Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1962, Side 11
Fyrstu kynni mín af Stööv-
arfirði og Stöðvfirðingum
Ég var að íara yfir Hvalneðháls í ^TIR VIGFÚS GUTTORMSSON FRÁ STOÐ
Stöðvarfirði, þegar ég leit Stöðvarfjörð
fyrsta sinn. f»að var sumarið 1'888 og
ég var þá 9 ára gamall. Foreldrar minir,
séra Guttormur Vigfússon og kona hans
Friðrika Þórhildur Sigurðardóttir voru
þá að flytja búferlum frá Svalbarði í
Þistilfirði að Stöð. Við vorum 4 systkin-
in. Ég, Guðríður, Guðlaug og Sigríður
og trvö vinnuhjú, Bjarni Bjarnason og
Ingibjörg Friðbjarnardóttir.
Mér þótti fjörðurinn sérkennilegur og
mjög ólíkur Þistilfirðinum og öðrum
sveitum er ég hafði áður séð. Þistil-
fjörðurinn miklu stærri sveit, breið og
búsældarleg, undirlendið langtum meira
og fjöllin í kringum langtum lægri en
umhverfis Stöðvarfjörð. (í Svalbarðs-
landi voru t. d. lágir ásar og víðáttu-
miklir, grösugur flói milli ásanna og
yfirleitt var þar talið víðsýni.) Það sá-
ust nokkrir bæir frá Svalbarði, svo sem:
Garðstunga, Skóarland, Brekkukot, Her-
mundarfell, Garður Og Flautafell. Stöðv-
arfjörðurinn var aftur á móti lítil sveit
og sjóndeildarhringurinn nokkuð þröng-
ur.
S amt sem áður þótti mér hann
engan veginn sviplítill eða svipljótur.
Það voru hinir tignarlegu og traustu
fjallkóngar og hafið auðga og fisksæla,
sem fóstrað hefur að nokkru leyti stöð-
firzka sveina og meyjar um langan tíma,
er mér fannst setja á hann myndarsvip
íslenzkrar náttúru. Byggðin fyrir austan
fjörðinn blasti og brosti við okkur hlý-
leg og yingjarnleg með slegnum og hirt-
um túnum, a.m.k. að einhverju leyti, því
þetta var í ágústmánuði. Við héldum nú
miður hálsinn og inn Hvalnesströndina.
Þá horfði Stöðvardalurinn í hinum ið-
græna sumarskrúða sínum til okkar og
bauð okkur velkomin til dvalar í firð-
inum sínum og sveitinni og mætti taka
sér í munn orð skáldsins:
Allt breiddi faðminn mót lífinu laðandi
landið og hafið í sólroða baðandi..
F ól'kið í Stöð veitti okkur hinar
beztu móttökur. Þar bjó Helga Jóns-
dóttir, ekkja séra Jóns Austmanns.
Hann dó sumarið 1887. Helga hálfsystir
mín var uppalin hjá þessum hjónum,
sem voru foreldrar Málfríðar fyrri konu
föður míns. Ég sá hana nú í fyrsta sinn.
Það var margt vinnufólk hjá maddömu
Helgu, 5 vinnumenn og 3 vinnukonur.
Vinnumennirnir voru: Daníel Sigurðs-
son og Jóhannes bróðir hans Árnason,
Anoníus Þorsteinssón, Björn Einarsson
og Jón Björnsson, seinna oddv. og
ihreppstjóri St. f.
Vinnukonurnar voru: Sigurbjörg, síð-
ari kona Þórðar Árnasonar, Sigríður og
Margrét öldruð kona, sem kom með
Béra Jóni að norðan. Sigríður og Sigur-
björg voru systur Daníels og Jóhann-
esar.
Allt þetta fólk laðaði mann að sér
*neð góðsemi og kátínu, svo að það var
tæplega hægt að láta sér leiðast, en það
var lí'ka sitt hvað fleira sem jók mér
yndi og ánægju.
Það voru þarna tveir ágætir reiðhest-
«tr sem maddama Helga átti. Ég hafði
mjög gaman af að koma þeim á bak.
Hestar þessir hétu Glói og Stjarni. Þeir
voru rauðir á lit og glófextir. Faðir minn
étti líka tvö hesta, sem voru allgóðir
sér. Þeir hétu Svalur og Glámur.
