Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 4
Séra Gísli Brynjólfsson: Byggðasaga Brunasands II. Fyrsti bærinn — OrrilStllStaÖÍr SÁ, sem fyrstur reið á vað- ið og gerðist bóndi á Brunasandi hét Magnús Einars- son á Brattlandi, 27 ára gamall, talinn prúðmenni af sóknarpresti sínum og allvel kunnandi Kona hans var Ingibjörg Gísladóttir, einnig 27 ára, „sæmilega að sér og þokkasæl“. Foreldrar hennar voru þau Gísli Þorsteinsson á Geirlandi og miðkona hans, Ingi- björg Ólafsdóttir frá Hrauni í Landbroti. Voru þau hjón góðvin- ir Jóns próf. Steingrímssonar svo sem sjá má af ævisögu hans, þar sem þeirra er m.a. getið með þessari hlýlegu setningu: „Gísli minn á Geirlandi og Ingibjörg komu og mér til stundarskemmt- unar“. Gísli var „bláfátækur barnamaður“ enda fékk hann hæsta styrk í úthlutun á gjafa- fénu vorið 1784. En hann mun hafa verið vel gefinn maður, var bæði hreppstjóri og umboðsmað- ur Klausturjarða. Síðasta kona hans var Guðný, dóttir Jóns Magnússonar á Kirkjubæjar- klaustri. Þegar þau Magnús og Ingibjörg stofnuðu nýbýlið á Brunasandi, áttu þau einn son, Einar (5 ára). Þá höfðu þau tvær vinnukonur: Ingi- björgu Jónsdóttur, 15 áxa, og Guð- nýju Björnsdóttur, 32 ára. Þetta fólk var fyrstu landnemar Brunsandsins. Því hefur sjálfsagt brugðið við að koma niður á sléttlendið ofan úr brekkunum á Brattlandi. Það var lítil jörð, austust af byggðum bólum á Síðunni, hafði byggzt eftir Eld, þar sem áður var Þverárdalur, sem eyðzt hafði af „snjóflóðum, og nú fyrir fullt og allt af eldhrauni", segir Jón Steingrímsson. Brattland hefur verið erfið jörð, enda ekki bú- ið þar síðustu hálfa öld. Það var því ekki óeðlilegt, þótt Brattlands- bóndinn vildi brayta til og fá sér annað ábýli, en þau lágu ekki á lausu í þá daga. Þess vegna hefur hann gerzt landnemi. M. OBRUSTUSTABIR Lagnús Einarsson valdi hinum nýja bæ sínum stað fyrir miðjum Eldhraunstanganum, beint fram af Orrustuhól og nefndi Orrustustaði. Sjálfsagt er bæjarnafnið af honum dregið, enda þótt sagnir séu til um það, að það eigi sér annan uppruna. Orrustustaðir eru ekki byggðir ir landi annarrar jarðar, heldur úr einskis manns landi. Er það vel skiljanlegt, því að áður fyrr hefur Orrustustaðaland verið eintómir aur- ar og sandar, mitt í vatnaflaumi Hverfisfljóts. Þetta land hefur legið utan allra landamerkja. Til þess hef- ur engin sérstök jörð gert neitt til- kall. Til að byggja þar, hefur aðeins þurft leyfi hreppstjóra. Til eru sagnir um, að það leyfi hafi ekki legið á lausu, en hvað, sem um það er, fékk Magnús umráð yfir pessu landi og eru Orrustustaðir í eigu afkomenda hans enn í dag. I1 kki naut Ingibjör.g lengi hús- freyjustöðunnar á nýbýlinu. Hún andaðist árið 1829. Næsta ár kom að Orruistustöðum kona, sem átti eftir að gera garðinn frægan um margra ára skeið. Hún hét Þorgerðux Björns- dóttir, ættuð frá Undirhrauni í Með- allandi. Var hún fyrst eitt ár vinnu- kona hjá Magnúsi, giftist honum ár- ið eftir, og skipaði húsfreyjusessinn með afburðarausn og af annáluðum myndarskap allt fram undir siðustu aldamót. Var hún orðlögð fyrir hjartagæzku sína og frábæra gest- risni, sem margir nutu, því að alla hennar tíð lá alfaravegur um hlaðið. Má svo að orði komast, að hún hafi I eint á slætti sumarið 1864 voru þrír 16 ára piltar á leið austan af Fljótsdalshéraði til Reykjavíkur. — Þeir ætluðu að taka inntökupróf í Lærða skólann. Einn þeirra, Sigurð- ur Gunnarsson, síðar prófastur í Stykkishólmi, skrifaði löngu siðar ferðasögu þeirra félaga og birti hana á prenti. (Eimreiðin 38. árg.) Þeir fóru eins og leið lá um Brunasand. Lýsir hann ferð þeirra félaganna á þessa leið: „A þessari leið áðum við að Orrustustöðum, og eru mér minn- isstæðar viðtökurnar hjá ekkj- unni, Þorgerði Björnsdóttur. Ekki voru húsakynni þar stór né reisu- leg, en hjarta ekkjunnar var stórt. Tók hún okkur með móðurlegri blíðu, setti okkur við borð og bar okkur mjólk í stóru fati, hangið kjöt og flatbrauð úr melkorni, með nýju smjöri, er við smökk- uðum þá fyrsta sinni.