Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 13
| PRESTSETUR í EYÐI Framihald af bls. 4. naut hann aftur á móti framúrskarandi hæfileika og dugnaðar sinnar ágætu konu, Kristínar Jónsdóttur frá Skraut- hólum á Kjalarnesi. Var hún hinn mesti búforkur, og raunar á öllum sviðum þótti mikið að henni kveða. Á þorradaginn fyrsta árið 1826 fædd- ist í Sandfelli drengur, sem átti eftir að verða eitt af mikilmennum síns tíma, stórbrotinn baráttumaður, einlægur ætt- jar'ðarvinur, brennandi í andanum fyrir frelsi föðurlandsins. Það var Benedikt Sveinsson alþingisforseti, aðalforingi í frelsismálum þjóðarinnar eftir daga Jóns Sigurðssonar. Hálfri öld síðar var annar Sveinn prestur í Sandfelli. Það var Sveinn Ei- ríksson síðar í Ásum í Skaftártungu. Þann 7. des. 1880 fæddist í Sandfelli drengur, sem síðar varð mikill og giftu- drjúgur áhrifamaður í sjálfstæðisbaráttu íslands. Og það átti fyrir honum að liggja að lýsa endurreistu lýðveldi á íslandi á Þingvöllum, 17. júní 1944. Það var Gísli Sveinsson. Þannig er þetta eyðiprestssetur fæð- ingarstaður tveggja mikilla þjóðmála- skörunga, sem báðir settu mikinn svip á frelsisbaráttu þjóðar sinnar um sína daga. Séra Páll Thorarensen (1827—44 og 1850—60) r ftir séra Svein Benediktsson kom að Sandfelli mágur hans, séra Páll Thorarensen frá Munkaþverá í Eyja- firði. Hann var bróðir Þórarins sýslu- manns Öfjörðs, sem fyrr er nefndur. Svo mikla tryggð batt þessi Eyfirðing- ur við Sandfell og Öræfinga, að hann gerðist tvisvar prestur þeirra, fyrst 1827 —44 og síðan 1850—60 eftir að hann hafði verið í Bjarnarnesi í sex ár. Sr. Páll var kvæntur Önnu Benedikts- dóttur frá Hraungerði. Þau hjón gerðust bæði mjög feitlagin, enda sællíf og ekki vinnugefin. Bú þeirra í Sandfelli var frekar lítið og afkoman líklega fremur erfið. Prestur þótti ekki mikill fjár- gæzlumaður og nokkuð vínhneigður. Setr. prestur var séra Páll Thoraren- sen vel kynntur og ágætt orð fær hann hjá biskupi sínum Helga Thordarsen. Einkum fór orð af sr. Páli sem frábær- um söngmanni, sbr. Tvísöngurinn í Surtshelli eftir Grím Thomsen, en það kunnu kirkjugestir ekki síður að meta hjá prestum sínum heldur en það, sem þeir höfðu fram að bera í stólnum. Árið 1845 varð sr. Páll prófastur í Austur-Skaftafellssýslu. Er hann sá eini prófastur, sem í Sandfelli hefur setið. Því embætti fylgdu ferðalög um pró- fastsdæmið til eftirlits með kirkjum og kristr.ihaldi. Vorið 1860 var Páll pró- fastur á ferð austur á Mýrum í kirkju- skoðun. í þeirri ferð andaðist hann, er hann var staddur að Vindborðsseli 19. maí. Öræfingar sóttu líkið austur, því að þar heima í Sandfelli hafið sr. Páll kos- ið sér leg. Sér enn fyrir leiði hans fyr- ir kirkjudyrum í Sandfellskirkjugarði. Þeir, sem fóru austur að sækja lík- kisturna kviðu því að hún yrði erfið í flutningum, því að prófastur var mjög feitlaginn eins og fyrr er sagt. En þetta fór öðruvísi en þeir ætluðu. Ferðin greiddist vel og giftusamlega. Töldu þeir, sem flutninginn önnuðust, sig hafa hug- boð um að sr. Páli væri ekki síður ljúft að koma heim að Sandfelli látinn en lifandi. Einn í ferðinni var Jón í Svína- felli, sonur Páls I Arnardrangi. Hann var ágætur söngmaður. Var hann jafn- an forsöngvari þegar haldið var af stað frá bæjum, þar sem gist vax eða áð á leiðinni. Sr. Páll Thorarensen var mætur mað- ur og Sandfellssöfnuður saknaði hans 10. tölublað 1963 ----------------- Farið yfir Núpsvötn. Lómagnúpur í baksýn. sem góðs manns og sálusorgara þegar hann lézt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 