Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 12
BREZKiR Fram’hald af bls. 9 NORÐAUSTURSTRÖNDIN A norðausturströndinni var árið 1962 ekki út af eins slæmt og árið á undan, hvað veiðarfæratjón snerti, en þetta er mest því að þakka, að menn hafa kynnzt nokkuð aðferðum útlend- inga. Samt er ástandið enn mjög alvar- legt, eins og eftirfarandi svar frá strand- veiðimönnum eða félagi þeirra, ber með sér: 1) Yfir vorið 12—20 belgiskir togarar — í ágúst 40 hollenzkir togarar, þétt upp að þriggja mílna mörkunum með flota um 100 hollenzkra og pólskra reknetabáta á eftir sér. September og október: minnst 50 pólskir togarar. Nóvember og des- ember: 12 belgiskir togarar. 2) Þeir þorðu ekki inn fyrir línuna, af því að okkar bátar eru alltaf úti. 3) Útlendum skipum á svæðinu fjölgar með ári hverju. 4) Við höfum ekki misst mjög mikið af veiðarfærum í ár, af því að okkar menn forðast erlendu skipin sem allra mest, þar sem þau taka ekkert tillit til veiðarfæra annarra og tjón okkar var svo gífurlegt árið 1961. Það má ekki horfa á verðmæti veið- arfæranna eitt saman, heldur líka töfina við að fá ný. 5) Síldveiðin frá Scarborough hefur verið algjörlega misheppnuð 1961 og 1962. Það sem í land kom veiddist undan Dowsing. Áður en útlend- ingar komu á miðin voru 20—30 brezkir togarar vanir að veiða þarna í september og október fisk sem lifði á sildarhrognum, en síðan útlendingarnir komu með sín smá- riðnu net, hefur jafnvel hrognun- um verið sópað upp. Útkoman: Eng- inn fiskur með hrogn í maga. Þar við bætist, að belgiskir togarar hafa landað miklu af humar í Grimsby, eftir að hafa verið á veiðum fyrir ströndum okkar. 6) Aðeins mjög fá smáriðin net hafa náðst. En 95% þeirra skipa, sem hafa leitað hafnar hjá okkur, síð- ustu árin, hafa haft smáriðin net á þilfari. 7) Hollendingar og Pólverjar sækjast mest eftir síld, en Hollendingar hafa samt veitt mikið af þorski og ýsu. Belgar sækjast mest eftir hvítfiski og flatfiski. 8) Bátar okkar hafa hrakizt burt af miðunum, beinlínis vegna skipa- mergðarinnar þar og ótta við veið- arfæratap. Krabbaveiðar verða helzt að fara fram innan þriggja mílna markanna, til þess að útlendingar dragi ekki frá okkur veiðarfærin. Á ðrar upplýsingar frá fleiri stöð- um norður frá staðfesta þessi svör. Frá Whitby koma t. d. tvö dæmi um veiðar- færatjón: Reknetjabáturinn Provider hefur misst síldarnet að verðmæti 250 sterlingspund og Ocean Venture yfir 100 punda virði af línu. Margir bátar hafa misst krabbaveiðarfæri. Á Northumberlandsströndinni er á- Standið svipað. Allt að 250 bátar frá Rússlandi, Póllandi, Austur- og Vestur- Þýzkalandi, Hollandi, Danmörk og Frakklandi hafa sézt þar. Talsmaður strandveiðimannanna sagði: „Hvítfiskur og síld hefur enga möguleika til að ná inr. á grunnmiðin, þar sem þetta veiddist áður en erlendu togararnir komu til sögunnar. Auk þess er fiskurinn, sem nótaveiðimenn okkar færa á land, verri en áður. Sum skipin sópa upp öllu, sem fyrir kemur og nota netpoka svo smá- riðna, að það gæti orðið erfitt að koma shiílingspeningi gegn um möskvana." Sunnar, eða kring um Wash, virðist þetta ekki vera eins mikið vandamál, enda þótt skelfiskveiðimenn frá Boston hafi sama sem alveg orðið að hætta við vetrarfiskimið sín í djúpu vatni, víða með ströndinni sökum þess, að krabbar með lina skel, sem hefur verið fleygt út, hafa brotnað og drepizt fyrir vörp- um og nótum. Hvað þetta atriði snertir, virðist það vera almennt álit, að svæð- unum ætti að loka í bili, meðan krabb- arnir eru linir. SKOTLAND að er nokkuð síðan Skotum varð Ijóst, að einstöku harmakvein einstakra manna við ríkisstjórnina um útfærslu landhelginnar, voru algjörlega þýðing- arlaus. Því var það, að á síðastliðnu ári gerðu sex öflug strandveiðimannafélög samband sín í milli, til að færa fyrir því gild rök, að erlend veiðiskip skyldu algjörlega útilokuð frá hinum ágætu veiðisvæðum í fjörðum Skotlands og sett skyldi sex mílna landhelgi, miðuð við yztu nes. Eins og er standa yfir viðræður milli þessara félaga og ríkisstjórnarinnar, en af hinum ýmsu svörum frá þessum fé- lögum má ráða, að þau séu reiðubúin að ganga í lið með starfsbræðrum sín- um í Englandi og berjast með þeim fvr- ir útfærslu landhelginnar. 