Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Qupperneq 12
| PRESTASÖGUR
Framihald af bls. 8
hann neitaði þvi á sömu forsendum og
áður. —
Fjórði og síðasti ákærandinn í mál-
inu var „frómur heiðursmaður“, Sigurð-
ur Jónsson, lögréttumaður úr Hegranes-
þingi (Skagafjarðarsýslu). Hann var
hvengi smeykur, og framkom sjálfur fyr
ir dóminn og lagði fram svohljóðandi á-
burð á síra Árna: „Ég, Sigurður Jónsson
eftir minni fremstu hyggju, lýsi því, að
þú, Árni prestur Jónsson, sért valdur að
þeirri neyð, kvöl og pinu, sem sonur
minn, Jón, nú 10 vetra að aldri, hefur af
þjáður verið, síðan fyrir næstumliðin
jól 1678, og nú til þessa tíma. — Sömu-
leiðis lýsi ég þig valdan af vera þeim
veiki, kvöl og pínu, er dóttir mín,
Þuríður, hefur af þjáðst, síðan fimmtu-
daginn í 3. viku góumán., sem var sá 27.
febr. þ.á. (1679). — Held ég og hygg þú
hafir þá neyð, kvöl og pínu mínum báð-
um áður nefndum börnum gjört eður
gjöra látið með fullkominni galdrabrúk-
un eður öðrum óleyfilegum Djöfulsins
meðulum. Segi ég og ber þig, Árni prest
ur Jónsson, að ofanskrifaðri hérnefndra
minna barna kvöld valdan.“
að er svo að sjá, að Sigurður lög-
réttumaður hafi sótt þetta mál einna
fastast allra ákærendanna. Þegar hann
nú hafði borið fram þessar þunigu ásak-
anir á hendur presti, bað hann herra
biskupinn og meðdómsmenn hans, presta
og preláta Hólastiftis, að rannsaka málið
og dæma, en lagði þá jafnframt fram
eftirfarandi „líkindi", áburði sínum til
styrktar: .
í fyrsta lagi lagði hann fram vitnis-
burði „fjögra ærlegra persóna" af heim-
ilisfólki hans, sem votta það, að' síra
Árna hafi þrem sinnum verið synjað
bónar af Sigurði og „hans kvinnu", en
eftir það hafi pilturinn veikst, — og svo
votta þessar „ærlegu persónur" það
einnig, „að sú kvöl og pína“ hafi haldizt
óbreytt og aukist stórlega og magnast
daginn sem Sigurður lögréttumaður reið
heim til Hóla, til fundar við síra Árna.
í öðru lagi votta hinar „ærleigu per-
sónur", heimilisfólk eða hjú lögréttu-
mannsins, það, að eftir samfundi Sigurð-
ar og síra Árna á Hólastað, hafi Þuríður
dóttir Sigurðar veikst, og eftir það hafi
bæði börnin verið veik. — Þessi veik-
indi þeirra hafi síðan „aukizt, með kvöl-
um og ofboði í ýmislegan máta“, en þó
einkum ef guðsorð var lesið eða haft
um hönd, og átti þetta vafalaust að vera
tákn þess, að sjálfur myrkraliöfðinginn
hefði, að tilstuðlun síra Árna, tekið að
sér bólfestu í börnum lögréttumannsins.
Loks var þriðja ásökun „hins fróma
heiðursmanns“, Sigurðar, á hendur presti
harla einkennileg. Hann hafði semsé ver-
ið í fiskiróðri og lent í hrakningum, og
fengið erfiða lendingu „framar öðrum“,
svo að skip hans hafði laskast. Þetta
hafði skeð sama daginn og „kvinna“_lög-
réttumannsins hafði synjað síra Árna
einnar bónarinnar. Þessar ófarir Sigurð-
ar áttu því að vera af völdum prestsins,
og um þetta allt, eins og veiki barnanna,
lagði Sigurður fram vitnisburð „hinna
ærlegu persóna“, sem sönnun þess að
rétt væri. —
egar nú Sigurður lögréttum.aður
þóttist hafa sannað áburð sinn á hendur
presti, var það næsta, að sanna það fyrir
réttinum, að hann væri sjálfur sem á-
kærandi í málinu, slíkur heiðursmaður,
að takandi væri tillit til ásakana hans.
