Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Side 12
ISLENDINGAR ERLENDIS Eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeta Cuðrún Austmann Christiansen E inar var sonur Guömundar hins nafnkunna smiðs og bónda í Þorlaugar- gerði í Vestmannaeyjum Eyjólfssonar og konu hans Þorgerðar Einarsdóttur, er bæði munu hafa verið úr Rangárvallasýslu Guðmundur hafði hlotið virðingarnafnið kóngssmiður fyrir bátasmíði hinna svoköll uðu konungsbáta í Vestmannaeyjum, sem hann smíðaði marga, einig smíðaði hann kirkjur, svo sem Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, og var einn af smiðum við PRCNTMYNÐAGERUIN MYNDAMOT U. MORGUNBLAÐSHÚSINU - SÍMI I7Í.52 Landakirkju í Vestmannaeyjum, er reist var á árunum 1774—’78. Bræður hans voru þeir sjera Bjarnhéðinn á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum og Sveinn hreppstjóri í Þor- laugargerði. Frá þessum bæ, sem stendur skammt suður af Ofanleiti og er þar fag- urt útsýni, fluttist fólk til Norðurlanda og til Ameríku fyrir, héðan af landi. Auk Einars Guðmundssonar má nefna Lopt Jónsson, mormónabiskup, er tók sig upp ásamt fjölskyldu sinni 1857 of fór til Utha 1 Ameríku og á þar merka afkomendur. Guðrún dóttir hjónanna Rósu Hjartardóttur of Suðurnesj um og Jóns bónda í Þorlaugargerði, en hann var sonur séra Jóns Austmanns sókn arprestur að Ofanleiti, dóttursonur séra Jóns Steingrímssonar fluttist ung til Ame ríku og bjó lengst í Chicagóborg og giftist þar norskum iðjuhöld. Christiansen, þau komu til Chigago árið eftir brunann mikla þar. Guðrún var atgerfiskona og beitti sér fyrir kvenréttindamálum og varð kunn víða í Bardaríkjunum, sbr. grein um hana wwmBPæm&frW'.... iiwiiw ' ii, n i Ragnheiður Sigfússon með mynd á 95 afmælisdegi hennar Chún varð nær 99 ára) í stórblaðinu Chicago Herald, þar sem og er getið sonar hennar víðkunns læknis þar í borg og sérfræðings er hlotið hafði og í fyrri heimsstyrjöldinni mikla viðurkenningu fyrir læknisstörf og dóttur hennar er var þekkt söngkona, síð ar forstöðukona einnar deildar manntals- skrifstofu Chigagoborgar. Grein þessi var þýdd á íslenzku af séra Sigurði Norland og kom út í Morgunblaðinu. F rændkona Guðrúnar Austmann, frk. Ragnheiður Sigfússon hjúkrunarkona iengi við ríkisspítala i Bandaríkjunum og um tíma á Cuba, síðar yfirhjúkrunarkona, heimsótti hana árlega til Chigago síðuslu árin sem Guörún lifði og undraðist hún hinn mikla kraft og þrek til líkama og sál- ar er hún hélt til hins síðasta. Guðrún var hagmælt og orti töluvert, þar á meðal kvæði til Theodore Roosevelt forseta og fékk þakkir hans fyrir. Ragnheiður Sigfússon hafði starfað mest an hluta ævi sinnar að líknarstöríum og getið sér góðan orðstýr í störfum sínum, en hún hefur verið víða um Bandaríkin og Iiefir ílutzt til eins og venja er um þá sem starfa við ríkisspítalana, eitt árið í Texas annað í Ohio, o.s.frv. Hún er dóttir Sig- íúsar alþingismanns, Árnasonar og konu iians Jónínu Brynjólfsdóttur prests á Ofan leiti Jónssonar prófasts Bergssonar í Vall- arnesi. Sigfús faðir Ragnheiðar og Guðrún Austmann, eru systkinabörn frá séra Jóni Austmann. í fyrri heimsstyrjöldinni þjálf aði Ragnheiður hjúkrunarkonur og kenndi sjúkraleikfimi er sendast áttu til vig vallarins og birtizt þá mynd af henni í einu New Yorkblaðanna. Bræð ur Ragnheiðar voru þeir Brynjólfur og Ámi Sigfússynir kaupmenn í Vestmanna- eyjum og Leifur Sigfússon tannlæknir í Vestm.eyjum allir látnir, Ragnheiður er á lífi háöldruð í North-Carolína í