Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 2
mMflliik SVIP MVND r IKanada standa fyrir dyrum þingkosningar eftir að stjórn Diefenbakers féll. Hann velti stjóm íhaldsflokksins vegna mis- klíðar varðandi spurninguna um bandaiískan kjarnorkuvígbúnað í varnarkerfi landsins, en gerir sér vonir um að ná völdum aftur, og byggir þær vonir mcðal annars á stuðningi frá ýmsum and-banda- ríslcum öflum meðal kanadískra kjósenda. Diefenbaker stendur hins vegar andspænis mjög hættulegum and- stæðingi, þar sem er hinn 65 ára gamli leiðtogi Frjálslynda flokksins, Lester Pearson, sem hefur gagn- stæðar skoðanir á varnarþörfum Kanada og vill halda fast við þriggja ára gamla samninga við Bandaríkin um kjarnorkuvígbúnað. F rjálslyndi flokkurinn hefur ekki einungis átt miklu fylgi að fagna í Kan- ada um langt árabil og verið við völd lengst af, heldur er Lester Pearson einn- ig sérstæður persónuleiki, sem býr yfir miklu meira aðdráttarafli og persónu- töfrum en Diefenbaker, sem er heldur þurr á manninn og ólundarlegur. Pearson hefur sterkan persónuleik og mikla skapfestu, hann er ólæknandi hug- sjónamaður og starfsamur með afbrigð- um — og ekki kemur það að sök einmitt I Kanada, að hann er áhugasamur í- þróttamaður, var í æsku góður liðsmað- ur í knattspyrnu og „baseball", þjálfari íshokkey-sveita, og er jafnvel nú á efri árum orðlagður tennisleikari. E n hann er jafnframt mikill og skemmtilegur háðfugl, sem gjarna hleyp ir lífi og fjöri í umræður með alls kyns óvæntum og djörfum uppátækjum. Hann er í einu orði sagt sérlega „mannlegur“ stjórnmálamaður, sem geislar út frá sér töfrum og kátínu. Við þetta bætist, að Pearson S að baki sér margbreytilegan feril, sem gerir hann miklum mun svipmeiri meðal stjórnmálamanna heimsins en keppinaut hans, Diefenbaker. P earson er sonur prests í kirkju meþódista, tók þátt í fyrri heimsstyrjöld sem flugmaður við góðan orðstír, en varð síðan prófessor í nútímasögu við hinn stóra háskóla í Toronto. Árið 1928 hóf hann ferilinn sem átti eftir að færa honum völd og heims- frægð. f>ó merkilegt megi virðast fékk Kan- ada ekki eigið utanríkisráðuneyti fyrr en þetta ár — og í þjónustu þess starfaði Pearson af miklum krafti og áhuga ár- um saman. Hann tók þátt í fundum og ráðstefnum Þjóðabandalagsins í Genf fyrir seinni heimsstyrjöld, en á styrjald- arárunum hafði hann á hendi mikilvægt embætti í kanadíska sendiráðinu í Lund- únum. Hann var ákafur stuðningsmaður friðarhugsjónarinnar og hins alþjóðlega samstarfs og var meðal þeirra frum- herja sem mótuðu stefnu og hlutverk Sameinuðu þjóðanna í heimsmálunum. að varð honum mikils virði á framabrautinni, að hann var skipaður sendiherra Kanada í Washington og gegndi þar hlutverki helzta meðalgang- arans milli Bandaríkjanna og engilsax- nesku landannaa, en þau áttu ósjaldan í misklíð sín á milli. Hjá Sameinuðu þjóðunum varð Lester Pearson brátt einn atkvæðamesti fulltrú- inn, og hefði hann tekið við embætti framkvæmdastjórans eftir Trygve Lie, ef Rússar hefðu ekki beitt neitunarvald- inu gegn honum. Yfirleitt hefur sam- bandið milli hans og Rússa verið ein- kennilegt, ýmist hafa þeir lagzt eindreg- ið gegn honum eða verið mjög sam- vinnuþýðir. egja má, að með starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum hafi Pearson orð- ið augljósasti sérfræðingur og snilling- ur Kanadanianna í utanríkismálum — og haustið 1948 varð hann líka utanríkis- ráðherra. Um leið hélt hann inn á hinn pólitíska vettvang með Frjálslynda flokknum. Pearson var einn af frumkvöðlum og smiðum Atlantshafsbandalagsins — og þar hélt hann áfram að vera milligöngu- maður Bandaríkjanna og brezka