Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Síða 9
wwMywMUMan
„Ferð inn í fjdrðu víddina"
— Viðtal dartska
blaðamannsins
Steenstrup við
bandaríska geim-
farann Scott
Carpenter
Það er fjári erfitt að fá að tala
við einn af geimförunum. Bæði
hafa þeir meira en nóg að gera, og
svo þarf maður þolinmæði englanna
og þrjózku asnans meðan umsóknir
og vegabréf ganga seinagang sinn
gegnum stærsta skrifstofubákn
heimsins — í Washington.
í
■ f stuttu mál! sagt: Eftir þriggja
mánaða skjalafok milli NASA í New
York, Washington og Texas kom loks
grænt ljós, svo að ég gat flogið til
Houston, en þar er hið nýja „Manned
Bpace Craft Center“. Ég hafði verið
^veginn og metinn" og hlotið þá náð
eð fá einikaviðtal við „Scotty“ eða, svo
eð hátíðlegra nafn sé notað, kommand-
hrkaptein Malcolm Scott Carpenter. Ég
komst fljótt að því, að hér tilheyrði að
vera hátíðlegur.
i Við afgreiðsluíborðið í „MCS-þyigg-
lng-sjö“ var ég strax minntur á, að
slík heimsókn er háalvarlegur viðburð-
ur. Skrifstofustúlkan var eins og mynda
•tytta á svipinn, starði grunsemdafull á
mig og mældi mig með augunum, milli-
metra fyrir millimetra, meðan hún tók
við blaðamannaskírteini mínu og bréf-
inu, sem tilkynnti komu mína. I»eir
geta víst aldrei verið of öruggir um
það þarna, að gestir séu ekki dulbúnir
njósnarar. Eftir langa mæðu fékk hún
mér með semingi fínt, nýtt vegabréf,
sem hafði tvær stafsetningarvillur í
nafninu mínu, þrátt fyrir hina nákvæmu
athugun. Héðan í frá gátu allir séð, að
ég var þarna í löglegum erindagjörð-
um.
egar þessu var lokið fékk stúlk-
an mig-í hendur starfssystur sinni. sem
til allrar hamingju var yngri og miklu
laglegri. Hún virtist miklu forvitnari
en hin, en því miður jafnþögul. Öll at-
höfnin var farin að minna á klassískan
sorgarleik, þegar hún stanzaði og barði
á dyrnar að hinu allra helgasta. Þá
brast alvaran, „sprakk“ eins og sápu-
kúla, jafnsnögglega og hún hafði hafizt
í New York þrem mánuðum áður.
Það hefði verið algrelega ómögulegt
að taka sjálfan sig og kringumstæðurn-
ar hátáðlega eftir að „come in“ drundi
glaðlega innan úr herberginu, eða í
návist þess hýra og drengjalega bross,
sem lék í augnakrókum Carpenters.
eftir að dyrnar höfðu opnazt.
Jafnskjótt og hann fékk að vita, hver
„gesturinn“ var, spratt hann á fætur
og bauð mig velkominn með: „So glad
to meet you.“
„Setjizt niður augnablik, meðan ég
Iosa mig við þetta.“ Hann veifaði til
leiðsögukonu minnar, sem nú var allt
í einu farin að brosa. og benti mér á
stól. Hann þreif upp í hár sér og sett-
ist við skrifborðið, sem var hlaðið
bréfahrúgu. Á næsta andartaki var
hann aftur niðursokkinn í að lesa fyrir
með véibyssuhraða. Hann sat með
uppbrettar ermar á skyrtunni, sem var
óhneppt í hálsinn, og bindið var skakkt.
Útlit hans sýndi fremur látlausa atorku
en hina alvöruþrungnu hetju „sýning-
arinnar".
Skrifstofan var aðeins um fimm
metrar á hverja hlið. Það var enginn
efi á, að núverandi íbúar hennar voru
„Scotty“ — spyrjið eins og yður lystir.
fyrrverandi liðsforingjar. Allt bar vott
um stranga herreglusemi. Húsgögnin
voru þrjú nýtízku skrifborð, hvert með
nafnspjaldi, sex stólar og nokkrir skjala-
skápar. Einasta skreytingin var nokkr-
ar ljósmyndir aí orrustuþotum og
eftirlíkingar af eldflaugum og geimför-
um. Einnig stóð Ijósmynd af fjölskyldu
Carpenters á skrifborði hans — konu
hans, René, drengjunum Jay og Scott
og stúlkunum Kristin og Candy. Aðeins
einn hlutur — eða réttara sagt þrír
hlutir greindu skrifstofuna frá þúsunA-
um skrifstofa um allan heim. Það vortk
nafnspjöldin: JOHN GLEÍNN, ALAiM
SHEPARD, MALCOLM S. CARPBNT-
ER.