En það gjörði hann með því að leggja
fram í réttinum vottorð sýslumannsins í
Hegranesþingi, Benedikts Halldórssonar
og 5 lögréttumanna, auk fleiri „frómra
manna.“ Þessir menn vottuðu allir heið-
arleik hans, og komast m.a. svo að orði:
„að vegna velnefndrar dánumennsku og
guðhræðslu Sigurðar viti þeir og haldi,
að hann hvorki fyrir hatur, óvild eður
illan vilja, uppljósti eða áberi nokkurn
mann til hneyksla eður vansæmdar",
heldur hafi hann framborið þetta mál
„eftir góðri og einfaldri samvizku." —
Sigurður lögréttumaður hafði nú borið
fram allar ákærur sínar á hendur síra
Árna, og snéri þá herra biskupinn ásamt
prelátum sínum sér enn að Árna presti
og skoraði á hann að leggja fram máls-
bætur sér til styrktar móti áburði Sig-
urðar, en prestur kvaðst eins og áður,
vera saklaus af öllum galdra-áburði og
engar varnir hafa fram að bera, og yrði
hann því að hlíta dómi stéttarbræðra
sinna, hvort sem hann yrði harður eða
vægur.
— ooo —
]N”ú var málið tekið til dóms. Allir
guðsþjónar Hólastiítis með biskup sinn
í broddi fylkingar, settust nú á rökstóla,
og eftir að þeir nú höfðu lagt höfuð sín
vel í bleyti og vandlega athugað málið
um fjölkyngisáburðinn á Árna prest,
dæmdu þeir hann „eftir lögum og góðri
samvizku“. — Dómsforsendurnar eru
harla merkilegt plagg. Um ákærurnar á
hendur síra Árna segir þar, „að herra
biskupinn ásamt oss sýnast þær svo full-
komlegar og frekar vera, að nefndur,
síra Árni, ekki kunni að frelsast frá sliku
stórmæli, galdraáburði og fikti, án eiðs-
afleggingar, því að svo segir Guðsandi
(Hebr. 6), að eiður gjöri enda allrar
sundurþykkju.“ Síðan vitna guðsmennirn
ir í ýmsa lagabálka forna og nýja, sem
ákveði að sá sem fyrir sök (þ.e. ákæru)
verði, skuli sverja sig saklausan með
fullum eiði. —Þetta skýtur nokkuð
skökku við það réttarfar, sem við nú bú-
um við, þar sem aðeins vitnaframburður
er staðfestur með eiði, en enginn má, að
eðlilegu, sverja sig saklausan á eigin sök,
þó að allur landslýður fengist til þess að
sverja með honum. — Lokaniðurstöður
dóms guðsmannanna í þessu máli síra
Árna urðu samkvæmt bókum þeirra svo
hljóðandi: „að heilagri náð tilkallaðri,
dæmum vér, með fullu dómsatkvæði,
(eða í einu hljóði) síra Árna Jónsson,
skyldugan sér til frelsis, undan áðurskrif
uðum fjölkyngisáburði og galdrarikti
tylftar eið að vinna ....... innan 10
vikna — fyrir héraðsprófasti síra Þor-
láki Halldórssyni í Bólstaðahlíð, ekki
seinna en 10. ágúst 1679.“ —
Eiðstafinn, sem síra Árni átti að
ganga undir eða sverja, sömdu prestarn-
ir um leið, og er orðalag hans svohljóð-
andi: „Til þess legg ég, Árni prestur
Jónsson, hönd á helga bók, og það segi
ég guði almáttugum, að ég hefi aldrei
um alla mína æfi, galdur eða fjölkyngi
lært, brúkað eða framið, mönnum eða
fénaði til tjóns, og aldrei hef ég nokkurs
konar skaða eða lækninga leynt eða
Ijóst, aldrei hef ég nokkurs konar djöful
leg meðöl brúkað, vitandi, viljandi eður
verkandi, með ráð eður dáð, og ekki er
ég í nokkuru máta valdur eða sekur í
þeim fjölkyngisáburðum, sem ég borinn
er, og verið hafi, og að svostöfuðum eiði
etc. etc....“
S íðan var prestastefnunni slitið. —
Voru nú erfiðir tímar framundan fyrir
síra Árna. Hann hafði aðeins 10 vikna
frest til þess að geta hreinsað sig, en
mikið var í húfi, ef hann ekki gat fengið
12 menn til þess að sverja sakleysi sitt
með sér. Það var hvorki meira né minna
en það, að verða brenndur lifandi á báli,
ef hann yrði að falla á eiðnum, en svo
var það kallað, ef sakborningi mistókst
að fá nógu marga meðeiðsmenn. — Það
fór nú svo, þrátt fyrir allar tilraunir
síra Árna að honum mistókst að fá nógu
marga til þess að sverja sakleysi sitt með
sér. Hann gat fengið einn eða tvo menn,
sem léðu máls á því að sverja með hon-
um, en þegar til átti að taka brugðust
þeir, og höfðu hvorki þor eða drerngskap
til þess að leggja presti þetta lið. Mönn-
um var reyndar vorkunn í þessu efni,
þar sem bæði veraldleg og geistleg yfir-
völd voru farin að hlakka til þess að
heyra snarkið í viðum bálsins, sem
kynda átti undir síra Árna, — það var
eins og allir hefðu slegið föstu, að presti
skyldi ekki undankomu auðið.
