Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 7
Sveitasæla og rómantík Minningar egar hugurinn reikar til sumarsins, verður margs að minnast. Sumar í sveit. f>etta eru ákaflega róman- tísk orð og láta vel í eyr- um. Ritklúbburinn hóf nýlega störf sín og birtir nú fyrstu rit- gerðina. Höfundurinn er Hrefna Hektorsdóttir, Kópavogi. Hrefna er fædd í Reykjavík, en upp- alin á Akureyri og hefur oft dvalizt í sveit í Þingeyjarsýslu og þaðan er efnið sótt í þessa .skemmtilegu ritgerð. Hrefna stundar nú nám í Kennaraskól- anum í Reykjavík. Hún segist lhafa yndi af tónlist og bók- menntum. Eftirlætisskáld henn- ar er Davíð Stefánsson. Hrefna RITKLÚBBUR ÆSKUFÓLKS í FYRRA var stofnaður klúbbur, sem bar þetta nafn. Nokkur hópur æskufólks kom saman og hóf starf í klúbbn- um, en í sumar lá starfið niðri. Nú er það að hefjast að nýju. Fundir verða í tómstundaheim- ilinu að Lindargötu 50 og þar má fá nánari upplýsingar. Hugtmyndin með þessum klúbbi er að gefa ungu fólki tækifæri til að koma á fram- færi ritsmíðum sínum, bæði innan klúbbsins og utan hans í blöðum og ritum. Verður þá greitt fyrir greinar og ritgerðir, sem berast til slíks flutnings. Á fundum klúbbsins munu verða fengnir blaðamenn og aðrir kunnáttumenn um þessi mál tii að flytja fræðslu og upplýsingar um ýmislegt varð- andi ritstörf og útgáfu blaða og bóka. Síðar í vetur er ákveð ið að efna til verðlaunasam- keppni um ákveðið efni. Við höfum orðið varir við áhuga meðal ungs fólks utan Reykjavíkur um þátttöku í þessari starfsemi því viljum við taka skýrt fram, að öllum er heimil þátttaka, sem em innan 21 árs aldurs.Við viljum hvetja æskufólk tii að senda nöfn sín og heimilisföng til Ritklúbbs æskunnar, Lindar- götu 50, Reykjavík og munu þá nýir félagar fá nánar að heyra frá klúbbnum. Við vilj- um ennfremur benda ykkur á þann möguleika að stofna til klúbba á þessum vettvangi bæði í skólum og í bæjum eða Bveitum. Þá væri skemmtilegt að fá ritgerðir og fréttir frá ykkur ásamt myndum. Þar sem seskulýðsráð eru starfandi væri mjög athugandi fyrir þau að beita sér fyrir þessum mád- um. úr sveit telur Ritklúbbinn góða hug- mynd og nauðsynlegt að efla viðleitni ungs fólks til ritstarfa. Lesbókin væntfr þess, að ungt fólk styðji þessa viðleitni og sendi ritefni og taki öflugan þátt í störfum klúbbsins. Og nú, þegar ég reyni að draga eitthvað af rómantík sveitalífsins fram í dagsljósið, verður svo ótal margt, sem ég þarf endilega að minnast á. Eitt er það, sem ég vildi minna les- endur á, og það er, að sveita- lifið er auðvitað ekki alltaf jafn skemmtilegt, ekki nema .... en — jseja, það er nú önnur saga að segja frá því. Fyrst hugsa ég þá til bless- aðra kúnna, þessara skepna sem eru hverju sveitaheimili ómiss- andi. í eðli sínu er það víst ekkert sérlega skemmtilegt að sækja eða reka kýr, en á björt- um sumarkvöldum og heitum sumarmorgnum var það oft skemmtilegt, jafnvel dálítið rómantískt. egar mjöltunum var lokið rölti ég, og bezti vinur minn, hann Tryggur sem er, eins og nafnið bendir til, hundur, á eft- ir kúnum í haganum. Á leiðinni var margt hugsað. Heilar skáld- sögur urðu til. Skáldsögur um lífið og ástina. Svo tók líka sinn tíma að virða fyrir sér blómin, gróður- inn, fuglana og fyrir gat komið að hreiður, með nokkrum eggj- um, fyndust á leiðinni. Þá er það smölunin. Þar sem ég hafði ekki verið í sveit um 10 ára skeið, ætlaði ég mér ekkert lítið. Helzt vildi ég klífa öll fjöll og tinda í nágrenninu. En ekki varð mér að þeirri ósk minni, en ég fékk að hlaupa, hlaupa, eins og fæturnir gátu borið mig, og helzt hraðar. Hlaupa fyrir fallegar kindur, með ennþá fallegri lömb. Kind- urnar runnu áfram í stríðum straumum rétt eins og á, datt mér í hug i fávizku minni. Eftir