Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Blaðsíða 10
Slegið á þráðinn — 19707. •— Baldvin Tryggvaison? — Já. — Hvað ertu að gera swona eeint á skriístofunni? — Seint? — Kluikkan er orðin sex. — Aðalvinnan hefst eftir dkrifstoíutmia, þvi ég hef aldrei nœði um miðjan daginn. — Ertu að lesa hanidrit? — Nei, skrifa bréf. — En þú verður auðvitað að lesa milkið? — Já, talsvert, en Eirilkur Hreinn tekur mikið af mér. -v — Líka kvenmenn? — Litið um það. — Hvaða bók hetfur selzt mest hjá ykikur frá upphafi? — Myndabókin um ísland, tvímaelalaust. Hún hefur selzrt í meira en tuttugu þúsunid ein- tökum. — Hvernig er með ævisögu Hemingwayis, sem bróðir hans ritaði? — Hún er ein flatneskja, svo við höfnuðum henni, en aftur á móiti setlum við að gefa út verðlaunabók Eyvinds John- sons. Annars er aðalvanddnn að velja úr erlendum skáildisiög um. Það er svo mikill aragrúi af þeim — góðum og slæmum, — Þér hefur ekki dottið í hug að skrifa bók sjálfur? — Nei, svo sannarlega efckL — En opinskáa sevisögu? — Þú segir nokfcuð. — Láta svo birta hana eftir þúsund ár. — Heldurðu að ég hafi svona mikið á samvizkunni? — Hvað veit ég? — Nei, setli það væri ekki óhætt að birta hana eftir fimmtíu ár — jafnvel fyrr. — Hvað setlarðu að lesa, þeg ar þú kemur heim í kivöld? •— Þýzka bókmenntasögu. — Er hún svona skemimitileg? — Nei, ég sofna svo vel frá henni, því hún er saitt að segja hrvorki spennandi né skemmti- leg, en ansi strembin, og þar að auki er þýzkukunnáittan hjá mér of lítiiL Skortur á skáldsögum — Lestu þá aldrei nerna af skyldu? — Jú, það kemur fyrir, en oftast er það þó með hliðsjón af möguleika til útgáfu. — Hvað lestu þér til ánsegju? — Helzt skáldisögur og svo æviisögur. — Nokkur uppáihaldsihöfund- ur? — Nei, ég hef aldrei fallið í Þá gryfju, að taka einn fram yfir alla aðra. — Lestu aldrei reyfara? — Jú, stimdum til hvíldar, þegar ég nenni ekki að hugsa eða reyna að vera gáfaður. — Berast ykkur mörg skéld- sagnahandrit? — Nei. það er einmitt skort- ur á þeim. — Hvers konar handriit ber- ast ykkur mest? — Ljóðabæfcur mjög mikið og ýmis fróðleikur. — En ævisögur? — Það hefur verið lítið um þær. Við gáfum út ævisögu Hannesar Hafsteins og sjálfs- ævisaga Hannesar Þorsteins- sonar, ritstjóra Þjóðólfs, er væntanleg hjá okkur. — Er hún merk? — Hann lét þetta handrit eftir sig með þeim ummælum, að það mætti ekki birtast fyrr en hundrað ár væru liðin frá fæðingu sinni. Ég er sannfærð- ur um að hún á eftir að vekja mikila athygli, Það hafa ekki nema fimm eða sex menn séð handritið. — Er hún svona opinská? — Já, hann ræðir mjög op- inskátt um menn og málefni síns tíma. Höfuðdúkurinn er líka ábreiða •» HUNDALÍF <■ Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins FRÚ RÓSA Gestsdóttir, kona Jónasar Halldórssonar sundkennara, svarar: Á fyrstu hjúskaparárum ökkar, fyrir rúmum 20 ár- um, hefði svar mitt verið — bauti með eggi mínus lauk — því að ég varð þess fljótt áskynja, að bauti var eftirlætisréttur bónda miíns, en, mér til mikiillar hrelling ar, mátti þar lauikur hvergi nærri koima. Það þótti mér súrt í broti,. svo ómissandi, sem laukur er í aíUri matar- gerð og lengi vel barðist ég fyrir lauknum, reyndi t.d. að brúna hann á aukapönnu og læða honum á minn disk, en lauklyktin sveif fyrir vit um húsbóndans og yfir- gnæfði ilminn af kjötinu. En svo gerði ég eitt sinn góð kaup. Ég keypti kjú'kl ing og steifcti. Sannkallaður herramannsmatur — Og baiutinn varð að lúta í lægra haldi, því að brátt kaus hann ekkert fremur en fuglasteik. Og enn í dag er hann mest fyrir fuglinn, kjúlkling, gæs eða rjúpu. Já, steiktar rjúpur með brúnuðum kartöflum, aldin mauki og rauðkáli er rétt- ur, sem ég get framreitt með góðri samvizku, en þvi miður allt cxf sjaldan. í á- bæti er volg ananaskaka allt af vel þegin. f botninn á djúpu formi set ég 2 matsk. brætt smjör, % b. púður- sykur, ananassneiðar. „cock tail“-ber (ef vi'll), síðan kökudeig (2 b. hveiti, 1 tsk. ger, salt, 1 egg, % b sykur, 2 matsk. smjör (brætt), % b mjólk) ofan á. Bakað í 35 mínútur við 350° (F) hita. Hvolft á fat. Borðuð volg með þeyttum rjóma. Kafifi Eftir slíkit hnossgæti sezt bóndi minn með sælusvip í hvíldarstólinn og lætur sig dreym,a um ferð á fjö'll með byissu uim öxl og næstu f ugila steik. Hér birtist annar kafli úr bréfinu frá frú Jakobínu Webb í Aden: Lítið er um iðnað hér. Þó er nýbúið að koma upp gos- drykkjaverksmiðju frá Canada- Dry, en fyrir er önnur slík verksmiðja sem kölluð er Stimm. Mjólkurframleiðsla hef ur verið hér í rúm tvö ár og eru danskar vélar notaðaæ við það, og er því danskur mjólk- urfræðingur yfirmaður starfs- ins. Fiskur er sendur út, en enn sem komið er í mjög smáum stíl. Nokkrir barna- og unglinga- skólar eru reknir fyrir lands- búa. Má nefna m.a. telpnaskóla í Crater sem danskir kristni- boðar frá D.M.S. reka. Ara/biskar stúlkur eru án efa verr settar í sínu landi held- ur en t.d. indvenskar eða ann- arra þjóða, því þó þær gangi menntaveginn er mjög tak- markað hvaða starf þær geta sótt. Þær verða að hafa blæjur fyrir andliti, mega ekki vera þar sem karlmenn eru í meiri- hluta, t.d. á skrifstofu, geta ekki fengið sér störf við af- greiðslu o.s.frv. Verður ekki séð fram á armað en að þessar æva- gömlu venjur eigi að ríkja með- al kvenþjóðar landsins. Allt kvenfólk er að sjálfsögðu síð- klætt — karlmenn hafa sinn þjóðbúnmg líka, sítt pils í stað buxna — og kollu á höfði, sem langur dúkur er vafður utan um — og í túrban. En þessi dúkur er svo oft notaður sem ábreiða er iagzt er til svefns. — Að endingu bið ég fyrir kveðjur - til allra ættingja og minna mörgu vina, bæði í Reykjavík og víðar um landið. Myndin af frú Bíbí Wcbb var tckin 1. marz sl. í Adcn. 1 bak- sýn er liinn algengi beddi, sem sjá má á öllum götum. Þar eru tveir piltar sofandi, þó klukkan sé 11 fyrir hádegi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.