Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 5
V vers vegna ég starfa í leikhúsinu Franska nóbelsverðlaunaskáldið Albert Camus. EFTIR ALBERT CAMUS Albert Camus var einn kunnasti rithöfundur Frakka þegar hann fórst í bílslysi árið 1960, tæplega 47 ára gamall. Ilonum voru veitt bókmennta verðlaun Nóbels árið 1957, þá tæpra 44 ára, og var liann yngsti Nóbels- verðlaunahöfundur síðustu 50 ára. Camus lét almenn málefni mikið til sín taka, bæði pólitísk og félagsleg. Hann var virkur þátttakandi í and- spyrnuhreyfingunni í Frakklandi á striðsárunum og m.a. ritstjóri leyni- bkaðsins „Craabat". Kinnig baröftst hann af mikilli liörku fyrir afnámi dauðarefsingar. Skáldverk Camus eru ekki möx-g, en þau hafa náð mik- illi útbreiðslu. Ein kunnasta skáid- saga lians, „Plágan“, kom út hér- lendis fyrir nokkrum árum og síð- asta skáldsaga hans, „Fallið“, kom út árið 1961. Camus hefur starfað mikið i leik- liúsinu og hlaut almenna viðurkenn- ingu fyrir sýningu sína á „Hinum djöfuíóðu," sem hann samdi uppúr samnefndri skáldsögu Dostoévskis. Erindið hér á síðunni var upphaflega samið fyrir sjónvarp, en síðar birt- ist það í frönskum og bandarískum leikhúsritum. H vers vegna starfa ég í leikhús- inu? Ég hef oftsinnis lagt þessa spurn- ingu fyrir sjálfan mig. Og fram til þessa hef ég aðeins fundið eitt svar við henni, svar sem hlýtur að hljóma mjög hvers- dagslega: Einfaldlega vegna þess að leik- húsið er einn þeirra staða í veröldinni þar sem ég er hamingjusamur. Farið samt varlega í sakirnar: þessi hugsun er ekki eins hversdagsleg og virðast má í fljótu bragði. Nú um stund ir er hamingjan viðsjárvert umræðu- efni. Menn hafa tilhneigingu til að fela leit sína að henni jafnvel fyrir sjálfum sér, og líta á hana eins og einhvers Jkonar rósrauðan listdans sem þeim beri skylda til að beiðast afsökunar á. Stund um sé ég í blöðum að athafnamenn, sem hafa helgað allt líf sitt opinberum störf- um, finni athvarf og skjól í einkalíf- inu. Er ekki vottur af fyrirlitningu í þvílíkri hugmynd? Fyrirlitningu og ó- hjákvæmilegum fylgifiski hennar, hé- góma. Ég hef fyrir mitt leyti orðið vitni að mörgum dæmum um hið gagnstæða: menn sem haifa fundið hæli í opinberu lífi til að sleppa frá einkalífinu. Valda- menn eru oft mestu skussar þegar til hamingjunnar kemur, og er það skýring in á því hvers vegna þeir geta ekki ver- ið Ijúflyndir. Á 5 vera hamingjusamur nú á dög- um er eins og að lifa í synd: Við það má aldnei kannast. Segðu aldrei sak- leysislega, án þess að taka tillit til hins illa: „Ég er hamingjusamux". Á samri etund muntu lesa þína eigin fordæm- ingu af hnipruðum vörum allra við- staddra: „Jæja, svo þú ert hamingju- samur, væni minn! Segðu mér þá, hvað hefurðu hugsað þér að gera í sambandi við munaðarleysingjana í Kasmír og holdsveikissjúklingana á Nýju Hebrides eyjum? Ekki verður sagt að þeir séu hamingj usamir ‘ Núnú, hvað er hægt að gera? Niður- staðan er að við verðum á augabragði jafndapurlegir og tannstönglar. Eigi að síður freistast ég til að trúa, að við getum þvi aðeins orðið þeim að raunverulegu liði, sem búa við neyð, að við séum sjálfir sterkir og hamingju- samir. Sá sem lítur á líf sitt eins og byrði og kiknar undir þunga sjálfs sín getur aldrei orðið öðrum að liði. En sá sem hefur stjóm á tilfinningum sínum og lífi er raunverulega fser um að gefa. Ég þekJkti einu sinni mann sem elskaði ekki konu sína og var í örvæntingu ú.t af því. Dag nokkuxn ákvað hann að belga henni líf sitt algerlega (Það var m.ö.o. hóflaus uppbót). Upp frá þeirri stund varð lif aumingja konunnar, sem hafði verið bærilegt fram til þessa, al- gerf helvíti. Eiginmaðurinn varð nefni- lega stærilátur í sjálfsfórn sinni og al- veg óþoland'i hollur konu sinni. Þannig er það nú á dögum. Fólk helgar lif sitt helzt þeim mönnum sem það hefur minnstar mætur á. Þessir öfugsnúnu og önuglyndu elskendur giftast til hins verra, aldiei tii hins betra. E r nokkur furða, eins og málum er báttað, þó veröldin virðist vera sjúk og erfitt reymst að líma mynd ham- ingjunnar á hana — einkanlega þegar rithöfundur á í hlut? Engu að síður held ég fast við virðingu mína fyrir ham- ingjunni og hamingjusömu fólki. Til heilsubótar reyni ég að vera eins oft og ég get á þeim stað sem gerir mig hvað hamingjusamastan, þ.e.a.s. í leikíhúsinu. Ánægja min í leiikhúsinu er að því leyti ólík ýmissi skammvinnari ánægju í lífi mínu, að hún hefur enzt mér yfir 20 ár, og þó ég væri allur af vilja gerður held ég ekki að ég gæti án hennar verið. Árið 1936 endurskipulagði ég leikflokk, sem var hættur að starfa, í danssal í Algeirsborg og setti á svið leikrit eftir margs konar höfunda, allt frá Malraux í nútímanum til Dostóévskís og Eský- losar í fortíðinni. 