mikil hlaup og köll og hróp, tókst að koma öllum stóra hópn um í girðinguna og þaðan í rétt ina. Síðan hófst rúningurinn. Ekki kora ég þar nærri, svo orð væri á gerandi. Nú, ég vildi ekki gera út af við blessaðar kindurnar, því það var ég, fáfróð kaupstaðar- stúlkan, viss um að gera með þessum stóru klippum. Svo var þessu öllu lokið, kindunum hleypt út úr réttinni og í girð- inguna. og að lokum út úr girð- ingunni út í guðsgræna náttúr- una. Þegar ég svo sótti kýrnar næsta dag, sá ég eina og eina kind, horfa á mig með ásökun í augnaráðinu, rétt eins og hún væri að ásaka mig fyrir að ræna sig og afkvæmi sitt frels- inu einn dag. 0t0tommar Þá er það að lokum heyskap- urinn. Já, hann tekur áreiðan- lega mestan tíma bóndans. Það er svo margt, sem þarf að gera, meira en nokkurn getur grunað, sem ekki hefur komið þar nærri. Þeir eru víst ekki margir, sem hafa ánægju af þvi að standa með hrífu í hönd allan daginn, en í góðu veðri, fannst mér það ékkert leiðinlegra en hvað annað. Hrífu eina eignaði ég mér, og lét skera upphafs- stafi mína fremst á skaftið. þessa hrifu notaði ég alltaf og varð fjúkandi reið, ef einhver snerti þennan kjörgrip. Þegar hirðingu heysins var lokið, var heyinu komið á vagn, og þá var ágætt að fá að sitja á vagninum heim. Að lokum var heyinu komið í hlöðu. Já, svona gengur lífið í sveit- inni, erfiði og rómantík skipt- ast þar á. Landslagið seiðir til sín ungt fól'k, fólk, sem fer í sveit af því, að það er svo rómantískt, inni á milli hárra hóla, hjá niðandi á. — Og þar eru þau ein, — ein, með sumar- nóttinni og — rómantikinni ., Hrefna Hektorsdóttir. Á HELCRI 5TUND Jesús sagði: „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar“ (Mt. 6.25) Húmskuggarnir lengjast, hagarnir dökkna og fagur- fölar hlíðar blasa við. Lauf- blöðin litfríðu hafa fallið frá greinum trjánna. Vet- ur er í bæ og byggð. í hug- um margra bæði ungra og gamalla leynast áhyggjur og kvíði og í skammdeginu syrtir oft mest að í sálum okkar. Einlæg trú og traust á Guð er mesti Ijósgjafi lífs ins. Verið ekki áhyggju- full um neitt, en treystið hinum himneska Föður. Hann vakir yfir þér, ungi vinur, hvar, sem þú ferð. Vertu því sjálfur ljósgjafi og berðu í nafni Jesú birtu á braut samferðamannsins. B.F. Hér er búið aíí teikna og skera munstrið. Takið eftir hver mun- ur er á því, þar sem aðeins er teiknað, en óskorið. Dýpt skurð- arins á að vera ca. hálf þykkt leðursins, en það er til í ýmsum þykktum og þar sem meðferð hnífsins er eitt mesta atriðið í munstrun leðurs, með þeirri að- ferð, sem hér er kynnt, þá skul- um við leggja mikla áherzlu á það, að ná sem beztum árangri með hnífnum, en það fæst að- eins með þrennu: Réttum hand- tökum á hnífnum, æfingu og enn meiri æfingu. Þetta á ekki síður við um notkun annarra verkfæra við leðurvinnuna. Munið að æf- ing og vandvirkni skapar bæði gleði og góðan árangur. — LEÐURVINNA — Athugið vel stöðu handarinnar á myndinni hér til hægri. Vísifingur hvílir í boganum að ofan og ræður að mestu pressunni niður í leðrið, þegar skcriö er. Þumalfingur, langatöng og öaugfingur halda um hnífstofninn. — En litli fingur gegnir hvað mestu hlut- vcrki, því hann hvílir á leðrinu og snertir hnífsblaðið, en við það fæst meiri styrkleiki á höndina og við það verður hnífskurðurinn bæöi fallegri og öruggari. Hnifurinn á að vera þannig, þegar skorið er, að hann er alltaf í lóðréttri stöðu, með dálítinn halla fram á við. Skurð'urinn á að mynda lireint } V og reynið umfram allt að varast það að halla hnífnum til annarrar hvorrar handarinnar þegar skorið er. Takið eftir vinstri hendinni, þannig er haldið við leðrið, þegar skorið er til að forðast för eftir neglur. 29. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.