Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 8
Hér birtist kafli úr ævisögu Þorláks Ó. Johnson, eftir Lúðvik Kristjáns- son. Þetta er fyrra bindi, kemur út fyrir jólin, í útgáfu Skuggsjár. MJÖG er nú um það rætt að gera ísland að ferða- ínannalandi. En ekki er hér ný hug- mynd á ferðinni, því að nú er ná- kvæmlega öld liðin, síðan ungir ís- lendingar, sem tekið höfðu sér ból- festu í Englandi, hófust handa um að vekja athygli á íslandi sem ferðamannaslóðum. í byrjun árs 1863 hefur Eiríkur Magn ússon orð á því við Jón Sigurðsson, að hann hafi í hyggju að gefa út leiðarvísi á ensku fyrir ferðamenn, er legðu leið sína til íslands. Sumarið áður hafði dr. Arthur Leard, læknir í London. bomið hingað til lands og meðal annars safn- að plöntum, en síðar ritaði hann um sullaveikina á íslaadi.. Þennan mann fékik Eiríkur í lið með sér til þess að und irbúa útgáf-u leiðarvísis, „og hefur oikik ur komið saman um að drepa stuttlega á flest er vekja má athygli erlendra manna á landinu sjálfu, landsháttum, þjóðerni, atvinnuvegum, stjórnskipun og bókmenntum". Fór Eiríkur því á ©ot við Jón Sigurðsson, að hann ritaði mjög stutt ágrip af stjórnskipunar og bókmenntasögu landsins, er nota msetti í þennan bseling. En áformum sínum í þessu efni lýsir hann annars þannig: „Við vonum að bseglingur þessi muni verða til þess að draga enn meir at- hygli Englendinga að landinu og þá þykir mér vel veiðast, þar er ekki og margt af því góða. Dr. Leard ætlar að taka að sér að lýsa landinu læknisfrseði lega og ráða sjúklingum, einfcum brjóst veikum mönnum, til að leita þar hress ingar, þvi að loftslagið é einkar vel fall ið til þess að hressa og næra o.s.frv. En hitt ætla ég að reyna að fást við með yðar styrk".1 Af útgáfu þessa ferðaleiðarvísis varð ekiki, hver sem ástæðan kanr að hafa verið, en því er á þessa hugmynd minnzt hér að Þorlókur Ó. Johnson var í flot- trogi með Eiríki, þá er hann næst fitjaði upp á að kynna útlendingum ísland. Voru huigmyndir þeirra félaga býsna ný stárlegar og stórar í sniðum. r orlákur dvaldist um jólin 1866 á Iheimili Eiríks í London. Þeir virðast hafa hrisst af sér áhyggjurnar, sem fjár kaupaóhöppin sumarið áður höfðu vald ið þeim, og eru nú sem ákafast að bolla leggja, hvað þeir eigi næst að taka fyrir, sem þjóð þeirra mætti verða einihver lið- semd í. Eiríkur orðar það á þessa leið í foréfi til Jóns Sigurðssonar: ,,Við Þorlákur erum nú foúnir að semja svo sterk plön fyrir ókomna tím- ann að endirinn á öllu verður að Láki þvær fætur sínar úr tárum Sand'holts ruineraðs og ég fær danagrimmd minni fullnægt þar á borð við, á einhvern hátt Fyrst og fremst er nú þess að geta að við höfum setið á stefnu með gamla Pile, sem einu sinni var húsbóndi Þor- láks, og hefur oss samizt að gefa út skjal og skora á „English tourists" að fara til íslands að ári fjölmennir. Ætlum við að gjöra út ágætlega fagurt gufuskip, sem fluu getur 100 farþega hvern fyrir £ 25, fara frá Leith í miðjum júní og norður um land til að sjá miðnætursólina, leggjast að á Akureyri, meðan menn fara til Mývatns, fara þaðan til Eski- fjarðar eða Seyðisfjarðar og liggja þar, meðan fólkið fer upp á Hérað, fara það- an til Reykjavíkur og hvíla þar einn hálfan mánuð eða svo, flytja svo passa- serana til Diepps eða annarra hafna á Norður-Frakklandi— ef þeir vilja það — til þéss að þeir komist á gripasýn- inguna.2 Alls verður skipið leigt fyrir 