Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 4
Þorkelsson, sem var þriggja Sra er hann dó, en mundi hann þó glöggt. — Kona Jóns á Söndum var Evalía Erlendsdótt- ir, mjög nafnkunn kona á sinni tíð, fjörug, gáfuð og hagmælt vel, en talin nokkuð fjöllynd. Eitt sinn var að því fundið við hana, að hafa gefið sig full mikið við skipbrotsmönnum, er hún var að hlynna að. Því svaraði hún með þess- ari alkunnu stöku: Af því ber ég enga sút er mér bættur skaðinn Silfurskeið og silkiklút sit ég með í staðinn. Evalía lézt á Söndum árið 1858 sextug að aldri. Dóttir sr. Brynjólfs og Kristínar var Karítas, kona Erasmusar Halldórssonar bónda á Botnum (1786—1873). Yfir þeim hjónum er mikil grafskrift, skorin á breiða fjöl, sem hangir yfir dyrum Langholtskirkj u. Sr. Sveinn Benediktsson (1823—27) S trax eftir að sr. Brynjólfur Árnasoh fluttist frá Sandfelli, vígðist þangað rúmlega þrítugur prestssonur frá Hraungerði í Flóa. Þegar hann hafði hlotið vígslu hélt hann austur til kalls síns. Fimmtudaginn 11. september kemur hann að Prestbakka á Síðu og fær þar gistingu hjá sr. Páli Pálssyni prófasti og madömu Matthildi, fyrri konu hans. Fleiri gesti hefur borið að garði á Prestsbakka þennan síðsumar- dag. Það eru þeir Þórarinn Öfjörð, ný- PRESTSETUR í EYÐI SÍÐARI HLUTI Kirltjugarðurinn og bærinn í Sandfelli. settur sýslumaður Skaftfellinga og sr. Páll Ólafsson, áður prestur í Ásum, sem vorið áður hafði fengið veitingu fyrir Holtaþingum og flutzt að Guttorms- haga. Það lætur því að líkum að góður fagnaður hefur verið á Prestsbakka þegar svo góðir gestir voru þar komnir. „Var þar drykkja góð og ölteiti um kvöldið“, segir dr. Jón Þorkelsson eftir móður sinni. En það varpar nokkrum skugga á gleðina, að Öræfaklerkurinn fæst ekki til að taka þátt í fagnaðinum. Hann situr hnípinn og hljóður og smakk- ar ekki á veigunum. Er hann þó alla jafna ekki bindindismaður. Hvað veldur? Hann er með þeim ósköpum fæddur, að hann fær viðbjóð á víni og getur ekki smakkað það, ef hann er staddur þar sem einhver er feigur inni. Og svo er einmitt að þessu sinni. Það leið ekki á löngu áður en það kom í ljós. Sunnu- daginn næsta eftir fórust þeir báðir, sýslumaður og séra Páll, í jökulkvísl á Mýrdalssandi. Það var 14. sept. 1823. Oræfaklerkurinn, sem fann svona hastariega á sér feigð þeirra félaga í drykkjunni á Prestsbakka þetta septem- berkvöld, var sr. Sveinn Benediktsson frá Hraungerði eins og fyrr er sagt. Hann hélt Sandfell í fjögur ár, fluttist þaðan út í Álftaver, þar sem hann var til æviloka (5. sept. ’49). Áður en sr. Sveinn fór alfarinn frá Sandfelli, skrapp hann út að Þykkva- bæjarklaustri til að prédika yfir Álft- veringum. Þá orti Þorsteinn tól í orða- stað hans þessa gamanvísu: ■ mtm WM9M ■ ■ SANDFELLI ORÆFUM Sr. Brynjólfur Árnason hélt Sandfell 1804—1823 H, Eftir séra Gisla Brynjólfsson lann var Austur-Skaftfellingur að «tt og uppruna, systursonur Jóns kon- ferenzráðs Eiríkssonar. Hann varð stúd- ent árið fyrir aldamótin og fékk lofleg- an vitnisburð fyrir gáfur, iðni og sið- prýði. í embætti reyndist hann enginn skör- ungur, en einstakt góðmenni og mjög vel liðinn. Hann fékk Meðallandsþing árið 