur brá í brún,
því að það var eins og óblandað edik á
bragðið. Það hafði veríð tappað á flösk-
framreiðslustúlkurnar, að bær skyldu
hella saman öllum slöttum og bera þá
blöndu fyrir gestina. í misgripum var
hellt slatta úr edikssýruflösku saman við
blöndu þá, sem borin var fyrir heiðurs
gestina og þá, sem með þeim voru. Land-
læknir, sem var viðbragðsfljótur að jafn-
aði, spýtti þegar út úr sér ólyfjoninni,
en einn af bæjarfulltrúunum var of hæ-
verskur til þess og renndi henni niður.
Hann brenndist svo í munni og koki, að
hann varð að liggja nokkra daga í rúm-
inu.
Við opinber veizluhöld eru jafnan
ýmsir, sem þykjast hafðir útundan, ef
þeir eru ekki boðnir og svo var hér.
Þetta óhapp varð þeim mikil huggun og
raunabót, því að það spurðist út um bæ-
:nn og vakti mikinn fögnuð í sumum
herbúðum.
Huseigendur á
hitaveitusvæðinu
Sparið hitunarkostnaðinn
um 10—30% með því að nota
sjá’fvirk stiilitæki
Önnumst uopsetningar
Talið við okkui og leitið
upplýsinga
= HÉÐINN =
Vélaverzlun — Sími 24260
- HÚS JAKOBS
SVEINSSONAR
Framhald af bls. 6.
það ankannalegt að fela trésmiði að
gera við steinhús. Jakob breytti þá
ytra útliti kirkjunnar að nokkru og
gekk frá turninum eins og hann er enn
í dag.
Jakob hafði jafnan marga sveina, oft
fjóra, en stundum níu og var sagt að
hann hefði grætt á þessu sveinahaldi,
enda talinn vel efnaður. „Hann þótti
mjög undarlegur og skrítinn í öllu
framferði, fasi og tali, en heiðursmað-
ur“, segir Klemens Jónsson um hann.
Og hann var framfaramaður. Hann
var stofnandi Iðnaðarmannafélgsins
1867 ásamt þeim Einari Þórðarsyni
prentara og Sigfúsi Eymundssyni ljós-
myndara. Hann var og forgöngumaður
og hvatamaður þess að félagið stofnaði
sunnudagaskóla 1873, og síðar iðnbóka-
safn. — Jakob andaðist 1896 og var
b-4 64 ára að aldri.
Húsið hans Jakobs Sveinssonar,
sem nú er rúmlega 100 ára gamalt, hef-
ir að einu leyti átt sér merkilega sögu.
Það hefir setið kyrrt á sama stað, en
samt verið að ferðast úr einni götu í
aðra. Upphaflega var það talið til Aust-
urvallar, en engin tala sett á það. Munu
menn hafa verið í hálfgerðum vand-
ræðum með hvernig það skyldi auð-
kennt, vegna þess hvað það var af-
skekkt. Árið 1868 fær það þó töluna
nr. 8 við Austurvöll. Líður svo og bíð-
ur fram til 1885 að Austurvöllur fellur
niður sem byggðarnafn, en í staðinn
koma götur allt um lcring hann: Vallar-
stræti, Póststræti (hét svo upphaflega),
Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. —
Vegna þessarar breytingar verður húa
Jakobs alveg útúrskotið, og var þá
tekið það fangaráð að telja það til
Lækjargötu. Þremur árum seinna er
skipt um nafn á Póststræti og það kall-
að Pósthússtræti. Og nú er húsið flutt
að nafninu til úr Lækjargötu og kallaS
Pósthússtræti 14. Helzt það alllengi, en
nú er það Kirkjutorg 6. Það hefir þvi
um ævina færzt á milli fjögurra gatna.
Margir nafnkunnir menn hafa átt
heima í þessu húsi. Þegar það var
nýsmíðað fluttist þangað Pétur Guð-
johnsen organisti með konu, átta böirn og
tvær vinnukonur. Þá hefir verið nokk.
uð þröngt þar, því að hann hafði ekkl
nema aðra hæðina. Síðar og á ýmsuna
tímum áttu þar heima: Herdís Bene-
diktsen frá Flatey, Kristín Thoroddsen,
ekkja Jóns sýslumanns og skálds, Hann
es Árnason dósent, Jón Jónsson land-
ritari (og þar mun hann hafa andazt
1883), Gestur Pálsson skáld, Einar
Hjörleifsson Kvaran skáld, og nokkrir
skólapiltar, er síðar urðu prestar svo
sem Brynjólíur Gunnarsson (Stað f
Grindavík), Jón Steingrímsson (Gaul-
verjabæ), Einar Friðgeirsson (Borg á
Mýrum) og Ásmundur Gíslason (Hálsi
í Fnjóskadal).
Eitt af því merkasta við sögu þessa
húss er það, að þarna leit dagblaðið
„Vísir“, fyrst dagsins ljós, og þama
var fyrsta ritstjórnarskrifstofa blaðsins,
því að stofnandinn, Einar Gunnai'ssc«»
cand. phil. átti þá heima þarna.
Nú er húsið eitt af þremur samibyggð.
um húsum þarna, sem mynda líkt og
vegg sunnan að Kirkjutorgi, andspæn-
is dómkirkjunni. í miðið er hús Áma
Nikulássonar, sem var fyrsti rakari hér
í bæ, og vestast er stórhýsið Kirkju-
hvoll, sem Jón Sveinsson snikkari
reisti, en hann var einn af lærisvein-
um Jakobs Sveinssonar.
„LE VIN réjouit le coeur de l'homme*4,
stóð í frönskubókinni, og nemandinn
þýddi viðstöðulaust: „Vínið gleður
karlakórinn“.
12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS