Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 8
Theodór Gunnlaugsson: REFIR I SPEGILMYND III ÞAR LÁ HÚN, SKÖMMIN Eg var ekfki fyrr búinn aS loka augunuim en hugurinn var kominn su-ð- ur í Öskju að Knebelsvörðunni. Hana Móð unnusta hans, ungfrú Grumbkow, ásamt nýjum förunaut, sumarið eftir að Knebel og fólagi hans Ruidloff druikikn- uðu í Ihinu heillandi en ægidjúpa Öskju- vatni. Og enginn veiit enn hvernig það slys bar að höndum. Skeð gæti >ó að steinarnir, sem stundum þreyta kapp- hlaup, í stóruim hópum, niður Öskju- tinda, sérstalklega á vorin, og stökkva með ofsahraða, langt út í vatnið, séu al'ltaf að segja okkur sannleiikann um atburðinn, sem a 1 d r e i gleymisit? Og i hug mór birtist mynd unnustunnar, blíð og fögur, þar sem hún leggur út á vatnið í litlum báti, með lítinn, fagran kistil, sem hún felur í barmi sínum. Hann hefur að geyma minjagripi, er eitt sinn voru sýnilegt táikn um tvö hjörtu, sem unnust, í dýrðlegri drauma- höll, iþar sem Amor opnaði sjálfur dyrn- ar, upp á gátt, bauð þei-m inn með bros á vör. — Einhvers staðar hérna, undir þessari þöglu og votu sæng, lá nú annað hjartað, — hjartað, sem eitt sinn sló s-vo heitt við hennar eigin barm. Og þegar hið guillna traf, hiúgandi sólar, þetta ágústkvöld, endurspeglast niðri í þessu ógnardjúpi, seilist bún eftir kistl- inum, dregur hann út, horfir á hann augnablik, réttir svo aim sinn út fyr- ir borðstokkinn og — lætur hann detta. Hann hverfur og höfug tár fylgja hon- um á leið, í hljóðvana gráti. Þá birtist henni, í skini minninganna, ógleyman- leg mynd, þar sem hún hjúfrar sig að brjóstum hans, himinglöð, þakklát og hvíslar þessum orðum: „Hjartans vin- urinn minn. Þú, sem hefur leitt mig lí a! Hvað boðar þ e 11 a ? Mér heyrist Guðmundur hreyfa sig öðruvísi en hann hefur gert. Ég þarf ekki annað en láta rifa í augun, >á sé ég hann. Jú. Hann hailar sér niður að riflinum, sem liggur á skurðbarminum, heldur hon- um í skotstil‘lingu og horfir í sjónauk- ann. Hann sér eitthvað. Já, og beinir rifflinum upp í gilið. Önnur tófan senni- lega að koma, — loksins. Ég lyfti höfði, rfe ofurlítið en auðvitað hljóðlaust. Nú sé ég yfir skurðbarminn og upp eftir gilinu . . Ha. Jú. Þarna er mórauð, tófa, stór, í brekkunni að sunnan, okk- ar megin við hellisskútann. Hún þyrlast um eirðarlaus ,yfirspennt, með eldsnögg- um hreyfingum, til 'hliðar, áfram og — afturábak. og án þess að nema staðar hjá hvolpunum. Það gera þær flestar. Hún er alltaf í slóðunum okkar, snýst og hendist sitt á hvað og stundum upp ! loftið. Sennilega trúir enginn svona aðförum, nema að horfa á bær, og sum- ir mundu þá halda að tófan hlyti að vera flogaveik. En — svona eru þær sumar. Hún smánálgast okkur en stefn- ir þó upp í brekkuna, sunnan við. Nú hleypur hún skammt frá austasta yrðl- ingnum. Mér sýnist hún líta í á'ttina til hans um leið og hún vingsast fram- hjá. Sennilega er þetta refurinn, svona stór ogigljáandi á belginn. Ég sé hann svo vel í sjónaukanum. Þeir geta stund- um verið svona trylltir og fumkenndir, gruni þá hættu, þar sem hvolpar þeirra halda til. En svona til'burðir eru læðun- um þó eiginlegri. Þama beygir þá helið upp í brekkuna og byrjar að fjarlægj- ast. Ætli hún hafi virkilega ekki kom- ið auga á neinn hvolpinn? Eg kalla i tófuna, mjög lágt, eins og hvolpur. Það virðist hafa svipuð áhrif og rafstraumur hafi snortið hana. Hún kippist til og herðir