Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 5
verk IONESCOS rumsýnt usseldorf ra NOKKRIR framtakssamir áhuga- menn um velfarnaö íslenzkrar leik- listar hafa tekiö höndum saman um aö endurlífga hiö góökunna tímarit Haraldar Björnssonar, „Leikhús- mál“. Ritiö hefur fengiö nýjan og glœsilegan búning og er tvímœla- laust aö öllum frágangi eitt vandaö- asta tímarit sem hér hefur komiö út. Um hitt er samt meira vert, aö efniö er fjölbreytilegt, fróölegt og mjög tímabært. Þar er rœtt af hisp- ursleysi um ástandiö í íslenzkum leikhúsmálum og dómar um sýning- ar skemmtilega opinskáir, pó deila megi um niöurstööur eins og eölilegt og sjálfsagt er. Einnig er tékin upp þörf gagnrýni á útvarpsefni, en eins og kunnugt er hafa dagblööin gefizt upp á slíkri gagnrýni hvert af ööru. BÞess er aö vœnta, aö all- ir sem bera batnandi hag íslenzkrar leik menntar fyrir brjósti komi til móts viö þ e s s a lofs veröu viðleitni og skapi tíma- ritinu þ ann fjárhagslega grundvöll, sem tryggi áframháldandi útkomu þess. Þaö væri ekki vanzalaust aö kæfa svo efnilegan nýgrœöing meö sinnu- leysi og þvergiröingshœtti. En svo undarlega bregöur viö, aö úr áttum sem sízt skyldi hefur and- aö köldu til ritsins vegna gagnrýni sem þar hefur komiö fram. Þannig skýröi eitt dagblaöanna frá því, aö meöal leikara Þjóöleikhússins vœri einhver úlfúö í garö þeirra tveggja leikara stofnunarinnar sem aö ritinu standa (þeir eru ekki ritstjórar þess, heldur framkvœmdastjórar), og hefu.r jafnvel flogiö fyrir, aö ýmsir teldu iöju þeirra brot á „þegnskaparskyldu viö stéttina“. Þegar slik sjónarmiö eru uppi meöal þeirra sem frekast œttu aö fagna riti af þessu tagi, er sannarlega ekki góös von annars staöar. Þá hafa þœr fregnir borizt, aö í kaupstaö nókkrum í grennd viö Reykjavík hafi menn beinlínis bund- izt samtökum um aö kaupa ekki „Leikhúsmál'1 vegna harörar gagn- rýni á leiksýningu í téöu plássi. Þaö viröist seint œtla aö renna upp fyrir mörlandanum, aö hörö gagnrýni er miklu líklegri til aö leiða af sér eitthvað gott en þessi eilífi halelújasöngur, sem hér hefur tíökazt alltof lengi og gert flesta aö uppblásnum sjálfbirgingum, sem anza öllum aöfinnslum rneö blasér- uöu stærilæti nesjamannsins: Hver dirfist að setja út á þaö sem ég hef gertt s-a-m. Ijanúar sl., rúmlega þremur árum eftir að „Nashyrn- ingarnir“ eftir Eugene Ionesco var frumsýnt í Diisseldorf Schauspiel- haus, frumsýndi sama leikhús nýtt leikrit eftir hinn rúmensk-franska höfund, og fóru flestir sömu leik- endur með hlutverkin. Leikstjórinn var einnig hinn sami, Karl Heinz Stroux. Leikritið nefnist „Le Pieton de l’Air“ (Göngumaður loftsins) og hlaut eindæma góðar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almennum áhorfendum. Ionesco var sjálfur viðstaddur frumsýninguna, sem var hin fyrsta í heiminum, og var hon- um ákaft fagnað. JL eikritið, sem á þýzku er kallað „Fussgánger der Luft“,.er í vissum skiln- ingi framhald „Nashyrninganna“ — ekki að því er snertir atburðarás, heldur með tilliti til heimspekilegra hug- ieiðinga Ionescos. Bérenger, ímynd ein- s taklingshyggj unnar í veröld sem er orðin afskræmd af múghyggju og ein- ræmi, er hér enn einu sinni hetja Iones- cos og ber fram boðskap hans, sem draga mætti saman í eitt orð: „frelsun". Ekki má skilja það svo, að hann sé farinn að stunda trúboð, en hann hefur sagt skilið við ýmis fyrri viðhorf sín, er t. d. hættnr að henda gaman að vanda