Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1963, Blaðsíða 12
I BÚSKAPUR I Framhald af bls. 11 Alltaf hafði Eggert heyvinnuráðs- mann, sem var sá sami öll þau sumur, er ég var í Viðey. Oddur hét hann, Björnsson, frá Þúfu í ölfusi. Hann var góður heyvinnumaður, stjórnsamur og „aktanlegur“. Allur annar heyskapur utan túns, sem þá var alltaf mikill, var heyjaður vestur á eynni. >ar var gott heyfall — næstum eins og taða. Engjarnar voru ágætlega sprottnar og grasgefnar ár- lega, en þó nokkuð þýfðar, enginn blett- ur sléttur; sums staðar utan með óslá- andi vegna þúfnakarga, en loðið eins og bezta tún. Síðar var það plægt og sléttað. Eins og fyrr segir, varð að reiða þennan heyskap allan á hestum. Var þá reitt á 7—8 hestum og alltaf hirt mikið í einu. Alltaf stóð eitthvað af karlmönnunum við slátt, þó þurrkar væru Og verið væri að þurrka og sæta, eða binda og hirða heim, því bæði var, að fólkið var margt — og svo hitt, að engjarnar voru talsvert þýfðar og veitti ekki af, að alltaf væri verið að slá. Þegar heyjað var vestur á eynni, var allt fært á engjarnar — matur og kaffi. Var snætt í einu stóru tjaldi og ekki komið heim fyrr en á kvöldin. Allur heyskapur í Viðey árlega var um og yfir 2000 hestburðir. Fór hann váxandi, eftir því sem túnið stækkaði og batnaði, og komst upp í 2400 hesta. Seinustu árin var taðan orðin miklu meiri, í hlutfalli við utantúnsheyskap- inn. Heyinu var hlaðið í þverstæður í hlöðuna. Þannig á víxl: Taða og úthey — með mjórri geil á milli. Var þetta gert bæði vegna hitans, því oftast var mjög erfitt að þurrka svo að heyið vildi ekki hitna um of. Þrátt fyrir þetta, hitnaði oft helzt til mikið í stæð- unum. Á hinn bóginn var miklu auð- veldara að leysa og gefa heyið, ef skiptist á úthey og taða, þegar notað var svipað magn af hvoru daglega. Allar nýsléttur og það, sem slétt var orðið af túninu var tvíslegið. Mátti segja, að það væri fullkomin nýting í ræktun og heyskap á þeim árum. Þvag var borið á slétturnar, þegar búið var að hirða af þeim fyrri sláttinn, og spruttu þær þá svo vel, að á þeim var síbreiðugras. En illt var að þurrka hána seinni hluta sumars, og vara mátti sig á henni í hlöðunni. >á var engin vot- heys-verkun komin til sögunnar eða nokkur þekking og sízt reynsla. Alltaf voru mikil hey í Viðey og stórmiklar fyrningar árlega, enda oft sótt þangað hey á vorin úr Reykjavík — og stund- um ofan úr Mosfellssveit. Ekki var það venja í Viðey að halda töðugjöld þegar lokið var hirðingu tún- anna, eins og siður var þá hjá flestum bændum í sveitum. En þess í stað var haldin stórveizla í sláttulokin, áður en kaupafólkið fór. Var þá veitt vel og rausnarlega, og haldin dansskemmtun fram undir morgun. Þótti slíkt í þá daga ekki smáræðis nýbreytni. Ekki skorti þátttöku húsbændanna, þegar gerður var dagamunur, hvort heldur verið var að kveðja kaupafólkið eða á öðrum tyllidögum og hátíðum. Næsta dag eftir veizluna, þegar búið var að flytja mjólkina, var allt kaupafólkið flutt til Reykjavíkur. Þá áður um kvöld ið borgaði Eggert fólkinu öllu kaupið út í peningum, eins og hans var raun- ar venja með allt verkafólk, sem hjá honum vann, að borga því upp kaupið þegar ráðningartíminn var úti eða þeg- ar það fór. Yfirleitt borgaði Eggert í Viðey aldrei nema meðalkaup, eins og það var á hverjum tíma, og algengast var hjá