Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 5
Ei ra inn stðri og þungi vestur- heimshi valtari fer yfir heims- byggðina og er óðum að fletja út allt sem sérkennilegt er með þjóð- um og þjóðbrotum. Eins og venja er um slík fyrirbœri eru það fyrst og fremst yfirborðslegustu þœttir amerískra lífshátta sem eru ayaðir af öðrum þjóðum. Það sem einhver veigur er í verður utangátta. Það er ekki fyrst og fremst Ameríka sem á sök á þessari óheillaþróun, lieldur þjóðirnar sem aya hana, þó\ vissulega verði að skrifa margt af því versta á reikning bandarískra kvikmynda. Blöð, útvary og sjónvary eiga stœrstan þátt í þeirri afmenningar- öldu sem nú r íöur y f ir heiminn. All- ir keyyast um að stœla ríka frænda í vestri og gefa dauðann í þau verðmœti sem verið hafa burðarás hverrar menn• ingar öldum saman. Þetta er ekki aðeins ógœfa Evróyu, heldur einnig Asíu — ég sá þess mörg áþreifan- leg dæmi í Indlandi. Aldrei var þess meiri þörf en nú aö bjarga þjóðlegum menningar- verðmætum frá gleymsku og glöt- un, 8vo sambandið við fortíðina rofni ekki að fullu. Þjóð sem gleym- ir fortíð sinni er eins og rótslitið blóm. lslendingar hafa gert virð- ingarvert átak með Þjóðminjasafn- inu og Arbæjarsafni, en það þarf að gera miklu meira, þvi tíminn flýgur frá okkur og sumt af því sem áldrei veröur endurheimt hverfur í gröfina meö elztu kyn- slóðinni. Mér kom þetta í hug þegar ég heimsótti vin minn, John Levy, í Lundúnum fyrir nokkrum mánuöum. Hann kom til íslands í fyrráhaust og safnaöi íslenzkum rímnálögum og þjóðlögum um tveggja vikna skeiö. Sérfrœðingar í Lundúnum luku uyy einum munni um aö þessi tónlist vœri með afbrigöum sér- kennileg og markverð, og brezka útvaryiö hefur beöið Levy aö kynna hana. John Levy er einn kunnasti sérfrœöingur Breta um austurlenzka tónlist, og var ísland fyrsta Evróyulandiö sem hann tðk fyrir. För hans í fyrráhaust var að verulegu leyti kostuö af eiqin fé og horfur á endurgreiðslu litlar sem engar. Honum er svo mjög i mun aö safna því sem hœgt er, áöur en það er um seinan, aö hann kvaðst fús að koma með tœki sín, hin full- komnustu sem til eru, og vinna kauylaust í mánuð aö söfnun rímnálaga, ef íslenzkir aðilar kost- uöu ferðir hans og uyyiliáld. Hér er tilvaliö og sjálfsagt verkefni fyrir Þjððminjasafniö og Ríkisút- varyiö í sameiningu. Þaö væri þjóö- arsmán aö hafna slíku kostaboöi. Mun ég víkja nánar að þessu efni síðar hér i ' llkunum, þegar sýnt , er hvernig tvær ofangreindar stofn anir taka í málið. s-a-m. Hlutlægur í í lífinu IBandaríkjunum er nýkomin á markaðinn ævisaga rússneska skáldsins Antons Tsékovs eftir Ernest J. bimmons, bók mikil að vöxtum (669 bls.) og um marga hluti merkileg, ekki sízt vegna þess að hún leiðrettir ýmsar villur og rómantískar „helgisagnir" sem gengið hafa um ævi skáldsins og per- sónuleik. Ernest J. Simmons er kunnur fyrn ævisögur rússnesku skáldjöfranna Púsjkins, Tolstoís og Dostoévskís, en ævisaga Tsékovs þykir taka þeim öll- um fram, enda eyddi höfundurinn mörgum árum í að viða að sér efni til hennar, einkanlega í bóka- og skjala- söfnum Moskvu. Tsékov var um flesta