Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Blaðsíða 11
— Bókmennfir Frh. af bls. 5 Afríku í skáldsögu sinni „Stigbygeln“. Sagan gerist að mestu í Norður-Afríku; í Marokkó sem þegar hefur hlotið frelsi og í Alsír þar sem enn er barizt fyrir sjálfstæði. í þessari skáldsögu má sjá ýmsa fransfca drætti, fyrst og fremst hinar fjörugu og háfleygu um- ræður milli fulltrúa sundurleitra skoð- ana í París og í Afríku. Andstæðurnar í manneskjunum og umhverfinu eru dregnar fram á kænlegan og litríkan hátt. Þetta er bók sem heldur athygli lesandans og vekur hann til umhugs- unar og samvizkuspurninga. • að sem er einkennandi fyrir of- annefnda þrjá höfunda er. að þeir hafa varðveitt sambandið við upprunalegt umhverfi sitt með því að sjá flesta við- burðina af sænskum sjónarhóli. Sögu- ihetjan hjá Söru Lidman er sænskur ævintýramaður, sem er orðinn hálfgert úrhrak og glæpamaður. Fyrir bragðið verða þau fáu augnablik, þegar rudda- leg sjálfselska hans lýtur í lægra haldi fyrir meðaumkun og mannlegum til- finningum, áhrifarík og ógleymanleg. Söguhetjan hjá Bengt Söderbergh er sænskur ljósmyndari, eins konar ný- tízkulegur farandriddari. Dagmar Ed- quist hefur verið svo kæn að gefa þel- dökka lög-fræðingnum, sem er sögu- hetja hennar, sænska fósturforeldra, sem eru kristniboðar, og jafnframt lát- ið hann stunda nám í Lundi, og ljær þetta afstöðu hans mjög fróðleg blæ- brigði. Pár Rádström velur sér einnig al- þjóðlegt umhverfi, þó hann sé laus við alla gremju eða umvöndun, í skáld- sögunni „Översten". Glæstur og fynd- inn stíll hans, sem orðinn er fyrir- mynd allmargra yngri höfunda í Sví- þjóð, hefur sjaldan notið sín betur en í þessari furðulegu skáldsögu um al- þjóðlegan næturklúbbaeiganda, sem gerir sér ljóst að flestir karlmenn í heiminum vilja ekki elska fegurstu konur heimsins, heldur láta sjá sig með þeim. Hann ræður því til sín eintómar eftirmyndir af Sofíu Loren, Gínu Lollo- brigídu og öðrum táknum nútímans um frægð, fegurð o. s. frv. Því miður kemst lesandinn ekki að raun um, hvernig þessi tilhögun á eftir að reyn- ast, því leiðinleg atvik neyða þennan dálítið óheiðarlega náunga til að stinga af frá París rétt um það bil sem allt er að fara í gang. Hann er líka svik- inn af sinni eigín fyrirmynd, gamla ofurstanum sem býr í Sviss og reynist vera sami maður og hinn útlægi og ruglaði Svíakóngur Gustaf IV Adolf, sem flestir töldu raunar að dáið hefði árið 1837. Kemur þetta lesandanum vissulega eilítið á óvart. S káldsagnaverðlaun sænskra gagn- rýnenda hlaut Lars Ahlin fyrir bókina „Bark och löv“, óhemju djarfa ástar- eögu, ekki djarfa vegna lýsinga sinna á umhverfi og athöfnum, heldur vegna hinnar andlegu spennivíddar. Sagan fjallar um listamenn í Stokkhólmi og víðar. Það sem fyrst og frernst er tekið til athugunar, fyrir utan eðli og kjör ástarinnar, eru möguleikar listamanns- ins og verka hans. „Bark och löv“, sem er byrjunin á margra binda verki, er ásamt „Natt i marknadstáltet" merki- legasta skáldsaga Ahlins á síðustu ár- um. Hinn ofsalegi kraftur, sem er eitt af kennimerkj um Ahlins og lokkar lesand- ann til að fylgja honum eftir í hinum torveldu rökleiðslum, kemur einnig fram hjá Lars Görling, sem er senni- lega forvitnilegastur af sænskum byrj- endum á liðnu ári. Hann kýs samt að halda sér nær natúralískum lýsingum í fyrstu skáldsögu sinni, „Triptyk". Lars Ahlin Þetla er saga um illskuna, þegar hún er orðin ástríða og þvingun. í lýsing- unni á sambandi fórnardýrsins við kvalarann gengur hún lengra í natúral- isma, sálrænum fremur en líkamlegum, en nokkur sænsk skáldsaga, ef mér skjátlast ekki. Jafnframt er bókin, sem er fyrst og fremst ástarsaga, gædd list- rænu lífsmagni sem gerir það að verk- um, að lesandinn finnur nokkurs konar innri lausn í hinum neikvæðu lýsing- um, „hreinsun“ sem er í ætt við áhrif forngrísku harmleikanna. Baráttunni milli skynseminnar og hinna myrku afla kynntumst við líka á óvæntan hátt í merkilegustu endur- minningabók ársins, „Mitt liv“ eftir Herbert Tingsten. Þessi