Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 4
ÞÁ ÞÚTTI GLAPRÆDI AÐ Fjölskyldan saman komin í stof- unnt. Frá vinstri. Kristjana, Erna, Eúðvig og Pétur. BYGGJA ÍSLEMZK HEIMILI PAÐ er um kvöld, sem við kveðjum dyra að Hátúni 37. Húsbóndinn, Lúðvig Hjálmtýs- son, opnar og býður okkur að ganga til stofu, en þar er fjölskyldan saman komin og hlustar á fram- haldsleikrit í útvarpinu. Lúðvig kynnir okkur fyrir konu sinni Kristjönu Pétursdóttur og börnum þeirra tveimur, Ernu og Pétri. Við erum þarna komin til að reyna að bregða upp dálítilli mynd af fjölskyldu Lúðvigs og heimilinu fyrir lesendur Lesbókarinnar. Bœði iír Vesfurbœnum — Er þelta einbýlishús? spyrjum við. Lúðvig kveður já við og heldur áfram: — Hér á hæðinni eru brjár stofur, skáli og eldihús, en i kjallara eru svefnher- bergi. — Hófuð þið hjónin búskap ykkar í þessu húsi? — Nei, við bjuggum á öðrum stað fyrsta árið, en hér höfum við búið sl. 17 ár. — Það þótti glapræði að byggja hús, þegar við byggðum þetta. Allt þótti ó- hóflega dýrt og almennt var talið, að verðlag myndi lækka. Húsið kostaði full gert 170 þús. Þegar við byrjuðum að byggja, áttum við 5 þús. kr., en þá var lifca hægt að fá lán. — Það var ekki aðeins að kostnaður inn þætti of mikill, heldur Lúðvig áfram Gluggarnir voru voðalega stórir á þeirra tíma mælikvarða, en eins og þér sjáið, eru gluggarnir í stofunni og skál anum eins stórir og nú tíðkast í nýjum húsum. Auk þess vakti það undrun, að við hjónin, sem bæði erum Vesturbæ- ingar, skyldum flytjast svona langt aust ur fyrir læk. Borðkrókar voru fáséðir — Þótti þessi staður efcki út úr? — Jú, jú, þetta var upp í sveit, segir Kristjana brosandi. það er öðruvísi núna þegar háhýsi blasa við, ef litið er út um gluggann. — Freista þau ekki? — Eg verð að játa, segir Kristjana, að mér myndi þykja mjög skemmtilegt að búa á efstu hæð í háhýsi, útsýnið hlýtur að vera alveg stórkostlegt. Þó er ég hrædd um að ég þyrði ekki að fara út á svalir. — Hver teiknaði húsið? — Gísli Halldórsson teiknaði það 1 samráði við vig, segir Lúðvig. Hann var þá nýkominn frá námi fullur af nýjum hugmyndum. — Og þið hafið kunnað vel við yfck ur hér? — Já, sannarlega, segja hjónin einum rómi og börnin kinka kolli til samþykk- is. — Eldihúsið er kannske heldur lítið, segir Kristjana, en þegar við byggðum, var su stefna ríkjandi, að eldhúsin ættu ekki að vera stærri en svo, að húsmóð- irin gæti teygt sig í alla skápa og skúff- ur án þess að hreyfa sig úr stað. Þá voru borðkrókar fáséðari en nú. í tannlœkningar og hárgreiðslu Við vitum, að húsbóndinn er fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðishússins og frú in hugsar um heimilið, en hvað starfa börnin? — Eg er í Menntaskólanum, segir Pétur. — Ertu búinn að á'kveða hvað þú tek ur þér fyrir hendur að námi loknu? — Mig hefur lengi langað til að verða tannlæknir, en það getur breytzt. — Tannlæknar hafa góðar tekjur. — Já og ég held líka, að það sé skemmtilegt að gera við tennur. segir Pétur brosandi. — En Erna? — Eg er nú bara heima að hjálpa mömmu. — Hún er búin að læra allt, sem þeir geta kennt henni, skýtur faðir. hennar inn í. — Eg lauk skyldunámi í fyrravor, segir Erna til skýringar, og mig langar ti; að læra hárgreiðslu, en ég kemst ekki í Iðnskólann fyrr en ég er orðin 16 ára. Eg kemst heldur efcki að á neinni hárgreiðslustofu strax, því að það er mikið í tíziku núna að læra hárgreiðslu og margar eldri en ég, sem ganga fyrir. — Þú greiðir kannske vinkonum þín um til að æfa þig? — Já, það gerir hún sannarlega, segir Kristjana og bætir við brosandi. — Hún hefur marga fasta viðskiptavini hér í götunni Reykjavíkur-teppi Frú Kristjana býðst nú til að sýna okkur stofurnar. Skrifstofa húsbóndans ei í vesturenda hússins og er opið úr henni inn í setustofuna. í setustofunni rekum við augun í skatthol sem okkur leikur forvitni á að vita hvað er gamalt og spyrjum að því: — Það er áreiðanlega efcki yngra en 200 ára, segir Lúðvig. Þetta er dönsk smíð og var flutt hingað frá Danmörku á stríðsárunum síðari. — Eg hef gaman af gömlum munum og finnst skemmti- legt þar sem þeir fara vel innan um nýrri hluti. Einnig hef ég mjög gaman af austurlenzkum teppum eins og sjá má á gólfinu, heldur Lúðvig áfram, og bend ir á nofckur falleg smáteppi, sem lögð eru ofan á einlitt teppi, er nær horna á milli. — í samtbandi við þennan áhuga hans á teppum, segir Krístjana, er við göng um fram í skálann, skal ég segja yður, að teppið þarna undir borðinu og það, sem hangir fyrir fatahenginu, keypti hann á uppboði, sem baldið var á munum þýzka sendiráðsins hér, eftir stríðið. Þau voru vafin upp í stranda og var því efcki hægt að sjá hvernig þau litu út. Hann bauð í þau og fékk bæði fyrir 100 krónur. Þótti ofckur það ekki dýrt, þegar við sáum teppin. •— Það, sem er fyrir fatahenginu hef- ur gegnt svipuðu hlutverki í sendiráð- inu. í því voru krókar og ég þurfti ekfci annað en kaupa stöng og hengja það upp. Síddin var alveg mátuleg. Úr skálanum göngum við inn í borð- stofuna og þar bendir Lúðvig okkur á veggteppi, saumað með krosssaumi. Teppið hefur Kristjana saumað. Það er Reykjavíkurteppi og sýnir sögu borgar innar í stórum dráttum. Neðst eru skip landnámsmanna, Menntaskólinn og Al- þingishúsið. Mynstrið teiknaði frú Kristjana sjálf. '0 I saumaklúbb Frú Kristjana bauð okkur nú kaffi og við settumst umhverfis borð í skálan- um, en þar sagði hún að fjölskyldan mataðist venjulega, því að styttra er úr eldhúsinu í skálann heldur en inn í borð stofuna. Þegar við höfðum dreypt á kaffinu, spyrjum við hvað fjölskyldan hafi yfirleitt fyrir stafni í tómstundum t.d. að kvöldi, þegar fréttamaður kem ur efcki og truflar. — Kristjana segir, að þau séu mikið Framhald á bls. 11 Frú Kristjana x borðstofunni. Á veggn um hangir Reykjavíkurteppið. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.