Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Síða 4
SAGAN AF DATANUM Framha.ld af bls. 3 er enn á sínum sama, gamla stað. Hvern sé ég? Hana grönnu okkar? Já! Æ, sæl og blessuð! Halló! — Hvað er að? Hún hrækir... Jæja! féleg kveðja það! Og hörfar undan sem hún sæi draug, já, sem ég væri skryppi út úr haug! Hún er orðin glámskyggn. Veri’ hún sæl um sinn! •— Nei, hvern sé ég þarna? Grímsi vinur minn á sláttuteig ... Hæ, Grímsi, góðan daginn! Já, gettu nú, hver kominn er í bæinn ... já, loksins heimtur heim um langan veg ... Nei, heyrðu, skólabróðir... það er ég! S.: En Grímsi skirpir bara á brýnið og brettir á sér greppitrýnið. D.: Æ, skóiinn minn og gamla bjöllu- beyglan! bau breytast ekki; þar er tryggðin, seiglan. Og smiðjan ... kráin! Enn þá allt hið sama, ef ekki væru kynjar þær til ama, að er ég hyggst að hefja gömul kynni og heilsa, tekur enginn kveðju minni af öllum sem ég mæti... mikil undur! því maður er ég þó, en ekki hundur ... Hæ, þetta’ er ég, hann Jósef! S.: Grindur skella og járn í dyralásum smella. D.: Móðir mín! S.: Hún þ’ekkir hann... en signir sig og fiýr með sáru kveini inn um lágar dyr. Hann stendur eftir eins og spurnartákn á auðri skólatöflu . . . D.: Mamma snýr þá við mér baki!! — En blessuð stúlkan mín, hún ber þó til mín sama hug og fyrr? .... Ó, guð . . . hún hefur gleymt mér . . . hún er breytt . . . og gift . . . á barn .. . og frekar tvö en eitt! (þögn) (með holum rómi) Bölvaður svikarinn! Betur væri . . . ! Ég ber á þig kennsl! Þú sást þér færi að hrjá mig og leika’ á mig heldur betur. Og hjá þér veit ég hvað klukkan slær . . . (hrópar) Þrjú dægur hjá þér verða að þremur árum! Ó, þau haía syrgt mig beiskum tárum og haldið ég lægi þessa löngu vetur sem lík í gröf . . . En kuklaratetur, enn á ég að heita hefndarfær! Já, sem ég er lifandi maður en ekki aftur- ganga skal ég finna þig í fjörunni, ræn- ingi og svikahrappur! Að ég skyldi ljá þér eyra! Ég var soltinn og þreyttur, satt er það, en ekki er það mér til afsökunar. Enginn skyldi gína við framandi flugu. Nær er að segja: Ég hef ekki þann heið- ur að þekkja yður! En ég ... dokaði við og lét hann nota sér talhlýðni og trúgirni mína. S.: Hann snýr til baka ... hann bítur sök ... burt, sem lengst.... hann reikar á fótunum; enn ber yfir hæðina heimaþök; hann heldur niður að vegarrtótunum. Þar hallast fram á ferðaprik hjá fjalakrossinum, deildarmerkinu, einn hrossaprangari, heldur en ekki hofmannlegur ... Mér finnst ég þekki í nýju gervi gamlan kunningja —• grefílinn sjálfan, er ekki svo? Nú, hann hefur beðið hér tímana tvo! D.: Ég hefði þó átt að sjá, hvaða mann hann hafði að geyma. En ég lét mig hafa það að eyða tímanum og hlusta á fortölu- rausið í honum, gapti við því eins og þorskur, og fiðluna mína fékk hann líka. Þvílíkur bölvaður bjáni! Og hvað á ég nú að taka til bragðs? Hvað í ósköpunum? S.: Já, til kvölds hefur þremillinn þraukað við veginn, og það undir krossinum! — Verður nú feginn, er Jósef þungbúinn þangað stikar... En