prófessor og fyrrverandi ritstjóri „Dagens Nyheter“ er þekktur fyrir næstum ógnvekjandi skynsemistrú, skai-pleik og öryggi í rit- deilum. Það kom því hinum mörgu les- endum hans, aðdáendum og andstæð- ingum mjög á óvart að verða þess á- skynja í þessum endurminningum — fyrsta þindi af þremur — frá æskuár- unum, að jafnvægi hans og skýrleiki eru að miklu leyti áunnir eiginleikar eða kannski vaktir af umhverfi hans. Þunglyndi, óhamingja og sjálfsmorðs- þankar hafa komið við sögu í lífi hans, enda þótt maður hefði gert sér í hug- arlund að það væri lýst svo sterkum og óhagganlegum ljóskösturum, að þar fyndust engin dimm skúmaskot. E f við lítum að lokum á Ijóðlist- ina, eru tveir mikilvægustu viðburð- irnir ný ljóðabók eftir Sven Alfons, „Ángelens bild“, sem þetta ágæta ljóð- skóld sendi frá sér eftir 12 ára þögn, og bók eftir Gunnar Ekelöf, „En nat i Otocac“. Sú ljóðabók, sem mest var rædd, var hins vegar „Pá samma gáng“ eftir Carl Frederik Reuterswárd. Hvert erindi í bók hans er fjögur orð, sem raðað er hvert niður a£ öðru t.d. svona: Dej Ubetonet Dossier Reje Þetta á ekki að vera fyndið, og það er ekki heldur neitt samhengi milli orðanna. Samkvæmt ummælum skálds- ins ber að líta á þau hvert fyrir sig, þannig að þau hrindi hvert öðru frá sér og fái orðaklasann til að byrja að hreyfast. Þessi hreyfing, segir skáldið, orsakar „samstillingu milli ljóðs-les- anda-heims“ í alveg jafnríkum mæli og setningarfræði, lílcingar o. s. frv. gera það. Með þessari bók hefur varla vakað annað fyrir Reuterswárd en tilraun, sem hann verður að gera í leit sinni að nýju tjáningarformi, en hún vakti samt talsverða athygli meðal gagnrýn- enda. Hinir þekktari meðal þeirra höfðu bókina lengi hjá sér áður en þeir þorðu að láta í ljós álit sitt, og í nokkrum tilfellum gerðist það ekki fyrr en fáeinir yngri háskólamenn höfðu af ríkum skilningi sýnt að þeir gerðu sér grein fyrir tilrauninni. Úti á landsbyggðinni leyfðu nokkrir gagn- rýnendur sér það í fyrsta sinn í mörg ár að rjúfa þá hefð að segja aldrei að þeir skildu ekki tiltekna bók; í einu blaði lýsti gagnrýnandinn því yfir, að hann hefði fleygt bókinni í pappírs- körfuna með mikilli ánægju. Það hljómaði næstum eins og í gamla daga. Árið 1961 bárust hinar „fjarstæðu“ frönsku bókmenntir til Svíþjóðar í ýmsum myndum með bókum eftir Sar- raute, Beckett og Ionesco, og með sýn- ingum á vcrkum tveggja hinna síðar- nefndu og félaga þeirra. í sænskri Ijóð- list hefur Öyvind Fahlström ósamt Carl Frederik Reutersward framar öðrum myndað „skóla“ á þessum vett- vangi — það er sennilega engin tilvilj- un að þeir eru báðir meðal þekktustu yngri málara í Svíþjóð, og að djarf- asti könnuður hinna „erfiðu“ bók- mennta að undanförnu hefur verið list- fræðingurinn Ulf Lindc. Virðast má, að við séum komnir álit- legan spöl fró þeim höfundum, sem töluðu máli Afríku með því að lýsa mannlegum vandamálum í afrísku um- hverfi. En við förum áreiðanlega villir vegar, ef við lítum á „fjarstæðu“ höf- undana sem spámenn fagurfræðilegra tilrauna og lífsflótta. Þeir eru að leit- ast við í jafnríkum mæli og aðrir að skapa nánara samband við lífið sjálft. — Byltingarmenn Frh. af .bls. 4 laus aðili og einfaldlega baganlega gerður gluggi, sem áhorfandinn get- ur starað óséður inn um. Aftur á móti er kvikmyndavélin í The Conn- ection ávallt virkur og augljós þátt- takandi. Porsónurnar, sem . eru í rauninni dópistar sem „leika“ sjálfa sig, segja frá eigin lífi, snúa sér stundum að áhorfendum og skír- skota til þeirra, impróvisera fyrir framan kvikmyndavélina og neita stundum að taka þátt í leiknum. Þeir telja annan leikstjórann á að taka einn skammt með þei-m, þegar þol- inmæði hans og áhugi fyrir mynd- inni er á þrotum. Einn þeirra tekur of stóran skammt og er næstum dauður. í myndinni gætir áhrifa frá Pirandello og Brecbt. En þó tæknin sé í ætt við Breoht, þá er afstaðan ekki í anda hans. Myndin er engin hvöt til byltingar eða breytinga í þjóðfélaginu, heldur lítur hún á líf- ið eins og það er, án þess