Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Qupperneq 3
 ELSKHUGI HENNAR Eftir MAXÍM GORKÍ *** 1 KUNNINGX minn sagði miér eitt sinn eftirfarandi söigu: ' Þegar ég var stúdent í Moskvu vildi svo til að ég bjó við hliðina á einni af þessum konum sem — þú skilur hvað ég á við. Hún var pólsk og þeir kölluðu hana Teresu. Hún var fremur hávaxin, sterkibyig.gð, dlökik yfirlitum, með svartar loðnar augabrúnir og stórt hrjúft andlit sem hefði getað verið höggvið út með öxi. Dýrslegt blikið í dökkum augum hennar, þyikk bassa- röddin, ekilsgöngulagið og vöðvamikill krafturinn, sem hefði sómt sér vel á fisksölukonu — allt þetta vakti mér ógn. Ég bjó á efsta palli stigans og þakherbergi hennar var beint á móti mínu. Ég skildi dyrnar aldrei eftir opn- ar þegar ég vissi að hún var heima. En það var reyndar sárasjaldan. Stund- um kom fyrir að ég rakst á hana í etiganum eða garðinum, og þá brosti Ihún til mín brosi sem mér fannst vera slægt og ruddalegt. Endrum og eins sá ég hana drukkna með sljótt augna- ráð, tjásulegt hár og viðbjóðslegt bros á vörum. Undir slíkum kringumstæðum var hún vön að yrða á mig: „Komdð þér nú sælir, herra stúdent!“ og heimskulegur hláturinn magnaði enn andstyggð mína á henni. Ég hefði helzt viljað skipta um bústað til að komast hjá slíkum fundum og kveðj- um. En litla herbergið mitt var við- kunnanlegt, frá glugganum var stór- kostlegt útsýni, og auk þess vár alltaf svo hljótt í strætinu íyrir neðan. Ég var því kyrr. ö G einn morgun lá óg í leti á legubekknum og reyndi að hugsa upp eimhverja afsökun vegna þess að ég hafði ekki farið í skólann, þegar dyrnar opnuðust og frá þröskuldinum þrum- aði bassarödd Teresu hinnar skelfilegu: „Góðan daginn, herra stúdent!" „Hvað vilt þú?“ sagði ég. Ég sá á svip hennar að hún var ringluð og auðmjúk. . . . slíkur svipur var mjög óvenjulegur á andliti hennar ,Sjáið til, herra! Mig langar til að biðja yður um greiða. Viljið þér gera xnér hann?“ Ég lá þar þögull og hugsaði með sjálfum mér: „Hamingjan góða! Árás á siðprýði mína, hvorki meira né minna. Hertu upp hugann, drengur góður!“ „Mig langar til að senda bréf heim, það er það sem mig langar til,“ sagði hún og röddin var biðjandi, viðkvæm, titrandi. „Fjandinn hirði þig“, hugsaði ég með mér, en stöíkk á fætur, settist við borð- ið, tók fram pappírsöhk og sagði: „Komdu hérna, seztu niður og lestu mér fyrir!“ Hún kom, settist m.jög gætilega á Stól og leit á mig með sektarsvip. „Hverjum viltu að ég skrifi?" „Til Boleslavs Kasjputs í bænum Svéptsjana við þjóðveginn til Var- sjár. . . .“ „Jæja, láttu það koma!“ „Elskulegi Boles .... ástin mín .... tryggi elskhugi. Megi Guðsmóðir ætíð varðveita þig! Þú sem hefur hjarta af gulli, hvers vegna hefur þú ekki skrif- að svona lengi til þinnar syrgjandi litlu dúfu, Teresu?‘‘ E G fór næstum að skellihlæja. „Syrgjandi lítil dúfa“, meira en fimm fet á hæð, með hnefa sem voru fimm tán pund eða meira, og andlit.sem var svo svart að því var líkast sem litla dúfan hefði eytt allri ævinni í reyk- háfi og aldrei þvegið sér. Ég sat samt á mér og spurði: „Hvar er þessi Bólest?“ „Boles, herra stúdent,“ sagði hún eins og hún hefði móðgazt yfir því að ég skyldi ekki hafa nafnið rétt eftir, „hann er Boles — ungi vinur- inn minn.“ „Ungi vinurinn?" „Hvers vegna eruð þér svona hissa, herra? Get ekiki ég, sem er stúlka, átt ungan vin?