manns- ins í tilverunni eins og hann gerði í „Tueur sans Gages“. í stað þess lætur liann Bérenger skírskota til hugsunar áhorfenda og athafnahvatar. Hér er í rauninni um að ræða algera heimspeki- lega kúvendingu hjá Ionesco, því hann hefur alla" tíð verið skeleggur andstæð- ingur Berts Brechts og leikhúskenninga hans, en fer nú skyndilega sjálfur í kufl prédikarans. Hv iver ætli sé skýringin á þessari róttæku breytingu? Gæti ástæðan verið sú, að Ionesco er nýlega oi'ðinn fimmtug- ur og því farinn að horfa á heiminn úr hægindastóli miðaldra manns, sem sér framtíð hans ógnað af óslökkvandi þorsta mannsins í sjálfstortímingu? Get- ux verið að hann sjái nú með skýrara Frá frumsýningunni á „Göngumanni loftsins“ í Diisseldorf. Karl Maria Schley tekst á loft á hjólhesti í hlutverki Bérengers. Eugene Ionesco hætti en áður örlögin, sem ekkert okk- ar fær umflúið? Það sem hann virðist hafa í huga er, að enda þótt við eigum öll fyi'ir höndum að deyja, getum við samt með einbeitingu viljans bæði komið í veg fyrir ótímabæran dauðdaga og eins komizt hjá því í lifanda lífi að drýgja alls kyns fólskuverk hvert gegn öðru, íólskuverk eins og þau sem spáð er um í Opinberunarbókinni eða lýst i málverkum eftir Hieronymus Bosch. Bérenger sér raunverulega sýn —» sýn sem er svo ógnvænleg að henni verður varla með orðum lýst (jafnvel svo ógnvekjandi að hluti hennar hefur verið strikaður út fyrir þýzku sýning- una!). Ionesco vill, að mannkynið komi ser hjá þeirri brjálæðiskenndu limlest- ingu og þeim skepnuskap, sem kjarn- orkustyrjöld mundi án efa hafa í för með sér, og hann kynnir fyrir áhorfendum dóttur Bérengers, sem er saklaus tán- ingur og ástfangin af lífinu („Ég veit ekki hvað það er sem ég elska, ég veit bara að ég elska“, segir hún). Hún virð- ist tala fyrir munn hans og okkar allra. Við höfum rétt tíma til að efla með okk- ur viljann til að frelsast, segir Ionesco. Jr etta er fullkomnasta leikrit Ion- escos til þessa. Röksemdafærslan er ein- föld og samfelld. Táknin eru hrífandi og mjög leikræn, en jafnframt svo blátt blátt áfram, að hver og einn skilur þau. Draum-atriðin eru líka frumleg, þó greina megi þar ákveðin bergmál frá Strindberg. Tilfinning baráttu og of- sókna, sem fram kemur í leiknum, á ýmsar hliðstæður í verkum Genets og Kafka. Eigi að síður er heildarniður- staðan, bæði að því er snertir hugmyndir og úrvinnslu, algerlega verk Ionescos. „Göngumaður loftsins“ hefur á sér blæ þjóðsögunnar. Leikurinn hefst á því, að franskt leikritaskáld hefur flutzt til Eng- lands og tekið sér bólfestu úti á lands- byggðinni ásamt konu sinni og dóttur. Skáldskapargáfa hans er þvei'randi og hann hefur í hyggju að reyna að endur- heimta hana í hinu svala loftslagi Eng- lands. Skyndilega verður hús hans fyrir loftárás þýzkrar flugvélar, sem af ein- hverjum ástæðum hefur verið skilin eftir í stríðslok, og hann fer með rústir húss- ins bak við leiktjöldin beggja vegna sviðsins. Þetta er hið fyrsta af mörgum dæmigerðum leikbrögðum Ionescos, sem hann beitir af mikilli kunnáttu. J Dússeldorf lék Karl Maria Schley franska leikskáldið, sem er sannfærður um, að „þar sem vilji er fyrir hendi er iíka von“, og tekst að svo mæltu á loft. Gerda Maurus lék jarðbundna eiginkonu hans, sem er einföld og óandleg að eðlis- Framhald á bls. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 13. tölublað 1063

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.