Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Síða 3
E T T A eru blöð úr dagbókinni
minni. Þegar ég var sautján
ára skrifaði ég dagbók, ég var að leita
að henni áðan í skóladótinu mínu. Nú
br ég búinn að finna hana.
Þegar Hólmar fór til útlanda hætti
ég að skrifa — ég veit ekki hvers vegna,
ég missti bara alla löngun til að skrifa
staf framar. Og í sjö ár hugsaði ég um
hann þegar ég var ein á kvöldin. Hann
hló þannig að ég gat ekki annað en far-
ið að brosa — jafnvel þó mér fyndist ég
ætti að vera honum reið.
Svo var eitthvað í augunum á hon-
um, og þegar hann leit á mig hugsaði
ég alltaf: „Hann er kærastinn minn, og
mér er alveg sama þótt allir segi að
hann sé ekkert nema sjálfselskan, of-
dekraður pabbadrengur. Mér fannst
hann helmingi betri og fallegri en allir
aðrir — og hann sagði mér um nótt að
hann ætlaði að fara út í heim. Hann var
svo ungur þá. Svo fór hann. Ég veit
ekki hvert. En hann er kominn aftur
i— ég sá hann í gær niður á Laugavegi.
Ég ætlaði varla að þekkja hann. Ég veit
ekki hvort ég varð glöð eða hrygg, en
það var eins og hnífsblað færi inn í mig.
Hann leit á mig en þekkti mig ekki, og
ég heilsaði honum ekki. Ég vildi að ég
hefði aldrei fengið að sjá hann aftur.
Og núna er ég búin að opna gömlu
dagbókina mína í fyrsta sinn í sjö ár —
og þegar ég les þetta, get ég ekki ann-
að en brosað. Ég var bara sautján ára,
og allt er orðið svo breytt......Þetta
er svona bók sem notaðar eru á skrif-
stofum, hún er innbundin og á kápunni
stendur R E C O R D. Svo eru blöðin
tölusett og á númer 108 stendur þetta:
, »í kvöld á að vera dansæfing í skól-
anum, og ég hlakka svo til. Áðan þegar
ég var að strjúka kjólinn minn söng ég
allan tímann. Eins og mér finnst leiðin-
legt að strjúka. Ég söng „Now is the
hour“. Það er svo vinsælt núna og ég.
held upp á það vegna þess að það
minnir mig á Hólmar. Þegar ég horfi
á hann finnst mér alltaf eins og hann
sé að fara í burtu. Kannski sezt hann
að í útlöndum — mér finnst hann allt-
af svoleiðis. Vertu sæll — ég ætla að
bíða eftir þér. Kannski verðurðu ein-
hvern tíman einmana og skrifar mér.
Ég skal koma til þín ef þú biður mig.
Mér er alveg sama hvar þú verður —
ég skal koma með fyrstu ferð. Ég elska
þig...
Þetta er skrifað á blaðsíðu 108, en ég
var nú líka bara sautján ára. Ég hef
skrifað niður á miðja siðuna. Stundum
hef ég fekki útfyllt tneira en fáeinar
línur og stundum hefur mér ekki dugað
heil blaðsíða. Þá hefur mér víst legið
mikið á hjarta, eins og t.d'. næsta opna
sýnir. Þar stendur:
„f dag er sunnudagur, mér finnst
sunnudagar leiðinlegir. Ég skil ekki
hvers vegna, þar sem ég er ekkert á-
nægð í skólanum. Það er messa í út-
varpinu og mamma er að steikja hrygg.
Það er eins og það séu engin ævintýri
til framar. Ég er líka í leiðu skapi út af
dansæfingunni í gærkvöldi. Hólmar
dansaði ekki við mig einn einasta dans.
Hann var allt kvöldið með Kristínu
Helgu 1 fanginu. Og þegar einhver
slökkti ljósin, langaði mig mest til að
æpa og skipa þeim að kveikja aftur.
Ég veit ekki hvað Árni hefur haldið
um mig. Árni er ágætur strákur og það
var svo sem betra að dansa við hann
heldur en ekki neinn. En mér er sama
— mér finnst að stúlkur séu ekki endi-
lega skyldugar til að dansa vangadans
ef þær langar ekki til þess. Svo fer
hann svo klaufalega að því.
Hólmar var með vín, og þau drukku
úr sömu appelsín-flöskunni. Þau nudd-
uðu sér utan í hvort annað á gólfinu
.... O — ég gæti drepið hana. Ég sá
það á hermi hvað hún ætlaði sér — hún
bar það með sér. Hún hrópaði það án
þess að segja eitt einasta orð. Ég skil
ekki í öðru en hver einasta mannssál
í stofunni hafi séð það. Svo fóru þau
út í bílinn hans pápa hans. Þau voru
þar hér um bil í klukkutíma og ég var
alltaf jafn snúin við Árna greyið, enda
þótt hann sé áreiðanlega bezti strákur-
inn í bekknum — og þó hann hafi hjálp-
að mér svolítið á miðsvetrarprófinu.