sam- veldisins. Erfiðasta verkefni sitt fékk hann í hendur, þegar Bretar yggldu sig yfir hinni harðskeyttu stefnu McArthurs hershöfðingja gagnvart Kína. Þá lá við að illa færi, en lipurð og háttprýði Pearsons kom í veg fyrir árekstur. Haustið 1951 varð Lester Pearson forseti Atlantshafsbandalagsins, og þeg- ar ákveðið var í Lundúnum að stofna embætti framkvæmdastjóra bandalags- ins, var honum boðið starfið fyrstum manna. Eftir eindreginni ósk St. Laur- ents forsætisráðherra Kanada hafnaði hann þó boðinu til að geta áfram gegnt embætti utanríkisráðherra. Árið 1952 var Pearson einróma kjör- inn forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir kjörtímabil 7. þingsins, en það breytti engu um afstöðu Rússa, sem viku síðar komu öðru sinni í veg fyrir að hann væri kjörinn framkvæmda stjóri samtakanna. Þrátt fyrir það var honum tekið með virktum í Moskvu, þegar hann kom þangað árið 1955. Hann hefur komizt að raun um það eins og aðrir, sem átt hafa samskipti við Rússa, að erfitt er að átta sig á þeim. S íðasta mikla verkefni sitt í em- bætti utanríkisráðherra leysti Pearson i hinni hættulegu Súez-deilu haustið 1956. Hann átti manna stærstan þátt í því, aS sendur var á vettvang sérstakur lið- styrkur Sameinuðu þjóðanna til að hafa eftirlit með þróuninni við landamæri ísraels og Arabaríkjanna. Síðar. komu kosningarnar 1957, sera færðu íhaldsflokknum sigur. Diefenbak- er tók við stjórnarforustunni af St. Laur- ent, og Pearson lét af embætti utanrik- isráðherra. E n hann var ekki þar með horfinn af sjónarsviðinu. Það vakti athygli, að nokkrum mánuðum eftir að hann lét af embætti voru honum veitt friðar- verðlaun Nóbels fyrir störf sín og við- leitni til sætta á alþjóðavettvangi. Hann varð náinn vinur norska utan ríkisráðherrans, Halvards Lange, og hafa þeir unnið að því í sameiningu, að At- lantshafsbandalagið verði ekki aðeina hernaðarbandalag, heldur láti einnig til sín taka á sviði efnahagsmála, félags- mála og mannúðarmála. Árið 1958 tók Pearson við forustu Frjálslynda flokks- ins af St. Laurent og hefur síðan unnið af óhemju kappi að því að styrkja innra skipulag flokksins, og má búast við að sú vinr.a beri ávöxt í yfirstandandi kosn- ingabaráttu og úrslitum kosninganna 1 apríl. P earson hefur sem sé ekki verið utanríkisráðherra síðan 1957, en það eru tæplega ýkjur, að menn af öllum flokk- um hafi jafnan litið á „Mike“ (eins og hann er almennt kallaður) sem helzta og atkvæðamesta sérfræðing Kanada- manna í utanríkismálum. Hann hefur líka komið fram með ýmsar nýjar stór- pólitískar hugmyndir, meðan hann var í stjórnarandstöðu. Til dæmis var það hann, sem lagði til að fluttur yrði a.m.k. hluti af helztu stofnunum Sameinuðu þjóðanna til Berlínar í því skyni að draga úr viðsjánum um borgina og stuðla að bættum friði. mt að er ekki um að villast, að hér er maður sem tekið er mark á, maður sem hefur víðtæk áhrif á samtíð sína. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því, hvaða stefnu Kanadamenn taka 1 hinu alvarlega máli sem felldi stjórn íhaldsmanna. Það kemur í ljós í þing- kosningunum 8. apríl. Sjálfur er Pearson vongóður. Hann hóf kosningabaráttu Frjálslynda flokks- ins með þessum orðum: „Nú mun þjóð- in fá tækifæri til að velja í stað þess- arar stjórnar aðra stjórn, sem ég er sann- færður um, að skila muni betri afköst- um.“ Utgefandl: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Ititstjórar: Valtýr Steíánsson ( Slgurður Bjarnason frá Vlgur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árnf Garðar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti fi. Simi 22480. .11 tt- 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.