IVÍeðan ég sat og horfði í kringum
mig, lauk hann verki sínu, með sama
eldingarhraða og hann byrjaði. Ritarinn
safnaði bréfunum saman í snyrtilegan
stokk, og síðustu fyrirmæli ti'l hennar
voru, að hann vildi ekki láta trufla sig
næsta hálftímann. Svo hallaði hann sér
aftúr á bak í stólnum, teygði langa
leggina og sagði: „Gerið svo vel —
spyrjið eins og yður lystir."
„Eruð þér hér alltaf í svona miklum
flýti?“
„Nei, það sem hér var um að ræða,
var dálítið af samvizkubiti, sem þurfti
að útrýma.“ Rödd hans bar ótvíræð
merki um niðurhældan hlátur. „Við
höfum í rauninni alltof mikið að gera,
en þessi þakkarbréf í hundraðatali —
er þó það minnsta, sem við getum
reynt að gera, þegar fólk er að leggja
á sig að skrifa okkur. Við verðum að
reyna að svara. En það vill verða erfitt,
svo að ég er alltaf farinn að byrja
með: „Afsakið, hve lengi hefur dreg-
izt ....“
Hann yppti öxlum með uppgjaf-
arsvip, það var bezta lýsing, sem gefin
varð á ástandinu. — „Léttast væri að
ferðast bara um og þakka í eigin per-
sónu, en til þess er ekki heldur neinn
timi.“
„Var ekki verið að tala um, að þér
Og Glenn færuð í ferðalag til Evrópu?“
„I wish we could! Það er ár og dagur
síðan ég hef haft tíma til að skoða mig
almennilega um á jörðinni. En við
höfum víst nóg að gera næstu árin að
undirbúa lengri ferðir.“
„Til tunglsins?“
„Tja, víst var það ætlunin. En það
er ótal margt „smávegis", sem þarf að
kippa í lag fyrst. Geislahætta, þyngd-
arleysi, geimryk, stærri eldflaugar,
geimför þarf að reyna — og fleira og
fleira. Það má næstum líkja þessu við
leikfangahöll, nema hvað við notum
eldflaugar og geimför í stað kubba. En
hugmyndin er sú sama, breiður og
traustur grundvöllur, svo að allt hrynji
ekki, þegar það fer að hækka. Tíma-
frekt er þetta, og ekki skal ég reyna að
leyna því, að fólk verður stundum ó-
þolinmótt og skammast. Það gerum við
reyndar sjálfir líka á stundum, en þetta
er eina leiðin.
„Hvað verður langt þangað til?“
„Við ættum að vera komnir þangað
í lok þessa áratugs.“
„Er aldrei rólegra en núna?“
„Það veltur á, hve mikið er að gera.
Þegar ekki er margt, sem kallar að,
höfum við það af á 10—12 klukku-
stundum. En stundum verður það meira,
einkum fyrir hvert geimskot."
„Hvenær fóruð þér sjálfir að trúa á
geimferðir?“
„N'iunda apríl 1959. Þann dag valdi
NASA mig til starfsins.
fíður hugsaði ég sem svo, að fólk
ætti að fá að hafa sína drauma í friði.
Well, nú eru sjálfsagt margir, sem
álíta að ég — að við séum draumóra-
menn.“
„Það er búið að tala um, að menn
þurfi að vera ofurmenni eða hafa stál-
taugar í þessari atvinnu. Hvað segið
þér um það — verðið þið aldrei óstyrk-
ir?“
„Ofurmenni og stáltaugar — hvílíkt
kjaftæði — en óstyrkur eða hræddur?“
Hann velti þessu dálítið fyrir sér. „Nei,
eiginlega ekki. Auðvitað eru menn
stundum svolítið slappir á taugunum,
en það er annað mál. Ef ég missti vald
á mér eitt brot úr sekúndu, eða yrði
hræddur um að gera það, gæti ég eins
Framhald á bls. 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
8. tölublað 1963 9