Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 12
'■'*-*■'•'* **-^~ ~ * • --* *~ ~* - ~*~ - * - * - - —-—‘■•'-•rVí~n*nr~r*1 ~-i*mt h Messubókin Framhald aí bls. 1 að því að skerða hlut líkræðunnar í útfararathöfnum. Einhverjir munu segja, að hér sé verið að taka upp sálumessur. Einu gildir um það, hvaða nafn menn vilja gefa slíkri messu, en á það skai bent, að iðkun fornkirkjunnar við jarðarför og á minningardögum slíkrar greinargerðar fyrir hönd kirkju vorrar, og geri tillögur um umbætur á helgihaldinu. Þetta er var messa. Messan hefur frá önd- verðu verið höfuðfarvegur allrar til- beiðslu kirkjunnar. Það fer því vel á því, að á þennan hátt sé gefið tækifæri til frumvenju kristinna mar.na við útför. Ef mönnum geðj- ast ekki að því að hafa messu á út- farardegi, sem höfuðiilbeiðslu- og þakkargjörð fyrir látinn ástvin, og geri ég þá ekki ráð fyrir líkpredik- un, þá legg ég til, að sett verði saman tíðagjörð, er fari í sömu átt, að vera tilbeiðsla til Guðs og þafck- argjörð fyrir látinn ástvin. Eftirtektarverður í efni messubók- arinnar er sá sess, sem dymbilvika skipar. Þar er gert ráð fyrir helgi- haidi á hverjum degi. Athyglisverð- ast er þó helgihald föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. ; ■ lí föstudaginn langa gerir messubókin ráð fyrir all-langri bæn- argjörð, þar sem djákninn kunn- gjörir bænarefnið, en síðar biður presturinn kollektu. Bænir þessar eiga rót að rekja til iðkunar kirkjunnar allt fró 1. öld. Þetta er hin almenna kirkjubæn eins og hún var beðin í kirkjunni á messudögum. í rómversku kirkjunni eru bænarefni þessarar bænar níu að tölu, en í messubókinni átta, og fylgir hún hér dæmi þýzku messu- bókarinnar, er áður var nefnd. Bæn- irnar eru allar hinar sömu að efni til og í rómversku kirkjunni. Bæn- arefnin eru þessi: Fyrir heilagri kirkju, fyrir stéttum hennar, fyrir trúnemum, fyrir stjórnvöldum, fyrir þörfum manna, fyrir einingu kirkj- unnar, fyrir gyðingum og fyrir kristnun heiðingjanna. í iðkun þessara bæna hefur síra Sigurður valið atferli, sem líkist meir atferli Austurkirkjunnar en Vesturkirkjunnar. I Austurkirkjunni er það djákninn, sem kunngjörir bænarefnið í lítaníunni, og söfnuður svarar gjaman með Kyrie eleison: Drottinn miskunna oss; en biskup (eða prestur) biður kollektu að sið- ustu. í Vesturkirkjunni er það biskup- ; inn (eða prestur), sem kunngjörir ; bænarefnið. Djákninn býður söfnuð- inum að biðja í hljóði með orðun- um flectamus genua: krjúpum; og ■ síðan eftir litla bið býður hann söfnuðinum að rísa á fætur: levate. . Þá flytur biskup (eða prestur) bæn, K kollektu, sem dregur saman bænar- efni safnaðarins í eina bæn. Af þessu hefur bænin fengið nafnið kollckta. Það skiptir e.t.v. ekki 1 miklu máli þótt siðvenju Vestur- kirkjunnar sé ekki lialdið, en kosið hefði ég að svo hefði verið. Sömu- leiðis að staðið sé en ekki kropið við bænirnar. Hin upprunalega venja er að standa við bænir (stemus ad ora- tiouem). Enn þann dag í dag stend- ur presturinn, er hann flytur bæn- i ir. Það hefði verið ástæða til að , krjúpa, ef hinum hljóðu bænum safnaðarins hefði verið haldið. §§§li|l| j•• /;® ' % >ff. 11 \\ ’í *í r l ' - ■: V í stað þessara bæna er og gert ráð fyrir lítaníu, ef einhverjum geðjast betur að því bænaformi. Lítaníur eiga uppruna