Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Qupperneq 3
Tveir þættir, í ljóði, tónum og dönsum.
Tónlist: Igor Stravinsky.
Texti: Charles Ferdinand Ramuz.
I*orsteinn Valdimarsson ísl. eftir norskri þýðingu Pauline Hall,
Persónur: Jósef dáti, Kölski og Söguþulur.
Sögubulur:
Dáti nokkur feginn flýtir
för að morgni í hvítabýtið.
Fjórtán á hann orlofsdaga,
ákaft þráir hann bernskuhaga.
Rastir íram að lokum leiðar
liggja' um skóga, fjöll og heiðar.
„Fjandinn hafi hermennskuna",
hugsar hann, en lækjarbuna »
hrífur hann af þungum þönkum:
„Þarna' er mál að teygja úr skönkum",
segir hann og sveiflar snjáðum
sekk af herðum, rekur frá
leyniþvenginn, leitar, finnur
ljósmyndina af unnustunni,
greiðubrot og glýjuspegil,
gamalt nisti með Jósef helgum,
myntir sem við sólu gljá —
sjðast það sem dýpst var grafið:
fíaiu sína að sarga á.
Dátinn:
(stillir fiðluna)
Sker í eyrun! Skömm að heyra!
Skildingsvirði, ekki meira!
S: Dátinn leikur við lækinn káta, —
lækinn grunar, en ekki dáta,
að skammt að baki skuggagestur
skrefum hljóðum læðist nær,
undirheima æðstiprestur,
úfinn krangi, læðist nær
með fiðrildaháf í hendinni —
hann var á veiðum í grenndinni.
Kölski:
Gefðu fiðlugarminn þinn
gömlum manni, piltur minn!
D.: Ég ætti nú ekki annað eftir!
K.: Eitthvað gæti ég borgað!
D.: Nei!
K.: Taktu þessa skræðu í skiptum!
D.: Nei, skrambinn, ég sem er naumast læs!
K.: Á sálma, þar gildir sama um mig,
settu það ekki fyrir þig!
Þú skríður úr þeim skammarkrók, —
og skruddan þessi er meira en bók,
hún er peningaskápur, piltur minn,
og pungur við belti, úttroðinn
af sæmdartitlum, seðlum og gulli!
D.: Ég sinni’ ekki þessu herjans bulli, —
ég skrapp ekki’ úr móðurskauti 1 gær!
K.: Svona, skyggnstu í bók'ina, sonur kær.
S.: Hann rýnir i letrið, stafar og stautar,
standandi hissa á því sem hann tautar.
D.: Reikningur, valúta, renta, pr. ár...
S.: Sá rúnagaldur — og hann svona blár!
D.: í hreinskilni botna ég hér í fáu....
K.: Ó, hver byrjar ekki hið stóra á smáu!
D.: Jú, góð er víst skræðan, ef skilin yrði,
en skárri er fiðlan, heilt spesíuvirði!
K.: En verðið á kverinu! Krossdalafarganið!
D.: Jæja, kaupum þá — fyrst þig munar
í garganið!
Fyrri þáttur
Valúta ... gjalddagi... reikningur. ...
kauphallarverðskrár laugardaginn 31....
En er nema 28. í dag.. ? Svo hún er þá á
undan ríminu og samtíðinni, sú gamla,
sviptir hulunni af óorðnum hlutum. Það
var grikkur!
K.: (reynir að tjónka við fiðluna, en ferst
ekki hönduglega)
Ég verð að fá tilsögn að temja skrukkuna,—
hér er tráustið fánýtt á skollalukkuna!
Þú kemur heim með mér, heilladrengur!
D.: Hversvegna?
K.: Æ, það er boginn .... mér gengur
illa, og langar að læra strokið!
D.: Nú lízt mér á! Nei, felldu nú sprokið!
Ég á tæpa stund, en því lengri leiðina:
K.: Ég lána þér vagninn minn —
þrumureiðina!
D.: Og í dyrunum stendur hún móðir mín...
K.: Hún mátti nú löngum bíða þín!
D.: Og stúlkan mín bíður og skimar
um skjá...
K.: Hverju skipta þrjú dægur til eða frá?
D.: Hvar býrðu þá?
K.: Ýmist þar eða hér —
og þægilega, hvar sem ég er,
að öllum föngum: ég á þess von
þú unir þar eins og konungsson —
og akir frá mér með auð og seim
í eldingareiðinni til þín heim.
D.: Áttu drafla og gamlan geitarost?
K.: Já, það geturðu bókað, — og fínni kost!
D.: Og veigar að dreypa á varirnar?
K.: Já, vsrtu bölvaður! Himneskar!
D.: Og rudda í pípu að svæla sér?
K.: Nei, við svælum nú havannavindla hjá
mér.
D.: Jæja, fjandakornið, ég skal koma og
taka
á mig krókinn; þú ekur mér spölinn til
baka.
S.: Og heim til kölska komu þeir;
í kot var ekki vísað þar,
sem djöfsi sagði, um drykk og reyk;
og dýrar voru krásirnar.
Og stundin leið við glaum og gaman;
sá gamli æfði fiðluleikinn,
og bókina lásu báðir saman.
Hinn þriðja morgun, er röðull rann
við regnþung ský (hann snerist á áttinni)
og Jósef klæddist, þá stóð kölski í gáttinni.
K.: Ertu afþreyttur nú og útsofinn, drengur?
D.: Útsofinn víst, og nú dvelst ég ei lengur.
K.: Og þú ert í engu af mér prettáður?
D.: Nei, öðru nær, bæði drukkinn og
mettaður!
K.: Og þú ert ánægður þá?
D.: Eftir atvikum, já!
K.: Þá leggjum við á!
S.: Þeir klifrast í vagnsætin; keyrið smellur
í köldu leiftri, og þruma gellur,
og Jósefi bregður, um bríkina læsir
hann báðum höndum, en ekillinn hvæsir
fram milli tanna: O, bændu þig bannsettur!
— Breiðstrætið opnast fararskjótunum,
ólmum og stormfextum, eldingar þjóta
allt um kring, er þeir sporna fótunum
hálsa og dali, æ hraðar, fljótar, —
hamingjan sanna þeir tylla ekki lengur
skeifu við grjótunum, gana til skýja,
bölvuð glæfradýrin — um seinan að flýja
þessa helvítisreið! — sjá regnskýjaflákai-nir
blása úr nös við blánandi heiðinu....
K.: Nii brunar skeiðin! Hvernig gezt þéf
að leiðinu?
D.: Á öðru skárra er varla völ.
Hvað Verðum við lengi þennan spöl?
K.: Hver hugsar um tímann! Hann skiptff
öngu;
við hættum að mæla hann fyrir löngu.
S.: Áfram sömu íleygiferð!
Fáorð saga‘ er þar um gerð
hvernig reiðin skjóta um skýjageim
skilar þreyttum ferðalangi heim. —
Lengi þráði hann þessa stund,
Þennan vina endurfund.
D.: Nei, húrra! kominn heim! og endaö
stjá!
Hvert hús, hver þúfa bernsku minni frá
Framhald á bls. 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS------------------------------------ ------------------------ 8. tölublað 1963 2