hluti mjög sér- stæbur maður, ákaflega viðkvæmur, en dulur og hæglátur. Hann ávann sér hylli og aðdáun allra sem kynntust honum. Tolstoí, sem ekki var sérlega örlátur á hrós um aðra höfunda, kallaði hann „óviðj afnanlegan listamann" og fannst hann vera feiminn og fíngerður eins og ung stúlka. Maxim Gorkí hrósaði hon- um fyrir ríka samúðarkennd og hreint hjartalag. Meðan Tsékov var enn á lífi hafði myndazt um hann „helgisögn" sem breiddist út eftir lát hans löngu fyrir aldur fram og hefur verið haldið á loft í hálfa öld. Samkvæmt henni var Tsélcov mjúklyndur, viðkvæmur, umburðarlyndur og bjartsýnn. Simmons bendir á, að undir yfirborði bjartsýninnar hafi verið djúpur straum- ur hryggðar og dapurleika. Kímni hans og glaðværð áttu sér mótvægi í ríkri tilfinningu um fánýti og hégóma allra hluta. En hann fór mjög dult með til- finningar sinar, og jafnvel nánustu vin- ir hans vissu lítið sem ekkert um einka- líf hans. Við vitum að heita má ekki neitt um ástalíf hans fyrr en hann kvænist leikkonunni Olgu Knipper 41 árs gamall. Hann hafði sérstakt lag á að hlusta á fólk með samúð og skilningi, en hann leyfði engum að fara yfir þá markalínu sem hann hafði dregið kring- um einkalíf sitt. Tsékov, sem er meist- ari hinnar hálfkveðnu vísu í rússnesk- um bókmenntum, forðaðist allar játn- ingai eða aðra tjáningu á tilfinningum sínum. Systir hans kvaðst aldrei hafa . séð hann gráta. Fram á síðustu stund sýndi hann undraverða sjálfsstjórn. Að sjálfsögðu hlýtur að vera miklum vandkvæðum bundið að semja ævisögu slíks manns, og þar við bætist að ævi hans var mjög viðburðasnauð. í sam- jöfnuði við líf annarra rússneskra höf- unda virðist líf Tsékovs hafa verið grátt, jafnvel leiðinlegt. Hann lifði ekki hin rómantísku og stormasömu ævintýri Púsjkins eða Lermontovs, jós ekki út tilfinningum sínum eins og Tolstoí eða Dostoévskí. T sékov var að því leyti ólíkur flestum rússneskum rithcfundum á 19. öld, að hann var ekki kominn af auðugu aðalsfólki, heldur sonur gjaldþrota mat- vöiukaupmanns og sonarsonur ánauðar- bónda. Hann eyddi bernsku sinni og æsku í fátækt og erfiðleikum, varð fyrir margvislegri auðmýkingu, og 19 ára gamall varð hann fyrirvinna stórrar listinni - Um sfórskáldið ANTON TSÉKOV fjölskyldu á sama tíma og hann þræl- aði sér út til að geta lokið læknisfrsaði- námi. Það voru fjárhagserfiðleikar sem ráku hann á vit bókmenntanna: hann hóf ritferil sinn með því að skrifa skemmtisögur fyrir vinsæl tímarit. En þess var ekki langt að bíða að verk hans vektu athygli bókmenntamanna og hann varð með tímanum einn vinsælasti smá- sagnahöfundur Rússa. Þegar þar var komið hafði ógæfan dunið yfir: berkl- ar og annar krankleiki gerðu hann oft ófæran til vinnu. Undir lokin gat hann varla valdið penna. Hann lézt 44 ára gamall. Simmons rekur æviferil Tsékovs mjög ýtarlega, skref fyrir skref, lýsir vinnu hans og tómstundum, heimsóknum til vina, fjárhagsvandræðum, sambandi hans við sundurleitustu einstaklinga, á- byggjum út af smámunum heimilislifs- ins o. s. frv. Þegar öll þessi smáatriði koma saman gefa þau mjög ljósa og eftirminnilega mynd af Tsékov