sinn í Aust- urkirkjunni. Allt til daga Gelasius- ar páfa (492—496) er sá háttur á hafður í rómversku kirkjunni að flytja hina almennu kirkjubæn í þeirri mynd, sem áður greindi. Gel- asius mun hafa breytt þessu og set- ur í staðinn lítaníu1 að austrænum hætti og fær henni stað í upphafi messu. Kyrie eru leifar lítaníunnar. Á tímum Gregoriusar páfa hins mikla (um 600) er sungið Kyrie eða lítanía. Þá hefði ég og kosið, að settar hefðu verið í messubókina hinar fornu ræðingar (lectiones) er heyra þessum degi til: Hosea 6:1—6 og Exodus 12:1—11, ásamt aukaþrep- söng eða föstuversi (tractus) og kollektum. Á laugardag fyrir páska er gert ráð fyrir messu, er fari fram seint að kvöldi. Helgihald þetta er og nefnt páskavaka. Páskavakan er hið upprunalega helgihald páskanna og hið eina. Hún hófst að kvöldi eftir sólsetur með því að borið var ljós í kirkju. Þar eð sólsetur var komið, er skiljanleg þörfin fyrir ljós. Upp af þessari þörf vex svo athöfnin, með vígslu hins nýja elds2 og páska- kertið, Lucernarium. Ljósið táknar hér Ijós dýrðarupprisu Krists. Djákn inn bar Ijósið inn og biskupinn flutti þakkargjörð fyrir það3. Á fimmtu öld söng djákninn lofsöng, sem kenndur er við kertið, laus cerei. Þetta er dýrlegur páskalofsöngur og er nefndur eftir upphafi sínu, Exui- tet jam Angelica turba cælorum etc.: Fagnið nú englasveitir á himnum o. s frv. Þessi lofsöngur er sunginn til þessa dags. Þetta, sem hér hefur verið stutt- lega rætt, er raunar undirbúningur undir sjálfa páskavökuna. Páskavak- an var fólgin í því, að lesnar voru 1 Sbr. Deprecatio Gelasii. 2 Sabbats-ljós gyðinga er e.t.v. fyrirmynd þessa. 3 Sjá St. Hippolytus, Traditio Apostolica 26:18—27. geysilangar ræðingar úr Ritning- unni, biskupinn útskýrði þær í pre- dikun, sungnir voru sálmar (Davíðs- sálmar) og beðnar lítaníur. Þessi vaka miðaðist við það, að páskarnir voru skírnarhátíð. Hér fór fram lokaundirbúningur undir skím. Ræð- ingar voru allar úr Gamla testa- mentinu og miðuðu við það efni, er sýndi skímarþega viðskipti Guðs við mennina og hvernig heimfæra má þau til náðarstöðu þeirra í skírninni fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. /i. fjórðu öld höfðu ræðingar stytzt að miklum mun. Voru þá að- eins 16 og síðar 12, sem er aðeins smáræði af því, sem upphaflega var lesið, þegar páskavakan stóð alla nóttina. Nú em aðeins 4 ræðingar í rómversku kirkjunni. Til fróðleiks skulu settar hér 12 ræðingar, svo að menn geti séð um hvað þær fjölluðu: 1) Gen. 1. — 2:4. 2) Gen. 5:32; 6; 7:6,— 8:21. 3) Gen. 22:1—19. 4) Exod. 14:24,— 15:1—2. 5) Jesaja 54:17, —55:1—12. 6) Baruk. 3:9—38. 7) Esek. 37:1—14. 8) Jesaja ,4:2—6. 9) Exod. 12:1—11. 10) Jónas 3:1—10. 11) Devt. 31:22—30. 12) Dan. 3:1—26. Að ræðingum, útlistun biskups, og sálmum loknum fór fram skírn á sérstökum sldrnarstað, en ekki í viðurvist safnaðar. Síðan voru hinir nýskírðu leiddir fyrir biskupinn, sem fermdi þá. Meðan á skírnarat- höfninni stóð, bað söfnuðurinn lít- aníur. Þannig lauk páskavökunni, og nú hefst messa páskanna um sólar- upprás. Skírnarþegar neyta í fyrsta sinn altarissakramentisins. Ég hef gert framkvæmd páslca- vökunnar að umtalsefni vegna þeirr- ar auðlegðar, sem þetta helgihald býr yfir. Ég legg hiklaust til, þegar þessi messubók verður endurskoðuð eða kirkja vor