Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 13
I TÆKNI OG VÍSINDI \ Framhald af bls. 9. andrúmsloftið allt öðruvísi, léttara og hressilegra. Þegar mönnum finnst loft þungt eða moílulegt, er það oft vegna rafmagns- ins í loftinu, segir prófessor Bonnevie. Hyk, sót, reykur og ný efni, eins og t.d. plast-málning, sjúga til sín íóna. Við þetta getur loftið orðið því líkast, sem verið sé í sífelldu þrumuveðri, enda þótt meiiii séu í skrifstofu, sem er með loft- ræsti-útbúnaði af fullkomnustu gerð. Sama á sér stað á heimilum. Loftræst- ingin leysir ekki vandann. Hún flytur nýtí loft, en ekki ferskt loft, frá raf- magnstæknilegu sjónarmiði séð. Þa'ð er ekki búið að rannsaka þessi mál til hlítar, né öðlast fullan skilning á peim, en sú vitneskja sem þegar hefur verið aflað, sýnir svo skýrt, hve hér er um þýðingarmikið mál að ræða, að ekki verður dregið í efa. Prófessor Bechgaard skýrir frá því, svo dæmi sé nefnt, að ef í lofti eru sex neikvæðir íónar, fyrir hvern einn já- kvæðan, þá eykst sýran í líkamanum og blóðið tekur í sig meiri kolsýru, en áður. Andrúmsloft, hlaðið neikvæðu rafmagni, neikvæðum íónum, hefur þau áhr:f að dýr þyngjast meir, fá stærra hjarta, nýru, kynkirtla. Og önnur líf- færx eflast eftir því. Sár gróa fyrr. Og dýx ná sér fyrr eftir taugaáfall. Til- raunir, sem báru þennan árangur náðu yxir 90 daga. í Rússlandi komust menn að þeirri niðurstöðu, að íþróttamenn náðu beztum árangri, eftir 25 daga veru í mjög neikvætt-hlöðnu andrúms- loxti. Níutíu af hverjum hundrað skólanemendum í nýrri skólabyggingu sjúkir A því leikur enginn efi, sagði pró- fessoi Beehgaard, að hinar nýju bygg- ingaraðferðir hafa orsakað rafmagns- tæknileg vandamál, í sambandi við andrúmsloftið, sem ekki voru áður til siaöar. Líklega á lægri lofthæð, meiri járx.bent steypa, betri einangrun, hús- göng úr tekki, plast-málning, notkun annarra plast-efna, loftræstiaðferðir og fleira, þátt í þessu. Telur prófessorinn ástæðu til að spyrja, hvort menn hafi nokkurntíman athugað, hvað þeir voru að gera, þegar tekin var upp þessi byggingaraðferð, sem margt bendir til að sé heilsunni skaðleg. Síðan tekur prófessorinn eftirfarandi dæmi: „Að nýtízku hús geta verið heilsu- spillandi, varð mér ljóst, þegar ég skoð- aði tvo skóla, annan nýtízkulegan, hinn gamaldags. Þetta var vetrardag og frost í iofti. Samt voru allir gluggar í nýja skólanum opnir. Níutíu af hverjum hundrað nemendum, kvörtuðu um van- líðan, höfuðverk o. fl. Kennarar studdu þennan framburð. Næst fór ég að skoða gamaldags skól- ann. Gluggarnir voru hér lokaðir, þó að hemisóknin ætti sér stað sama dag. — Nemendum í þessum skóla leið vel. Enginn var sjúkur. í þessum síðari skóla átti sér stað endurnýjun á raf- magnshleðslu loftsins, gegn um óþétta veggi, rifur og glufur. Hér var heldur ekKtrt efni, sem saug til sín jákvæðu íónana, þannig að skökk blanda já- kvæðra og neikvæðra íóna í loftinu myndaðist". Annað dæmi nefnir prófessor Bech- gaard: „Maður nokkur á Norður-Jótlandi, sem flutú inn í nýja skrifstofu, tók eftir því að honum leið miklu ver en áður. Eftir að borinn var „antistat“-vökvi, á alla fleti i skrifstofunni, hvarf vanlíðanin". Vax.líðanin er venjulega falin í öndun- arerfiðleikum, uppþornun slímhimna, þuixieika í augum, höfuðverk o. fl. Ryk f loftinu, tóbaksreykur og önnur óhrein- indi draga til sín íónana, sem fólki er þört