Banda- ríkjnuum. Vinátta var milli fjölskildna Guðrúnar Austmann Christiansen og Hjartar Thordarson hins fræga raf- magnsfræðings og iðjuhölds í Chigago, Þegar Ragnheiður kom var vel þegið að hún læsi upphátt úr íslenzkum bókum, helzt þjóðsögum, úr safni Hjartar Thordarson, er talið var vera eitt hið mesta fcókasafn í Bandaríkjunum í einkaeign. F innig má nefna frú Ingunni Tan- berg Mogensen, er gift var undirforingja cg herdómara í Kaupmannahöfn. Ingunn fór með íóstra sínum Lofti Jónssyni og konu hans er þau fóru til Utah, en hún tók eigi mormónatrú og skildi við fósturfor- eidrana í Englandi og fór til Danmerkur og dó þar í hárri elli. Hún var gestrisin henni er ætt í Danmörku og margt að þvi greindarfólk. Enda var frú Ingunn af á- gætu bergi brotin, móðir hennar og móðir frú Ingunnar Halldórsdóttur, sýslumanns- frúar á Velli, voru systradætur. Víkjum nú aftur að Einari Guðmunds- syni. Hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1780 og fór utan til náms við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar kandidats- prófi í málfræði og í guðfræði 3 árum seinna, 1789. Hann þótti fram úr skarandi lærdóms — og gáfumaður og fékk því ó- keypis vist á Borchs Kollegium um nokk- urra ára skeið til vísindarannsókna. Árið 1793 var hann dr phil. við Kaupmannahafn ar háskóla, og var hann fyrsti íslendingur inn, sem varði doktorsritgerð við háskóla. Ingunn Larsdóttir Mogesen Esther Christiansen S-ra Einar þýddi Balles ba’ia lærdómsbók, er út kom fyrst í Leirárgörð- um 1796 og síðast 1854, en alls mun hún hafa komið út í 23 útgáfum. Hann kvæntist norskri konu Christine S. M. Vollum og eru merkar ættir frá þeim komnar. Hann >ést 1817 á Loiten prestsetri á Heiðmörk í Noregi. Elsta dóttir þeirra hjóna var: Brynhildur, er giftist prestinum Hans Georg Jacob Stang, er var sonur majórs Jens Schröder Stang og konu hans Hille- borg Höyer — Sverdrup (1767—1823) föð- ursystur hins kunna stjórnmálamanns Jóhanns Sverdrup. Synir Georgs Stang og Brynhildar Ein- arsdóttur voru: A. Hans Georg Stang (1830—1907) ráð- gjafaforseti Norðmanna í Stokkhólmi, síð ar stiptamtmað ur, kv. Önnu Holmsen ■1834—1904), en þeirra börn voru: Georg Stang ofursti og ríkisráð, hinn mikli föð- urlandsvinur (1858—1907), kv Sigrid Due af hinni norsku höfðingjaætt Due f. 2. nov. 187 þau giftust 1890 og áttu 7 börn. Elztir voru Hans Georg Stang, f. 1891 og Carsten Due Stang höfuðsmaður í hernum. Annar sonur Hans Georgs Stag ráðgjafa forseta og Önnu Holmsen var Klemens Stang ríkisaðvokat (1863—1907) kv. Helgu Bödtker. f. 1860 og áttu þau 4 börn og var eitt þeirra skírt Einar Guðmundsson. Önnur dóttir séra Einars Guðmundsson ar var Katheríne Vilelmine, er giftist S.L, Schie höfuðsmanni og var sonur þeirra E*n- ar Guðmundsson Schie héraðsfógeti í Sande fjórd. Sonur séra Einars Guðmund Eyjólfs- son Guðmundsson var skrifstofustjóri 1 norska stjórnarráðinu. Er mikill ættbálkur kominn af þessu fólki og verður það ekki nánar rakið hér. Dæmi þau, er nefnd hafa verið að framan nægja því að af miklu er að taka til að sýna að í nálægum löndum, og enda fjær og þó einkum á Norðurlöndum þar sem ber all. mjög á ættartengslum milli vildisætta og islendingum er af ýmsum ástæðum hafa leitað til þessara landa, tekið sér þar bólfestu og orðið ættfeður —• eða mæður margra merkra manna er geta rakið ýmis ættareinkenni til ís- lendinga. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lj. tölublað 19ö2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.