6 vikur til tveggja mánaða. Pile útveg- ar skip, semur við bryta og þar fram eftir, en við Pile í sameiningu komum okkur saman um áskorunina í hvernig búmng hún skuli vera. Láki og við all- ir göngum síðan jafnt að útbreiða skjal- ið og svo verður siglt — ef mögulegt verður förum við Þorl. báðir heim með — til íslands og mikið á að ganga á. Pile er óður og vitlaus í þessu og ég er allia bezti sköru-karl og loga-æsir. Ég heid þetta ætti að lánast. Bölvunin er, að landið er svo fátækt, að þar fæst ekki fóður í tittlingsnef á vordaginn, svo menn verða að hafa allt héðan. Svo verður hestaleysið þar drepandi. En þá er að kjafta upp fólkið, þegar „com- forts“ þrjóta og er þó illt, ef ekki lán- ast fyrsta ferðin vel“.3 I bréfi því, sem Þorlákur ritar Jóni 7. jan. 1867 er sama sagan rak- in, en jafnframt birt kostnaðaráætlun ferðarinnar, tekjur áætlaðar £1800 og gjöid £1200. „Þá yrði ágóðinn £600, sem við gætum skipt á millum okk- ai, Jón Pile, ég og Eiríkur. Hvernig lýzt yður á planið? Þetta þyrfti öld- ungis ekki að koma í neinn bága við okkar verzlunarplön og ef þetta tæk- ist er ómögulegt að segja, hvað gott af því kynni að hljóta fyrir land vort og lýð.“ Þegar komið var fram í marzmán- uð varð ljóst, að Pile mundi ganga úr skaftinu. En Eiríkur og Þorlákur voru ekki þar með af baki dottnir, eins og sjá má af þessum orðum Eiríks: „Ég hef farið í inn fræga Cook, er nú flytur menn um allar álfur heims og sér um farkosti handa fólki fyrir hæfilegt verð. En hann hefur svo mikið að starfa við frakknesku gripasýning- una, að hann fær engu öðru sinnt þetta ár. En framvegis hefur hann lofað að hugsa um þetta mál og veita viðtöku 2 Sumarið 1867 var haldin mikil iðn- og vörusýning í Paris, sem margar þjóð- ir tóku þátt í.^ Bréf E. M. til J. S. 13. jan. 1863. Lbs 2184 4to. 3 Bréf E. M. til J. S. 7. jan. 1867. Lbs. 2184 4to. Þorlákur Ó. Johnson greinum frá mér í blað sitt, er „Ex- cursionist" heitir. Kann að vera, að það fái ieitt til ferðalaga norður þangað með tíð og tíma. Það er annað en gaman að skrúfa menn þangað vegna sjóferðar- innar, hún er svo löng“. En þótt Cook tæki vel málaleitan þeirra, liðu margir áratugir þangað til þessi heimskunna ferðaskrifstofa tók að beina ferðamannahópum til fslands. — Hugmynd Þorláks og Eiríks um að senda ferðamannaskip til íslands er að þvi leyti merkileg að vafalaust er það í fyrsta skipti, sem menn láta sér detta slíkt í hug. Samkvæmt ritskrá í ævi- sögu Eiríks virðist ekki hafa orðið af því að hann ritaði greinar í ferðamála- rit Cooks. En þótt fyrstu afskipti Þorláks af ferðamálum bæru engan árangur, var saga hans í þeim efnum síður en svo öll. því að hann lét sér mjög annt um að vekja áhuga útlendinga á fslandi, með það í huga að fá þá til að ferðast þangað. Þessi viðleitni hans birtist með ýmsum hætti, meðan hann var í Eng- landi og þá ekki síður eftir að hann var seztur að í Reykjavík. Má með nokkrum sanni t.elja Þorlák frumkvöðul íslenzkra feiðamála og skal nú rakið við hvað sú skoðun styðst. li auslega var að því vikið í kafl- anum „Þorlákur og íslenzku verzlunar- félögin", að John Pile hefði haft í byggju að senda skip til fslands sumarið 1868 með vörur og skemmtiferðafólk. Vafalaust hefur Þorlákur róið að því, að Pile þreifaði fyrir sér með þessa til- raun. Og nú var í fyrsta skipti auglýst eftir farþegum í skemmtiferð til fslands. Vom auglýsingarnar birtar daglega í