Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Síða 13
' ' , ;* T*‘ »• * . :•> '*• oTOr^r* ' . >-Y*TJí-t“r'ri'*t''TT^*t^rrrT''rTTS-tvrrt'H^ LEITAD AÐ FYRSTU ÞúAmdir Ný-Sjálendinga fóru sína fyrstu flugferS í þessum vélum. Þaer gátu borið tvo farþega í framsætinu, en flugmaðurinn sat fyrir aftan. Bolt flaug B & W vélunum til 1924. Hann er sennilega eini flugmaður heimsins, sem hefur verið bjargað með vél sinni af járnbrautarlest, og í annað sinn af gufuskipi. Um 1920 var hann eitt sinn að lenda á Wairo-ánni við Dargaville. Þó rakst sjóflugvélin á drumb og tók að sökkva. Sem betur fór var snarráður lestarstjóri staddur með lest á stöðinni í Dargaville. Brautin lá í fjörunni á kafla, og lestarstjórinn ók eimvagnin- um aftur á bak í flýti niður í fjöruna. Þar kastaði hann kaðli til flugvélarinn- ar og dró hana í land. Bolt var bjargað eitt sinn af gufu- skipi, þegar hann varð að nauðlenda sökum vélarbilunar á hafi úti. Svo vel vildi til, að strandgæzluskip sigldi fram á hann og dró vélina til hafnar. B & W vélarnar voru enn í góðu á- standi, þegar flugskólinn hætti árið 1924. Ný-sjálenzka stjórnin fékk flugvélarnar og flughöfnina og afnenti hernum hvorttveggja 1925. Ár.um saman spurði enginn um, hvað orðið hefði aí B & W vélunum. Þegar Bolt hóf leit að þeim fyrir nokkrum árurn, voru vélarnar horfnar, og enginn vissi hvað af þeim hafði orðið. OEING-VÉLiNN! P oeingflugvélaverksmiðjurnar eru einhverjar hinar stærstu í heimi. Þær framleiða nú stærstu farþegaþotur og hraðfleygustu herþotur, þyrilvængjur og fjarstýrð flugskeyti. Enda þótt menn hugsi þar mikið um framtíðina, hafa þeir líka tima til að renna hug- anum til fortíðarinnar — og um þessar mundir eru þeir að hefja mikla leit að fyrstu Boeing-flugvélinni. Vonir eru til, að hún finnist í Nýja-Sjálandi. Fjaran í Mission Bay á Nýja-Sjá- landi hefur nú ef til vill gefið svar við þessari 35 ára görálu gátu; hvað orðið hefur af fyrstu flugvélinni, sem Boeing verksmiðjurnar smiðuðu. Frásögn af hugsanlegum afdrifum þessarar frægu sjóflugvélar, sem hald- ið var saman með stöngum og vírum, birtist í ný-sjálenzlca dagblaðinu Auck- land Star. George Bolt, velþelcktur brautryðj- andi flugs í Nýja-Sjálandi og fyrrver- andi yfirverkfi-æðingur flugfélagsins Tasman Empire Airways, stjórnaði leit- inni að þessari gömlu flugvél. í rauninni var hér um að ræða tvær flugvélar, sem voru nákvæmlega eins. Þær voru smíðaðar árið 1916 af W. E. Boeing og Conrad Westei-velt í Seattle í Washington-ríki, og voru fyrirrennar- ar 5,750 flugvéla og eldflauga, sem Boeing hefur smíðað síðan. Þessar vél- ar hlutu heitið B & W. B oeing notaði þessar sjóflugvélar til sýninga í nokkra mánuði. Árið 1919 voru þær seldar Flugskóla Nýja-Sjá- lands í Auckland. Bolt var só maður, sem flaug vélunum í Nýja-Sjálandi. Hann var þá flugmaður í skólanum. Hann flaug annarri B & W vélinni 16. desember 1919 frá Auckland til Dargaville með fyrsta flugpóstpoka á Nýja-Sjálandi. Sama árið setti hann ný- sjálenzkt hæðarmet í annarri vélinni, 6500 fet ^ mislegt benti til, að þær hefðu verið látnar í geymslu í neðanjarðar- göngum hersins undir North Head, í grennd við Fort Cautley. Bolt fékk leyfi til að leita í göngunum og vonaði að finna vélarnar þar óskemmdar. Þegar hér var komið sögu, kynntist Bolt, George Salt, fyrrverandi stór- skotaliða, sem hafði verið meðal ner- manna, sem drógu nokkrar flugvélar niður á ströndina í grennd við gamla flugskólann, og brennt þær. Salt mundi að nokkrar þessara véla höfðu verið DH9-sjóflugvélar. Hann man ekki eftir að hafa séð B & W sjóflugvélarnar. Salt og Bolt leituðu í fjörunni um háfjöru og fundu hluti, sem þeir töldu, að gætu verið úr fyrstu Boeing-vél- inni, eða tvíburasystur hennar. Þessir hlutir voru sendir til Boeing i Seattle til rannsóknar, og í ljós kom að þeir voru ekki úr B & W vélunum. Þess vegna halda þeir