að fella nokkurn dóm, Sambandið er mað- urinn sem þeir bíða eftir (Godot?) að færi þeim eiturlyfin og myndin legg- ur áherzlu á að allir séu á einhvern 'hátt að reyna að ná S'ambandi. M ITJ.yndin Primary er heimildar- kvikmynd frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Leacook fylgdist með Kennedy á einum þýðingarmikl- um degi kosningabaráttunnar. Með nýjum og einföldum útbúnaði var honum fært að fylgjast með hverri hreyfingu Kennedys á miklu nánari og persónulegri hátt, en nokkru sinni hefur verið hægt áður í slíkum myndum, og ná atvikum raunveru- legs h'fs á einstaklega sannferðugan og áhrifamikinn hátt. Þessum árangri náði Leacock með því að hafna djarflega og ákveðið venju- bundinni tækni og láta stjórnast ein- göngu af því sem er að gerast og einbeita sér að manninum sjálfum, en ekki reyna að sveigja hann eftir fyrirfram ákveðnum hugmyndum eða formi. Minnir þetta nokkuð á Free Cinema stefnuna, sem kynnt hefur verið í Filmíu í vetur. Myndin hlaut The Independent Film Award, sem Film Culture veitti í þriðja smn í fyrra. Ricky Leacook vak-ti fyrst athygli fyrir kvikmyndun sína é hinum frábæra kvikmyndaóði Louis- iana Story (Suðurríkjadrengurinn), síðustu mynd Roberts Flahertys, sem var nýlega sýnd í Tjarnarbæ og hef- ur verið sýnd í Filmíu. Fleiri myndir, sem vrkið hafa athygli, mætti nefna, t. d. All my Babies eftir George Stoney, Guns of the Trees eftir Jonas Mekas og Pull my Daisy eftir Alfred Leslie, en þetta verður að nægja að sinni. Allt bendir til þess að New York eigi eftir að gegna stærra hlutverki í band-arískri kvikmyndagerð og létta af einokom Hollywood og stuðla að gerð þroskaðri og þýðing- armeiri kvikmynda þar í landi. Pétur Ólafsson. — Messuvin Framhald af bls. 6 krossmarki upp af stöfunum I.H.S. eru dekkri en grunnlitur sekksins, sem er grænn, en perlúr í doppum hvítar og bleikar. Að ofan er sekk- opið dregið saman með snúru, líkt og á venjulegri pyngju, en í botn- inn er gulum perlum raðað þétt í stjörnu, sem myndar einskonar fasta undirstöðu eða stétt. Að öllu athuguðu er ekki óeðlilegt að ætla, að þessi umbúnaður hafi verið hafð- ur utan um belgvíða flösku eða léir- brúsa. Hin kirkjulegu tákn benda þá til þess, að sekkurinn hafi verið hafður utan urn messuvin. Eins og að líkindum lætur er sjaldgæft að rekast á heilar gler- eða leirumbúðir um innflutt vín frá fyrri tíð. Þó vill svo til, að tvær belgvíðar glerflöskur, hálsmjóar, fundust heilar í Dillonshúsi undir þaksúðinni (1836) og á tugthúsloft- inu komu í leitirnar tveir leirbrús- ar undan innfluttu skozku wiskíi (1880), hvorttveggja þannig í lag- inu að sekkurinn féll vel að 'hliðum. Franskt vín eða rautt vín, sem haft var fyrir messuvín fyrrum, var víst aðallega flutt til landsins á tunrnwn og líklega eittihvað á leirbrúsum og þykir mér langlíklegast, að sekkur- inn hafi verið hafður utan um vín- föng einhverrar kirkju til geymslu í altarisskápnum. Hafi kirkjan ekki átt silfur- eða tinkönnu til altaris- þjónustu, mátti vel notast við leir- brúsann í svo ágætum umbúðum. T arðandi áletrunina I.N.R. er þess að geta, að N-ið er tvítekið, öfugt og rétt, og myndar með því einslaga tengingu milli leggja hinna stafanna. Áletrunin er krýnd kór- ónu og tveimur hjörtum í rauðum perlusaum. Venjulega er skamm- stöfunin höfð: I:N:R.I. eins og áletr- unin á krossinum: Jesús frá Nazaret konungur Gyðinga, ,en hér er síð- asta stafnum sleppt. Lítil askja úr rauðaviði með fá- breyttu messingskrauti hefur verið valin til geymslu á oblátum á alt- arinu við hiið vínsins með þeim umbúnaði, sem lýst hefur verið. Að sínu leyti er askjan tengd minningu Margrétar í Árbæ, því að nokkuð af messings'krauti á loki hefur ver- ið fjarlæg-t en nistisskjöldur greypt- ur í staðinn. Nistið gaf Steingrímur skáld Thorsteinsson Margréti. Er það gyllt og sýnir konurnar við krossinn. Dóttir þeirra hjóna, Mar- grétar og Eyleifs bónda í Árbæ frú Guðrún, gaf safninu nistið nokkru fyrir andlát sitt. L. S. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.