bændum um sláttinn og öðrum vinnuveitendum, nema sérstökum mönnum, sem hann þurfti að velja til vissra verka. Þá fengu kaupamenn 12—14 kr. á viku og stúlkur 6—8 kr. Á þessum árum voru karlmenn um sláttinn í Viðey fyrir kr. 12 og 13 og kaupakonan fyrir 6 og 7 kr. En það var almannarómur, að fólk viidi miklu heldur vera í Viðey heldur en að fara eitthvað annað upp um sveitir, vegna þess að þar var vinnutiminn reglu- bundnari og styttri og kaupið borgað út í peningum, þegar farið var. Svo var það, sem allir fundu, að í Viðey var frjálst og skemmtilegt heimili og góður viðurgjörningur og húsakynni. Án efa hefur það líka gjört sitt, að fólk var alltaf margt þar. öllum heyskap var snemma lokið í Viðey — oftast seinnipartinn í ágúst- mánuði. >á var mjólkurkúnum hleypt á túnið og vestur um eyna. Voru þá kúahagar orðnir, að vanda, heldur lé- legir um austur- og norðurhluta eyjar- innar. Kýrnar voru alltaf teknar snemma inn á haustin, eða um leið og þær voru búnar að bíta það bezta af túninu. Alltaf var kúnum gefinn dá- lítill skammtur af mat á sumrin, en samt vildi minnka í þeim til muna. Oft var ræktað mikið af fóðurrófum í Við- ey, sem kúnum voru gefnar á haustin, fram eftir. Þær spruttu mjög vel og voru gott fóður til mjólkur, en ekki var gott að geyma þær lengi fram eftir hausti. Eftir sláttinn var jöfnum höndum byrjað á jarðabótum og ýmsum öðrum útiverkum, meðal annars að gera veg yfir mýri norðan við túnið og niður klifið yfir á Eiðið, eða flytja og jafna út gamlar kofatættur, búa til Naust fyrir bátana, sem gert var upp af heima- lendingunni, og bátarnir voru settir upp í. Átti að koma þar spil. Fleira var haft í takinu og unnið að eftir ástæðum. Svo var líka búfjár-slátrun. F ggert gerði alltaf snemma á hverju hausti endurskoðun, eða rögun, á kúnum, sem hann tók frá og lét farga. Réð þar að vísu aldur og galiar, en þó mestu ársnytin, sem bundin var lágmarki. Mörgum þessum gripum var slátrað fyrir heimilið. En nokkuð af kjötinu var selt til Reykjavíkur. Á haustin var hirt og flutt heim allt nýtilegt timbur, sem rak upp. Það rak stundum talsvert af timbri upp í Viðey þessi ár. Stundum voru þetta heil könt- uð ré og plankar. Þetta mun hafa tekið út í Reykjavík eða fallið útbyrðis í uppskipun. En Viðey var með útbreidd- an faðminn fyrir öllu þess háttar, sem út tók, ef vindur stóð af höfninni í Reykjavík. Eitt sumar rak á þennan hátt mikið af trjám 5x5”, sem kaupmaður í Reykjavík átti og voru þau með hans vörumerki. Leyfði Eggert honum óðara að fara með staurana. Einn vetur slitnaði skip upp í Reykjavíkurhöfn í ofsa vestan-roki, og rak upp í kletta og brotnaði þar í spón. Allt, sem losnaði úr þessum dalli, rak næsta dag upp í Viðey. Allt fólkið þar, sem eitthvað gat, var tekið til að bjarga timburbrakinu undan sjó. Þetta var eins og nokkurs konar hvalreki. Ég hygg, að þessi hlunnindi séu löngu horfin úr Viðey, síðan hin lokaða höfn var gerð í Reykjavík. Hér að framan hefur verið nokkuð sagt frá búrekstrinum í Viðey — fram- kvæmdum þar og daglegum störfum fólksins og vinnutilhögun í meginatrið- úm. Eggert Briem var mikill fyrirhyggju- maður um allt, sem við kom búskapn- um og heimilishaldinu í Viðey. Það fór ekki framhjá nokkrum manni, sem þar var og kynntist heimilinu, stjórn bús- ins utanbæjar og innan, niðurröðun verka og skipulagi á því, sem