á vegna heilsu sinnar og vellíð- anar. Þessve/na er nauðsynlegt að loft- ið sé sem hreinast. En það er ekki unnt að dæma eitt herbergi og loftið í því, frá rafmagns- tæknilegu sjónarmiði, nema að fólk sé inni í því. Meira að segja klæðnaðurinn getui haft áhrif á íónsamsetningu lofts- ins. Veikindi, sem einhver kvelst af, geta legið í skónum sem hann gengur á, etía í skyrtunni, Allt á raftæknilegan hátc, og ekki vegna þess að skórnir séu með gati á sólanum eða skyrtan ekki nógu hlý! Ég skal að lokum bæta því við frá eigin brjósti, að mér hefur allt- af þótt þægilegra að búa í timburhúsi heidur en í steinhúsi. Eitt sinn byggði ég timburhús, sem ég nefndi að Árkoti, í Mosfellssveit. Það var eitt þægilegasta hús, sem ég hef átt heima í. Þá veitti ég því athygli, hve hlýtt það var, þó það væri með stórum gluggum og stæði oft óupphitað um langt skeið. Og manni leið þar sérstaklega vel. Til allrar ó- hamingju stálust amerískir hermenn inn í húsið og brenndu það ofan af sér í ógáti. Þó held ég, að ef ég ætti að byggja nýtt hús yfir sjálfan mig í dag, þá myndi ég hafa það úr timbri. Og ég lít xvo á, að það ætti að leyfa mönnum að byggja timburhús í Reykjavík, eins og x svo mörgum bæjum erlendis. Hér haia menn hinsvegar fengið steinsteypu og plast á heilann. Gísli Halldórsson. | BÓKMENNTIR | Framhald af bls. 5. eins og heitan eldinn að taka afstöðu eða láta í ljós ákveðna skoðun í skáld- verkum sínum. Hlutlægni hans var við brugðið, og hún skyggði á þá staðreynd að Tsékov hafði mjög ákveðnar skoð- anir um gott og illt, hann var langt því frá hlutlaus eða sannfæringalaus. Hann fylgdi engri pólitískri stefnu að málum og neitaði að nota stimpla eins og ,.frjálslyndi“ og „íhald“. Hann hafði „meðfætt ógeð á hugsanakerfum“, eins og Simmons bendir á, og manaði heið- arlega menn til „að finna haus eða hala á nokkrum sköpuðum hlut í þessum heimi.... aðeins fífl og loddarar vita og skilja allt“. S amt hafði Tsékov mjög ákveðnar skoðanir á mannlegum athöfnum. Hann var í eðli sínu „siðaprédikari", tók á- kveðna siðferðilega afstöðu; að öðrum kosti hefði hann ekki getað verið svo snjall satíru-höfundur. Þessi fíngerði höfundur vék ekki um eitt fótmál þeg- ar til stóru kastanna kom í sjálfu lífinu. Hann sagði sig úr rússnesku akademí- unni, þegar Rússakeisari ógilti kosningu Maxims Gorkís í hana af pólitískum ástæðum. Hann sleit langri vináttu við A. S. Suvorin, hinn áhrifamikla rit- stjora „Nýrra tíma“, þegar hann tók af- stöðu gegn Gyðingum í Dreyfus-mál- inu Tsékov var yfirleitt mjög eindreginn í siðferðilegri afstöðu sinni og dómum. Ástæðan til þess að hann lagði ekki á- herzlu á ákveðnar niðurstöður í skáld- verkum sínum var sú, að hann vildi láta lesandann sjálfan draga sínar á- lyktanir. Hugrekki, heilindi, sjálfstæði og fyrirlitning á heimsku, kúgun, hræsni og grimmd voru sterkustu þættirnir í skapgerð Tsékovs. Hann átti heitar til- finningar og mjög ákveðnar sannfær- ingar, en í list sinni lagði hann megin- áherzlu á að sýna mannlífið í sem hlut- lægustu ljósi, þannig að lesandinn gæti sjálfur fellt dóm og dregið sínar álykt- anir. Af þessum sökum hefur list Tsé- kovs verið lifandi afl í heiminum í meira en hálfa öld. | SAKLEYSINGJAR | Framhald af bls. 3. an um að hlæja að krakkaást. Henni fylgir óumflýjanlega kvöl skilnaðar, vegna þess að þar getur ekki orðið um neina fullnægingu að