Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 12
STÓRBLÖÐIN úti í heimi gera sér mat úr öllu milli himins og jarðar og eru oft uppfinningasöm við efnisöflun. Eitt Lundúnablaðanna býður af og til einhverjum tveimur nafntoguðum persónum, sem aldrei hafa sézt áður, til málsverðar — og segir Iesendum sínum svo um hvað rætt hafi verið við matborðið. Hér birtist einn slíkur þáttur í iauslegri þýðingu. Þau, sem að þessu sinni snæða saman, eru Janey Ironside, prófessor í tízkuteikningu, og Peter Ustinov, leikarinn heimsfrægi. AÐ var lagt á borð fyrir tvo til hádegisverðar í veit- ingahúsi nokkru í Soho. Janey Ir- onside og Peter Ustinov nálguðust borðið nokkuð hikandi. Hún hefur verið háskólaprófessor í tízkuteikn- ingu við konunglega listaháskólann síðan 1956 — og ein í sinni stétt. Starf hennar: Að segja nemendunum til í teikningu, sniði og tilbúningi fata. Aldur: 43 ára. Hann er leikritahöfundur, leikari, samtalssnillingur. Aldur: 41 árs. Og svo getur hann verið fljótur til með gullhamra á réttri stund. Hann horfði á Janey Ironside með ánægju. Hún var snyrtileg og aðlaðandi, 1 brúnni og svartri vestisdragt, og í til- svarandi brúnni silkiskyrtu. „Já, en mér var sagt, að þér væruð prófessor", sagði hann: „Þá ættuð þér að vera með stór, svört hornspangargleraugu". „Það er ég líka — þegar ég er að vmr.a“, svaraði hún brosandi. „Og við vinnum mikið — uppi á sjöundu hæð í skóianum, beint á móti Albert Hall.“ „Þá ætla ég að aka fram hjá glugg- anum hjá yður“, sagði Ustinov. „Gamli Hispano-Suiza-bíllinn minn er alveg nógu hár til þess. Hann er afskaplega gamall og afskaplega langur — gjöf frá Súsönnu, konunni minni. Þess vegna er líka talpípan í honum áreiðanlega í lagi‘-. BINDINDIS- SEMI ú var komið með matseðilinn. Ustinov andvarpaði, því hann minntist þess, að hann hafði síðdegissýningu á samvizkunni rétt á eftir, en það þýddi sama sem hitt, að hann átti eftir sex klukkustundir á leiksviðinu þann dag- inn. Maður varð því að vera bindindis- samur. Bæði kusu þau sér stóra skammta af reyktum laxi, osti og kaffi. Þar með upp talið. Ustinov var forvitinn. Hvers vegna hafði Janey kosið hann, sem manninn, sem hana langaði að hitta? „Ég hef þegar hitt flest fólk, sem mig langar að hitta, að yður undanteknum“, svaraði hún. „í mínu starfi er það einn þátturinn í ánægjunni. í rauninni er ég alls ekkert sérlega spennt fyrir að hitta leikara. Ég ....“ hún þagnaði og fát kom á hana. „Segið þér hvað sem þér ætlið“, sagði Ustinov uppörvandi. „Jæja, hreinskilnislega sagt finn ég ekk: þetta aðdráttarafl leikhúsanna, sem sumt fólk finnur svo mjög. Segir mér: Eruð þér hrifinn af leikurum og leik- húsum?“ Ustinov svaraði hiklaust: „Ég hef miklu meiri áhuga á því, sem er að ger- ast kringum mig, en það gerir aftur að verkum, að mig langar til að sýna það, sem ég sé, á leiksviðinu". „Það er eítthvað svipað í tízkustarf- inu‘, sagði Janey Ironside. „Maður er að horfa á annað fólk og aðra hluti.“ Svu barst talið að samtali. „Maður verður fljótt leiður á því, að fólk ætl- ast til, að maður tali eingöngu um það, sem maður hefur fyrir stafni — og sé andríkur“, sagði Ustinov. FRÆGÐ Enþá mundi hann eftir sinni eig- in frægð sem samtalssnillings og bætti vití: „Þeir verða fyrir vonbrigðum af manni og harma það, að samtalslistin skuli vera í svona mikilli afturför. Sama var sagt eftir að dr. Johnson dó, og samt var það svo, að þegar hann byrjaði á einhverri setningunni sinni: „Herra minn....“, þá hefur sennilega allur söfnuðurinn þagnað. Var það samtals- list, finnst yður?“ En svo sneri hann talinu fimlega að tízkunni. „Hvernig fanð þér að því að kenna hana?“ „Það er raunverulega ekki hægt að kenna tízku“, svaraði hún. „Ekki nema nemandinn hafi í sér tilfinninguna fyrir henni. Það sem við erum að reyna, er að sýna nemendunum tízkuna í öllum hennar myndum, og reyna þannig að þroska hæfileika hvers einstaks.