Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Síða 7
Heilbrigd gleöi er yndi æskunnar. Skemmtanamál æskufólks Sifc tottnar RISASTÓRAR fyrirsagnir, sterkustu lýsingarorð og hrotta legar frásagnir hafa blasað við augum lesenda dagiblaðanna undanfarið og allt hefur þetta fjallað um framkomu unga fólksins á skemmtunum og dansstöðum, einkum í sveitum og félagsheimilum á nokikrum stöðum. Vissulega eru þetta válegar fréttir og alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir fé- lagslega leiðtoga og foreldra. Það gefur auga leið, að ekki verður það liðið til lengdar, að fegurstu staðir landsins og vandlega byggð félagsheimili séu saurguð og vanvirt með dryikkjulátum og skrílsæði. Það ihefur þó vakið athygli mína, að margir þeir, sem hæst hrópa um þessi mál, hafa lítið beitt eér fyrir tillögum um umibæt- ur. Að mínum dómi er það engu síður ábyrgðarhluti að hrópa stóryrði yfir æsku lands ins vegna nokkurs hluta henn- ar, en leggja sig aftur á móti lítið fram um að kanna miálin, orsakir þeirra og ástæður, enda eru umibótatillögurnar eftir því grunnfærnar. "K Ég hef undanfarið gert mér töluvert far um það að kynna mér afstöðu unga fólksins hér í borg til þessara mála. Hef ég í því sambandi átt fjölmörg samtöl við pilta ag stúlkur og einnig efnt til funda með hóp- um aeskufóiks og ýmissa for- ustumanna í æskulýðsfélöguim og á öðrum sviðum. Það er jnér að vísu vel ljóst, að af slíkum umræðum verður ekki dregin nein tæmandi ályktun eða fundin varanleg lausn á þessum málum, en víst hafa þær umræður, sem fram hafa farið, varpað skýrara Ijósi á éstandið eins og það er í dag og einnig hefur þar komið fram merkilega samhljóða álit unga fóliksins á þessum málum. Skal nú reynt að skýra þetta nánar ög í stuttu máli benda á þær leiðir, sem ef til vill yrðu færastar tii úrbóta. f þessari borg eru nú á ann- an tug húsa, sem gefa fólki kost á veitingum ýmsum og um leið tækifæri til skemmit- ana, einkum er þar um að ræða dans. Fæstir þessara staða taka sér fyrir hendur, að skemmta æðkufóiki 16—21 árs sérstaklega og er það eðli- legt, þar sem vínveitingar eru samkvæmt lögum óheimilar þessu fólki. Ýmsir aðilar hafa að vísu reynt að bæta úr þess- ari þörf, sem þarna kemur fram, en mijög nær það enn skammt. Það virðist samhljóða álit þess unga fólks, sem ég hef átt tal við, að það væri nauðsynlegt, að til væri í borg- inni stórt og vandað húsnæði, sem eingöngu væri rekið sem skemmti- og félagsheimili fyrir ungt fólk og þá aðra, sem al- gjörlega vildu skemmta sér án áfengis og jafnframt yrði leit- azt við að selja allar veitingar við hóflegu verði. Varðandi skemmtanir utan borgarinnar, sem mjög eru eftir sóttar af ungu fólki að sumri til, kemur það greinlega fram hjá þessu unga fólki, að það telur ástæðuna fyrir sorglegum viðburðmn á slíkum sböðum vera fyrst og fremst lélegu eða engu skipulagi þeirra að kenna. Ferðalög eru auglýst á þessa staði, þröng skipast fljótlega við tjaldstæði eða í félagsheim- ilum og af þessu spinnst svo oft rangl og reiðuleysi sam- komugiesta. Þegar vínið flýtur fer svo allt úr sikorðuim og úr verða venjulega hin mestu vandræði. "X Hvað er þá hægt að gera til úrbóta? Oftast er nefnd nauð- syn þess, að löggæzla á þessum stöðum sé aukin. Auðvitað er slíkt nauðsynlegt, svo að ekki verði af slysum og beinlínis lífshættulegt að koma á þessa staði, en löggæzla á að vera varúðarráðstöfun, e»n ekki neyð arúrræði. Við verðum að skilja þá staðreynd, að ungt fólk vil'l og þarf að geta skemmit sér, en jafnframt verður að gera þá kröfu og um leið búa svo að æskunni, að hún geti skemmt sér á heilbrigðan og sómasamlegan hátt. Að því