telur sér fært að gefa út messubók, að þá verði tekin upp páskavaka. Slikt helgihald miðar að fjölbreytni. Kvartað er undan því að fjölbreytni í helgihaldi hérlendis sé lítil. Hér gefst tækifæri til alvarlegs og fagurs helgihalds. Páskavakan ætti því að vera fólgin í eftirfarandi liðum: 1) Kertisvígslunni, 2) lestri ræðinga, 3) söng eða lestri sálma, 4) blessun skírnarsás, 5) endurnýjun skírnarheitis, 6) framflutningi lít- aníu og 7) páskamessu. Á þennan hátt erum vér komin i tengsl við hinar fyrstu aldir kristn- innar og þann einfaldleika, sem þar réði, því að helgihald síðustu daga dymbilviku birtir þá mynd tilbeiðslu kristins safnaðar, sem upprunaleg- Patína úr silfri, 9,5 cm í þvermál, með mynd af heilagri þrenningu. Guð faðir situr og heldur á T-mynduðum krossi með syninum krossfestum, en heilagur andi situr í dúfulíki á krossinum. Á barmi patínunnar er vígslumerki henn. ar, IHS, fangamark Krists. Patínan er Iiklega frá öndverðri 14. öld og komin frá Miklabæ i Blönduhlíð. (Þjms. 6168). ust er. Ræðingar föstudagsins langa eru t.d. þær elztu, sem vér þekkjum og enn eru iðkaðar í kristnu helgi- haldi, og ræðingar páskavökunnar þær næstelztu. I þeim hluta messubókarinnar, er greinir fasta liði messunnar, er athyglisverðastur sá liðurinn, sem nefndur er Canon eða helgunarbæn. Hér hefur síra Sigurður tekið stefnu, sem er, að mínum dómi, hin mikilsverðasta. Mér liggur við að segja, að þessi liður einn réttlæti út- gáfu þessarar bókar. Fallist kirkjan hérlendis á að biðja þessa bæn eða aðra, sem fer í sömu átt, þá er liaf- inn nýr áfangi í lítúrgískri sögu kirkju vorrar hérlendis. Eins og kunnugt er, var Canon felldur niður meðal lúterskra manna. Luther vildi ekkert hafa í messunni, sem gæfi til kyrina, að þar væri framflutt fórn. Síra Sigurður getur þess í bókar- kynr.ingu, að þessu hafi val'dið af- vegaleiddur skilningur samtíðar Luthers á fórninni. Að baki þessu liggur margþætt saga og Luther segir um Canon rómversku mess- unnar, að hann hafi verið settur saman af ólærðum munki eða djöfl- inum. Þessi ummæli eru auðvitað fjarstæða. Fórn gerir ráð fyrir fórnargáfu (res aliqua sensibilis quac offerant- ur). Þessi fórnargáfa var brauð og vín kristinna manna (og ýmislegt annað, sem ætlað var til ölmusu), sem þeir komu með til messunnar. í mynd þessara efna báru þeir fram fyrir Guð líkami sína og veru alla, að heilagri og þóknanlegri fóm (Róm. 12:1. Ireneus, Adv. haeresis IV, 18,5). Þetta er annar þáttur fórnar messunnar. Hinn þátturinn er sá, að hin eina algilda fóm Frelsarans er kunngjörð í þessari athöfn, þegar Guði er færð fórn brauðs og víns. Eins og Drottinn vor horíði fram til krossfómarinnar á Golgata, þegar hann innsetti þessa guðsþjónustu, eins horfir hin trúaða og stríðandi kirkja til baka, til hinn- ar sömu krossfórnar og minnist alls endurlausnarverks Frelsarans. Þess vegna verður þessari fórn lýst með orðvm Cyprians: Passio est enim Domini sacrificium quod offerimus: Pína Drottins er sú fórn, er vér framberum. Þessa fórn brauðs og víns og minningar pínu Drottins umlukti þakkargjörðin, sem flutt var yfir efnunum. Innsetningarorðin em grundvöllur fyrir þakkargjörð kirkjunnar. Með þakkargjörðinni líkti kirkjan eftir þakkargjörð Drott- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.