Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Síða 8
OSCAR CLAUSEN:
HÉR verður sagt frá séra
Árna Jónssyni, sem prest-
nr var á Hofi á Skagaströnd árin
1673—’79, og madömu hans, Ingi-
björgu, sem hlaut viðumefnið
Galdra-Ingibjörg eða Galdra-Imba,
en þau hjónin voru ramm-göldrótt,
og voru mikil málaferli gjörð á
hendur presti, einkum af yfirvöld-
um kirkjunnar, sem honum tókst
ekki að hreinsa sig af.
Séra Árni var í báðar ættir kominn af
góðum og gegnum guðsmönnum. Hann
var sonur síra Jóns Egilssonar á Völl-
■uim í Svarfaðardal og kion-u hans, ma-
dönuu Þuríðar Ólafsdóttur lögsagnara frá
Miklagarði og Núpafelli, Jónssonar
prests i Laufási Sigurðssonar. Áður en
síra Árni varð prestur á Hofi, hafði
hann verið nokkur ár prestur í Fagra-
nesi og Sjávarborg. Þegar á ' prests-
skaparárum hans í Fagranesi fór
orð af göldrum hans, enda urðu
þar mikil málaferli útaf viður-
eignuim hans við ýms sóknarbörnin, en
þótt guðsmaðurinn væri göldróttur og
(harðsnúinn, þótti þó madama Ingiibjörg
enn verri viðureignar. Skal nú sögð
ein gaMrasagan frá Fagranesi:
Eyjólfur hét maður Grímólfsson og
bjó á Fossárteigi á Reykjaströnd, mynd-
ax bóndi, var fjórkvæntur og átti 7
börn með hverri konu, sem verða 28
börn atls, en það þykir, að minnsta
kosti nú á döguim ekki lítill dugnaður,
útaif fyrir * sig, að geta eignast slíkan
barnahóp. Eyjólfur þessi var þannig
barnmargur í meira lagd, en hann var
þó lí'ka margfróður ekki síður en prests-
hjónin í Fagranesi. Deila varð út af
ýmsu milli Eyjólfs og prestshjónanna,
en einkum þótti þeim ’hann ýtinn í því
að beita búpening sínum á land prests-
setursins, og útaf þessu urðu ýfingar,
sem nú skal að nokkru getið.
E inu sinni fór Eyjólfur til kirkju
með heimilisfólki sínu og var með því
hundur, sem rann inn veginn, en Eyj-
óifur bað fólkið að ganga neðar með
sjónum, og kvað það styttra en eftir
veginuim. En þegar minnst varði, sýnd-
ist fóllkinu koma blá gufa á móti hund-
inum, og þeyttist hann í loft upp og datt
svo dauður niður. Eyjólfur sagði þá fólíki
sinu, að því hefði verið ætlaður þessi
dauðdagi. — Það er sagt, að madama
Imba hafi sagt þegar hún sá til þeirra
Eyjólfs: „Bölivaður fari hann Eyjólfur!
Nú kemur hann utan með sjó“. — Eyj-
ólfur var við messu, og er þess ekki
getið ,að hann hafi átt neitt samtal við
prestshjónin, en á mánudagsmorguninn,
þegar komið var í fjósið í Fagranesi,
lá beata kýrin dauð á básnum, og kenndi
madaman það Eyjólfi, en hann taldi
kúna aðeins litlar hundsbætur, því að
rakkinn hefði verið sér mikils virði.
Margt fleira ábtust þau við, madaman
í Fagranesi og Eyjólfur á Fossárteigi,
sem þó verður ekki sagt frá hér, en
Eyjólfur reyndist einn skæðasti mótstöðu
maður síra Árna, eftir hann komst í
hin miklu galdramál, sem siðar getur.
E flaust hefur síra Árni í Fagra-
nesi verið farið að leiðast deilurnar við
sóknarbörnin á Reykjaströndinni, því
að 4. apríl 1673 fókk hann samþykki
herra Gisla Þortákssonar Hólabiskups
til þess að hafa brauðskipti við síra
Þorstein Jónsson á Hiofi á Skagaströnd,
og flubtist hann þangað sama vorið.