marki verður að stefna með samvinnu foreldra, æskulýðs- samtaka og annarra, sem hér koma við sögu, en fái gróða- fíkn og kæruleysi eitt að ráða um þessi mál verður aldrei fund in nein lausn, sem dugar, hvoi-iki Af stað burt í fjarlægð SUMARIÐ heillar. Allir þrá ferskt loft, víðsýni og fegurð á björtum sumardegi. Því eru ferðalög svo vinsæl meðal dkk- ar íslendinga. Unga fólkið streymir út úr borg og bæjum og leitar sér ánægjustunda í hópi glaðra félaga. Margir vinna ötullega að því að efna tii skemmtilegra ferðalaga, en þó er það svo, að æSkufólk er enn eklki nægilega fundvíst á heppi legar ferðir eða leggur það ekki á sig, að njóta þess marga og mierkilega, sem hið fagra og fjölbreytilega land okkar býð- ur. Gönguferðir eða hjólreiða- ferðir eru alltof sjaldgœ-far. Bifreiðin er þægileg, en leið hennar liggur um miklu tak- markaðra svæði en hægt er að kanna. Það eru ekki margir, sem efna til söfnunarferða, þar sem leitað er steina, blóm lesin, fuglalíf kannað og svo frv. Það væri vissulega ástæða fyrir ung mennafélögin, skáta, æskulýðs- ráðin og aðra slíka aðila, að gefa þessum mörgu möguleik- með bönnum, efldri löggæzlu né með því að birta myndir þeirra brotlegustu, eins og ein- hver hefur nefnt. í Reykjavík þarf að koma á fót rekstri sérstaks húss, sem vinnur að því fyrst og fremlst að æskufólik geti skemmt sér án áfengis og í sínum eigin hópi. Hljómsveit þessa hiúss þarf að vera góð og Skemimtiatriði framkvæmd af unga fólkinu sjálfu og ennfremur veitingar seldar við þess hæfi og við hóf- legu verði. Hið aukna og á- gæta húsnæði skólanna þarf að nýta betur fyrir skólaæsk- una. Jafnframt þessu þarf að auka eftirlit með því, að ung- lingar sæki ekki aðra staði, þar sem miður æskilegt er fyrir þá að dvelja. Á þennan hótt geta foreldrar betur treyst því að unglingar þeirra fari sér ekki að voða í óheppilegum fé- lagsskap. Ferðalög og ferðaskrifstofur í samráði við æskulýðsráð og æskulýðssamtök þurfa að efna til vel skipulagðra ferða á ánægjulega staði, þar sem undir búin eru viðfangsefni bæði til skemmtunar og fréðleiks og aðstæður svo góðar, að ekki um nánari gæ'tur. Æskufólk nágrannalandanna gerir miklu meir af þessu en við og hing- að koma hópar tugum saman til að kanna slíkar greinar hér á landi, en á meðan sitjum við í okkar bílum og syngjum María, María. Lesbókin m,un bráðlega segja frá skemmtilegu ferða- verði vandræði af. Brennurnar á gamlaárskvöld leystu þann vanda að mestu, sem skap- aðist vegna ærsla unglinga það kvöld. Ef til vill mundu slík ferðalög og útilegur, göngiu- ferðir, leikir, varðeldar og dans jafnvel úti við, koma að líkum notum. Nokkrir hafa reynt þessa leið og með ágeetum ár- angri. Félagsheimilum og dans húsum verður að setja ákveðn- ar reglur um aðsókn og gæzlu, svo að eigi komi það fyrir, að vandræði verði úr, eins og gerzt hefur. Ég hef þá trú, að æskufólk muni fást til samvinnu að þessu marki, en því ber að sýna fullan skilning um leið að sú sjálfsagða krafa er borin fram við það, að það verði hvorki sjálfu sér eða heimilum sinum til skammar með framkomu sinni. Unga fólk, þið, sem les- ið þessar línur. Takið þessi miál í ykkar hendur. Eflið sam- tök ytkkar og komið í veg fyrir þessi slys. Framkvæmd ykkar sjálfra mun duga bezt og þé eigið þið líka fyllsta rétt til stuðnings og skilnings hinna fullorðnu. B. F. lagi, sem efnt verður til með íslenzkum og brezkum piltum í sumar inn á öræfi, en gaman væri að fá frásagnir um önnui ferðalög eða heyra tillögur ykk ar. Á meðan. Góða og ánægju- lega ferð, hvert sem leiðir ýkkar kunna að liggja í sumar. 19. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.