sem marmi og rithöfundi, syna okkur þróun han» og innri vöxt. Simmons hefur það m.a. fram yfir aðra þá, sem ritað hafa um ævi Tsékovs, að hann gerir sér ljósa grein fyrir hinni erfiðu baráttu sem skáldið varð að heyja allt frá æsku til að losna úr fjötr- um hins frumstæða umhverfis, sem hani* var vaxinn úr. Hægfara þróun hans til listrænnar fullkomnunar og siðferðilegs sjálfstæðis er ákaflega lær- dómsrík sálfræðileg saga, og Simmons gerir hana að einum höfuðþættinum í bók sinni, sérstaklega í köflunum um þáttaskilin í ritferli Tsékovs, þegar hann snýr sér frá skemmtisögum fyrir ómerkileg tímarit og tekur að semja hiiiar ljóðrænu, raunsæju sögur sem haldið hafa nafni hans á loft fram á þennan dag. Simmons sameinar í þessari bók í rík- ari mæli en fyrri ævisögum sínum fræðimennsku og næma tilfinningu fyr- ir viðfangsefninu. Hann hefur greini- lega mjög miklar mætur á Tsékov, og ljær það frásögn hans ferskan og inni- legan blæ, ekki sízt lýsingunni á síð- ustu stundum skáldsins. Hann dregur líka fram þá staðreynd, án þess að þvu.ga nokkurri endanlegri túlkun úpp á lesandann, að Tsékov var ekki aðeins blíðlyndur og elskulegur einstaklingur, eins og venja er að lýsa honum í ævi- sögum og ritgerðum. Hann átti að sjálf- sögðu í ríkum mæli alla eiginleika hins mikla listamanns, viðkvæmni, athyglis- gáfu, gott minni, ímyndunarafl, ljóð- ræna tilfinningu, tjáningarstörf og til- finningu fyrir formi, en hann var líka gæddur óvenjulega sterkri skapgerð og máttugum vilja. F inn merkilegasti þátturinn í fari Tsékovs var lífsþrótturinn. Höfundurinn sem lýsti svo snilldarlega lífsþreyttum, viljalausum og iðjulausum körlum og konum var sístarfandi að ólíkustu verk- efnum. Enginn af vinum hans tók hann alvarlega þegar hann kvartaði undan sinni „meðfæddu suðrænu leti“. Meðan hann var við erfitt og tímafrekt læknis- nám samdi hann árlega kynstur af sög- eindreginn Anton Tsékov. um Árið 1886, þegar hann var 26 ára gamall og nýbyrjaður á læknisstarfinu, samdi hann ekki færri en 116 sögur. Alls samdi hann kringum 900 sögur auk leikrita, brota og þúsunda sendibréfa (þ>u fylla átta bindi í heildarútgáfu verka hans). Hann stundaði læknis- starfið af lífi og sál, safnaði fé til skóla og bókasafna í þorpum úti á lands- byggðinni og til góðgerðastarfsemi. Hann sá foreldrum sínuin og ættingjum farborða og var jafnan boðinn til að hjáipa hverjum þeim sem til hans leit- aði. Hann var góður sar.ikvæmismaður og hafði lifandi áhuga á þjóðfélagsleg- um umbótum. Ferðalag hans yf-ir Síberíu til fangaeyjunnar Sakhalin var ekki flótti frá misheppnuðu ástarævintýri, eins og sumir ævisöguritarar hafa í- myr.dað sér, heldur einlæg tilraun til að láta gott af sér leiða, draga úr þjáning- um annarra og óréttlæti þjóðfélagsins. Emn kosturinn á ævisögunni er sá, að huii hrekur útbreidda oábilju um Tsé- kov sem hann átti sjálfur talsverðan þátt í að skapa. Honum var svo um- hugað um að vera hlutlægur og for- dón.alaus í lýsingum sínum á persón- um og atburðum, að hann forðaðist Framhald á bls. 13 2». tölúblað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.