Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 16
A FERÐAÁÆTLUN okkar stóff: 21. Octobre 12 H 30 DIFFA offerte par le Conseil Municipal de Fes. Herberg-isfélagi minn, Olavi Harju, formaffur finnska körfuknattleiks- sambandsins, var mér sammála um, aff þetta mundi þýffa, hádegisverffur í boffi borgarstjórnar Fesborgar. Viff vorum ekki langt frá sann- leikanum — en hvíiíkur hádegis- verffur — honum gleymi ég aldrei. ÁLTÍÐ M. I arokkóbúar eru allra þjóða gestrisnastir, en fasthelclnir á venj- ur og foma siði. Við fulltrúarnir á þingi FIBA, alþjóða körfuknatt- leikssambandsins, sem haldið var í Marokkó sl. haust, höfðum notið þeirrar gestrisni í ríkum mæli. Okkur hafði verið sýnt það mark- verðasta í Casablanca og Rabat og nú vorum við kornnir til Fes. Fes er forn höfuðborg hins már- íska ríkis, grundvölluð árið 808 af beinum afkomanda spámannsins og hér hafa soldánar og pótentátar ráðið ríkjum um aldaraðir. Borgin stend- ur við rætur Atlasfjalla og í fjar- lægð má sjá glitra í gula sanda Sa- hara, inn á milli hæðadraga norð- austur af borginni. Hinir marokkósku gestgjaíar höfðu sýnt okkur um morguninn, hina fornu Medina í Fes. Araba- hverfið, þar sem tíminn hefur stað- ið í stað, þar sem göturnar eru eins og dimmar óþrifalegar smugur milli gluggalausra húsa og búðirnar eru eins og útskot af götunni, þar sem framhliðina vantar og maður stend- ur mitt í skraninu áður en mann varir. Túlkurinn okkar, sem fór fremst- ur, beygði inn í húsasund, sém var ennþá dimmara og þrengra en öll hin. Hér er Palaee de Fes, sagði hann og hratt upp hurð á múr- veggnum. Þ egar inn var komið í forsal- inn, var eins og ævintýraheimar Þúsund og einnar nætur hefðu opn- azt. Fyrir augu okkar bar ferhyrnd- an sal. Þar var hátt til lofts og veggirnir fagurlega skreyttir hinu Eítir BOGA ÞORSTEINSSON marglita, fíngerða máraflúri. Gólfið var þakið persneskum smáteppum, lág borð voru á víð og dreif um salinn, en sessur og svæflar komu í stað stóla. Forn vopn héngu á veggj- um og reykelsisreykur liðaðist upp úr gömlu keri. Mér fannst ég vera aftur orðinn sveitadrengur heima á íslandi og að hamrar huldufólksins hefðu lokizt upp fyrir mér — svona hlýtur það að hafa verið hjá álfunum í Tungu- Stapa. Okkur er vísað upp þröngan stiga, hátt upp, þar til við komum í þrjár, fremur litlar, samliggjandi stofur. Þar eru dúkar á lágborðum, en sessur og svæflar koma í stað stóla. Okkur er vísað til sætis. Ég lendi til borðs með vini mínum, Harju frá Finnlandi, dr. Scuri frá Ítalíu, dr. Hepp frá Ungverjalandi, Kozlowski frá Póllandi, Jones og Frank frá FIBA og stórvöxnum, myndarlegum Araba, sem reyndist vera forseti borgarráðsins í Fes. 0, 'g nú er komið að máltíðinni. Á miðju borði stóð heljarmikil kop- ar skál. Þjónn, með fez á höfði, kom með vatnskönnu og lielti yfir hend- ur manna, en vatnið var látið renna í skálina miklu. Lauguðu menn hendur sínar og fannst okkur mikið til um þrifnað landsmanna. Að þvottinum loknum var borin á borð önnur koparskál _og var sú miklu meiri, en sú fyrri. í skál þess- ari var hinn fyrsti réttur, en það voru glóðarsteiktar, heilar kindasið- ur, fljótandi í ólífuolíu, en harðsoð- in egg flutu í olíunni. Með þessu voru bornir brauðhleifar, en hvorki diskar né hnífapör. Og nú hófst leik- urinn. Gestgjafi okkar teygði hægri höndina í kindarsíðuna, þuklaði vandlega á gripnum og sleit vænan bita og stakk upp í sig. Við hinir reyndum að fara eins að, en tókst misjafnlega. Einkum var ég klaufa- legur, þar sem ég er örvhendur, en mér hafði verið sleginn varnagli við að nota vinstri höndina, því slíkt er talinn argasti dónaskapur. Gestgjafi minn kom mér nú til hjálpar. Hann reif væna kjötflyksu af sauðarsíðunni og rétti mér. Ég tók við og stífði kjötið úr hnefa, en það var hið ljúffengasta, enda þótt keimurinn væri dálítið annar, held- ur en af Dalakjötinu heima. Og nú óðu allir út í og hrifsuðu til sin kjötið eftir því, sem hver betur gat. Gestgjafinn valdi kjötbita og rétti mér, en heldur fór mér að förlast matarlistin, þegar ég sá hann sleikja ánægjulega fituna af fingr- unum, milli þess sem hann þuklaði á kjötinu og rétti mér bitana. Ég sá því þann kost vænstan að rífa sjálfur stóreflis kjötflyksu, sem nægt hefði fimm barna fjölskyldu í heila máltíð, enda var ekki laust við að sumir borðfélagar mínir litu til min hálf glottandi. Nú var kjötskálin borin út, en í stað hennar kom önnur skál, jafn stór, og nú voru það heilsteiktir kjúklingar, sem flutu í olíunni. E, índa þótt ég væri orðinn lyst- arlítill eftir kindakjötsátið, þá greip ég í lærið á einum fuglinum og tókst mér að slíta það af eftir nokk- urt þóf, án þess að þurfa að grípa til vinstri handarinnar. Maður skyldi halda að nú væri nóg komið, en svo var ekki. Varla höfðu leifarnar af kjúklingunum verið teknar af borðinu fyrr en tveir þjónar birtust með þriðju skálina og var sú miklu mest. í skál þessari var heilt fjall af heilsoðnum hrísgrjónum, þöktum hnetum, döðlum, rúsínum, gulrótum og einhverju fleira grænmeti, sem ég bar ekki kennsl á. Og nú var hverjum manni úthlutað matskeið. Síðan varð hver að moka upp í sig úr sama troginu, en réttur þessi heitir Kuskus á máli þarlendra manna og er talinn hið mesta hnoss- gæti. Að þessu loknu var borin fram vatnsskálin góða og örfáum dropum af vatni helt yfir hendur manna. Að þvottinum loknum var komið með silfurstauka með rósavatni. Var því helt í lófa manns og skyldi mað- ur bera það á andlit, háls og hár. Síðan var sezt að tedrykkju og drukkið kryddte úr vatnsglösum, en með því voru bornar sætar smákök- ur, eitthvað 50—60 tegundir. Það var ekki laust við að sumum full- trúunum væri orðið nokkuð bumbult eftir allar þessar trakteringar og menn hugsuðu með hryllingi til að halda beint í teveizlu í Palace de Mokri. PRENTMYNDAGERDIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHUSINU - SÍMI 17152

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.