Fyrstu 5 árin, sem síra Árni var á
Hofi, fóru litlar sögur af göLdrum þeirra
hjóna og fjölkyngi, en vorið 1678 er
orðið svo órólegt í kringum þau, að
prófasturinn í Húnavatnssýslu tilkynnir
herra biskupinum á Hólum „hið magn-
aða galdrarikti", sem fari af Árna presti
á Hofi og madömu hans. — Herra bisk-
upinn, sem var víst stjórnsamur vand-
lætari fyrir hönd kirkju sinnar, brást
fljótt við, og fyrirskipaði prófasti að
rannsaka málið, sem hann og gjörði eft-
ir því sem efni stóðu til á því stigi þess,
og gaf hans herradómi skýrslur um það.
Það vildi nú svo til, að halda átti
prestastefnu Hólastiftis á Flugumýri í
Skagafirði, í september um haustið, og
skyldi galdramál þetta takast þar fyrir,
en af þessum fundi guðsþjónanna varð
ekki vegna óveðurs. Svo var þessi sam-
koma haldin í Spákonufelli vorið eftir,
eða 5. maí 1679, og var síra Árna dæmd
þar „undanfærsla, tylftareiður, og að
hann útvegi sér sönnunarmann", þ.e.a.s.
að hann skyldi sýkn af galdra-ákærunni,
ef hann gæti fengið tylft (12) manna til
þess að sverja með sér sakleysi sitt, en
þetta voru nú bæði landslög og lög
kirkjunnar í þá daga, þó að oss mundi
nú þykja slíkar sannanir fyrir sakleysi
manna harla kátlegir hlutir.
P restastefnan í Spákonufelli var
sett „með heilagri bæn og ákalli til
Drottins", um náð sína og miskunn, líkt
eins og prelátar landsins gjöra enn í
dag, við slík tækifæri. Þar var að sjálf-
sögðu mættur „virðuglegur stiftisins
superintendent“ herra Gísli biskup Þor-
láksson, og auk þess 3 prófastar og 9
prestar, þ.e. „heiðarlegir kennimenn
Hólastiftis". — Fyrsta málið, sem stefna
þessi tók til meðferðar, var galdramál
síra Árna, eins og í gjörðabókinni
stendur, „að yfirvega og tractera, sem
og fullnaðardóms atkvæði á að leggja,
eftir lögum og góðri samvizku, á það
vandasama stórmæli og fjölkyngis-
áburð, sem presturinn, síra Árni Jóns-
son á Hofi á Skagaströnd hafði borinn
verið“. — Kærendurnir voru fjórir
megtarmenn, þrír voru lögréttumenn,
sem svara, sem næst til alþingismanna
nú á tímum. Þeir hétu, Jón Egilsson,
Halldór Jónsson og Sigurður Jónsson,
en fjórði kærandinn var réttur og slétt-
ur bóndi, ívar Ormsson, en talinn
„heiðarlegur búandmaður“. — Allir
voru þessir kærendur persónulega mætt-
dr á prestastefnunni, sem og hinn á-
kærði guðsþjónn, síra Árni prestur „í
eigin persónu", enda hafði herra biskup-
inn stefnt þeim öllum þangað með gögn
sín. — t
Jón Egilsson, lögréttumaður í Húna-
vatnssýslu, er fyrstur látinn bera fram
ákærur sínar fyrir hinum geistlega
sakarétti. Hann segist hafa þá, Árna
prest ásamt Stefáni nokkrum Gríms-
syni, grunaða um, „að hafa skemmt
með fjölkyngi kýr á sínu heimili". Jón
segist hafa borið þetta á prestinn, en
hann hafi harðneitað, og enga sök þótzt
eiga á þessu. En svo hafi hann lent f
„óeiningu“ eða deilu við guðsmanninn
á Hofi, og eftir það hafi skaðinn orðið
hvað mestur á kúnum. — Að því búnu
lagði Jón Egilsson fram vitnisburð 12
manna, sem allir segjast vera sömu
skoðunar og Jón viðvíkjandi grunsemd-
inni um galdra síra Árna. Af þessum 12
vitnisburðarmönnum skrifuðu 6 undir
skjalið með eigin hendi, en aðrir 6, eða
réttur helmingur þeirra var ekki skrif-
andi, og urðu því að handsala nöfn sín
öðrum mönnum. En máske hafa þeir,
þrátt fyrir bága uppfræðslu, verið
vitnisbærir um galdur eða yfirnáttúr-
lega hluti. — Hsks ber Jón Egilsson það
fram, að síra Árni „væri af göldrum og
fjölkyngi riktaður“, og hafi það verið
staðfest með svardaga tveggja manna,
Jóns Gúðmundssonar og Hermanns Þor-
bjarnarsonar á Vindhælisþingi þá urn
vorið, eða 26. apríl 1679.