hann þekkir sinn andskota — sverð hans blikar! D.: Ræningi og lygari! Raggeitin þin! K.: Já, reyndar! Gott kvöld! Hvað er að þér drengur? D.: Sá sem bogann spennir, í gildruna gengur! K.: Nei, gjörðu svo vel að tala til mín ögn kurteislegar, kæri vinur, það kostar ekkert, og borgar sig þó! — Við útkljáum þetta allt í ró. S.: Æ, orð og hendur fallast honum Jósef okkar. K.: Nú, ertu klumsa? Þú ert ef til vill búinn að glopra niður kverinu frá honum kennara þinum? D.: Nei, það er hérna í malnum mínum. K.: Þú mátt prísa þig sælan, drengur! Það er auðæfalind, sem aldrei þrýtur, þó þú ausir og dælir! Hver skoliinn gengur að þér, strákur? En sá uppeldismáti! Æ, það er satt, þú ert hervanur dáti! Nú, láttu públikkum sjá að þú standir í stykkinu! K.: (hrópar) Stanzið! Hvílið! Til vinstri snú! Sverðið í slíðrin! Já, svona nú! Sei, sei! Heilsið! Ofan með malinn! Gakk áfram! í takt! Þú ert ekki svo galinn! Hér er embættispottlokið! Tyllt’ því á kollinn! Það situr herlega, svei mér þá! Sviptu af þér jakkanum! Hopp á tá! Nú, þú ert sannkölluð hetja, sjálfur skollinn gæti svarið það! Rétt! Þá er af sá bollinn að þú neitar að hlýða sem hermanni ber! Hvar hefurðu bókina? D.: Kverið er hér. K.: Jæja, gott og vel! Þú gætir að skruddunni, gleymdu því ekki; þú sannar bráðum að skotsilfur mun ekki bresta í buddunni, ef bókin sú arna er með í ráðum; hún er kóngsríkisvirði, ef vel er á haldið. Finnst þér vert að sýta, að þú lézt gjaldið afgamla fiðlu? Nei, fóstri, þú græðir á fingri og tá! — Ég skunda nú héðan; en við sjáumst aftur — sæll á meðan! S.: Hann les hvern morgun, hann les hvert kvöld; hver lína er peningar, gull í hrúgum; hann rakar því að sér; ótalföld er hver einasta króna, þær streyma og fljúga’ um hendur haiis milli hólfanna’ í bönkunum. — Það er hann, sem veit fyrir hverju sinni og metur og vegur í makindum hvað að morgni gerist í kauphöllinni. Hann les og græðir, hann græðir og les — og gullið flæðir. Og hann fer að vasast í heildsöluprangi og hverskonar fjárplógs og gróðamangi sér til afþreyingar; ekkert seður hann; upp fyrir haus og dýpra veður hann í peningum. Þó vill mikið meira: Það sem mannlegri skammsýni’ er aðeins grunur.... ef hann vissi það allt, það væri nú munur! Og bókin! — af speki og spávísi full, spjaldanna á milli, breytir í gull, í seðla og verðbréf og sæmdir æ meiri á svipstundu hverjum kopareyri. Já, auöæfalind, sem ei fær þrotnað, er hún ýkjulaust, — þar verður ei botnað. Og þar til svarar þorsti og hungur hins þögla Krösosar; skæðar tungur segja’ að hann kunni sér ei læti í svalli og munaði — kaupi á fæti svo vænstu meyjar sem veðhlaupahryssur, í valið er gengið um allar tryssur; og vei'ksmiðjur, hús og hallir reisir hann, með hverjum degi ný verkefni leysir hann; æ stærri sigrar — æ sárari skyssur. Eitt maíkvöld. — Hann gengur einn sem áður svo oft um garð sinn; þar er loftið svalt; og blána tekur himinn — stjörnum stráður. þó standi enn í loga hvolfið allt; í aldinreitum umhverfis á reiki er ánægt fólk