hálfan mánuð í tveimur blöðum í Lond- on og auk þess fjórum blöðum í öðrum borgum Englands. Jafnframt hafði Þor- lákur sett upp auglýsingar í allmörgum klúbbum í London. Alls urðu 26 manns tii að biðja um far með gufuskipinu „May Queen“, er var 500 rúmlestir og átti að leggja af stað til íslands 5. ágúst.4 Farþegalistinn, sem enn er varðveitt- ur,5 ber með sér, að 24 hafa verið frá Englandi og tveir frá París. Þá bera ummæli Þorláks þess einnig vitni, að hinum nafntogaða ítalska stjórnmála- manni, Camillo Cavour, hafi flogið í hug að bregða sér til íslands með „May Queen“. En þegar á átti að herða, voru það aðeins 10, sem áræddu að leggja upp í svo langa ferð um úthaf síðla sumars, svo að af þessari ferð varð aldrei neitt. Pile hafði varið £ 100 í kostnað við aug- lýsiiigar og annan undirbúning. m* orlákur telur, að þessi tilraun hafi þó ekki verið með öllu gagnslaus, því að margir hafi orðið til þess að lesa auglýsingar Piles í blöðunum og hjá ýms um hafi vaknað áhugi á að kynnast þessu fjarlæga eylandi, sögu þess og meimingu. Þorlákur ætlar, að með meiri og betri undirbúningi ætti að vera unnt að koma á skemmtiferð til íslands með 50—60 þátttakendum. Hann segir, að drög verði að leggja að þessu eigi síðar en í apríl, og fara svo tímanlega, að skipið geti verið við ísland um sólstöð- ur á sumri. Hann telur að ferðina verði að auglýsa í mun fleiri blöðum en gert hafi verið að þessu sinni og einnig með ýmsum öðrum hætti, eins og sjá má af þessum orðum hans: „Ég ætla líka að stmga upp á því við Pile að láta prenta hér þessi stóru prógröm og láta festa þau á veggi, járnbrautarstationir og hotel. Þess konar auglýsingar eru prent- aðar með ógurlegu tröllaletri hér, græn- um, gulum, svörtum og rauðum stöf- um svo þær sjáist betur. Það mætti vel vera A trip to Iceland". Til þess kom aldrei, að Þorlákur léti prenta slíkar risaauglýsingar, því að Pile kinokaði sér við að leggja í meiri kostnað við að vekja athygli umheims- ins á miðnætursólarlandinu norður við heimskautsbaug. En þótt Þorláki tækist ekki að senda skemmtiferðaskip til Is- lanas, var hann óþreytandi að kynna Bretum unaðssemdir náttúrunnar hér norður frá, ásamt sögu og menningu fólksins sem þar býr. 4 Bréf Þ. Ó. J. til J. S. 29. júlí 1868. 5 Bréf Þ. Ó. J. til J. S. 29. júlí 1868. VONBRIGÐI Framhald af bls. 6. glasinu á báðar flöskurnar, og kom nú. annar litur á vínið. Því næst kom hann flöskunum á sinn stað í sandinum und- ir barðinu. Eftir þetta tók Sveinki að venja sig við þá hugsun, að nú væri ekki framar ómerkilegt fimmtíu og fimm aura brennivínsgutl á flöskunum, heldur allt annað vín.. .. já. . . . við sjáum nú til. Það fyrsta, sem Sveinki gerði um morguninn, er hann vaknaði var að ná í orðabókina og fletta upp á orðinu beastly. Hann vissi ekki, hvað það þýddi. Nú fékk hann að vita, að það þýddi dýrslegur eða viðbjóðslegur. Það var ef til vill lán, að hann fékk ekki að vita það fyrr, því að ella hefði verið óvíst, að hann hefði haft þrek til að byggja hinar nýju framtíðarborgir, sem höfðu orðið til í huga hans á heimleið- inni. En nú gerði það honum ekkert til, þótt hann fengi að vita þýðingu þessa orðs. Borgirnar voru orðnar svo traust- ar, að þær högguðust ekki, þótt orða- bókin skellti þessum beizka sannleika beint framan í hann. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐ SIN S 29. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.