Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 13
Tinrmnii~iyrn~nrii i—iirrT** *^~*‘*‘ ——r- ins síns við innsetningu þessarar at- hafnar. Það er fjarstæða og litúrgísk fá- fræði að flytja messu, sem enga þakkargjörð hefur. ÍÍin elzta þakkargjörð, sem vér þekkjum að orðahljóðan, er kennd við heilagan Hippolytus í Róm og er úr riti hans Traditio Apostolica (um 217). Meginhluti þessarar þakkargjörð- ar er efnislega samhljóða þeirri, sem Justinus píslarvottur ritar um í xitum sínum Trúvörn og Samtal viS Tryfon gyðing (um 150). Hér kynn- umst vér þakkargjörð eins og kirkj- an erfði hana frá upphafi. Hún skiptist í tvo hluta: 1) Þakkarbæn sem byggist á föst- um bænarefnum og telja má sameiginleg gjörvailri kirkj- unni. 2) „Anamnesis“, minning og þakk- argjörð fyrir viðurtöku fórnar- innar (þ.e. brauðs og víns og hinna trúuðu). Burðarás þessarar þakkargjörðar eru innsetningarorðin; á valdi þeirra hvíiir þakkargjörð kirkjunnar. Þegar vér kynnumst þessari þakk- argjörð næst af orðahljóðan t.d. í Saeramentarium Gelasianum, þá sjá- um vér að í stað hinnar einu þakk- argjörðar eru komnar prefatíur og Canon. I Prefatíurnar eru þakkargjörðir, en gerðin er önnur en hin foma. Hin forna þakkargjörð er ein og óbreyt- anleg um bænarefni, er greina viss atriði hjálpræðissögunnar. Prefatí- umar eru breytilegar eftir tíma og hátío og einskorðast yfirleitt við einn þátt hjálpræðissögunnar. Eftir prefatíuna hefst Canon, sem eru bænir um viðurtöku fórnarinnar. Af þessum samanburði sést, að heiía má að sama sjónarmið ráði í gerð, þ.e. tvískiptingin, 1) þakkar- gjörð og 2) bænir um viðurtöku fómarinnar. Síra Sigurður hefur valið að hafa yngri gerðina, prefatíur og Canon. Burðarás þessarar bænagjörðar er auðvitað innsetningarorðin eins og vera ber, og eftir þau er framborin sú minning, anamnesis, sem vér gerum í þessari athöfn. Þessi liður hefur ætíð verið settur hér frá fyrstu tíð. Lúterskar messubækur gera nú ráð fyrir þessum lið. Það er í samhljóðan við það, sem „Basic Principles" gerir ráð fyrir, enda er ómögulegt án hans að vera. Siðan kemur í messubókinni hin eiginlega bæn um viðurtöku fómarinnar, er endar með hinni fomkristnu lofgjörð sem sjálfsagt er. f heild fylgir þessi l helgunarbæn því erfðavenjunni. ¥ i helgunarbæn messubókarinnar er „rúbrikka“ eða leiðsögn um at- ferli, þegar þessi bæn er beðin yfir efnunum. Eftir fyrri hluta innsetn- ingarorðanna segir: Hér upplyfti prestur einni oblátu, og aftur að 'lokrum innsetningarorðunum segir: Héi upplyfti prestur kaleiknum. I>etta atferli er á íslenzku nefnt uppihald (elevatio). Uppihald á þess- um stað var algengt á Frabklandi um 1200. Þetta atferli er nátengt því að skoða sakramentið útfrá „realpresens“, raunverulegri nálægð Krists í sakramentinu. Luther vilcli halda uppihaldinu og var það víða gert. Hann taldi uppi- haldið kröftuga predikun um það, að þeir er neyttu meðtækju Krist lík- amlega. í kirkjuskipan Kristjáns III er gert ráð fyrir þessu uppihaldi. Þar segir. „.... Og strax eftir orðin þá upphefji hann hæfilega hið helgaða brauð, leggi það niður aftur og taki síðan kaleikinn og segi .... þá ele- veri hánn með hæfilegu uppihaldi, ef þénaranum sýnist svo og láti hringja með smáklukkum, sem siður er til, því að hér um er neytanda kristilegs frelsis.... “ Marteinn biskup Einarsson fylgir í þessu kirkjuskipaninni sem sjá má í handbók hans. Guðbrandur Þorláksson, biskup, kærir sig ekki um hið kristilega frelsið í þessum efnum og segir: „Su Pápistanna Elevatio eða Upp- lypting skal með öllu aftakast so sem ein fullkomlig Afguða Dyrkan“. í þessu efni er því messubókin í samhljóðan við kirkjuskipanina. Hið upprunalega uppihald á rót sína að rekja til gyðinga, er þakkargjörðin var sögð yfir bikar blessunarinnar. Þetta atferli hafði Jesús er hann tók kaleikinn og gjörði þakkir. Þetta uppihald hefur farið fram í kristn- inni til þessa dags við niðurlag þakkargjörðarinnar eða að enduðum Canon við lofgjörðina: „Fyrir hann, með honum, og í honum o. s. frv.