“ „Ef út í það er farið, eru flestir þessir ung.ingar bara að læra að læra. Þeir hafa alls ekki lært að hugsa sjálfstætt um það leyti sem þeir byrja“. „Það er alveg sama sagan með leik- listarnemendur.“ „Og oft getur þetta haft hættulegar afleiðingar", sagði Janey Ironside. „Um fram allt verður að gera þeim ljóst, að þeir verða að læra margt upp á eigin spýtur. En það geta margir ekki hugsað sér.“ Ustinov kinkaði kolli ákaft. „Þetta sama á við um allar listir grunar mig“, sagði hann. „Yðar list byggist mest á sjóninni, en okkar á hugsuninni. Æfing i hvorutveggja er ekki nema lítill þátt- ur, af því að smekkurinn er aðalatriðið, og hann er persónubundinn. Það eru engar blákaldar staðreyndir til að byggja á, eins og þegar verið er að kenna bók- halu, svo að dæmi sé tekið. Nemendurn- ír eru aðeins að læra, hvernig þeir edga að taka frumkvæðið“. „Og það er einmitt það, sem svo mörg- um mistekst“, sagði Janey Ironside. „Það er nú einkennileg staðreynd", sagði Ustinov, „að slæmur kennari er stundum heppilegri fyrir suma nem- enciur“. „Já, alveg eins og góður kennari get- ur verið skaðlegur“, bætti Janey við. Gallinn er sá, að hann getur haft svo þvir.gandi áhrif á nemandann, að hann verður ekki annað en framhald af kenn- arar.um, og hugsar þá ekki sjálfstætt“. J. fir kaffibollunum sagði hún; „Það er auðvelt að sjá tengiliðinn milli fatatízkunnar og leikhússins. Það þarf ekki annað en líta á hin geysilegu áhrif druslufata- og eldhúsvaska-stefnunnar". Einhver nefndi John Osborne, en Ustinov kvað hann niður. „Altekinn af púrítanisma — eins konar Oliver Crom- weil við skráargatið.“ Og sneri svo aft- ur að umtalsefni Janey. „Fatatízkan hefur áhrif á öllum svið- um Ég er mest hissa á, að enn skuli sakieysið komast að jafnvíða og það genr. Ef út í það er farið hefur líkam- inn nú sama sköpulag og hann hefur alltaf haft“. Prófessorinn hélt sér við sitt svið og sagði: „Tízkan hefur alltaf afmyndað, eftu sínum eigin geðþótta og í sínum til- gangi. Ég efast til dæmis um, að mynd eftir Botticelli sé af konu, sem var þann ig i sköpulagi". „Já, og ef Botticelli væri uppi nú á dögum, ynni hann hjá Vogue“, sagði Ustinov. „Ég býst við, að prófsteinninn á tfzk- una sé þetta, að það sem sýnist vera i'étt, sé rétt. Það einkennilega er, að það virðast engin föst verðmæti vera til. Og ennþá einkennilegra er, að ýmis regiulega smekklaus atriði lifa og verða almennt viðtekin. Lítum til dæmis á suin húsgögnin frá Viktoríuöldinni“, AÐLAÐANDI Auðvitað barst talið frá tfzkunnl að konunum. Ustinov minnti Janey á, að einu sinni hefði hún sagt: „Fertug kona er kjáni, ef hún heldur að hún sé meira aðlaðandi en stúlka um tvítugt, En hún er oft betur klædd“. Og hann bætti við: „Aðalatriðið er áreiðanlega, að hún ætti yfirleitt ekki að hugsa um aldur sinn. Jafnvel þó svo væn, getur kona verið girnilegri fer- tug‘. „Já, en hvers vegna?" ,.J a .... hún veit meira“. „Það er allt annað". „Hafa föt mikið að segja hjá karl- manni?“ spurði Ustinov kænlega. „Já, afskaplega", kom svarið sam- stundis. „Ef hann klæðir sig ekki vel, vil ég alls^ ekki þekkja hann“. Ustinov andvarpaði og horfði á poka- legu, gráu sumarfötin sín. „En þér skiljið þetta", sagði Janey Ironside. „Ef út í það er farið, þá lítið þér út eins og þér sjálfur, og það er aðalatriðið“. Hann sagði: „Það er sumt, sem ég get ekki þolað. Fangamörk á karlmanna- skyrtum, einkum þó með ofinni kórónu fyrir ofan.“ Þau stóðu upp til að fara. Ustinov hafði síðasta kurteisisorðið: „Þegar ég verð spurður, hvern ég viljl helzt hitta“, sagði hann, „ætla ég að bjóða yður“. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tölublað 1961

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.