að vökva, hlú og sá, og stefnumót við vorið æskan á þar undir trjám, en krakkar blindingsleiki, og hlátur þeirra hljómar klukkuskær. En hann er einn og týndum vinum fjær. —* Hver svipast eftir honum út við hlið? Hver hlustar eftir skrefum hans við glugga? Hver bíður hans? Og hver er honum kær? Já, hver fær búið þreyttu hjarta frið með valdi og auði? Við sinn fylgiskugga ei losnar sá, sem kemst í íjandans klær. En komum inn með Jósef; þar við borðið sezt hann með kverið sitt; hann hefur orðið. D.: Illa hefur þinn auður villt um mig, bölvaður höfuðpaurínn, heimskað og svikið, hætt og tryllt, hlekkjað mig við pxslarstaurinn. Ó, hermdu mér, hundvísa kver, hvernig verð ég samur og fyr? Anzaðu mér! í angist ég spyr. Allt sem þú gafst — ég vil láta þig taka það aftur — og fá mína fátækt til bakaí (Síminn hringir) Æ, fjandans þjóðplágan, eilífðarsíminnl (önnur hringing) Já, halló! Ég er upptekinn... hvað er að ...? hafið þér gleymt því? Milljón .. ? hvað .. ? í bankann með allt saman ... auðvitað.., já, alveg á stundinni... lokunartxmi ... Ó, fyrst og síðast auður, auður! en enginn friður, hvergi ró. S.: Hann veit að hann er verr en dauður í veröldinni — og lifir þó. D.: Já, ég er fallega settur í sveltiskerinul — Og þú svarar mér þannig, bókarnorni (Hann fleygir bókinni frá sér) S.: Hann slengdi fokreiður fjandans kverinu sem fjærst út í horn. En sá vondi þekkir sinn vitjunartíma? og vin okkar Jósef, — já reyndar: hano stóð og hleraði allt að hurðarbaki, — hrukkótt kerling og ellimóð; það er hans háttur, — hann þarf ekki síma. K.: (mjóróma) Ó, má ég . . . herra . . . þér misstuð víst kverið. D.: Missti ég? Út með þig! K.: Herra, verið . . . D.: Hver ertu? Hvað viltu? K.: Ó, afsakið, heira! Ég hef indælis vai’ning . . . hlaðin kerra af fáséðum hlutum . . . verið nú vænn! D.: Nei, mig vantar ekkert. Komdu þér frál K.: Tarna var sjaldgæft svar að fá. D.: Svona, hér hefurðu nokkra skildinga. K.: Ó, þökk! Ekki fer ég að íorsmá þá, — íljótin myndast af seytlum og lænum. — En nú sæki ég pokann minn, ef ég má, þar er margt, sem er freistandi’ og gaman að sjá, nei, synjið mér ekki i öllum bænum . . . eitt andartak . . . ég sæki hann þá. S.: Nei, nú trúi ég varla eigin augum! Er þetta gamli dátamalurinn? K.: Ó, sjáið þér: úrval af sylgjum og baugum úr silfri og gulli, knipplingaslæðum og silkiböndum, sjaldíundnum gæðum, já, svo sannarlega . . . og gamlar myntir . . , Og hérna er nokkuð! nistislíki! Ja, nema mér skjátlist . . . það táknar víst aldrei Jósef helgan í himnaríki? — Já, og hérna er spegill . . . og greiðubrot. A-ha! Getur verið að herra minn þekki hluti þessa? Er áhugi hans að vakna? — Og hér er svo lítil ljósmynd af laglegri smámey með fléttukrans! S.: Hann kreppir hnefann; það svíður í sárunum. K.: Og svo er hér gamalt fiðlutetur! Vill hei-ra minn skoða hana betur? Hún er hreinasta þing, — hefur batnað með árunum. D.: Fiðlan mín gamla! Fáðu mér hana! Framh. á bls. 6 4 8. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.