Ég gat elckert að þessu gert — maður
ræður ekki við tilfinningar sínar. Og
þegar þau komu loksins inn aftur,
dönsuðum við fram hjá þeim og Hólm-
ar var með nefið á kafi í hári hennar.
„Halló“, sagði ég.
Þau litu bæði upp og fóru að hlæja.
Ó — ég skammaðist mín svo.... Ég
vildi að ég hefði aldrei farið á þessa
dansæfingu — ég vildi að ég væri dauð.
Árni fylgdi mér heim. Aumingja
Árni, hann snýst í kring um mig, enda
þótt ég sé alltaf svona tíkarleg við
hann. Og þegar við stóðum á tröppun-
um, þá var hann eitthvað svo vand-
ræðalegur. Ég hefði getað grátið og
hlegið í senn. Hann fálmaði sífellt upp
í bindishnútinn sinn og vissi ekkert
hvað hann átti að segja. Ég hugsa að
hann hafi verið að gera það upp við
sig, hvort hann ætti að voga að kyssa
mig tröppukoss. Æ, æ og ósköp.... ég
get hálfpartinn vorkennt honum. Hvení
vegna eru allir sem fylgja mér heim
svona klaufalegir? Svo sagði hannf
„Góða nótt Edda mín....“ Og hann
minnti mig á pabba sem er fæddur hér
í Reykjavík og er svo órómantískur að
hann lét byggja sumarbústað uppi I
Kjós. Ég fer þangað aldrei".
einskis virði. Á þær er aðeins skrifað
fáeinar athugasemdir um lífið í skólan-
um. Á blaðsíðu 113 stendur reyndar
þetta:
„Hólmar mætti ekki í skólann í dag.
Hann er farinn að mæta svo illa upp á
síðkastið".
Raunar er öll bókin mér einskis virði
— ekki framar. Kannske brenni ég
hana — eða ríf hana í tætlur og fleygi
ögnunum í öskutunnuna — örsmáum
ögnum, það skal ekkert heilt orð vera
eftir. Ekkert sem stendur í henni er
mér nokkurs virði framar. Jafnvel ekki
síða 114 þótt það hafi verið glaðasti og
kannski um leið sárasti dagur í lífi
mínu. Þegar ég les þessar línur núna
fyllist ég leiða. Ekki vegna þess sem
skeði — ég hugsa að eitthvað svipað
gerist í lífi flestra stúlkna. Heldur hins
hve allt er breytt. Og ég les:
„Fimmtudagur — Það rigndi eins og
hellt væri úr fötu. í gær snjóaði en í
dag rigndi og göturnar eru eitt krapa-
flag. Sem betur fer á ég góðar bomsur
og þær eru fóðraðar innan með skinni.
Hólmar kom í skólann og enskukenn-
arinn spurði hvort hann hefði verið
veikur í gær.
„Já, ég var kvefaður", sagði Hólmar.
„Það er einmitt það“, sagði ensku-
kennarinn. „Það er eins og það sé veðr-
ið til þess arna. Gleymduð þér að fara
í skóhlífarnar?" Hann getur verið svo
neyðarlegur enskukennarinn okkar.
ííólmar roðnaði út undir eyru
.... Svo var hann svo niðurdreginn í
allan morgun og Kristín Helga leit ekki
við honum. Birna segir að hún stundi
Borgina á kvöldin og sé alltaf með ein-
hverjum sjötta bekking. Ég hélt að dag-
urinn ætlaði aldrei að líða. Klukkan
korter yfir átta hringdi Hólmar og sagð-
ist eiga tvo miða í bíó. „Ertu til“, sagði
hann.
„Já“, sagði ég. „Hvar ertu?“ Ég var
víst áköf í símanum.
„Niður í bæ“, sagði hann.
„Kemurðu?" sagði ég.
„Ég kem“, sagði hann og lagði tólið á.
„Hann er ennþá í daufu skapi“, hugs-
aði ég.
„Hvað stendur til?“ sagði mamma.
„Ég er að fara í bíó“, sagði ég.
„Edda — þú hefur ekki litið í bók‘*s
„Æ — ég er að fara í bíó“.
Svo kom hann.
Myndin var víst nauða ómerkileg. En
mér var sama um allt. Við sátum oftast
uppi í Stjörnubíói og myndin var ekk-
ert atriði. Ég lifði sjálf tíu filmur — ég
Framh. á bls. 12
CONRAD FERDINAND MEYER:
ÞAGNARSKÓGUR
Mitt athvarf varstu í æskuhörmum mínum,
og aldrei, Þagnarskógur, brástu mér,
er fyrir draums míns fleygu furðusýnum
og fyrstu hjartasorg eg trúði þér.
Þinn dimmi laufagnýr, er hátt sig hefur
úr hyljum skuggablám, mig kallar nú.
Mín kæti þegir, kvöl míns hjarta sefur.
Nú kem eg til að hlusta. Tala þú.
Guðmundur Frímann ísl.
26. tölublað 1962
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3