Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Qupperneq 9
í\ MERÍSKI söngleikurinn, sem Ameríkumenn nefna „musical comedy“ eða styttra „musical“ eða „show“, á sér ekki ýkja langa sögu, en rætur hans má rokja í ýmsar áttir og alllangt aftur í tímann. Svo er einnig um margt það annað, sem sérkennileg- ast þykir og nýstárlegast í amerískri menningu. Fyrsti söngleikurinn, sem þótti bera því vitni, að þetta listform mætti telj- ast fullveðja, kom fram 1927. Það var Show Boat eftir Jerome Kern. Þessi leikur hefir siðan verið sýndur hvað eftir annað við stöðugar vinsældir og verið kvikmyndaður að minnsta kosti þrisvar sinnum. Mörg af lögunum hafa farið sigurför um allan heim og mega teljast „sígild" í sinni röð, svo sem „Old Man River“. Oscar Hammerstein II samdi textann, sem byggður er á skáldsögu eftir Edna Ferber. Sagan fjallar um lífið á leik- Ihússkipum þeim, sem sigldu um Missi- sippi-fljótið seint á síðustu öld. Leikur- inn ber ríkan svip staðar síns og tíma, en uppistaðan er — svo sem vænta má «— ástir, tryggð og brigðmælgi. En hér er einnig vikið að þjóðfélagsvandamál- um: söngkonan Julie, sem hafði verið talin af ættum hvítra manna, reynist vera af blökkumannaættum. Eiginmað- ur hennar er hvítur, og þegar honum er .hótað handtöku og refsingu fyrir ólöglega blóðblöndun, og skilnaður þeirra vofir yfir, rispar hann Julie með Jmíf og drekkur blóð hennar, svo að hann geti unnið eið að því, að hann „hafi í sér blökkumannablóð“. Show Boat markaði á margan hátt þróunarbraut söngleiksins þau 35 ár, sem liðin eru síðan hann kom fram. Efnið er tekið úr amerískum bók- menntum, eins og síðar var gert í Oklahoma! og mörgum öðrum vinsæl- um söngleikjum, og það er ekki sneitt hjá alvarlegum og dramatískum atvik- um. Dansarnir bera svip stilfærðra þjóð ctansa og eru snar þáttur í leiknum Bjálfum eins og í Brigadoon og West Side Story. Og tónlistin kom ekki úr venj ulegum „lagasmið“ eins og í eldri BÖngleikjum, heldur var hún samin af jnenntuðu tónskáldi, sem neytti kunn- úttu sinnar og smekkvísi í þágu þessa AMERISKIR SÖNGLEIKIR alþýðlega listforms. Meðal annarra snjallra tónskálda, sem hafa fetað sömu slóð, má nefna George Gershwin, Cole Porter, Richard Rodgers, Kurt Weill og Leonard Bernstein. Réttum fjórum eftir að Show Boat kom fram, voru hin mikilsmetnu Pul- itzer leikhúsverðlaun í fyrsta skipti veitt fyrir söngleik, Of Thee I Sing eftir Gershwin. Efnið er stjórnmála- ádeila, og er bitru háði beitt gegn kosningabaráttunni eins og hún tíðk- aðist — og tíðkast — í Bandaríkjun- um. — Gershwin samdi nokkra aðra söngleiki, auk óperunnar Porgy og Bess, sem varð mesta viðfangsefni þessa skammlífa gáfumanns og hefir fundið hljómgrunn ekki síður austan járn- tjalds en vestan. Eitt þeirra tónskálda, scm hafa mark- að spor í þróun söngleiksins er Kurt Weill, sem var af þýzkum ættum en settist að vestanhafs 1935 og starfaði þar til dauðadags 1950. Meðal verka hans eru Street Scene, byggt á leikriti eftir Elmer Rice, og Lost in the Stars, en texti þess leiks er eftir leikritahöf- undinn Maxwell Anderson, unninn úr skáldsögunni Grát, ástkæra fósturmold eftir Alan Paton. Síðarnefndi leikurinn er háalvarlegur að efni, enda var hann af höfundunum nefndur „a musical tiagedy" (harmsöngleikur). Það á við urn marga aðra þá söngleiki, sem vin- sælastir hafa orðið á síðustu árum, að þeir fjalla — að minnsta kosli öðrum þræði — um alvarleg efni, og vaxandi kröfur eru gerðar um bókmenntagildi textanna. Meðal þeirra tónskálda, sem mestan skerf