egar Jón Egilsson hafði boriíl
fram ákæru sína, spurði virðuglegur
herra biskupinn og prestar hans, hverj-
ar varnir síra Árni hefði fyrir sig að
bera, gagnvart ákæru Jóns. — En síra
Árni kvaðst engar hafa. Þó lagði prest-
ur þarna fram vitnisburði nokkurra
„frómra manna“, um kynni þeirra af
sér, en þessi virðuglega ráðstefna guðs-
þjóna, komst að þeirri einkennilegil
niðurstöðu, að þeir væru gagnslausir i
þessu máli og kæmu því ekki við, með
því að sumir þeirra væru fyrir löngu
útgefnir, og allir áður en þetta galdra-
mál yæri hafið á hendur honum. Það
var því sýnilegt, að síra Árni átti við
ramman reip að draga, þar sem bræðue
hans, guðsmennirnir, voru á aðra hönd.
Annar kærandinn, Halldór Jónsson,
sem einnig var lögréttumaður í Húna-
vatnssýslu, kom nú til skjalanna. Hanu
var vel undir búinn, og lagði fram skrif-
lega kæru á hendur síra Árna, og þar
segir hann m.a.: „að djöfuls ásókn og
ónáðun hafi á sitt heimili komið, með
ógn og ofboði á sér og sínu heimilis-
fólki, að Gunnsteinsstöðum í Laugadal,
og grunsemd fengið slíkan djöful sér og
sínu heimili sendann af Árna Jónssyni
presti, til ótta, ógnunar, tjóns og for-
djörfunar, þar til hann með fullurri
lagaeiði sig frá því frelsar, hvar til og
hvar upp á hann frekari áburð framber
svohljóðandi: Eg held og segi, eftir
minni fremstu hyggju og vitund, fyrr-
téða ónáðun á mitt heimili komið hafri
af fjölkyngisvöldum og verkum Árna
prests Jónssonar....“ Til stuðning9
þessari ákæru sinni, lagði svo Halldór
á Gunnsteinsstöðum fram vitnisburð 3
manna, sem höfðu staðfest þá á mann-
talsþingi í Bólstaðahlíð um vorið, og
auk þessa lagði hann fram yfirlýsingu
21 manns um það, að Halldór „segi satt
í sínum áburði upp á prestinn síra
Árna“. — Það var því vissulega enginn
viðvanirtgsbragur á málsókninni hjá
lögréttumanninum á Gunnsteinsstöðum,
á hendur presti, enda hafa lögréttu-
menn fyrr á öldum eflaust verið æfðari
í málaferlum og lagakrókum en sauð-
svartur almúginn, eða jafnvel útvaldir
þjónar guðs, sjálfir prestarnir. En þeir
sátu líka, samkvæmt stöðu sinni, dóma
í lögréttunni á Alþingi, og hafa því, án
alls efa, margir þeirra verið slyngir
lagamenn. —-
egar Halldór lögréttumaður hafði
lokið við flutning ákæru sinnar og lagt
fram fyrnefnd gögn sín, reis hana
herradómur biskupinn ásamt preláturu
sínum, úr sætum og bar þá spurningi*
fram fyrir séra Árna, hvort hann hefði
nokkrar varnir eða gögn fram að færa,
á móti þessum áburði Halldórs, er»
prestur kvaðst engin hafa, með því að
hann væri gjörsamlega saklaus af öll-
um galdraáburði.
Þriðja ákærandinn, sem fram kom (
réttimim, var „hinn ,heiðarlegi búand-
maður“, ívar Ormsson. Hann kvað síra
Árna vera valdan „að kvinnu sinnar,
Ólafar Jónsdóttur, ósjálfræði, veikleika
og vitfirringu," og vísaði hann um þetta
til þingvitna, sem hefðu verið tékin og
eiðfest þessu til sönnunar.
Herra biskupinn og meðdómendur
hans, spurðu þá síra Árna hvort hann
gæti nokkrar „afbakanir“ borið frarn
móti þessum áburði fvars bónda, ea
Framhald á bls. 12
g ð. tölublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS