Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 10
Þröngar — 10510. — Föt, góðan dag — Föt? *'í — Já. — G'óðan dag. Seljið þið «kki föt? — Föt? Jú, við seljum föt. — Karlmannaföt? — Já, karlmannaföt. — Það er ykkar framleiðsla? — Já. — Og hver er ykkar yfir- klæðskeri? — Hann heitir Bjöm Guð- mundsson. — Gætum við fengið að tala Við hann? — Andartak. ,' ........ (3 mínútur) .. >. (ein í viðhót). Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins FRÚ Fjóla Sigmundsdóttir, kona Halldórs Péturssonar, listmálara, svarar: Xslenzka lambakjötið er alltaf efst á lista hjá mann- inum mínum, hvort sem það er steikt eða soðið. En hann er einn af þeim fáu, sem kærir sig kollóttan þó ekki komi bein úr sjó, því honum væri sama þó hann fengi ekki fisk allt árið. Hann var eitt sinn í þrjú ár í Bandarikjunum — í sjálfsmennsku — og ég ef- ast um að hann hafi nokkru sinni bragðað fisk alian tímann. Glæný ýsa er hins vegar mitt uppáhald, en það er sama hve lítið ég sýð. Það er alltaf afgangur. Kötturinn er heldur ekki allt of duglegur við ýsuna og til þess að nota fiskaf- ganginn bý ég til rétt. sem öllum þykir ágætur: Bræði smjör í potti, set karry út í og myl síðan kaldan fisk og bæti í. Með þessu hef ég kartöflumús, þurrsoðin hrísgrjón og brytja harð- soðin egg og strái yfir fisk- inn. SIMAVIÐTALIÐ ----- buxur og víðar — Já. — Björn? — Það er hann. — Eigið þér í erfiðleikum með að þræða nálina? — Hvað þá? — Nei, við biðum svo lengi í símanum. Okkur kom til faugar að skreppa til yðar og þræða nálina fyrir yður. — Ágætt. Svo farið þið með bílinn minn í smurningu í leið- inni. Er það ekki? — Alveg sjálfsagt — og kaupum þrjá potta af mjólk og heilfaveitibrauð fyrir heimilið? — Fjóra potta. Ég á tvo stráka. — Eru þeir farnir að ganga í síðum buxum? — Já, hnokkarnir vilja ekki ganga í stuttum buxum eins og við gerðum í gamla daga. Þeir eru fljótir að átta sig á því að það er mannalegra að vera í síðbuxum með rassvasa. — Segið okkur Björn. Fylgj- ast karlmennirnir hér jafnvel með tízkunnj erlendis og kven- fólkið? — Þeir fylgjast með tízk- unni, en yfirleitt hlaupa þeir ekki á eftir henni eins og kvenfólkið. Breytingarnar í karlmannatízkunni eru heldur ekki jafnörar og í kventízk- imni. — Og hver er þá tízkan þessa stundina? — Ja, tízkan. Það er ekki til nein allsherjarformúla yfir tízkuna — eitt er ríkjandi á þessum stað, annað á hinum. Það verða aldrei jafn klárar línur í karlmannatízkunni og kvenfatatízkunni hér hjá okk- ur. Hjá kvenfólkinu er pils- síddin eitt af aðalatriðunum og vídd buxnaskálmarma er að sama skapi mikilvæg hjá körlum. Nú er víddin 42—44 sm, en strákarnir, sem ganga einna lengst, láta þrengja bux- urnar niður í 36—38 sm, ganga svo alltaf með hnén í buxun- um og slíta þeim miklu fyrr en ella — en þetta þykir þeim fínt. Áður, fyrir svo sem 15 árum, var skálmavíddin allt að 50 sm. en síðu sjóliðabux- urnar eru 60—70 sm. — Og hvaða efni ganga bezt núna? — Við erum með ensk, þýzk, japönsk og ítölsk — og það er aðallega grænt og brúnt, sem gengur í augun á karlmönnun- um þessa stundina, köflótt og með teinum. Einhneppt hafa verið ríkjandi í meira en 10 ár, fyrst með 1—2 hnöppum, nú með 3. Tvíhneppt föt með dálítið breyttu sniði eru að verða vinsæl, þau bera svip af þessum einhnepptu, m.a. með mjórri hornum. Nú er ég að tala um fjöldaframleiðsl- una. Þar verður að gæta hófs, fara meðalveginn. því annars er hætt við að misjafnlega gangi að koma framleiðslunni út. En ef þið ætlið að fá saum- uð föt eftir máli er hsegt að draga sterkari línur og ákveðn ari, en það verður auðvitað dýrara. Komið þið og þræðið nálina fyrir mig, ég skal sýna ykkur þetta allt. Hvernig gengur Rússunum að umgangast írumstæða? > HUNDALÍF 4 VIÐ HEYRUM oft og les- um, að Rússar sendj tækni- menntað fólk til vanþró- aðra ríkja. Þetta gera aðr- ar þjóðir líka og Banda- ríkjamenn eru langat- kvæðamestir á þessum svið- um. Oft heyrum við fréttir unt. að hinum og þessum út- lendingum gangi misjafn- iega að lynda við lands- fólkið — eða öfugt. Hvern- ig gengur Rússunum? Afla þeir Rússlandi tryggra vina, eða spilla þeir fyrir herr- unum heima í Kreml? Frank Coffin, forstöðu- maður þeirrar bandarísiku stöfnunar, sem annast ým- iskonar aðstoð við vanþró- uð ríki, sagði nýlega á fundi með utanríkismáladeild öldungadeildarinnar í Was- hington, að því færi fjarri að Rússar væru ánægðir með árangurinn. Þeir hefðu víða mætt miklum erfið- leikum. Það er töluvert algengt, að hinir rússnesku tækni- fræðingar og annað starfs- lið neyti áberandi mikils áfengis, þeim gengur víða mjög illa að lynda við heimamenn, eru grófir og dónalegir við innfædda og sætta sig oft illa við aðbún- aðinn. Nýlega átti það sér stað í einu þessara landa, að tveir Rússar, greinilega ölavðir, veittu konu einni eftirför á götu, reyndu að ryðjast inn í hús hennar og leggja á hana hendur þrátt fyrir mótspyrnu eiginmanns ins — og loks var það lög- reglan sem bjargaði þeim frá óðum mannfjölda, sem vildi koma fram hefndum. Rússneskir tæknifræðing- ar, sem vinna í demants- námum í Guineu. hafa ver- ið staðnir að því að reyna að smygla demöntum 1 kaffipokum úr landi. Rússarnir blanda illa geði við þegna hinna vanþróuðu landa. Þeir umgangast inn- fædda jafnlítið og hægt er að komast af með, prútta miskunnarlaust í öllum við- skiptum og tiltölulega fáir tala mál innfæddra, því mikill hluti hinna rússnesku starfshópa, eru oft túlkar. Þetta veldur oft miklum erfiðleikum, bæði í starfi sem utan þess. Loks sagði Coffin: Rúss- arnir eru alls engir risar, Þeir eiga líka sín vanda- mál, þeir gera stórar skyss- ur, árangur þeirra er ekki 100%, heldur langt þar fyr- Er þetta löggan eða hv" Þeír sögðu... Ökumenn virðast ekki hræðast dauðann, en þeir óttast að missa ökuskírtein- ið. — Ernest Marplés, sam- göngumálaráðherra Breta. Nú orðið faleyp ég aldrei nema þegar bíllinn minn situr fastur í snjóskafli. — Roger Bannister. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.