stökkin. Ann- að gagg, hærra og einmanalegt. Sami árangur. Þó sýnist mér hún líta í átt- ina, á einu hliðarstökkinu. Hvað hún er annars stefnulaus og — samt nem- ur hún ebki staðar. Færið er minnst 150 metrar og vonlaust nema hún stanzi. Þriðja gaggið. Sama viðbragð- ið, eins og hún hafi stigið á glóandi jám. Nei. Þarna snöggstanzar hún, — horfir í áttina og snýr beint á mót.i okk- ur. Skotið bylur. Tófan tekst á háaloft og þýtur svo npkkur stökk, geysihá og óregluleg, niður brekbuna, á ská og nálgast. Samtimis rekur hún upp tryllt öskur, þrungin grimmd og sársauka, tvö, — þrjú. „Hún særðist, hún særð- íst“, hvíslaði ég að Guðmundi. Þarna hverfur hún á bak við mosaþúfur og — nei. Það sér á hana. Hún rís upp að bógum og hnikkir til höfðinu. Annað skot. Hún fellur og — liggur hreyfingarlaus. Þetta fór betur en á horfðist. En öskrin voru hræðileg, al- veg hræðileg. Ég spyr Guðmund hvar hann hafi séð hana fyrst og hvort hún hatfi ekki kallað á hvolpana. , J ú. Hún birtist allt í einu efet 1 gilinu, og virtist þá vera að koma á talsverðri ferð. Ég sá að hún hafði burð, eittíhvað dökkt, sem bar þó mjög lítið á. Rétt ofan við hellinn kallaði hún á hvolpana, en þá hvarf hún. Kemur þá mórauður hvolpur, í sprettinum. úr urðinni, stefnir til hennar og hverfur lika. Eftir fá augnablik kemui hún í ljóamál aftur og hefur þá engan burð. Samtímis sé ég hvar hvolpurinn er að hverfa, rétt ofan við hana, og er þá búinn að taka af henni burðinn. Og óg sá ekki betur en hann færi bar inn í holu í brekkunni, sunnan við gilið. Þá birtist læðan í hellinum, snöggstanz ar á blettinum, þar sem hvíti hvolpur- inn fékk kúluna fyrri ,og blóðið úr hon- um slettist á steinana. Það hafði þau áhrif á bana að hún hentist afturábak, snéri sér við um leið og hvarf Þegar hún kom í ljósmál aftur, nokkru nær, þá sást þú hana.“ Mér þótti gott að Guðmundur skyldi ekki sjá nema þennan eina hvolp koma úr urðinni, því þar voru þá örugglega ekki fleiri. Og skeð gat að það væri sá eini, sem eftir væri á fótum, fyrst hann tók burðinn af tófunni. Þarna var þá annað dýrið mórauifct og lífclega refur- inn, eftir stærðinni að dærna. Hitt var þá vafalaust hvífct og þá vonandi stór- um betra sýni á því. Við ákváðum að hreyfa okkur ekk ert, fram eftir nótfcunni. En nú var orð- in alvarleg breyting á veðrinu. Það var komin norðan kæla og ört vaxandi skýjaslæður farnar að strjúka hæstu kolla Núpanna. Pyrr en varði gátu þær orðið okkur alvarlegir gestir og lokað fyrir allfc útsýni. á svipstundu. Ég halla mér aftur, en nú er allur svefn rokinn úfc í veður og vind. Það væri voðalegt ólán að fá þoku og illveður hér í nótt, og þó alveg sérstaklega þoku. Eftir nokkra stund, eða klukkan rúml. 12, verð ég þess var, á hreyfingum Guð- mundar, að hann sér eitthvað. Og hann beinir rifflinum, eins og áður, efefc í gilið. Ég tek sjónaukann en sé ekkert. Það er komin dögg á glerin en það, sem verra er, þá er árans þokan búin að hylja giilbarmana og slæður henn- ar niður undir gilbotn. Nú glórir. Þarna er einhver hrejrfing við hellinn. Þokan hylur það fyrr en varði. Bölvuð þokan. En það var áreiðanlega hvít tófa, frem- ur en hvolpur. Aftur glórir. Þá grillir í tófuhaus og háls uppi á gilhanmin- um, ofan við hellinn. Nokkur augna- bli-k er hann kyrr og virðist horfa nið- ui í gilið. Svo kippir hann sér aftur á bak og er horfinn. En — hann hafði burð, eifcthvað dökkt og fyrirferðarlít- ið, eins