Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Side 6
Aalmanakinu eru fjórar árs-
tíðir, en í New York eru
þær sex. Fyrir utan sumar, vetur,
vor og haust eru sumarleyfatíðin
og gleðskapartíðin. Það er sú síðar-
nefnda, sem fyrrverandi New York-
búar eiga við, þegar þeir segja að
þeir saltni „the season“. — Borgin
breytist allmikið um þetta leyti, og
borgarbúar taka að búa sig undir
að skemmta sér. Kvikmyndahúsin
fleygja frá sér myndum, sem hafa
gengið í sjö mánuði fyrir hálfu húsi.
Það koma ný nöfn í slúðurdálkana,
ný nöfn í veizlurnar og sjónvarps-
viðtölin. Og gleðskapartíðin er h'ka
auglýsingavertíð.
í ár hlakka stjörnusmiðirnir til að
nota nýtt verkfæri, nefnilega Telstar.
I>að er varla efi á, að kvikmyndafélög-
in kaupa sér auglýsingatíma í Telstar.
Hann hefur þann mikla kost að geta
sjónvarpað vítt og breitt og stjörnur
himingeimsins geta bráðlega fengið að
sjá myndir af nöfnum sínum í Holly-
wood. Hinsvegar má búast við að
stjörnurnar verði skammlífari, þegar
hægt er að láta mynd þeirra drekkja
öllum hnettinum á svipstundu. Menn
sjá þær fyrir sér í vöku og svefni, og
verða strax leiðir á þeim.
Sjálf stjörnusmíðin fylgir jafn ströng-
um helgisiðum og elddansinn og er jafn
erfið. Þegar á annað borð er búið að
festa fé í hráefninu, verður það að gefa
eitthvað í aðra hönd. Það verður að
halda nafninu að almenningi og þess
vegna er sjónvarp orðið mikilvægt við
smíðina. Sjónvarpið nær til þess hluta
almennings, sem ef til vill man ekki
nafn en gleymir ekki andliti.
Sýningin byrjar vanalega um það
bil tveim vikum áður en frumsýna á
mikilvæga mynd. Nýstirnið flýgur til
borgarinnar, og darradansinn byrjar um
leið og stiganum er ekið að flugvélinni.
Hinsvegar verður stjarnan auðvitað að
koma síðust út, svo að dauðþreyttir
verzlunarmenn og aðrir vesalingar, sem
eiga erindi til borgarinnar, spilli ekki
myndunum.
í gömlu sjö ára samningunum var
venjuleg ákvæði um, að leikkona skyldi
„fyrstu fimm samningsárin sýna líkams-
töfra sína á auglýsingamyndum, auk
kvikmynda“. — Hollywood hefur ekki
lengur efni á sjö ára samningum, en
venjan hefur haldizt við. Hvergi er
eins auðvelt að láta pilsunum blása yfir
höfuð sér og í flugvélardyrum. Það má
alltaf nota blásara, ef svo illa vill til að
logn er, og enginn blaðaljósmyndari
með sómatilfinningu situr af sér jafn
gullið tækifæri.
Þetta er samt bara reykurinn af rétt-
unum. Aðalrétturinn er borinn fram
daginn eftir, þegar sú nýja er formlega
kynnt fyrir blöðunum. Stjarnan getur
látið sér nægja að brosa og töfra, hún
er umkringd og studd af blaðafulltrú-
um og auglýsingastjórum, sem svara
erfiðum spurningum, eins og: „Hvað
hefur myndin kostað?“ og „hvað er bú-
izt við miklum tekjum af henni?“
að er um að gera að nota daginn,
þó hann verði langur og erfiður, og
stjarnan borðar um það bil sjö máltíðir
opinberlega. Að auki koma svo einn
eða tveir síðkvöldverðir í litlum klúbb-
um, þar sem slúðurdálkahöfundarnir
framkvæma rannsóknir sínar. Hráefni
þjóðsögunnar um smástirnið er útlit
hennar, föt, hverjum hún er með o. s.
frv., og þarf venjulega að vinna mikið
úr því áður en. það er markaðshæft —
eins og öðrum hráefnum.
Nú er í Hollywood tízka að hafa
stjörnurnar venjulegar í útliti og sú
tízka hefur rekið margan auglýsinga-
stjórann til annarra starfa. Samt eru
nógu margir eftir til að spyrja hinna
nauðsynlegu spurninga. Það er ekki
erfitt að fá hana til að trúa spyrjend-
unum fyrir fegurðarleyndarmálum sín-
um (ég bursta hárið á mér upp úr
haframéli) slúðurdálkahöfundunum fyr-
ir róman’tísku leyndarmálunum (við er-
um bara góðir vinir). Vikuritin fá svo
hin allra helgustu leyndarmál (æðsti
draumur minn er að komast á þing).
Til tilbreytingar neita þær stund-
um að svara öllum spurningum. Það er
piý>ðileg tækni, ef ekki er gert of mikið
af því. Ef vel gengur er skrifuð um
hana fjögurra síðna grein með mynd-
um, þar sem hún er að gefa uppáhalds
jagúarnum sínum, lesa „Nasyrninginn"
eða læra hlutverkið sitt í baðinu (það
virðist vera eini staðurinn til að læra
hlutverk á).