1823 og hélt til æviloka, eða í tæp 30 ár. Þegar hann fór frá Sandfelli eftir næstum tveggja áratuga prestsskap í Öræfum orti Þorsteinn tól til hans ljóðakveðju. Er hún prentuð í Klaustur- póstinum: Þér sé lof Urð og það í ljóðum, Þér, sem mannkostum flestum góðum prest Brynjólf Árna prýddir kund. Návista hans ár níu og tíu notið höfum með yndi fríu. Æ, liðin er sú lukkustund. En þér Verðandi, ættu gjalda Öræfabúar lofið kalda að þú burt tekur þetta ljós, sem lýsti oss með lærdóm sínum og lifnaði engum síður fínum en verðskuldandi virða hrós. Fylgi honum gæfa, farsæld, blómi, frægðin, mannheill, virðing, sómi. Hann þó á burt nú hverfi oss. Þér Meðalland í þíns Guðs hylli, þér verður ekki góðs á milli. Og far nú vel með fengið hnoss. Skuld, haltu kyrrum skærum þinum skil hann ei snöggt frá bræðrum mínum njóti þeir hann og noti bezt. Alfaðir, þú sem öllum betur, Öræfabúum hjálpað getur. Æ, gef þeim aftur góðan prest. 3 jálfsagt er þetta kvæði öllum Skaftfellingum gleymt og fáum kunn- ugt. Samt verður sr. Brynjólfs líklega lengi minnzt í Skaftárþingi. Svo vill til, að frá honum er komið eitt frægasta sauðfé þessa héraðs, — villiféð á Núp- stað. Þegar sr. Brynjólfur flutti út í Meðalland vorið 1823, rak hann með sér fé sitt. En sauðskepnan er þrásækin til síns fæðingarstaðar og þar sem hún hef- ur alizt upp. Því var það, að þrátt fyrir iilfær vötn og eyðisanda, lagði sumt af því aftur upp til átthaganna um sumar- ið. Ilvernig því reiddi af í torleiðinu milli Meðallands og Öræfa fara engar sögur nema tveim ám, sem fundust á Eystrafjalli í Núpstaðaskógum um haust- ið. Önnur var svört, hin mórauð. Þessar ær keyptu tveir bræður í Fljótshverfi, þeir Jón á Núpstað og Jón á Dal, Hannessynir. Þeir létu ærnar vera í Fjallinu um veturinn og komu til þeirra hrút. Þarna gengu svo Móra og Svört meðan þær lifðu og það fé, sem ut af þeim kom. Um það bil hálfri öld síðar voru þarna orðnar einar hundrað kind- ur. Sr. Brynjólfur var kvæntur Kristínu Jónsdóttur sýslumanns í Hoffelli Helga- sonar. Meðal barna þeirra var Jón, lengi bóndi á Söndum í Meðallandi, hið mesta spakmenni og ljúfmenni og barn- góður með afbrigðum" segir dr. Jón Óumventa Öræfinga eitthvað bið ég mætti þvínga af himni, jörð eða heljarkrá, svo þeir iðran sanna geri, svo sem þeir í Álftaveri í vetur þegar ég var þeim hjá. Séra Sveinn var góðmenni og vel kynntur en heilsuveill og mun ekki hafa notið sín sein skyldi. Séra Sveinn var ekki búmaður. Þar Framhald á bls- 13. „Aldrei hafa svona margir prestar verið staddir í Oræfum“, varð einum kirkju- gestanna að orði, er Hofskirkja var vígð 11. júlí 1954. Þeir eru taldir frá vinstri: sr. Rögnvaldur Finnbogason, þá aðstoðarprestur í Bjamanesi, sr. Sváfnir Svein- bjarnarson, prófastur á Kálfafellsstað, herra biskupinn Ásmundur Guðmundsson, sr. Jón N. Jóhannessen præp. hon. (Hann var prestur í Sandfelli árin 1905—’12), sr. Gísli Brynjólfsson, prófastur, Kirkjubæjarklaustri, og sr. Björn Jónsson í Keflavík. Sr. Eiríkur Helgason í Bjamanesi gat ekki verið viðstaddur vigsluna. Hann var þá orðinn veikur. Uann andaðist 1. ágúst 1954. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.