“ Þetta uppihald hefur verið nefnt hið minna uppihald (elevatio min- or). Hin helguðu efni eru hafin upp samtímis. Þessu uppihaldi er sjálf- sagt að halda og hefði átt að geta þess í „rúbribku“. Þegar ég lít á texta hinna ýmsu liða messunnar, eins og messubókin greinir þá, verður mér ljóst, að hér er mikill vandi á ferðum, svo mikill að einn maður getur ekki ákveðið slíka texta. Þessi messubók er til- laga um endurbætur. Texta hinna ýmsu liða ber því að skoða sem til- lögu. ► em dæmi um texta, er athug- unar þarf við, vil ég nefna Gloria. Þegar í upphafi rekumst vér á vandamál. í messubókinni segir: .....og friður á jörðu og velþókn- an yfir mönnunum". Hér sést, að biblíuþýðingu vorri er ekki fylgt, því að þar er sagt: ...... Og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. Hér ber í milli og kann einhver um að hnjóta. En það, sem skiptir máli, er það, hvor.t lagt er til grundvallar nefni- fall gríska orðsins evdokia eða eign- arfall, evdokias. Seinni rithátturinn, evdokias er talinn réttur, þegar mið- að er við Lúk. 2:14. Lítúrgíur í Austurkirkjunni hafa „en anþropois evdokia“, og Luther notar þennan rithátt. Þá er hægt að segia: og velþóknan yfir mönnunum. Sé hinsvegar ritað „en anþropois ev- dokias", þá verður annað uppi á ten- ingnum, þ.e. með mönnum góðs vilja eða eins og latneski textinn greinir: .....hominibus bonae voluntatis". Hér er átt við vilja Guðs, en ekki manna. Anþropois evdokias eru þvi menn Guðs náðar og útvalningar. Þá segir síðar í textanum: „Drott- inn Guð, himneski konungur, Guð Faðir almáttugur, Drottinn eingetinn Sonur, Jesús Kristur og Heilagur Andi“. Hér er bætt inn í texta Vest- urkirkjunnar, sem ekki hefur liðinn um heilagan Anda á þessum stað. Elzta vitneskja um núverandi texta Vesturkirkjunnar er frá 9. öld. Hins vegar er þessi viðbót í latnesk- um texta í Antiphonarium frá Ban- gor (um 690), en þar er önnur gerð textans í heild. Sú gerð textans, sem hefur liðinn um heilagan Anda á þessum stað, er hin byzanska og fylgir Codex Alexandrianus (frá 5. öld). Byzanska gerðin er þó í aðal- atriðum hin sama og gerð Vestur- kirkjunnar. Þá segir enn: Því að þú einn ert heilagur, þú einn ert Drottinn, þú einir ert hinn hæsti, Jesús Kristur. í fljótu bragði virðist ekkert við þetta að athuga. En spyrja má, hvað átt sé við með þessum orðum. Text- inn gefur það eldd fyllilega til kynna. Latneski textinn er svona: Quoniam tu solus Sanctus. Tu solus Dominus. Tu solus Altissimus, Jesu Christe. Hér gefa upphafsstafimir til kynna, að hér ræðir um sérnöfn. Þessu til grundvallar er það, að heknfærð eru til Krists nöfn á Guði úr Gamla testamenti. Tu solus Sar.ctus = þú einn ert hinn Heilagi (í fsrael). Tu solus Dominus = þú einn ert Drottinn (þ.e. Jahve). Tu solus Altissimus_ = þú einn ert hinn Hæsti (þ.e. É1 Élyón). Ég hygg að átt hefði að rita, hinn Heilagi, hinn Hæsti. Þetta sýnir að hafa þ-arf alla gát á textunum, en í þessum atriðum fylg- ir messubókin Grallaranum. E g lýk nú þessum athuga- semdum um messubók síra Sigurðar Pálssonar. Öllum má ljóst vera, að hann hefur færzt mikið í fang og hefur lagt mikla vinnu og alúð í þessa bók. Leggja ber áherzlu á það, að messubókin er rótfest í venju kristninnar frá fornu fari. Síra Sig- urður hefur rétt fyrir sér, er hann hefur látið þetta meginsjónarmið ráða gerð þessarar bókar. Umbætur í helgihaldi eiga að miðast við þetta sjónarmið, ekki af því að allt eigi að færa aftur í tímann, svo að það verði fomlegt, heldur vegna þess, að erfðavenja verður að ráða slíkum umbótum. Breytingar, sem fara í gagnstæða átt við þetta sjónarmið, eiga ekki rétt á sér vegna þess að slíkar breytingar miða að einangr- un helgihaldsins frá hinni almennu kirkju. Það er ógerlegt að setjast niður og semja lítúrgíu, sem gengur á snið við þróun, sögu og venju helgihalds kristinna manna um ald- imar. Þá skal og á það bent, að hér er fylgzt með nýjungum, sem aðrar kirkjur beita sér fyrir, er áður höfðu