58 ára er hann féll frá og hafði þá verið prestur í 32 ár. Dóttir þeirra sr. Páls og frú Önnu var Oddný Friðrika. Hún var mann- kostakona, vel greind og hafði erft gáfu föður síns — ágæta söngrödd. Hún varð seinna prestskona í Sandfelli, kona sr. Sigbjörns Sigfússonar, sem varð eft- irmaður tengdaföður síns sem prestur Öræfinga. Séra Magnús Nordahl Jónsson (1844—50) au sex ár, sem sr. Páll Thorar- ensen var í Bjarnarnesi, var sr. Magnús Nordahl prestur í Sandfelli. Hann var Borgfirðingur, sonur sr. Jóns Magnús- sonar í Hvammi í Norðurárdal. Hann vígðist aðstoðarprestur til sr. Sigurðar Thorarensen en fékk Sandfell 1844. Sr. Magnús þótti frekar gáfnadaufur og lítill námsmaður en hann var að ýmsu leyti mannkostamaður og vinsæll prestur, þótt ekki þætti hann alltaf prestiegur í háttum sínum. Hann var mikill hestamaður og átti ágæta reið- hesta. í Sandfelli búnaðist honum vel, enda taldi hann það góða jörð og segist hafa þar nægilegt fyrir sig, — „inn- tektir til útgjalda.“ Fyrsti maðurinn, sem sr. Magnús jarð- söng í Öræfum hét Þorsteinn Ingi- mundarson. Hann hafði hrapað til bana er har.n var í lausagöngu við fugla- veiðar í Ingólfshöfða. Það var mjög hættuleg veiðiaðferð, því að mikið er af lausu grjóti í berginu. Sr. Magnús kom því til leiðar að þessi veiðiaðferð var bönnuð og lagðist hún þar með niður. Sr. Magnús Nordahl var fríður mað- ur sýnum, gleðimaður, en nokkuð vín- hneigður. Kona hans var Rannveig Egg- ertsdóttir prests Bjarnasonar í Stafholti. Þau áttu mörg börn, sem ættir eru frá komnar. Þegar sr. Magnús fór frá Sand- felli fékk hann Meðallandsþing. Þar lifði hann aðeins tvö ár. Hann andaðist á Rofabæ tæplega fertugur að aldri. ITér skal staðar numi% þótt freist- andi væri að geta fleiri Sandfellspresta, sem staðinn hafa setið bæði fyrr og síð- ar. Við göngum í bæinn. Við þurfum ekki að knýja á dyr. Hér er enginn til dyra að ganga. Það er alltaf eins að koma inn í auð- an bæ. Auðnin og tómleikinn blasir alls staðar við. Myglulykt og rakaloft mætir manni í staðinn fyrir mannaþef. Eins er þetta hér í þessum reisulega gamla bæ, sem staðið hefur auður í meira en hálfan annan áratug. Við komum fyrst inn í göngin. Beint inn af þeim er stórt og rúmgott eldhús. Þar stendur elda- vélin ennþá við einn vegginn og bíður eftir að einhver komi til að kveikja undir katlinum. Á hægri hönd er gesta- stofa með tveimur stórum gluggum fram á hlaðið. Hún er fóðruð stórrósóttu „betrekki". Undir það hafa verið límd gömul dagblöð. ísafold? Tíminn? Nei, þetta er Politiken frá 9. marz 1924. Sið- asti presturinn í Sandfelli, sem lét byggja þennan bæ, hinn róttæki klerkur Öræfinga, hefur haldið útlend blöð til að fylgjast með straumum og stefnum úti í heimi héðan úr þessu afskekkta plássi. Þetta er eitt dæmi af mörgum um víðsýni íslenzkra sveitaklerka. Við göngum upp stigann og komum upp í portbyggða, panelklædda baðstofu. Hún er hólfuð í þrennt. Gluggar á stöfn- um, smákvistur á miðhúsinu. Fremsta húsið, hjónahúsið(?) er málað blátt með björtum glugga efst á stafninum. Héðan sér vestur yfir auðnir Skeiðarársands, þar sem stórfljótin duna á eyrum. Okkur fýsir ekki að vera lengi inni í þessum eyðibæ. Við viljum komast sem fyrst út undir bert loft, út í blessaða vorblíðuna. Við skoðum okkur um utan bæjar, en höfum ekki langa viðdvöl. Hér er hver kofi að hrynja, hver þekja að rifna, hver raftur að fúna, hver vegg- ur að falla. Allt að verða hrörnuninni og eyðingunni að bráð. Eins og alls staðar þar sem mannshöndin er ekki til staðar