“ Þessar ástúðlegu rausnarmóttökur ekkjunnar á Orrustustöðum eru sr. Sigurði minnisstæðar, er hann ritar ferðasögu þeirra skólabræðranna eft- ir sextíu og sjö ár. Mr orgerður Björnsdóttir náði ní- ræðisaldri og mun hafa talizt fyrir búi til dauðadags. Seinustu árin bjuggu þeir Einar sonur hennar og Sigurður tengdasonur hennar þar með henni. Þorgerður andaðist árið 1896. Af fjórtán börnum hennar voru þá fimm á lífi. Eitt þeirra var Solveig, sem giftist Sigurði Jónssyni, Stígs- sonar frá Syðri-Fljótum í Meðallandi. Þau bjuggu á Orrustustöðum í 17 ár, og hélzt áfram gestrisni og greiða- semi við þá, sem að garði bar. Því segir Guðlaug skáldkona á Lyngum í eftirmælum sínum um Þorgerði: Gestrisnis samt þó fram hélt frama fjörs meðan æðar hreyfðu blóð. Brúar nú kærleiks siðinn sama sonur tengda- og dóttir góð. Löngum mun hafa verið gestkvæmt á Orrustustöðum, eins og eðlilegt var, þar sem bærinn stóð lengi í' þjóð- braut. Næst verður sagt frá einni eftir- minnilegustu gestkomu að Orrustu- stöðum í búskapartíð þeirra Sigurðar og Solveigar. J SVIPMYND Framhald af bls. 2 tfma, þó þau gerðu það að staðaldri. Þeim var aldrei hegnt líkamlega. Þeim var leyft að vera ókurteis og voru ekki skylduð til að ganga í fötum á sumr- in. Russell vildi að sálir og hugir hinna ungu skjólstæðinga hans þroskuðust með eðlilegum hætti. Hann kenndi börnun- um tortryggni í garð stjórnenda og vald- boða. Skólinn var rekinn í samræmi við þá kenningu Russells, að aldrei beri að þvinga börn til að bera virðingu fyrir fullorðnum, heldur eigi fullorðið fólk að leyfa börnum að kalla það fífl og asna þeigar þeim sýnist. „Dýrkun á mönnum, eins og sú sem einræðisherrar eiga að venjasi, er ákaf- lega hættuleg,“ sagði hann eitt sinn. „Það er lýðræðinu afarmikilvægt, að menn beri ekki verulega virðingu fyrir neinum.“ Rcrssell tók skýrt fram, að skólinn væri alls ekki stjórnlaus. Haft var strangt eftirlit með hreinlæti, og svo urðu að vera einhverjar regiur til að koma í veg fyrir algeran glundroða í matsalnum. En hann var þeirrar skoð- unar að eftirlit ætti að vera sem allra minnst —: að óþekktarormar mundu brátt leggja niður ólætin, þegar þeir sæju, að enginn hefði áhuga á óþekkt þeirra. Og hann benti á, að börn stunda nám, hvenær sem námið er gert skemmti legt. Russell kvað skólann hafa stað- fest allar kenningar sínar um uppeld- ismál, en hann bar sig ekki, og því varð að leggja hann niður. Á rið 1937 samdi Russell eftirmæli um sjálfan sig, en birti þau fyrst í sjón- varpsdagskrá árið 1959. Þar spáði hann því, að hann mundi falla frá í júní 1962. Hvers vegna einmitt þá? „Ja,“ sagði Russell, „þá verð ég rétt rúmlega níræður, og mér virðist það hæfilegur dánaraldur.“ Svo bætti hann við: „Ég verð að játa, að ég er farinn að verða svolítið taugaóstyrkur eftir því sem stundin nálgast.“ Eins og kunnugt er, leið stundin hjá, og Russell virðist enn vera við hesta- heilsu, bæði andlega og líkamlega. I SMÁSAGAN | Framhald af bls. 3 kosti að hafa leyfi til að reyna það, sjálf eiginkonan, fá hann til að endast dálítið betur, hugsa um þig elskan min, hjónabandið og heimilið. En Lára sagðist halda að svona væru örlögin, hún ætti að vera eins og búið væri að gera hana, lítill hræddur fugl sem finnur ekki sæluna og grætur, en gerir þó sitt, úr því guð vildi láta það vera svo, úr því hann vildi ekki gera hana og hann svoleiðis að leiðir kæmu saman í hinni sönnu heilögu ást, þegar bæði eru kát og eru eins og fólk — brosa. Hugsa sér, sagði hún sár, brosa! Hann sem aldrei brosir —> og ég alltaf með hjartslátt og tekin, þarf ekki að vera með bros. Tekin. Bros- laus! Svona góða, svona góða, sagði Lína. Það er eins og hann hugsi ekki neitt nema þetta: Að hann fái sitt, og svo brakar í honum eins og og og — gelti — í svefninum og ég ekki fengið mitt og skil ekki neitt dösuð af sorg og græt og græt í hitanum. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.