Svalur brúrublesóttur með mjóa blesu
fram á hausnum en Glámur rauðbles-
óttur með breiða blesu hvíta. Þetta voru
mestu stólpagripir. Svalur var gamm-
vakur og þolinn ferðahestur, þá 18
vetra. En því miður varð að leggja hann
að velli um haustið vegna fóðurskorts.
Það sagði faðir minn að hann hefði
ekkert verið farinn að láta sig og hefði
því verið mesta eftirsjón í honum.
á var enn eitt, sem gjörði sitt
til að auka ánægjuna. Það voru berin.
Við systkinifi þurftum ekki að fara
nema rétt upp fyrir túnið til að fylla
ílátin af krækiberjum, bláberjum og
aðalbláberjum. Þessu hnossgæti vorum
við óvön frá Svalbarði. Þó fékkst svo-
lítið bragð af vísum eða hálfvöxnum
berjum nokkuð fyrir austan bæinn á
Svalbarði í svonefndum Barnalágum.
Mér fannst yfirleitt vera úr fleiru. að
moða þarna í Stöð en fyrir norðan. Það
var heldur ekki mjög leiðinlegt að vera
með piltunum þegar þeir voru að draga
fyrir silunginn. Það var hreinasta unun
að horfa á, þegar þeir fóru að buga og
draga á land og bröndurnar fóru að
gefa af sér og gusa frá sér, síkvikar,
iðandi og spriklandi, reynandi til að
forða sér úr þessum heljargreipum. Það
var annars mikil björg, sem kom oft
úr Stöðvarfirði á þeim dögum (og hefði
'þó mátt vera meiri).
E g hafði mjög gaman af einni ferð,
sem ég fór með foreldrum mínum um
sumarið, seint í ágúst. Við fórum ríð-
andi austur að Kolfreyjustað og Dölum,
út fyrir fjall og inn fyrir Fáskrúðsfjörð,
stóðum við hjá Jóni bónda á Eyri, föð-
ur Stefaníu, konu Þorsteins. Jón fylgdi
okkur að Búðum. Þar voru þá ekki
nema örfá hús. Svo héldum við út norð-
ur byggðina að Kolfreyjustað og gist-
um hjá séra Jónasi Hallgrímssy^i og frú
Guðrúnu Arneson. Þar var tekið á móti
okkur með íslenzkri gestrisni. Séra Jón-
as og faðir minn voru skólabræður frá
Latínuskólanum. Daginn eftir héldum
við inn að Dölum og fylgdi okkur inn-
eftir sá maður, sem hét Páll Jökull,
hann var náskyldur séra Páli í Þing-
múla, málleysingjakennara. Honum þótti
áreiðanlega góður sopinn, því hann var
öðru hverju að skvetta í sig á leiðinni,
en skemmtinn var hann og ræðinn við
okkur á leiðinni. Pabbi og hann voru
eitthvað saman í skóla. Við héldum til
nokkra stund hjá Jakobi bónda á Brim-
nesi. Hann var maður Ólafar Stefáns-
dóttur prests frá Kolfreyjustað. Okkur
var tekið í Dölum með miklum ágætum.
Þar bjó Björn Stefánsson og kona hans
Margrét Stefánsdóttir. Þau áttu 6
börn, 5 dætur oig 1 son, sem hét Stef-
án. Hann varð síðar ritstjóri Lögbergs
í Ameríku og prestur á Hólmum í Reyð-
arfirði Og Eskifirði og prófastur í Suður-
Múleisýslu. .
Systurnar voru: Þórunn, Lára, Val-
gerður, Herborg og Hólmfríður, Við
Lára og Valgerður vorum á svipuðum
aldri. Við gistum eina nótt í Dölum og
héldum síðan suður að Stöð aftur. Eftir
þessa ferð myndaðist mikill kunnings-
skapur milli fjölskyldnanna í Stöð og
í Dölum og miklar indælis stundir voru
okkur systkinunum veittar, þegar okk-
ur var leyft að bregða okkur á hestum
yfir Stöðvarskarð. Þetta var rúmlega
þriggja -etunda ferð á góðhestum.