30.000 TONN? Skoðanir Skota á starfsemi erlendra skipa kemur glöggt fram í eftirfarandi svörum: Frá Arbroath: „Milli 100 og 150 er- lendra skipa, mest frá Póllandi, Rúss- landi og Hollandi, eru að veiðum á mið- um, þar sem félagsmenn hafa veitt, og um 20 smáriðin net hafa náðst. Varlega áætlað mun veiðin á þessu svæði hafa numið 30.000 tonnum. Veiðar með smá- riðnum netum, sem taka óþroskaðan fisk, eru komnar á það stig, að ef ekki er að gert og það tafarlaust, munu strandveiðar algjörlega leggjast niður. Frá Eyemouth: Upp undir 400 pólsk og austurþýzk skip hafa verið að veið- um hér árið 1962, og aðalveiðin hefur verið síld og hálfvaxinn þyrsklingur. „Miðin voru alveg dauð, eftir að er- ler.du togararnir höfðu verið þar að veiðum“. Frá Mallaig: Síðustu mánuðina hafa þessi erlend skip sézt hér: 10 norsk há- karlaskip og ótaldir erlendir togarar (North Minch), fimm erlendir togarar við Loch Shell, þrír við Castlebay, tvö frönsk fiskiskip við Barra Head, og 15 franskir humarbátar sem veiða stöðugt við Barra — oft innan við þriggja mílna mörkin. Frá Clyde: Upp undir 40 franskir togarar fiska í Clyde. Þrjár kærur hafa verið fyrir landhelgisbrot, þar af tvær alveg nýlega. I öllum þessum tilfellum reyndust veiðarfærin vera of smáriðin. Stundum var ekki hægt að koma mjó- um fingri gegn um möskvana. Þessi skip veiða alls konar hvítfisk, sem þeir geta náð í, en líka rækjur. Frá Shetlandseyjum: Aðalplága okk- ar er sú venja Rússanna að láta móð- urskip síldarflotans bíða rétt utan við landhelgislínu og taka þar síldina frá togurunum- í tunnum. Bönd vilja slitna og heilu tunnurnar af síld lenda í botn- inum, þar sem við fiskum með nótum okkar. Auk þess kasta Rússar alls konar ó'nroða fyrir borð, sem lendir í nótun- um hjá okkur og gerir mikla erfiðleika og tjón. Þetta er nú orðið svo slæmt, að nótaveiðibátar okkar hafa neyðzt til að yfirgefa alveg sín fyrri fiskimið og fara eitthvað annað“. A f þessum upplýsingum og öðr- um má fá nokkra hugmynd um hina óhemjulegu sjósókn erlendra aðila kring um strendur okkar. Það mun ekki óvarlega áæltað, að á vissum tímum árs séu yfir þúsund er- lend skip að veiðum, rétt við — og stundum fyrir innan — þriggja mílna mörkin! Hvað þetta þýðir, í glötuðum tíma, afla og veiðarfærum, fyrir strandveiði- menn okkar, gæti orðið enn erfiðara að reikna út. Hvað verður næsta skrefið? Eitt er víst: Eins og við sögðum að framan, verður hver tilraun til að koma stjórn- inni til að hefjast handa, að vera sam- eiginleg tilraun, þar sem allir strand- veiðimenn koma fram sem einn mað- ur. Þegar er orðin nokkur hreyfing í þessa átt og WORLD FISHING mun sýna því máli fullan stuðning. Frekari upplýsingar munu koma fram í nánustu framtíð, en þangað til er okkur ánægja að fá álit sem flestra á þessu máli, sem gæti orðið til þess að rétta hlut strand- veiðimanna. j BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5 fari og er ímynd hinna borgaralegu dvggða hjá okkur flestum („Komdu strax niður aftur, Herbert", hrópar hún til fljúgandi eiginmannsins, og vekur það mikla kátínu meðal áhorfenda). Evelyn Balser lék dóttur Bérengers, sem er fulltrúi heilbrigðrar skynsemi og ástar, hinnar óspilltu æsku. Oengi leiksins í Dusseldorf var ekki sízt að þakka hinum snilldarlega gerðu leiktjöldum Teo Ottos, sem búin voru til úr hálfgagnsæjum lýsandi lampa hjálmum úr nýju plastefni og eiga sér- lega vel við hin óraunverulegu draum- atriði. Meðal þeirra sem sáu sýninguna í Dússeldorf var franski leikarinn og leik- stjórinn Jean-Louis Barrault, sem setti