Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Side 15
PRESTASOGUR Framlhald af bls. 12 segir kerling þá“. — Eftir það lægði veðrið, svo að þeir náðu landi heilu og höldnu. Þótti prestur hafa þarna snúið á madömu Imbu. að henti dóttur madömunnar, að verða vanfær með manni, sem átti heima á Sævarenda í Loðmundarfirði, og þótti Ingibjörgu það illt, og kvaðst hún mundu launa honum fyrir»dóttur sína. Skömmu seinna fékk maðurinn ó- þolandi kvöl í lærið, svo að hann gat ekki á heilum sér tekið. Kærastan sagði honum, að þetta mundi vera af völdum móður sinnar, og h’ó hann sig þá til þess, að hitta kerl' ^jtv þó að hann væri ells ekki ferðafær. — Hann harkaði Samt af sér, og reið að Nesi í Loðmund- trfirði, þar sem Ingibjörg átti heima. Hann skildi hestinn eftir fyrir utan tún og skreiddist heim, dró sig inn í eld- húshom og lagðist þar niður, sem dimmt yar á. — Skömmu síðar kom kerlingin, jgömul og skorpin, settist hjá eldinum og fór að blása í hann. — Þá skreið hann fram á gólfið, af veikum mætti, og þreif báðum höndum um kerlinguna og kvaðst ætla að kyrkja hana í hefndar- skyni fyrir veiki þá, sem hún hefði gjört sér. — „Guð stjómi þér“, sagði þá madama Imba, „mörgiun verður nú mis- dægurt og batnar þó aftur“. — En mað- urinn herti þá á tökunum, og kvaðst ætla að kreista af henni kollinn, ef hún bætti sér ekki þegar i stað. En hún bað hann í guðsbænum að sleppa sér, og gjörði hann það loksins. — Svo var hann hjá madömunni það sem eftir var dagsins, í góðu yfirlæti, og var orðinn albata þegar hann fór heim um kvöldið. Þegar madama galdra-Imba lá bana- leguna, bað hún að taka kistil undan höfðalaginu sínu og kasta honum í sjó- inn, en lagði blátt bann við því að hann væri opnaður. — Maður var sendur með hann og var lykillinn í skránni. Hann langaði mikið til þess að forvitnast um hvað væri í kistlinum, og gat ekki á sér setið, og lauk honum upp. — En þá kom í ljós, að í honum var selshaus, sem geispaði ámátlega framan í manninn, sem þá varð hræddur og fleygði kistlin- um í sjóinn eins fljótt og hann gat. — Nokkru síðar dó madaman, en fjölkyngi þótti ganga £ erfðir til afkomenda henn- ar. Sonarsonur hennar var Jón Geitir, sem lengi bjó í Geitavík eystra og þótti bæði illmenni og göldróttur. — Eru galdrasögur til af honum, sem allar sverja sig í ættina til ömmu hans, mad- dömu galdra-Imbu. — HSrf- UM , Ök fiMU- BtUfl J'ÖF^ ?ÚK«R I-'imhh- HíOTH OR i'ðí & KeyRi sxö- fUSUW MflNKS- NtiFN l*o* LfNÍÞ- HREIN- i h c. Tb/JN úfKlR ■ K'iKflltl WBPPB o puhtEa IHHHCl- NWHCilt VfíH- INR |NM ÍHM- H tl. FLToT- —BJL. HNHPf. ÖKIHN 5« EUP- t sr/gJ>M F*UM- £ F A/ I saofL flPRI Sthfí/r <r i HU. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. tölublað 1963 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.