hafa lagt til þróunar söngleiks- ins er Richard Rodgers. Hann hafði áð- ur fyrr samvinnu við textahöfundinn Lorenz Hart, en síðan við Oscar Hamm erstein II. í On Your Toes eftir Rodg- ers og Hart varð reglulegur ballett eft- ir George Balanohine í fyrsta skipti snar þáttur í söngleik, og þannig var rudd brautin fyrir ballettþættina eftir Agnes de Mille í Oklahoma! og Briga- doon og fyrir dansana eftir Jei-ome Robbins í West Side Story. F yrsti söngleikurinn, sem þeir Rodgers og Hammerstein sömdu í sam- einingu var Oklahoma!, sem hefir átt meiri vinsældum að fagna en nokkur annar söngleikur, þar til My Fair Lady kom fram 1956. Sýningar á Oklahoma! hófust á Broadway í New York 1943, og var leilcurinn á sex árum sýndur meira en 2000 sinnum. Á meðan sýn- ingar á Broadway stóðu enn yfir, var ferðaflokkur stofnaður, sem á átta ár- um sýndi leikinn um Bandaríkin þver og endilöng fyrir um 7 milljónum á- horfenda. Kvikmynd af leiknum hefir einnig náð mjög miklum vinsældum, og sum lögin úr honum eru á hvers manns vörum í þeim löndum, sem út- varp og hljómplötur ná til. — Annar vinsælasti söngleikur Rodgers og Hamm ersteins er South Pacific, sem einnig er kunnur hér á landi af hljómplötum og kvikmynd. Leonard Bernstein er sennilega fræg- astur söngleikahöfundur þeirra sem nú starfa en hann er jafnframt þekktur sem höfundur alvarlegrar tónlistar og nú síðustu árin sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í New York. Þegar í fyrsta söngleik sínum, On the Town, sem kom fram 1944, tók hann á efninu með nýjum, hressilegum og glæsilegum hætti. En mesta athygli hef- ir vakið síðasti söngleikur hans, West Side Story, þar sem fjallað er af al- vöru og áhrifamikilli lireinskilni um Atriði úr söngleiknum „The Pajama Game“, sem fyrst var sýndur á Broadway 1953—54, og fékk mjög góða dóma. Fjallar hann lun ástir og vinnudeilur í bandariskri náttfataverksmiðju. félagsleg vandamál, svo sem afbrot æskumanna. Tveir ameriskir söngleikir hafa verið sýndir hér í Þjóðleikhúsinu: Kiss me Kate eftir Cole Porter, byggður á leik- ritinu The Taming of the Shrew etftir Shakespeare, og nú síðast My Fair Lady, sem byggist á leikritinu Pygma- lion eftir G. B. Shaw. Síðarnefndi leik- urinn, með tónlist eftir Frederick Loewe, er í þann veginn að hrinda öll- um fyrri metum um aðsókn og vin- sældir, ef það er þá ekki nú þegar orðið. Einkum hefir hann að sjálfsögðu átt greiðan aðgang að enskumælandi áhorfendum og áheyrendum, og svipuð hefir raunin orðið víðast hvar annars- staðar, þar sem leikurinn hefir verið tekinn til sýningar, þrátt fyrir augljósa erfiðleika á að þýða hann á önnurmál, svo vel fari. Vinsældir sínar á þessi söngleikur að þakka í fyrsta lagi hár- beittri kímni leikritsins — kímni, sem þó er ekki án dýpri undirtóns, — og í öðru lagi tónlistinni, sem umsvifa- laust tekur eyra hlustandans, og hefir sýnt að hún býr yfir meiri lífsorku en flest sambærileg tónverk. Loks á My Fair Lady það sameiginlegt með öllum öðrum amerískum söngleikjum, að leiksviðsíburður er mikill og margt er þar, sem gleður augað. J. Þ. PLÖTUR Dictrich Fischer-Dicskau lauk nýlega hjá Deutsche Grammophon Gesellschaft upptöku á sönglögum eftir Liszt og Schubert. Við hljóðfærið var Jörg Demus. Václav Smetácek stjórnar hjá sama fyrirtæki upptöku á „Stabat mater“ eft- ir Dvorák. Kórinn er tékkneskur, svo og allir einsöngvararnir, nema finnski bassasöngvarinn Kim Borg, og tékk- neska Fílharmoíuhljómsveitin leikur með. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.