E g var í einni brúðkaupsveizlu
um haustið. Það var þagar þau giftust
Benedikt Benediktsson og Guðrún Árna-
dóttir. Þar þótti mér gaman að vera,
því þar var glímd ramm íslenzk glíma.
Beztu glímumennirnir sem þar voru,
voru þeir Gísli Högnason á Eydölum,
tengdasonur séra Magnúsar Bergssonar
og faðir Magnúsar fyrrverandi sýslu*
manns í S-Múlasýslu, Daníel Sigurðs-
son í Stöð og Benedikt, sjálfur brúðgum-
inn. Þessir menn glímdu áreiðanlega af
list og kunnáttu. Þeir notuðu einna mest
klofbragð og skelltu hver öðrum á víxl.
Það var borðað, drukkið og sungið í
tjaldi fram og niðri á Hvalnestúninu.
Ævin leið alveg eins Og í draumi
fyrsta sumarið mitt í Stöð. Eg man ekki
til þess að neitt skyggði á í lífi mínu.
Þó fann ég það vel að byggingin eða
húsakynnin í Stöð voru hrip og lá mikil
vinna í því að ausa út lekavatninu, þeg-
ar mest rigndi. Þegar frá leið eða fram
liðu stundir var auðvitað smám saman
bætt úr þessu. Ég ætla ekki að fjölyrða
meir um þetta en víkja að því, hvað
fyrsti veturinn minn í Stöð hafði í
skauti sínu.
Já, það var virkilega oft glatt á
hjalla í þrengslunum í Stöðvarbaðstof-
unni. Það var mikið sungið í rökkrun-
um. Margt af fól'kinu var sönghneigt,
svo sem foreldrar mínir, Helga systir
mín, systurnar Sigurbjörg og Sigríður
og Þórður Ámason, sem var mjög
músíkalskur maður. Hann spilaði vel á
einfalda harmoniku og var forsöngvari
í kirkjunni. Faðir minn kenndi okkur
Helgu systur minni og Stefáni Björns-
syni frá Dölum m. a. latneska málfræði,
og finnst mér ég vel geta talið þær
stundir, sem hann var að fræða okkur
og kenna, til skemmtistunda.
Við Stefán frændi glímdum mi'kið og
hafði ég ákaflega gaman af að iðka þá
íþrótt. Alltaf hafði hann yfirhöndina,
enda var hann þrem árum eldri en ég,
en oft gekk honum seint að fella mig,
því ég var liðugur en hann miklu sterk-
ari. Hann skellti mér venjulega á snið-
glímu. Seinni hluta vetrarins fóru þeir
að ganga til spurninga til föður míns:
Þórður Magnússon, á Einarsstöðum, Ein-
ar Benediktsson á Hvalnesi og Bjarni
Björgúlfsson á Kömbum. Ég fór stund-
um á móti þeim til að bjóða þeim í
bröndótta. Ég man ekki betur en við
Þórður bærum sigur af hólmi í viður-
eigninni við Einar og Bjarna. Glímu-
brögð þau, sem við notuðum voru aðal-
lega: hnébragð, klofbragð, leggjar-
bragð og hælkrókur. Þessir dreng-
ir, sem ég nefndi voru beztu piltar og
vel gefnir. Bjarni dó tveim árum síðar
Og þótti mér þá vera höggvið skarð í
ungmennahóp Stöðvarfjarðar.
E g vil geta hér helztu hjóna,
sem voru í Stöðvarfirði þegar ég kom
þangað. Á Heyl^ifi bjuggu þá Ari
Brynjólfsson og Ingibjörg Högnadótt-
ir. Ari var þá oddviti Stöðvfirðinga
og Breiðdælinga, því að Breið-
dalur og Stöðvarfjörður var þá
einn og sami hreppur. Ari var skýr-
leiksmaður, tölugur á fundum og ein-
arður, varð síðar þingmaður Sunn-
mýlinga eitt ár. Hann var mjög dug-
legur smiður og við allt sem hann
snerti á, og yfirleitt voru þau hjón
mestu sómahjón. Þá bjuggu á Kömb-
um Björgúlfur Stefánsson og Kristím
Framh. á bls. 13
Nýleg mynd frá Stöðvarfirði
(Ljósm. G. Á.)
28. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H