23 árum síðar tókst mér að setja á svið skáldsögu Dostó- évskís, „Hinir djöfulóðu", í leikformi í Théatre Antoine. Jafnvel ég sjálfur var undrandi yfir hve dyggilega frum- textanum var fylgt — eða hve víman var langvinn. Ég velti fyrir mér orsök- inni til þessai-ar þrákelknislegu dyggð- ar minnar eða lasta-. Og ég komst að þeirri niðurstöðu, að orsakirnar væru tvenns konar, önnur varðaði mitt eig- ið eðii, hin fól i sér eðli leikhússins. Fyrri orsökin og sú sem minna lét yfir sér var sú, að með því að starfa í leikhúsinu slepp ég frá því sem mest hrjáir mig í starfi minu sem rithöfund- ur. Ég slepp í fyrsta lagi frá því sem ég kalla hið hégómlega umferðaröng- þveiti. Setjum svo að þú heitir Fern- andel, Brigitte Bardot, Aly Khan eða með hæverskara dæmi Paul Valéry. A.m.k. er nafn þitt í dagblöðunum. Og jafnskjótt og nafn þitt birtist í blöð- unum byrjar umferðaröngþveitið. Póst- urinn berst í stríðum straumum, heim- boð úr öllum áttum, og þessu verður maður víst að svara. Ríflegur hluti af tima þínum fer í að neita að eyða hon- um til ónýtis. Helmingurinn af þrótti þinum og starfsþreki fer í að segja nei með öllu mögulegu móti. Er þetta ekki heimskulegt? Víst er það heimskulegt. En þannig er okkur hegnt fyrir hégóma- girnd okkar af hégómanum sjálfum. Hins vegar hafði ég veitt því eflirtekt að all- ir líta á starf í leikhúsinu með hálfgild- ings lotningu, enda þótt það sé líka hé- gómlegt starf, og að ég þurfti ekki að gera annað en tilkynna að ég væri á æfingu. Það myndast þegar í stað eyði- mörk kringum mann. Og hafi menn þá slægð til að bera, sem ég hef, að æfa . allan daginn og part úr nóttinni, nú þá verður þetta satt að segja hreinasta paradís. í þessu tilliti er leikhúsið klaustrið mitt. Hávaði heimsins brotn- ar á veggjum þess, fyrir innan, í hin- um helgu véum, beinir samfélag vinn- andi munka, útilokað frá öldinni, hug- um sínum og hjörtum í heila tvo mán- uði að einu marki, undirbýr hina helgu athöfn sem verður hátíð'leg haldin í fyrsta sinn eitt kvöld í fýllingu timans. ICemur orðið „munkar" á óvart? Mjög gáfaðir eða mjög bai-nalegir blaða- menn (ég veit ekki hvort), ku/ina að hafa komið þeirri hugmynd inn hjá ykkur að leikhúsfólk sé eins konar skepn ur sem fari seint í háttinn og standi í stöðugum hjónaskilnuðum. Ég væri án efa að blekkja ykkur, ef ég segði ykk- ur að leikhúsið er miklu hversdags- legra en þetta, eða jafnvel að fólkið þar skilur sjaldnar en menn sean fram- leiða vefnað, sykur eða blöð. Hlutur- inn er bara sá, að þegar hjónaskilnað- ur á sér stað meðal leikara talar fólk eðlilega meira um það. Við gætum sagt að hjartað í Söru Bernhardt njóti meiri hylli en hjartað í M. Boussac. Það er mjög skiijanlegt. Samt krefst leiklist- in álíka líkamsþreks og sjálfstjórnar af iðkendum sínum eins og iþróttirnar. Leiklistin er starf þar sem líkaminn er mikilvægur, ekki vegna þess að hann sé notaður til munaðarlífs eða ó>hófs, heldur vegna þess að haun verður sí- fellt að vera í góðri þjélfun. Dyggð- ugt líferni er því nauðsyn, sem er senni- lega eina leiðin til að vera dyggðugur. Hvað sem því líður, þá kann ég bet- ur við mig í hópi leikhúsfólks, hvort sem það er dyggðugt eða ekki, heldur en meðal starfsbræðra minna, mennta- mannanna. Eins og allir vita eru mennta- menn sjaldan ástúðlegir, það fer ekki vel á með þeim. Svo er önnur orsök. sem ég get ekki fyllilega skýrt. Þegar ég er í hópi menntamanna hef ég æv- inlega á tilfinningunni að eitbhvað það sé í fari mínu sem ég þurfi að fá fyrir- gefið, mér finnst alltaf að ég hafi brot- ið reglur hópsms. Slík tilfinning flæm- ir burt sjálfsvild mína, og án sjálfs- vildar geri ég jafnvel sjálfan mig dauð- leiðan. Á leiksviðinu eru viðbrögð mín sjálívakin. Ég er ekki að hugsa um að vera eða vera ekki, og það eina sem ég deili með samverkamönnum minum em raunir og gleði hins sameiginlega verk- efnis. Þetta ástand er, að ég held, kall- að samféiag og það hefur orðið mér ein mesta ánægja í lifinu. Ég týndi þvi þegar ég fór frá blaði sem við gáf- Framhald a bls. 6 10. tölublað 1963 LESBÓK I.IORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.