ieikinn á svið í París mánuði seinna. Eftir sýninguna sagði hann við Stroux: „Einmitt svona á að setja verk Ionescos á svið Þér hafið fyllt mig með nýjum hugmyndum, og með yðar leyfi ætla ég að hagnýta þær í París“. Sennilega gat Stroux ekki kosið sér betri dóm um sýninguna í Dússeldorf Schauspielhaus. TÍZKAN Framhald af bls. 7 hafa 50 þúsund ævifélaga með skírteini. Markmið þess er að „klæða hvert ein- asta dýr sem er hærra en 10 sentimetrar eða lengri en 15 sentimetrar". í vikunni sem leið gerðu þeir umsátur um Hvíta húsið og reyndu að fá frú Kennedy til að færa smáhest Carolinu dóttur sinnar í buxur. Svo virðist sem hr. Prout, for- seti SINA, álíti „að nekt dýra geti kom- ið börnum og unglingum á glapstigu með því að láta tvenns konar siðferðis- reglur viðgangast og valda heilabrotum, sem þau geti ekki ráðið við.“ Spádóm- ur hans er: „Sá dagur mun koma, þegar hundar verða klæddir í hnébuxur og hestar kunna vel við sig í stuttbuxum." Hvað um innislopp frá Balenciaga? Vakna spurningar hjá nokkrum? REKNET Framhald af bls. 6 þá tapasf, þegar netin voru dregin. í stórum dráttum má taka sam- an árangurinn af þessum tilraunum á þessa leið: Veiðni gervinetjanna er sambæri- leg við og jainvel meiri en bómull- arnetja með sömu möskvastærð. Þau halda fiskinum betur; sennilega vegina meira þanþols garnsins og krefjast því meiri hristmgs og skemma þá fiskinn meira. Því fínna sem garnið er, því meira skemmist hann, og fiskimenn vildu yfirleitt heldur hallast að 9-falda garninu úr „spun nylon.“ Ef gervmet, sem lítið hlaupa, eru notuð, verður að áætla vandlega möskvastærðina fyrir hin ýmsu veiðisvæði og veiðitíma. Þetta leið- ir af sér þörfina á miklum birgð- um netja, með breytilegri möskva- stærð, eða þá netjum með misstórum möskvum. DREGIÐ ÚR SKEMMDUM Þanþol gervinetja, samanborið við önnur, dregur allverulega úr skemmd um og sparar því tímann, sem fer í viðgerðir. Bómullarnet eru stund- um fimm sinnum tímafrekari á við- gerðir. Einnig sparast tími við notk- un varnarefna (börkun), sem bóm- ullarnetin þarfnast, og ennfremur má að líkindum spá gervinetjunum meiri endingu. Dragmöskvarnir eru nú orðið úr sögunni fyrir ýmsar aðferðir til varn ar þeim, hjá netjagerðunum, svo sem tvöfalda hnúta, tjörgun og festingu með hitun eða með kemiskum efn- um. Þessir gallar á netjum mega nú orðið heita þolanlegir, að minnsta kosti, hvað veiðar við Skotland snert ir. Enda þótt ekki sé um að ræða skemmdir á garni og teinum í gervi- netjum, stafandi af rotnun af völd- um gerla, þá er samt hitunin, sem af þessu stafar, óæskileg, og ætti að prófa hana með salti á venjulegan hátt. Skýrslan tekur til aðeins tveggja tegunda gervinetja, en þar með er ekki sagt, að önnur efni eða efna- blöndur geti ekki verið nothæfar. Aðrar tegundir eru nú í rann- sókn hjá síldveiðimönnum, og ýms- ar þeirra virðast gefa allt eins góð- an árangur. Enda þótt greinilegt sé, að minnk- andi viðhaldskostnaður og meiri end ing mæh með notkun gervinetja, eru fiskimenn engu að siður tregir á að taka þau upp, kostnaðarins vegna. Framtíð þessara veiðarfæra virðist því velta mjög á getu framleiðend- anna, til að lækka framleiðslukostn- aðinn. (World Fishing). Þeir sögðu... Lífið nú á dögum er of stutt til þess, að unnt sé að taka það alvarlega. — G. Bernard Shaw. Ef menn gefa sér tóm til að hugsa um líkamlegt og andlegt ástand sitt, kom- ast þeir oftast að raun um það, að þeir eru sjúkir. — Goethe Sumir hafa ferðazt óravegu — til þesS eins að svipi-a sig lífi i töfrandi um- hverfi. — Anonymus Eg vil ráða Bretlandi til þess að taka sig fram um að hyssa upp um sig bux- urnar — og hætta að treysta á amerisku axlaböndin. W. Barklay (1952) ------*------ „Hvað ertu með uppi í þér, Bjössi? „Bara tuggugúmmí, mamma.“ „Fleygðu því strax í ruslakörfuna.“ „Ég get það ekki. Hún Stína á það “ 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.