ræða. Auðvitað búa menn til sögur um eldsvoða, um styi’jöld, ofdirfskulegar árásir sem sanna hugrekki manns fyrir augum hennar, en hjónaband verður aldrei úr því. Maður veit, án þess að það sé sagt, að það get- ur aldrei orðið, en sú vitneskja þýðir bara ekki að maður þjáist minna. Ég minntist allra blindingsleikanna í afmæl- isveizlunum, þegar ég var að vona að ná í hana, svo að ég gæti fengið átyllu til að snerta hana og halda henni, en ég náði aldrei í hana, hún gat alltaf slopp- ið undan mér. E n einu sinni á viku yfir veturinn hafði ég möguleika: ég dansaði við hana. En svo rofnaði þetta eina samband okk- ar, þegar hún sagði mér í einum tíman- um að nú væri hún að fara í eldri deild næsta ár. Hún kunni líka vel við mig — það vissi ég vel, er. hvorugt okkar gat komið orðum að því. Ég var vanur að fara í afmælið hennar og hún í mitt, en við urðum aldrei samferða heim eftir danstímana. Það hefði þótt skrítið cg ég held ekki að okkur hafi einu sinni dottið það í hug. Ég varð að slást í för með hávaðasömum félögum mínum af karl- kyninu, en hún í för'með sínu kyni sem hélt niður eftir brekkunni, hávært og móðgað, umsetið og rekið áfram. Það fór um mig hrollur þarna í þok- unni og ég bretti upp kragann. Slag- harpan lék nú lag úr gamalli Cochran- révíu. Mér fannst þetta orðin of löng ferð til þess svo að finna bara Lólu að henni lokinni. Það er eitthvað við sak- leysið. sem maður gerir sig aldr"i á- nægðan með að missa. Nú orðið — ef ég verð fyrir vonbrigðum af stelpu, kaupi ég mér bara aðra. En í þá daga gat mér ekki dottið annað œtra í hug en skrifa orðsendingu — brennandi ástarbréf — og stinga því inn í holu sem var í hliðar- staurnum. Já, það er merkilegt hvað maður getur munað rftir öllu! Eg hafði einhvern tíma sagt henni frá þessari holu og ,þóttist alveg viss um, að fyrr eða síðar mundi hún stinga hendinni í hana og finna bréfið. Ég fór að brjóta heilann um hvernig þetta bréf hefði verið. Ég hugsaði sem svo, að maður hefði nú ekki haft mikla leikni : að láta í ljós hugsanir sínar í þá daga, en þó að það færist klaufalega var ekki sagt, að þjáningin hefði verið minni en sú, sem maður varð stundum að þola nú á dögum. Ég mundi eftir að ég hafði leit- að í holunni daglega í langan tíma. en alltaf var bréfið þar kyrrt. Svo hættu danstímarnir. Líklega hafði ég verið bú- inn að gleyma öllu saman næsta vetur. egar ég gekk út um hliðið *áði ég að því, hvort holar. væri þarna enn. Það var hún Ég stakk fingrinum í hana og þarna var bréfið enn, varið fyrir öll- um veðrum öll þessi ár. Ég dró það fram og fletti því í sundur. Svo kveikti ég á eldspýtu, sem gaf frá sér ofurlít- inn bjarma og hita í þokunni og myrkr- inu. Mér hnykkti við að sjá í þessari daufu birtu mynd sem var bæði krakka- leg og klúr. En það var ekki um að vill- ast: þarna var fangamarkið mitt undir þessari klaufalegu my-xd af manni og konu. En myndin vakti færri endur- minningar en andgufan, léreftspokarnir, blauta laufblaðið eða sandhrúgan. Ég kannaðist alls ekki við myndina — hana hefði einhver saurhuga dóni getað hafa teiknað á kamarsvegg. En allt, sem ég gat munað, var hreinleiki, ofsi og sárs- auki þessarar ástríðu minnar. Mér fannst fyrst eins og ég hefði verið blekktur. „Jæja“, hugsaði ég með sjálf- um méi', „Lóla er víst ekki eins utan- garna hérna og mér fannst". En seinna um nóttina, þegar Lóla sneri sér