Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 11
Upphaf landnámssögu 'lslendinga i Saskatchewan - Eftir Pál Guðmundsson HELGI SIGURÐSSON FYRRI HLUTI Helgi Sigurðsson hefur mað- ur heitið. Hann bjó á Vatnsenda í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði og hafði Sigurður faðir hans einnig búið þar. Guðbjörg hét kona Helga, Sveinsdóttir frá Hóla- koti í sömu sveit. Þau hjón áttu tvö böm, pilt og stúlku. Hétu þau Kristján og Kristjana.*) Helgi flutti af íslandi til Canada árið 1875 og settist þar að. Var þá Kristján son- ur þeirra 10 ára og einn af þeim 25 nemendum, sem stunduðu ensku- nám við skóla þann, sem ungfrú Carry Taylor þá veitti forstöðu. . Hún varð seinmi kona Siffurðar Krist- óferssonar á Grund Arglybyggð. Get ur Þorleifur Jóakimsson (Jackson) þess £ landnámssögu Nýja-Islands, að 1919 séu aðeins fjórir á lífi af þeim 25 ung- mennuœ, sem nutu tilsagnar hjá ung- frú Carry Taylor. Voru það beir Friðrik málari Sveinsson í Win’nipeg, Bogi Ja- lkobsson, einnig í Winnipeg, Kristján Helgason við Foam Lake og Gestur Oddleifsson í Geysisbyggð, Nýja-Islandi. I Nýja íslandi dvaldi famelía þessi í tíu ár. Að þeim tíma liðnum fluttist Ihún í Þingvallanýlendu, nam þar land og var þar í 6 ár. Var Kristján þá full- Iþroska og mun hann hafa verið fyrir tfjárfari þeirra úr því. Gekik hann þá að eiga Halldóru dóttur Jóhannesar Bjarnsonar frá Stóradal. Þau hjón eign- uðust níu börn, fjóra sonu og fimm dætur. Elzta dóttir þeirra, Lilja Guð'- björg, giftist manni sem Henry Björns- son heitir, landnema í þessari byggð, Er hún dáin fyrir mörgum árum. Hin heita Helgi, kvsentur Helgu dóttur Guð- brands Narfasonar, Óskar Pálmi, tók við föðurleifð sinni og bjó þar vel og lengi, fyrst með móður sinni og síðar með Guðrúnu Kristjönu systur sinni, Kristján Normann, fyrirmyndarbóndi. Var heimili hans tekið á hreyfimynd af þeim Finnboga Guðmundssyni og Kjart- ani Bjarnasyni, þegar þeir heimsóttu fþessa byggð. Kona hans er dóttir Abra- Ibam Larsson og konu hans Ingunnar dóttur Stefá/ns ÓJlafssonar landnáms- manns. Eiga tvær dætur, Dar.íel Jóhan' nes kvæntur konu af hérlendum setturn. Keypti land og heimili Sigurðar S. Sig- urðssonar frá Egilsstöðum í Vopnafirði af Hróaldsstaðaætt og konu hans Aðal- Ibjargar Jóihannesardóttur, Bjarnasonar frá Stóradal, móðursystur sinnar. Reisti (þar snoturt heimili og bjó þar í nokkur ár. Seldi þó land og áhöfn ,og flutti vestur á Kyrrahafsströnd. Þóra Aðal- björg, gift Eiríki Sveinssyni, Eiríksson- ar, af Austurlandi, athafnamanni mikl- um. Þau búa í Meddow langt norðvestur hér í þessu fylki, og er mér það ekki tfrekar kunnugt. Guðrún Kristjána ráðs- kona hjá Pálma bróður sínum og verð ur þeirra síðar getið. Jóuiína Rósa vann um skeið i banka í Foam Lake. Giftist f burtu og er mér það ókunnugt. Þórunn Halldóra gift Haraldi Guiðbrandssyni, Narfasonar, búa í Foam Lake. A Harald tii- þar hreyfimyndahús, einnig útfarar *) Enn var dóttir, Þörunn, var mað- ur hennar Pálsson, bjuggu í Wan- cauwer B.C. ______ Höf. stofu í félagi við Harald son sinn, hafa útibú í Wadena og Wynyard. Haraldur er einnig mjög starfandi í bæjarmáium, er bærinn í stöðugri framför, og á hann góðan þátt í því. Þau hjón eiga tvo syni, heita Dalber og Dwane. Ffeki líkaði Kristjáni í Þingvalla- nýlendu og eftir sex ára dvöl þar tók hann sig upp og flutti vestur til White Sand River, hérumbil norður þangað sem bærinn Teodore er nú. Heimilsrétt- arland sitt í Þingvalla