Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 16
i I í Sjóslysin gera oftast ekki boð á undan sér. Höggið ríður, hræðilegt og skyndilega. Hin hefðbundna venja, að skip- stjórinn verði að vera síðasti maður frá borði sökkvandi skips og sökkva með því í djúpið. ef svo vill verkast, tryggir einhverja stjórn, þar til yfir lýkur. Án slíkr- ar stjómar hefðu orðið miklu verri slys á sjónum. Skipstjórarnir hafa haldið tryggð við venju sína í marga mannsaldra. En á öldinni, sem ieið, var fyrst far- ið að iðka aðra venju, sem er jafnvel enn göfugmannlegri og hefur orðið miklum fjölda hjálparvana farþega til bjargar. Hún mótaðist á áhrifa- mikilli stundu og náði þegar alger- um tökum á hugum manna. Senni- iega hefur enginn atburður í sögu siglinganna haft dýpri áhrif á hegðun manna á sjó en strand brezka her- fluíningaskipsins Birkenhead við Suður-Afríku árið 1852. B retar áttu í höggi við ætt- flokka Kaffamanna á austurlanda- mærum Höfðanýlendunnar. Afríku- mennirnir höfðu reynzt svo harð- vítugir stríðsmenn, að nauðsyn varð á liðsauka. Flotaskipið Birkenhead safnaði saman hermönnum og útbún- aði frá 10 herfylkjum í Bretlandi. Að því loknu hraðaði það ferð sinni áleiðis til Höfðans. Á skipinu voru yfir 600 menn að meðtöldum 20 kon- um og börnum, sem voru fjölskyldu- lið hermannanna. Þegar skipið fór að nálgast Góðrar- vonarhöfða, var siglt nærri landi til að spara tíma. Klukkan 2 aðfaranótt 26. febrúar árið 1852 rakst skipið á neðansjávarrif um eina mílu frá landi. Áður en 15 mínútur voru liðn- ar, brotnaði bógurinn af skipinu. Með honum fórust nokkrir farþegar og skipverjar. Það, sem eftir var af skip- inu, hélzt á floti aðeins 10 mínútum iengur. En atburðirnir, sem gerðust þær 25 mínútur, sem skipið flaut, frá því það rakst á grunnið, gleymast ei. lr egar skipið rakst á grunnið, var skipstjórinn, Robert Salmond, sofandi undir þiljum og einnig yfir- foringi hermannanna, Seton majór í Hið fræga málverk „Birkenhead- strandið“ eftir Thomas Henry. ,,Konur og börn í bátana fyrst" var þá hrópað fyrsta sinn í hafsnauð 14. herfylki Hálendinga. Þær tvær tylftir hesta, sem skipið flutti, lét Salmond skipstjóri reka í sjóinn, til þess að bátunum stafaði ekki hætta af tryllingi þeirri síðar. Sjórinn kringum skipið varð brátt rauður á að líta, vegna þess að umbrot hest- anna drógu að sér torfu hákarla. Eins og oftast er, þegar sjóslys ber að höndum, var ekki unnt að koma öllum bátunum í sjóinn vegna halla á skipinu. Einn bátur eyðilagðist, þeg- ar reykháfurinn brotnaði og valt um koll. Aðeins þrír bátar komust í sjó- inn. Þeir gátu aðeins tekið 80 menn af öllum þeim fjölda, sem var um borð í skipinu. Augliti til auglitis við þessa sorglegu staðreynd gaf Sal- mond skipstjóri skipunina: „Konur og börn fyrst.“ Alltaf síðan hefur þessi skipun mótað breytni þeirra manna, sem lent hafa í sjóslysum. E nginn mótmælti skipun skip- stjórans. Konum og börnum var í flýti komið í bátana. Varð að toga sumar konur og börn úr örmum eig- inmanna og feðra. Samtals 210 menn björguðust í land úr hinu strandaða skipi. Þeir menn, sem ekki komust í bátana, héngu á dóti og braki, en sumir komust í land á sundi þrátt fyrir hákarlana. Engar konur fórust og engin börn. Lucas flokksforingi í 73. herfylki skrifaði seinna um at- burðina með orðum, sem þrungin voru tilfinningum Viktoríutímans: „Erfitt er að lýsa því, hversu mjög mönnum létti í skapi við vitneskj- una um, að fólki því um borð, sem var algerlega hjálparvana, hafði ver- ið tryggt það öryggi, sem völ var á. Þökk sé Guði fyrir, að sjaldan hefur verið unnt að segja um Englendinga, að þeir hafi látið konur og börn far- ast, en bjargað sjálfum sér.“ En hegðun hinna 420 manna, sem fórust, er áhrifaríkasti þátturinn í sögu Birkenheadslyssins. Eftir að skipið strandaði, var fyrsta skipun Setons majórs, að allir hermenn skyldu mæta uppi á þilfari. Sumir fylgdu fordæmi yfirmanna sinna og mættu alklæddir í hermannafötum, en margir mættu á náttfötum. Allir röðuðu sér í fylkingar í náttmyrkr- inu. Merkjaljós lýstu upp andlit þeirra. Þegar bógurinn brotnaði af skipinu, stóðu hermennirnir teinrétt- ir. Er afturhlutinn brotnaði af, héldu þeir enn skipulegum röðum á hinum hallandi miðhluta, sem þá var eftir ofansjávar. •L. itt frægasta flotamálverk allra tíma, Birkenheadstrandið eftir Thomas Henry, sýnir hið ótrúlega æðruleysi hermannanna og ungan trumbuslagara er spyrnir fótum við hallandi þilfarinu til að geta haldið áfram að slá trumbuna. Salmond skipstjóri reyndi nú að gefa hermönnunum frí með skipun- inni: „Aiiir þeir, sem syndir eru, hlaupi fyrir borð og haldi til bát- anna.“ Seton majór gerði sér ljóst, að hröð framrás hermanna kynni að sökkva bátunum. Hann gaf því hermönnun- um þessa gagnstæðu skipun: „Sand- ið kyrrir." Allir hlýddu skipun majórsins nema þrír menn, sem yfir- gáfu raðirnar með það fyrir augum að bjarga sér. Þessi atburður hafði þau áhrif á Rudyard Kipling að hann skrifaði eftirfarandi orð: „Að þeir hreyfðu sig ekki á Birkenhead-dekki er erfitt að ímynda sér.“ (But to stand an’ be still to the Birken’ead drill is a damned tough bullet to chew). Seton majór hélt reisn sinni til hins síðasta. Hann kvaddi hinn unga flokksforingja Lucas virðulega með handabandi og óskaði honum vel- farnaðar. Lucas sagði: „Ég vona að við hittumst í landi.“ „Ég held við munum ekki hitt- ast,“ svaraði Seton. „Ég kann ekk- ert að synda.“ B irkenhead sökk í djúpið, og hermennirnir losnuðu að síðustu úr röðum sínum. Flestir þeirra drukkn- uðu. En hin frábæra hugprýði þeirra vakti öldur aðdáunar, sem bárust um víða veröld. Hið rómantíska málverk Henrys „Birkenheadstrandið" hefur orðið mörgum minnisstætt, því að menn ættu að haga sér eins og hér að fram- an er lýst ef hættu ber að höndum á sjó. Grímur Þorkelsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.