lagt niður suma þeirra liða, er hér um ræðir. Messubókin gerir og ráð fyrir messunni allri, sem höfuðregla í helgihaldinu. Afræksla altarissakramentisins er ekki vansa- laus í kirkjunni hérlendis. f heild er þessi messubók svo úr garði gerð, að ekki verður gengið fram hjá henni sem tillögu til um- bóta á messunni, þegar kirkjan tek- ur að endurskoða helgihald sitt. Slík endurskoðun getur ekki lengi beðið, né heldur það, að lítúrgískt ráð kirkjunnar sé sett á stofn, ekki til að vera stundarfyrirbæri, heldur til að vera ein af máttarstoðum í lifandi kirkju um ókomin ár. ; < BEN BELLA Framhald af bls 2 níu í rauninni aldrei saman allir I senn. Ben Bella hafði aldrei beina stjóm á hendi í hernum sem hann hafði kom- ið á laggirnar. í stað þess var honum falið það mikilvæga en lítt áberandi hlutverk að afla fjár og hergagna í Egyptalandi og öðrum Arabaríkjum. Samt komst hann með naumindum hjá banatiliæði franskra launmorðingja í Tripoli árið 1955. Af félögunum níu komst Belkacem Krim einn hjá hand- töku eða dauða. Ben Bella var handtekinn aftur vegna lymskubragða Frakka, þegar stríðið í Alsír hafði tekið á sig hina kynlega klofnu mynd, sem alkunn er. Stjórn Mollets í París var farin að þreifa fyrir sér um friðarsamninga ár- ið 1956. Meðan beiskja og einbeitni „landnemanna" og franska hersins jókst dag frá degi, voru haldnir leynifundir í Róm og Kaíró milli fulltrúa frönsku stjórnarinnar og F.L.N. Ráðgert var að halda slíkan fund einnig í Túnis, og með samþykki frönsku stjórnarinnar var Ben Bella ætlað að fara þangað með venjulegri farþegavél frá flugfé- lagi í Maroklió. Með aðstoð franska flugmannsins í vélinni var hún neydd til að lenda í Algeirsborg. Ben Bella og þrír aðrir stofnendur F.L.N. voru handteknir og fluttir til Parísar. Franski herinn til- kynnti hróðugur, að uppreisnarherinn hefði verið hálshöggvinn, og Mollet beygði sig auðmjúklega fyrir orðnum hlut. E n þrátt fyrir þennan einkenni- lega viðburð hafa frönsk stjórnarvöld átt samvinnu við Ben Bella. Þau laum- uðu t.d. félaga hans, Belkaeem Krim, til fundar við hann í Chateau d’Aulnoy fyrir nokkrum vikum. Og meðan á við- ræðunum í Evian stóð, var Ben Bella fengin einkasímalína til að hann gæti verið í sambandi við ráðstefnuna, og jafnframt var settur um hann sérstak- ur vörður til að verja hann fyrir hugs- anlegu tilræði af hálfu Frakka. Augljóslega veltur nú mikið á þvi, hvaða tilfinningar Ben Bella ber til Frakka. Þegar hann tekur við hlutverki sínu sem leiðtogi hinnar félagslegu byltingar í Alsír, hvernig mun hann þá fara með frönsku „landnemana“ og franska hagsmuni yfirleitt? Hingað til hefur ríkt alger þögn um persónulega afstöðu hans. En þegar Hinn ósýnilegi er nú kominn út í dagsljósið aftur, mun þá beiskjan ráða gerðum hans? Þeir sem bezt hafa fylgzt með hon- um álíta, að svo muni ekki verða. Þeir segja að hann sé raunsæismaður, sem hafi alltaf vitað að hinni blóðugu bar- áttu mundi ljúka með málamiðlun. Hann er einlægur Múhameðstrúar- maður, sem trúir á alþýðlegt lýðveldi. Hann er sósíalisti, en lætur ekki kenni- setningar blinda sig á staðreyndir. Hann er and-kommúnisti, og andúð hans á kommúnistum byggist ekki á trúarlegum eða hugsjónalegum rökum, heldur á fyrri reynslu hans af komm- únistaflokkunum í Frakklandi og Alsír. Vera má að Ben Bella verði ekki i forsæti fyrstu stjómarinnar í Alsir, eft- ir að sjálfstæði er unnið. Hann er taugaspenntur og áhyggjurnar hrjá hann öllum stundum. Fyrir utan félags- skap uppreisnarmanna og samfanga sinna er hann einmana maður og hef- ur aldrei gefið sér tíma til að kvænast. Enda þótt honum sé ljóst, að stríðið í Alsír var söguleg nauðsyn, er honum þungt fyrir brjósti þegar hann hugsar um allar þær ótöldu þúsundir sem létu lífið í átökunum. Hvað sem því líður er sá hlutur vís, að hann mun héðan í frá kosta sér öllum til að byggja upp ætt- land sitt og skapa íbúunum mannsæm- andi kjör og friðsæla tilveru. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.