Kvikmyndablöðin eru stjúpbörn aug-
lýsingastjóranna. Þau einkennast af
fjálglegum stíl, þykkt smurðum með
upphrópunarmerkjum og óþörfum
spurningarmerkjum: „Þá var það, að
krumla óttans nísti hjarta hennar og í
fyrsta skipti í fjögur ár komu hinar
æðislegu minningar aftur. Eddie! Kom-
inn aftur? Hvað nú? ó, drottinn! Hvað
myndi nú ske?“
Kvikmyndablöðin eru, nú orðið, að-
eins afturgöngur af því sem þau voru
á fyrri frægðardögum. Fjálgleikinn er
að kæfa þau. En þau skrimta enn með
aðstoð fegrunarauglýsinga og þeirrar
kenningar, að allt* umtal sé betra en
ekk-i neitt. Þau virðast hvergi lesin
nema á hárgreiðslustofum og lesend-
urnir virðast nær eingöngu vera innan
við fermingu með rúllur í hárinu. En
þetta virðist nægja til að unnt sé að
gefa þau út. Þarfir þeirra eru fábrotn-
ar eins og innihaldið.
Fyrir utan blöðin eru svo ýmis-
konar brögð. Nýstirnið er nærri ávallt
kosin einhverskonar drottning. Það
skiptir engu máli yfir hverju hún ríkir,
ef aðeins er hægt að ljósmynda hana
með fullt fangið af blónium og fínt fólk
í kringum sig. Hvar sem margmenni
safnast saman, er henni stillt út. Allt
má nota, hvort heldur verið er að opna
fiskbúð eða vígja kirkju. Jafnvel bóka-
og hljómplötuverzlanir er hægt að nota
fyrir sýningarstaði. Flestar kvikmyndir
innihalda einshverskonar hljóðfæraleik
og eru gerðar eftir bók. Ef leikkonan
er við hendina til að skrifa á bækurn-
ar, bíða lesendur ekki eftir að hún komi
út í vasaútgáfu.
Kvikmyndahátíðir eru fyrsta flokks
tækifæri til að sýna vöruna. Menn
leikara og leikkonur. Aðeins vesalings
dómararnir verða að híma í sýningar-
sölunum. AHir aðrir eru að spóka sig
í sólskininu og skoða gripina. Oft er
erfitt að komast að, hvað er verið að
sýna á hverjum stað, en allir vita hve-
nær stjörnurnar eiga að „koma upp“.
Auðvitað er bezt að halda hátíð-
irnar á baðströndum, því þar geta
stjörnurnar verið í sundfötum. Því mið-
ur eru allir orðnir leiðir á búningnum.
En alltaf finnast nýjar leiðir. Ein stúlk-
an kom með ref til Cannes í vor. Bragð-
ið nægði til að koma henni í Life, en á
næsta ári neyðist hún til að hafa með
sér gírafa. Cannes verður áreiðanlega
eins og dýragarður.
Nú er komið að öðrum þætti í her-
ferðinni og nú fyrst verður líf í tuskun-
um. Aðalatriðið er að koma nýstirnun-
um í sjónvarp. Til að það takist verður
fyrsti þáttur að hafa tekizt vel, því að
sjónvarpsstjórarnir hafa aðstöðu til að
taka aðeins frægt fólk. Sjónvarpið gegn-
ir tvöföldu hlutverki, kynna þá ó-
þekktu og halda þeim, sem þegar eru
orðn-ir þekktir, að almenningi, Vinsæl-
ustu stjörnurnar geta stundum hummað
fram af sér viðtölin og auglýsingasvið-
setningarnar, sleppt kvikmyndahátíðun-
um og gefið kvikmyndablöðunum langt
nef, en enginn hefur efni á að snúa baki
við sjónvarpsvélunum.
Leikararnir koma venjulega fram
sem gestastjörnur og áhorfendum er
tilkynnt um komu þeirra nokkrum dög-
um fyrirfram, en auðvitað er ekki sagt,
hver gesturinn er, til að fólk verði for-
vitið.
ví vinsælli sem sjónvarpsdag-
skráin er, því frægari eru gestastjörn-
urnar. Stundum gera þær ekkert annað
en fylla út í skerminn, en revíudag-
skrárnar heimta, að gestirnir geri eitt-
hvað smávegis. Þetta verður að gerast á
flykkjast á hátíðirnar, ekki til að horfa
haustinu
á kvikmyndir, sem eru í hverju kvik-
myndahúsi, heldur til þess að skoða
þann hátt, að áhorfendur fái löngun til
að horfa á stjörnurnar, en varast verð-
ur að seðja þessa löngun. Það síðast-
nefnda verður þó oft erfitt, því að fjór-
ar til fimm slíkar sýningar eru nauð-
synlegar í hverri herferð.
Þegar viðtölin, fréttamyndirnar, sjón-
varpssýningarnar og útvarpsávörpin
eru búin, kemur að sjálfri frumsýningu
myndarinnar. Frumsýning kvikmynda á
talsvert sameiginlegt með gamlárs-
kvöldi, valdatökudegi forsetans og Bast-
illudeginum, en er þó ólík þeim öllum.
Hún er einstætt fyrirbrigði, einskonar
vasaútgáfa af Hollywood, með ljósum,
látum, myndavélum, kossum, tárum,
hamingjuóskum og allsherjaróskapnaði.
Frumsýningin er bæði upphaf og endir.
Enginn þykist í alvöru trúa að gagn-
rýnin geri út um örlög kvikmyndar,
enginn veit hvað gerir út um örlög
þeirra í raun og veru, en marga grunar
að það séu auglýsingaherferðir.
IV ú er komin aðferð til að láta
þetta allt gerast á öldum ljósvakans.
Stjörnuferillinn getur byrjað að morgni
dags, verið kominn á rekspöl á hádegi,
náð hátindi sínum eftir kaffið og verið
orðin þjóðsaga daginn eftir. Það er
synd og skömm, að nafnið Telstar
(Firðstjarna) var notað á tækið sjálft.
Það hefði verið svo prýðilegt nafn á
framleiðslunni.
(New York Times)
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. tölublað 1962