fram- kvæma áttL egar ég nú dreg upp þessa mynd af athafnaheimilinu í Viðey og rifja upp fyrir mér framkvæmdir og störf þar, sem mér eru enn í fersku minni, minn- ist ég þess, að maður var bæði stoltur og hrifinn af að mega tileinka sér þetta glæsilega og stóra heimili. >á leit maður á þetta sem lítt þroskaður unglingur; áleit, að Viðeyjarheimilið væri auð- heimili, þau hjón hefðu alltaf fullar hendur fjár og fengju flest fyrirhafnar- lítið. Eftir því sem ég hef hugleitt þetta meira á síðari áratugum ævi minnar — búrekstur og framkvæmdir Eggerts Briem í Viðey — skil ég hann betur athafnabóndann, sem var miklu frekar stórhuga brautryðjandi íslenzkr- ar bændastéttar þeirrar tíðar — og vildi sýna það í verki og framkvæmd — heldur en fjárgróðamaður. En þó var því við brugðið af öllum, sem þekktu, hvað Eggert var hagsýnn og kunni vel að færa sér í nyt verzlun og innkaup fyrir hinn stóra búrekstur í Viðey. Ég hygg, að flestum núlifandi mönn- um muni þykja það harla ótrúlegt, að á heimili, sem er í næsta nágrenni Reykjavíkur og rekur stórbúskap, hefur tugi manna í heimili, flytur daglega afurðir búsins til sölu í kaupstaðinn og verður að gera mikil og margvísleg innkaup aðfluttra vara til rekstrar búsins, hafi aldrei verið keypt í kaup- staðnum (Rvík) — ætt eða óætt, smátt eða stórt — annað en brauðin, sem komu með brúsunum daglega. Allar vörur til heimilisins, svo og fóðurvörur, komu með skipunum beint frá Kaup- mannahöfn, venjulegast einu sinni eða tvisvar á ári. Það er áreiðanlegt, að hér hefur ver- ið um mikla verzlunarhagsýni að ræða, samhliða fyrirhyggju og stórkostlegum fjárhagslegum hagnaði. Mun öllum það ljóst, sem verzlunarviðskipti þekkja. llar þessar vörur til Viðeyjar- búsins komu með póstskipunum Láru og Vestu. Þessar vörur komu venjulegast seinnipart sumars eða snemma á haust- in, eftir því sem á ferðum skipanna stóð. Vörurnar voru teknar beint frá skipinu og fluttar á uppskipunarbátum til Viðeyjar. Þarna kom allt, sem heim- ilið þurfti til ársins, eins og áður segir. Það var lika rétt, sem sagt var þá í Viðey meðal fólksins þar: „Ekki einu sinni eldspýta er keypt í Reykjavik“. Það eina, sem við vissum, að keypt var í Reykjavík, voru jólagjafir. Stundum fór Eggert út til Kaup- mannahafnar, ef vel stóð á skipaferð- um. Mun hann þá hafa gert innkaup á vörum sínum eða ráðstafað þeim þar. Allur vöruforði, annar en fóðurvörur, var geymdur í ibúðarhúsinu, á loftun- um sem voru tvö — neðra og efra loft. Þessar geymslur voru bæði góðar Og rúmmiklar, enda þurfti þess hvors tveggja, þegar geyma átti ársforða. Fóðurvörur allar voru geymdar á fjós- loftinu, sem var þurr og góð mjölvöru- geymsla og geysi-rúmmikil, eins og áð- ur hefur verið frá sagt. Þarna voru stórir hlaðar af hverri tegund, t. d. 200 pd. fóðurmjölssekkir, líkast og maður sá mest í pakkhúsum kaupmanna. Eg get varla stillt mig um að geta þess helzta, sem mér er enn í huga, af þeim vörutegundum og magni þeirra. Ég man enn, hvar og hvernig hverri tegund var raðað og staflað í geymsl- unum. Ég var oft sendur, öðrum frem- ur — og raunar alltaf, ef ég var inni, (því ég var ekkert latur að skokka upp og niður stigana) til að sækja ýmislegt, sem þurfti, í þessar geymslur, bæði ætt og óætt. Ráðskonan, Katrín Gunnlaugsdóttir, hafði undir höndum alla lykla að þeim geymslum, sem