“ Hún? Stúlka? Nú jæja! „Því ekki það?“ sagði ég. „Allt er mögulegt. Og hefur hann verið ungi vinurinn þinn lengi?“ „Sex ár." „Naumast er það!“ hugsaði ég. „Jæja, við skulum skrifa bréfið . . .“ Og ég segi þér satt, að ég hefði fúslega viljað skipta á hlutvehkum við þennan Boles, ef hinn fagri bréfritari hefði ekki verið Teresa, heldur eitthvað minna en hún. „Ég þakka yður af öllu hjarta, herra, fyrir vinsamlegan greiða yðar,“ sagði Teresa við mig og hneigði sig með kné- beygju. „Kannski get ég gert yður ein- hvern greiða, eða hvað? „Nei, en ég þakka samt auðmjúklega gott boð.“ „Kannski, herra minn, þurfið þér að láta gera við skyrtu eða buxur?“ Mér fannst þessi fíll í pilsum hafa komið mér til að stokkroðna af skörnm og sagði henni allhastarlega að ég hefði enga þörf fyrir þjónustu hennar. Hún kvaddi mig að svo mæltu. E IN eða tvær vikur liðu. Það var kvöld. Ég sat hjá glugganum blístrandi og var að hugsa upp eitthvert úrræði trl að komast burt frá sjálfum mér. Ég var leiður, veðrið var grámollulegt. Mig langaði ekki út, og af einskærum lífs- leiða fór ég að sálgreina sjálfan mig og sökkva mér í hugleiðingar. Þetta var raunar leiðinleg iðja, en mig langaði ekki til að gera neitt annað. Þá opnuðust dyrnar. Hamingjunni sé lof, einhver var kominn. „Æ, herra stúdent, ég vona að þér hafið ekkert aðkallandi verkefni." Það var þá Teresa. Fari það bölvað! „Nei, hvað er það? “ „Ég, ætlaði að biðja yður, herra, að skrifa annað bréf fyrir mig.“ „Allt í lagi! Til Boles, er það ekki?“ „Nei, í þetta skipti er það frá hon- um.“ „Hv-hvað?“ „Vitleysa er þetta í mér! Það er ekki fyrir mig, herra stúdent, ég bið yður afsökunar. Það er fyrir vin minn, það er að segja, ekki vin, heldur kunningja, kunningja sem er karlmaður. Hann á vinkonu alveg eins og mig, Teresu. Þannig er það. Viljið þér, herra, skrifa bréf til þessarar Teresu?“ Ég horfði á hana — hún var vand- ræðaleg í framan, fingur hennar titruðu. Þetta var dálítið þokubennt í fyrstu — og svo gat ég mér til hvernig í öllu lá. „Sjáðu til, kona góð,“ sagði ég, „það er hvorki til neinn Boles né nein Teresa, og þú hefur logið mig stútfullan. Þú skalt ekki vera að læðupokast hérna kringum mig framar. Ég hef alls enga löngun til að ala á kunningsskap yiB þig. Hefurðu skilið mig?“ Og allt í einu varð hún kynlaga skelfd og ringluð; hún fór að tvístiga fyrir framan mig og frussa hlægilega eins og hún vildi segja eitthvað en gæti það ekfci. Ég beið til að sjá hivað úr þessu yrði, og ég sá og fann að mér hafði greinilega skjátlast hrapalega þegar ég grunaði hana um að hafa ætlað Frh. á bls. .5. Hvítar bárur Eftir Eggert Laxdal Lítill bátur úr hljóðri vör hrekst á öldunum; hvort mun hann aftur ná landi? Brostin augu taka í klukkustrengina er hefja harmasöng með tómlátum hljómi yfir víkina. Drúpandi höfuð horfa tregafull á sveininn er freista vildi gæfunnar í trylltum dansi aldanna og segja hann er ofurseldur djúpinu. En í morgunskímunni sáu árvakrir menn, að hvítar bárur fluttu hann að landi, hvítar bárur fluttu hann að landi. Saltar hendur . þreifa á grundinni þar sem þörungarnir gráta, og hvítar bárur velta upp í sandinn, bárur velta lengra upp í sandinn. Hljóð er ströndin en bárur kyssa steinana og velta lengra og lengra upp í sandinn, bárur velta lengra upp í sandinn. i l 19. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.