gaf hann til stjórnarinnar og hélt heimilsrétti sín- um. Við Whitesand dvöldu þeir í sex ár, en fluttu þá vestur í þessa byggð og settust að á lítið eitt hálendum tanga, sem gengur út úr Foam Lake að vestan verðu. Þar nam Helgi Sigurðsson land fyrstur manna í þessari byggð. Helgi Sigurðsson er þegar orðinn mjög kyn- sæll maður og mun hans nafn lengi uppi verða í þessari byggð, því allir afkomendur hans í karllegg kenna sig til hans nafns og kalla sig Helgson að hérlendum sið. Helgi Sigurðsson mun hafa andast skömmu eftir aldamótin síð- ustu, en kona hans Guðbjörg Sveins- dóttir löngu áður . Kristján Helgason má tvímælalaust teljast merkastur landnámsmaður á meðal Íslendinga í Vatnabyggðum. Ber margt til þess. Hann fór fyrstur manna frá Þingvalla í bústaðaleit, hér vestur með Ingimundi Eiríkssyni, sem áður var sagt. Hvað til þess kom að hann fer þá samsumars til Whitesandriver í stað þess að bíða næsta sumars og flytja þá vestur til Fishing Lafee með Ingimundi og tengdabræðrum hans, er mér ekki kunnugt, en geta má þess til, að hann hafi ekki viljað fjarlægjast jámbraut- ina, sem þá hafði endastöð í Yorkton, þvi þegar búið er að framlengja hana til Sheko (Sífeó) flytur hann sig hingað vestur. Eftir aldamótin, 1903—4, þegar fólk fór að flykkjast hér að úr öllum áttum og nema lönd, tók Kristján sér heimils- réttarland norðvestanvert við hólana, suður fró vatnsbotninum og reisti þar bústað sinn. Hann gerðist brátt umsvifa- mikill. Keypti lönd umhverfis sig og hafði stórbú. Heimilið hýsti hann rausn- arlega.byggði reisulegt ■ íbúðarhús, því heimilið var mannmargt, einnig stórt og rúmmikið fjós, hundrað og tuttugu feta langt, með stalla báðumegin, og gríðastóru heylofti upp yfir. Hann kost- aði mjög kapps um að bæta gripastofn sinn og keypti hreinkynjaðar skepnur af öllum tegunum, bæði hesta, naut og sauðfé og gerði það fyrstur byggða- manna með Gísla Bíldfell, og breiddust þaðan fljótlega kynbótaskepnur út um byggðina. Eftir snjóaveturinn mikla 1902—3, hækkaði skyndilega í vatninu, svo slægjulönd eyðilögðust af þeim sökum víða umhverfis vatnið og annarsstaðar, þar sem láglent var,.og horfði til vand- ræða fyrir þeim, sem margt höfðu kvik- fjár. Var Kristján einn af þeim, fór hann þá fimmtán til tuttugu mílur suð- vestur, þar sem land var hærra, setti þar saman hey mikil og hafði þar gripi sína veturinn eftir og fékk til skila- góðan mann, sem Þorsteinn Markússon heitir frá Eyhildarholti í Skagafirði, að hirða um þá, var hann þar einn síns liðs við órífleg húsakynni. Næsta sum- ar á eftir hélzt hið sama veðurfar með votviðrum Lagði Kristján af stað i engjaleit 40 mílur hér norðvestur að vatni því sem Grill Lake heitir, fann þar slægjulönd góð og setti þar upp hey mikil um sumarið og hafði þar gripi sína veturinn eftir og hinn sama mann að hirða. Var hann þá þar með fjölskyldu sína. Voru þeir þar fleiri saman. Segir ger frá því á öðrum stað. Einnig var hann brautryðjandi hvað jarðrækt viðkom, aðstoðuðu elztu synir hans hann við það. Þreskivél keypti bann á fyrstu tímum í sarna mund og Gísli Bíldfell eða litlu seinna, gekk hún fyrir benzínkrafti, stórt út- hald. Tótk Pálmi elzti sonur hans á sama tíma námskeið í vélafræði suður í Bandaríkjunum. Varð hann ágætur vélamaður. Annar sonur hans, Helgi, stundaði búfræðinám við landbúnaðar- deild Manitolbaháskóla, fyrstur allra í þessari byggð og útskrifaðist þaðan ár- ið 1914. Og öll börn Kristjáns munu •haía hlotið skólamenntun