frá mér og sofnaði, tók mér að skiljast hi8 djúpa sakleysi þessarar teikningar. Mér hafði fundizt ég vera að teikna mynd með sérkennilegri og fagurri hugsun í, en það var bara núna — eftir að hafa lifað í þrjátíu ár, sem irér fannst þessi sama mynd vera klúr. GOMULKA Framhald af bls. 1. Þeir, sem studdu hr. Gomulka til valda eru sem sagt, vonsviknir menn, en hinum, sem gerðu það ekki, hefur vegnað snöggt um betui. Endalok nauð- ungar-samyrkju voru einn mesti ávinn- ingurinn í október 1956, og það er aug- ljóst hverjum rnanni á öllu Sovétsvæð- inu — hr. Krúséff ekki undanteknum — að það er þessu að þakka, að land- ið hefur staðið við allar áætlanir á landbúnaðarsvæðinu, meðan öll hin löndin, með sína samyrkju, hafa dreg- izt aftur úr, svo að um munar. Það eru því litlar líkur til þess, að snúið verði í gamla horfið. Öðru nær en svo verði. Afná.n sam- yrkjunnar heldur áfram, og mörg hinna gömlu samyrkjubúa eru leyst upp en aðeins örfá ný stofnuð. Ax 10.000 sam- yrkjubúum í október 1956, eru aðeins 1692 enn uppistandandi. og er það varla einn af hundraði alls landbúnaðarsvæð- is landsins. Enginn mælir samyrkjunni bót, með vörunum, auk heldur meir. Kirkja og ríki Einn mesti ávinningxir á áriim 1956 var sá, að ofsóknum gegn kirkj- unni var hætt. En á þessu sviði gekk „undanhaldið frá október“ langt. Að visu er kirkjuhöfðingiixn, sem sat í fangelsi áður en hr. Gomulka komst til valda, nú frjáls og getur ferðazt til Rómaborgar og meira að segja fordæmt stjórnarfarið fyrir það, sem hann kall- aði nýskeð „trúarstríð og guðshatur“. Það er einnig staðreynd, að guðsdýrkun hefur ekki verið takmörkuð og að kirkj- urnar eru jafnan fullar. En samt færist sú stefna í aukana að gera kirkjunni erfitt fyrir. Hún er þung- lega skattlögð, þar í talið það, sem safn- ast við messur eða er gefið í áheita skyni eða til endurbyggingar og við- gerða á gömlum kirkjum og byggingar nýrra. Þjóðfélagsleg og uppfræðslustarf- semi kirkjunnar, hefur og verið mjög minnkuð og heft. I sjúkrahúsum er far- iö að loka kapellum og nunnur reknar burt, og stundum eru _-ngir eftir tii að hjúkra hinum sjúku. Nunnur hafa einnig verið reknar úr klausturskólum Og , uppeldisstofnunum og í ágústmánuði var opinberlega til- kynnt, að þær fræðslu- og uppeldisstofn anir, sem enn eru eftir og munkar og munnur stjórna, yrðu lagðar undir rík- ið innan eins árs. Wiszynski kardínáli ásakaði stjórnina fyrir að brjóta stjórn- arskrána, svo og stofnskrá sameinuðu þjóðanna og ríkiskirkjusamninginn, og heimtatíi árangurslaust setta nefnd til að rannsaka þessar ofsóknir gegn kirkj- unni. Hatur hr Gomulka kirkjunni gefur varla eftir hatri forvera hans og annarra leiðtoga kommúnista. En svo veit hann líka, að til eru ákveðin tak- mörk, sem hann þorir ekki að fara út fyrir. Sumir þeirra, sem hafa skapað sér skoðun a málunum, eftir stutta heim- sókn til Póllands, álykta, að pólska þjóð in hafi sætt sig við stiórn sína. Sanni nær mun vera, að þar eð þeir sjá fram á, að ekki muni bráðra eða snöggra um- bóta að vænta, geri þeir sér ástandið að göðu eftir þvi, sem bezt gengur. Samt er það svo, að margir atburðir síð- ustu tíma — einkum þc. þar sem trúar- legar tilfinningar hafa orðið fyrir móðg- un — hafa sýnt. að ekki muni þurfa mikið til, að þjóðin risi upp og allt fari í oál og brand. 29. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.