og hin tófan. Þarna, — þarna kemur hann aftur í ljósmál, nokkru vesfcar, og nær, uppi á brúninni, og sést ekki nema vel hausinn. Sá er vara- samur. Hann hefði þó erindi niður é milli giljanna, til að atlhuga það, sem þar liggur. Og enn hvarf hann, að baki hnjúksins, sem á næsta augnabliki er 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS alveg hulinn af þokunni. Hvað kom til að hann losaði sig ekki við burð- inn? Á meðan virðist hann ekki viss um hæfctuna. En grun hafði hann. Það leyndi sér ekki. Og ekki hafði hvolpur- inn látið sjá sig. Þá hefði tófan sleppfc burðinum. Það var öruggt. Þó virtist hún fara um blettinn. þar sem hvolp- urinn hvarf. Eftir litla stund bylur fyrsta við- vörunaröskrið í hnjúknum. Tófan virð- isfc í vindlínu af gilinu syðst, talsvert langt í burtu. Nú hylur þokan allt, gol- an eyksfc og suddinn með. Aftur ösk- ur, tvö — þrjú, mjög kröftug, sterk- róma, sennilega refur, eftir allt saman. Svona fór hann að því. Hér er ástæðu- laust að bíða hans lengur. Við þjótum af stað með hvolpakass- ann, byssuna og riffilinn, niður vest- ara gilið, suður það og upp í barm þess að austan. Þar reynum við að láta lítið fara fyrir okkur á bak við steina, sem voru þó allt of lifclir. Guðm. hleypur of- urlítið sunnar með brúninni, og felur sig þar, í vindlínu af mér. Komi refur- inn, sem við nú teljum, á hvolpaöskr- ín, eru alilar líkur til að hann komi i vindlinu af mér í fyrsbu lotu, þegar bann heyrir til þeirra, og þá að líkind- um í færi við Guðmund. ef það sésfc þá nokkuð frá sér fyrir þokunni. Ég tek betri hvolpinn í vinstri hendi, læfc hann öskra, eftir mætti, en held laust ufcan um hálsinn á honum, bví jafn- framt miða ég byssunni og er viðbú- inn ef refurinn birtist í hans sjónhring, sem er bara allt of lífcill, enda ætlun hans að skjóta þá fríhendis, því hér er engin aðstaða til að leggja á. Allt gerist þetta á fáum sekúndum. Stein- hljóð. Ég læt hvolpinn öskra aftur. Grimmilegt veðvörunaröskur berst þá utan úr þokunni, lengst austan frá Núpum. Svona fór þessi tilraunin. Sennilega gamall og lífsreyndur þessi. Hann veit hvað s v o n a hljóð boða. Við hypjum okkur til ba'ka og hugs- um næst hvað sé hyggilegast að gera. Suddinn eykst og golan magnasfc. Og nú hylur þokan allfc. Hún er það versta, sem komið gat. Við göngum nú beint að mórauðu tófunni. Læða. Svona stór og feit og vöðvastælfc. Hausinn óvenju sterkbyggðúr og tennurnar lika. Ör- ugglega 4—5 ára gömul. Þessi læða iiefur öll einkenni að vera bifcdýr. U*m**lU*klm**m^**l**H*’ * Nú vilja þeir ekki „lúxus 44 S T ó R U flugfélögin eru nú óðum að minnka „lúxus-farrýmin“ í flug- vélum sínum. Það kom greinilega í ljós á síðasta ári, að áhugi manna á „lúxus“ í flugferðum hefur stór-, lega minnkað eftir að þoturnar komu til sögunnar. — Ferðalög á ihelztu flugleiðum innan Evrópu taka nú orðið það skamman tíma, að fólk þarfnast ekki jafnmikið- sérstakrar aðhlynningar. Það spar- ar sér frekar aurinn og kaupir 6- dýrustu farseðla. Brezku flugfélög- in BOAC og BEA fækka nú „lúx- us“-sætunum í öllum sínum þotum' og bæta við fleiri „ódýrari“ sætum. Þannig verður hægt að fjölga far- þegum í flugvélunum, því „ódýrari" sætin eru minni og þeim farþegum er ekki ætlað jafnmikið rúm fyrir fætur og gert er á „lúxus-farrými“. Fleiri flugfélög gera hið sama. m.a. Air France og Alitalia.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.