til að mæta hruninu með upp- byggingu og halda mannvirkjunum við. Hver verður hlutur þessa gamla prestseturs í framtíðinni? Kemst það aftur í byggð? Óvíst. Verður það aftur prestsetur? Ótrúlegt. Öræfin eru að vísu ennþá sérstakt prestakall — Sandfells- prestakall. En hversu lengi verður það? Um það hefur enginn sótt í meira en þrjátíu ár. Og alltaf eru samgöngurnar að batna við Suðursveitina þaðan sem Öræfunum er þjónað. Nú er ekki nema eitt vatnsfall, Jökulsá á Breiðamerkur- sandi, óbrúað þar á milli, svo að hægt er að fara þessa leið, 60 kra, á stund úr degi. Þess vegna er það ótrúlegt, að aftur verði prestur búsettur í Öræfum. Þar með er þá endi bundinn á hið gamla hlutverk Sandfells í þjóðlifi og kirkjusögu íslendinga. I SMÁSAGAN I Framhald af bls. 3. var ofvaxinn mínum skilningi. Loks ákvað ég að senda hann í sjúkrahús skozka kristniboðsins. Þar var hann í þrjá mánuði og á þeim tíma sá ég hann einungis einu sinni. Ég kom ríðandi framhjá trúboðsstöðinni á leið til brautarstöðvarinnar í Kikuyu og kom þá auga á Kamante fyrir inn- an sjúkrahússgarðinn. Hann stóð einn og afsíðis. Þegar hann sá mig kom hann að girðingunni, en þagði eins og steinn. ICamante kom aftur heim til mín á sjálfan páskadagsmorguninn og af- henti mér bréf frá sjúkrahúsinu, þar sem sagt var að hann væri miklu betri og sennilega læknaður að fullu. Hann hlýtur að hafa vitað hvað í bréfinu stóð, því að hann leit ekki af andliti mínu, meðan ég las það. Kamante hagaði sér ávallt með sjaldgæfum virðuleika en í þetta skipti einkenndist framkoma hans af niðurbældri sigurgleði. Allir innfæddir hafa skilning á dramatískum áhrifum. Kamante hafði vafið gömlum umbúðum vandlega um fætur sér, frá hæli að hné, til þess að búa mig undir óblandna undrun. Það var augljóst, að fyrir hann var hin mikla þýðing augnabliksins ekki bund- in hans eigin lækningu, heldur þeirri óeigingjörnu gleði, sem hann ætlaði nú að veita mér. Hann mundi sjálfsagt líka vonbrigði mín og gremju í gamla daga, þegar læknisaðgerðir mínar mistókust sífellt og hann vissi að sá árangur sem náðst hafði á sjúkrahúsinu var undra- verður. Meðan hann tók umbúðirnar mjög hægt af og í ljós kom alveg heill fótleggur, með einstöku gráu öri, ljóm- aði andlit hans af undarlegri og fram- andi birtu. Þegar Kamante hafði fullkomlega not- ið undrunar minnar og gleði, tilkynnti hann mér það jafnframt með mikilli al- vöru, að hann væri orðinn kristinn. „Ég er alveg eins og þú“, sagði hann. Hann bætti því við, að sér fyndist ég gjarnan geta gefið sér rúpíu (indv. pen.), þar sem Kristur hefði nú, okkur báðum til mikillar gleði, risið upp einmitt í dag. Ij itlu síðar fór hann að heimsækja móður sína, sem var ekkja. En eftir stutta heimsókn í kofa móður sinnar, kom hann aftur heim til mín, eins og hann gengi út frá því sem gefnu að eftirleiðis yrði hans staður hér. Hann var líka í þjónustu minni frá þeirri stundu og allt til þess er ég flutti frá Afríku, tólf árum síðar. Þeir sög&u... „Allar örlagastundir í sögu mannkyns eru Laugaskarð, og ávallt er þar fyrir einhver Leonidas, með sínar þrjú hundruð kempur, til þess að deyja þar, ef sigri verður ekki fagnað.“ — George W. Curtls „Það er betra að hafa heldur minni þrumur í munninum — og þeim mun meiri eldingar í hendinni." — Ben Chidlaw, hershöfðingi. „Láturn 09S ekki reynast „dverga" 1 málum, sem krefjast karlmannskrafta og þors“. — Daniel Webster Eiginmaður er elskhugi, sem búið e<r að geia taugaveiklaðan. — Texas Guinan LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.