Síra Árni átti nú um tvennt að velja
að ganga á bálið og bíða kvalafyllsta
dauðdaga eða hverfa af landi burt, og
síðari kostinn tók hann. Hann varð að
yfirgefa embætti sitt og heimili, kveðja
konu sína og börn, og fara huldu höfði
sumarið 1679 um Norðurland, alla leið
til Austfjarða, þar sem helzt var von
um að komast í útlent skip, svo að böðl-
ar hans yrðu ekki varir við hann. Hann
komst alla leið austur í Loðmundarfjörð,
og þar komst hann í enska fiskiduggu.
Hvarf síra Árna spurðist fljótt, en
til vonar og vara, ef hann skyldi leynast
einhvers staðar í landinu eða þá hafa
lagzt út til fjallanna, var lýst eftirhonum
sem óbótamanni á Alþingi árið eftir
(1680) 1). Það var sýslumaður Húnvetn-
inga, Guðbrandur Arngrímsson á Lækja-
móti í Víðidal, sem lýsti eftir sira Árna
á þinginu, og er lýsing yfirvaldsins svo-
hljóðandi: „Lágur maður, herðamikill,
dökkhærður, brúnasiður, dapureygður,
svo sem teprandi augun, með ódjarf-
legt yfirbragð, hraustlega útlimi, mundi
vera um fimmtugsaldur". — Sýslumaður
bað um, að hann yrði tekinn fastur
hvar sem hann hittist, en það spurðist
aldrei til hans framar. Það var öllum
ljóst, að síra Árni væri horfinn af landi
burt til Bretlands, enda reyndist það
rétt. Árið eftir skrifaði hann hingað og
var þá illa staddur og bað sér peninga
styrks, þar sem hann ekki gæti unnið
fyrir sér, sakir þess hversu óvanur hann
væri þeim störfum, sem hann ætti kost
á að vinna, og auk þess væri hann mál-
laus. — Það varð enginn til þess að sinna
beiðni síra Árna, og senda honum styrkt-
arfé, enda lifði hann aðeins tvö ár eymd-
arlífi í Bretlandi. — Þá fréttist lát hans,
og varð hann aðeins 52 ára gamall. — í
Mælifellsannál er þessum ömurlegu ár-
um síra Árna lýst með þessum orðum:
„Árið eftir (þ.e. 1680) skrifaði síra Árni
til íslands og segist eiga örðugt að fá sér
kost og klæði í Englandi, því það tíð-
kanlega erfiði sé sér ótamt, og andaðist
hann þar ári síðar."
— OOO—-
S íra Árni á Hofi var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans hét Þórlaug og áttu þau
4 börn. Af því hjónabandi prestsins eru
engar sagnir, en frá seinni konu hans
verður sagt sitt af hvoru hér á eftir. Hún
hét Ingibjörg, og var það hin annálaða
galdra-Imba. Hún var dóttir síra Jóns
Gunnarssonar á Tjörn í Svarfaðardal og
Helgu Erlendsdóttur prests á Felli í
Sléttuhlíð. Það var því ómengað presta-
blóð í madömu galdra-Imbu.
Eftir að síra Árni hvarf, hröklaðist
madaman frá Hofi og flæktist svo fyrst
um Norðurland, en hafnaði á Austfjörð-
um, og er sagt að hún hafi rakið spor
prestsins þangað, sem hann gekk á skip
og sagt þegar hún kom á staðinn:
„Hérna hefur hann farið“. — Um mad-
ömmuna var bað sagt, að hún hefði ekki
verið eftirbátur síra Árna í galdrakúnst-
inni, og var hún jqjinan meira brugðin
við fjölkyngi, og sögð verri en hann.