sér til fram- gangs, þó ekki tækju hærra mennta- stig. Þessu næst árið 1915 reisti Kristján veglegt íbúðarhús fyrir Helga son sinn, sem ’ður var getið, og fékk til úrvals húsasmið frá Winhipeg. Það hús stend- ur á fallegum stað norðvestur frá höfuð- bólinu, nokkru nær vatniniu. Lagði Kristján þar til af landareign sinni sem nauðsyn bar til. Helgi giftist um það leyti Helgu Guðbrandsdóttur, Narfason- ar. Reyndust þau fyrirmyndar og sæmd- arhjón og verður þeirra siðar getið. S tór þáttur í athafnalífi KristjánS var verzlunarhneigð hans. Eftir alda- mótin, þegar land fór að byggjast hér umhverfis, varð mikil eftirspurn eftir mjólkurkúm og vinnuuxum, þótt nokk ur hluti landnema kæmi með áhöfn með sér. Á það sérstaklaga við um þá, sem feomu frá Dakota og Minnisota- ríkjum í Bandaríkjunum. Þó voru hin- ir miklu fleiri, sem komu án þess að hafa nokkurn kvikfénað. Var þá ekki um annað að gera en að leita til þeirra, sem hér voru fyrir. Kemur þá Kristján til sögunnar, sem mesti gripabóndi fyrir sunnan og vestan vatnið. Þeir sem byggðu fyrir austan vatnið og þar um- hverfis leituðu til Ingimundar. Má geta sér til að allir þeir, sem hér voru fyrir, •hafi verið -nnflytjendum hjálplegir í þessum efnum, en þessir tveir voru mest úmtalaðir, sérstaklega Kristján. Voru margir þess minnugir hér í suður hluta byggðarinnar, að þeir 'hefðu fram- an af árum keypt uxa af Kristjáni Helga-syni og í mörgum tilfellum varð hann að sjálfsögðu að vera þeim hjálp- legur með að temja þá og var bað oft gamanlaust og fæstum tilfellum var um borgun að tala, fyr en seint og síðar- meir. Húsbóndinn í skrifstofunni. ISLENZK HEIMILI Fram'hald af bls. 4. heima, en Lúðvig þurfi þó stundum að vinna á kvöldin. — Já, ef ég ætti að gegna starfi minu eins vel og hægt væri, segir Lúðvig, yrði ég helzt að vinna allan sólarhring- inn. Aðal annatíminn hefst venjulega þegar aðrir fara út að skemmta sér. Kristjana segir að henni hafi þótt mjög leiðinlegt fyrstu hjúskaparárin hvað eig inmaðurinn var sjaldan heima á kvöld in, en það vendist eins og annað. — Við förum lítið út, segir Lúðvig, sitjum oft hérna heima á kvöldin og lesum, hlustum á útvarp eða hljómplöt- ur. Stundum líta kunningjarnir inn. — Eg fer í saumaklúbb, bætir Kristj- ana við, það er það helzta. — Hún prjónar líka og saumar, þeg- ar hún er heima, segir Lúðvig og stund- um les ég upphátt fyrir hana á meðan hún prjónar peysur á mig. — Og svo ræð ég krossgátur, segir Kristjana. — En börnin, eru þau líka mikið heima? — Já, Pétur og Erna reyndar líka. Hún fer þó nokkuð oft til vinkonu sinn ar sem býr í næsta húsi. Hún á þrjú börn og kemst því minna að heiman, segir Kristjana. — Á hvaða hljómplötur hlustið þið helzt? — Það er sígild tónlist, upplestur og leikrit, segir Lúðvig. Af tónskáldum hef ég mest dáiæti á Beethoven. Við eigum margar góðar upptökur af leikritum og upplestri t.d. Poul Reumert, og ekki má gleyma eftirlætisplötu Kristjönu, kvæða lestri Davíðs Stefánssonar, Hún hefur mest gaman af ljóðum. Kristjana maldar í móinn, en Lúðvig heldur áfram — Henni þykja ljóð að minnsta kosti skemmtilegri en ævisögur, en þeim hef ég mikinn áhuga á og safna þeim. Eg á orðið ágætt ævisögusafn, milli 2 og 300 bindi. Við höfum nú lokið úr nokkrum boll um af bezta kaffi og langt er liðið á kvöld. Við kveðjum því fjölskylduna og þökkum henni kæriega fyrir góðar mót tökur. s.J. 29. tölublað 1962 LESBÖK xVIORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.