voru í íbúðarhúsinu, svo og húsmóðirin sjálf, sem líka þurfti að senda upp í geymslurnar. IVÆatargeymslan var á miðloftinu í stóru herbergi, en þar var m. a. þessi forði: Stór hlaði af hveitipokum. Hrís- grjónasekkir í stafla og aðrar korn- tegundir. Kaffibaunir í heilum sekkj- um, 4—5. Stór kista með exports- kaffi. Stór hlaði af kandíssykur- kössum, ca, 15—20 ks. Hvítasykur- toppar í stórum stafla á hillu. Heilar tunnur, ekki stórar, af púðursykri. Tunna af sætasaft — og önnur af súrsaft, stærri. Margir kassar af rús- ínum og sveskjum. Nokkrir kassar af súkkulaði (ekki stórir). Plöntu- feiti í stórum kössum. Tvibökur, „familíukex" og fleira slíkt í mörg- um kössum. Bökunardropar og þ.h. í smákössum fullum af glÖsum. Margar krukkur af gerdufti. Og ótalmargt fleira var þar, sem ekki er unnt upp að telja. Við lítum þá í geymsluna á eíra loftinu. Þar sjáum við: Þvottaefni í mörgum litlum tunn- um, svó og grænsápu (blautsápa). Þvottasóta í mörgum kössum. Sól- skinssápu í 3—4 kössum, ekki þó stórum. Handsápa var þar í litlum kössum. Ýmsar stærðir lampaglasa í mjög stórum kössum, og skipti hundruðum glasa. Tugir vegglampa á lager, enda margir í gangi í öllu húsinu. Mjólkurbrúsar, 25 og 30 lítra, skiptu tugum. Mjólkurfötur og stór varaskilvinda. „Filt“ í mjólkur- sigti. Öskjur í stórum kössum. Stór bunki af skóflum, bæði í fjósið og til útiverka. Jarðvinnslu- kvíslar. Strákústar voru í tugatali. Nolckrir kassar af ljábrýnum og ljá- blöð í tugatali. Luktir, sem hafðar voru í fjósið og útihús, einnig í tuga- tali. Margir kassar af alls konar saum. Ótalmargar kaðalrúllur í reipi o. fl. Nokkrir litlir pokar af nauta- böndum. Dálitil hrúga af óniðursög- uðum brúnspón í hrífutinda. 15 kýr- húðir, litaðar og hertar. Þá var geng- ið á skinnskóm. Þar var einnig ótal margt, sem ekki verður talið upp. En ég stóð undrandi fyrst — að sjá tvo gríðarstóra kassa af eldspýtna-búnt- um, 5—6 olíuföt í röð hjá gömlu smiðjunni og fullan skúr af kolum. Ég læt þessa vörulýsingu nægja, þó flest annað, sem hér er ekki talið, hafi verið þessu líkt. En þetta sýnir, að þarna var ekki verið að reiða daglega í bréfpokum úr kaupstaðnum, eins og við gerum bændurnir nú til dags. Allir sjá án efa, að hér var um betri viðskiptahagnað að ræða heldur en að taka vörur sínar smám saman eftir þörí- um hjá kaupmönnunum í Reykjavík, þó meira fjármagn þyrfti í einu til að taka svona stóran ársforða. Eggert sagði sjálfur um þettaí .....að kaupmenn í Reykjavík flyttu ekki inn fóðurvörur, og sízt allar þær, sem hann þyrfti að nota, og svo væri það mikil áhætta að hafa ekk-i alltaf árs- forða, því skipaferðir væru ótryggar á vetrum, og kraftfóður-gjöfin yrði að vera sem jöfnust og mætti ekki slitna í sundur — til að halda mjólkinni sem jafnastri“. Enda var Eggert mjög aðgæt- inn og forsjáll með að taka svo ríflega til ársins, að alltaf náði saman — og sumt mun meira. Það var því sannmæli Viðeyjarfólks- ins, „að aldrei þyrfti neitt að fá úr kaup- stað hér, ekki einu sinni eldspýtur". Þeir sögðu... „Eg vildi ekki gera neitt til þess eina að hefna mín. En ég vildi vinna til næst um því hvað sem væri til þess að tryggja framtíðina.“ — James A. Garfiel „Hugrekki er það verð, sem lifið krefst — tii viðhalds friðinum.“ — Amelia Earhaxt Futnanu 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.