leitinni áfram — í von um að enn liggi Bœing-vélin einhvers staðar lítt skemmd. ST ALÍN Frh. af bls. 1 köllum mannlegt, eftir því, frá hvaða sjónarhóli það er metið. Svo er og um Stalín. •G é litið af sjónarhóli mannúðar og frelsis, þá hefur mannkynið ekki séð jafn dýrslegan, hrottalegan og blygðun- arlausan harðstjóra og Stalín. Sem glæpamaður var hann vísindalegur í starfi, altækur og alger. Hann var einn þessara sjaldgæfu og hræðilegu kreddu- trúarmanna, sem eru færir um að út- rýma níu tíundu hlutum mannkyns, til þess að gera tíunda hlutann, sem eftir Verður, „hamingj usaman". Ef við viljum ákvarða, hvert gildi Staiín hafði í aögu kommúnismans, veröum við engu að síður í bili að telja ttiann langmikilvægustu persónuna næst á eftir Lenín í þeirri sögu. í grundvallar atriðum þróaði hann ekki hugmyndir kommúnismans, en hann barðist fyrir þeim í fylkingarbrjósti og gerði þær að raunveruleika í þjóðfélagi sinu og ríki. Hann bjó ekki til neitt fyrirmyndarþjóð- félag — enda er það ekki hægt vegna eðli mannsins og mannlegs samfélags, en hann breytti Rússlandi í iðnaðarveldi og heimsveldi, sem sækir æ ákveðnara og óbilgjarnara til heimsyfirráða. Sé miðað við árangur og pólitíska skarpskyggni, kemst tæplega nokkur stjórnmálamaður á samtíð Stalíns fram úr honum. Ég er vitaskuld langt frá þvf að álíta, að góður árangur í pólitískum átökum sé eina mælistikan á mannlegt gildi. Enn síður vil ég jafna stjórnmálum saman við siðleysi, þótt ég neiti því ekki, að einmitt vegna þess að stjórnmál fela í sér baráttu um líf eða dauða sérstakra hópmynda í mannlegu samfélagi, hætt- ir þeim til að einkennast af van- rækslu venjulegs siðferðis. í mínum augum eru þeir miklir stjórnmálamenn, sem geta sameinað hugsjónir og raun- veruleika; geta staðfastlega stefnt að markmiðum sínum, um leið og þeir halda fast við grundvallaratriði almenns sið- gæðis. egar allt kemur til alls, var Stalín ófreskja, scm í framkvæmd átti engan mælikvarða nema árangurinn, þólt hann aðhylltist óhlutlægar, algildar og í grundvallarati iðum sælulandskennd ar og íjarstæðar hugmyndir. Þetta þýddi: ofbeldi og andlega og líkamlega útrým- ingu. Samt sem áður skulum við ekki vera óréttlátt gagnvart Stalín. Það, sem Stalín vildi gera, og jafnvel það, sem honum tókst að gera, var ekki hægt að framkvæma á nokkurn annan hátt. Öflin, sem hrundu Stalín áfram, og hann leiddi aftur, með hinum algeru og skilyrðislausu hugsjónum þeirra, gátu ekki haft annars konar leið- toga en hann, þegar tekið er tillit til ástandsins í Rússlandi og annars staðar í lieiminum, né heldur hefði verið unnt að þjóna þessum öflum með öðrum að- ferðum en þeim, sem Stalín notaði. Hann, sem var skapari iokaðs þjóðfélagskerf- is, var um leið verkfæri þess og — við breyttar kringumstæður og allt of seint — fórnardýr þess. Þótt enginn hafi kom- izt frnm úr Stalín í ofbeldi og glæpum, var hann engu að síður leiðtogi og skipu- leggjari ákveðins þjóðfélagskerfis. í dag er gengi hans mjög lógt. Hann er fyrir- litinn, hæddur og settur í gapastokk fyrir „villur“ sínar, og með því ætla forystu- menn sama þjóðfélagskerfis að afplána misgerðir kerfisins og sjálfra sín. Þótt afsetning og niðurlæging Stalíns hafi verið framkvæmd með ómerkileg- um leíksviðsetningarbrögðum, sýnir það samt, að sannleikurinn leitar út um síðir, jafnvel þó að það sé ekki hægt fyrr en þeir hafa látið lífið, sem fyrir hann börðust. Mannleg samvizka sættir sig ekki við neitt, er óbilgjörn og óeyðan- ieg. Jafnvel nú, eftir hina svokölluðu stalínisma-hreinsun, komumst við því miður að sömu niðarstöðu og áður: Þeir verða að berjast fyrir lífi sínu, er vilja halda áfram að lifa í heimi, sem er frábrugðinn þeim e. Stalín skóp, og enn er í fullu fjöri og aldrei sterkari. l LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 » 19. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.