Sama orð fékk hún eftir að hún kom á
Austfirði. — Espólín segir, að mikið hafi
verið talað um fjölkyngi hennar eystra,
og var álitið að hún hafi komið „van-
heilindum“ í tvo guðsþjóna á Austfjörð-
um, þegar hún fékk ekki hjá þeim það
sem hún bað þá um. — Annar þeirra
guðsþjóna, sem madama Imba „kássað-
ist uppá“, var sira Halldór Eiríksson á
Hjaltastað, en hann dó drottni sínum
upp úr „vanheilindum" þeim, sem kerl-
ingin hafði gjört honum. Síra Halldór
lifði í eina viku eftir að madama Imba
1) sbr. Alþingisbók 1680. XXIV.
náði tökum á honum með gjörningum
sínum, en sótt hans og kvöl var verkur,
sem hann fékk í fótinn, sem dró hann til
bana. — Nafns hins guðsmannsins, sem
varð fyrir barðinu á madömunni, er ekki
getið, en honum batnaði eftir að hafa
legið í rúminu í heilt ár, en í því tilfelli
voru madömunni settir tveir kostir, ann
aðhvort að fara á bálið eða láta presti
batna. —
Eitt sinn falaði madama Imba ákveðna
snemmbæra kú, af bónda eystra. Hann
mátti ekki missa kúna, en bauð henni
að taka einhverja af hinum sex, sem
hann átti, án endurgjalds. Það vildi hún
ekki, en morguninn eftir lágu allar
kýrnar í fjósinu dauðar. — Sumir héldu
því fram, að madama Imba hefði mest
verið völd að því, sem manni hennar
var kennt, og í Mælifellsannál er sagt
frá þvi, að talið hafi verið, að hún væri
„verkmeistari" við þessi galdraverlc
þeixra hjóna, ásamt sjálfum djöflinum.
Síra Árni á Hofi átti 5 börn með
madömu galdra-Imbu, og elzt þeirra var
s'ra Gunnar Árnason, sem varð prestur
í Meðallandisþingum, en af honum fara
litlar sögur. Mun hann hafa fylgt móð-
ur sinni til Austfjarða og alizt þar upp.
Hann komst í skótla og var vígður til
Meðallandsþinga 1698, en missti hemp-
una árið eftir vegna barneigna, en fékk
hana þó aftur eftir árið. — Hann hefur
eflaust verið harla hversdagslegur guðs-
þjónn. ■—
IVÍargar þjóðsögur eru til um þau
galdra-hjónin síra Árna á Hofi og mad-
ömu Ingibjörgu, og skulu þær sagðar-
hér að nokkru:
Ingi'björg var prestsdóttir, eins og áð-
ur getur, og ólst upp hjá föður sínum.
Einu sinni, er sagt, að hann hafi verið
að hampa telpunni á hné sér, og þá hafi
hann raulað þetta við barnið:
Augun eru eíns og stampar,
í þeim sorgarvatnið skvampar,
ofan með nefi kippast kampar,
kjafturinn er eins og á dreka,
mér kemur til hugar kindin mín,
að koma þér niður hjá Leka.
Ekki er vitað að nokikur íslendingur
hafi heitað Leki, en það mun haía verið
viðurnefni, og sagt er, að galdramaður
með þessu viðurnefni hafi verið nafn-
kenndur á þessum timum, og hafi Ingi-
björgu verið komið til hans, til mennta
þegar hún hafði aldur til. Hjá honum
nam hún því fjölkyngi þegar í æsku, —.
og fór snemma að bera á því, að ung-
frúin væri göldrótt
A leiðinni til Austfjarða er sagt,
að madama Ingibjörg hafi stöðvazt eitt-
hvað á Hurðarbaki, en það er eyðikot
undan Hreinsstöðum. Þar bjó þá Páll
nokkur, afarmenni að kröftum og
karlmennsku. Smali hans glettist eitt-
hvað við madömuna, og lagðist rétt á
eftir, og var veiki hans svo undarleg,
að Páll bóndi þóttist vita, að galdra-
Imba væri völd að henni. Páll reiddist
ákaflega og fór til Hurðarbaks. Hann
þreif heldur illþyrmilega til madöm-
unnar jafnskjótt og hann sá hana, og
sagðist skyldu ganga næst lífi hennar,
ef hún bætti ekki smalanum. Þá sagði
Imba: „Láttu guð ráða þér maður! Pilt-
inum batnar!" — Bóndi sleppti þá kerl-
ingunni og fór heim til sín, en smal-
anum batnaði skömmu síðar. —
Þriðji presturinn, sem madarna Ingi-
björg lenti í kasti við, var síra Runólf-
ur á Skorrastað, og elduðu þau grátt
silfur, en þarna mættust stálin stinn,
því að prestur var líka bendlaður vi3
fjölkyngi. Einu sinni reri Runólfur á
sjó í bezta veðri, en allt í einu gekk
upp ofsarok, og sat prestur undir stýri,
Þegar allt ætlaði um koll að keyra, og
tvísýnt var orðið um lif og landtöku,
heyrðu hásetarnir að séra Runólfur
sagði: „Já, já, kerling“, eða: „Já, já,
Framhald á bls. 15.
\2 8. tölublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS