Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 9
BREZKA fiskveiðiritið World Fish- ing fjallaði nýlega um hið alvarlega ástand, sem ásókn erlendra fiskiskipa við Bretlandsstrendur hefur skapað. Brezkir fiskimenn eru að hrekjast af miðunum, erlend fiskiskip sækja upp í landssteina, ef svo mætti segja — og þeir, sem hlut eiga að máli í Bretlandi krefjast útfærslu fiskveiði- takmarkanna. Tímaritið hefur kann- að málið mjög nákvæmlega, sent spurningalista til fjölda sjómannafé- laga, og er grcinin að nokkru byggð á svörunum, sem bárust. ÞESSAR VORU SPURNINGARNAR: 1) Ilve mörg erlend veiðiskip teljið J)ér að hafi veitt á þeim svæðum, sem féiag yðar hefur stundað, árið 1962? Og hverra þjóða? 2) Hversu oft, á að gizka, hefur verið fiskað innan þriggja mílna takmarkanna? (Oss er ljóst, að þessu verður ekki svarað ná- kvæmlega, en spurningin skiptir þó miklu máli). 3) Hafði ástandið 1962 ve'rsnað frá því, sem var á undanförnum ár- um? 4) Getið þér metið tjón, sem hefur orðið á veiðarfærum meðlima félags yðar? 5) Hefur þess orðið nokkuð frekar vart, að stofnar fisks og skelfisks hafi orðið fyrir teljandi linekki, sökum veiða útlendinga árið 1962? 6) Hve mörg smáriðin net hafa náðst á yðar svæði á árinu? 7) Getið þér — nokkurn veginn — sagt um magn veiðinnar hjá erlendum skipum á yðar svæði? Hvaða tegundir veiða erlend skip aðallega? 8) Það, sem annars kann að vera vert að taka fram í sambandi við ofanskráð? FYRIR tæpum tveim mánuð- um kom sendinefnd fiski- manna frá Suður-Devon til London, þeirra erinda að mótmæla við Land- búnaðar- og sjávarútvegsmálaráðu- neytið hinu „óþolandi ástandi“ fyrir strönd Devons, stafandi af veiðum erlendra togara, og heimta tafar- lausa stækkun landhelginnar. — Nefndin lét einnig í ljós áhyggjur sínar fyrir hönd strandveiðimanna, ef Bretland gengi í sameiginlega markaðinn og missti þannig land- helgisvernd sína. Nefndin hafði þegar áður heimsótt skrifstofur WORLD FISHING og við- ræður í því sambandi leiddu í ljós ýms atriði, sem finna þarf lausn á, áður en hægt er að leggja fram umsóknina um útfærslu landhelginnar. í fyrsta lagi má vitna í ummæli vor frá febrúarmánuði: „Það er lífsnauðsynlegt, að fiskimanna- félögin í Englandi sameinist, eins og staffsbræður þeirra í Skotlandi hafa þegar gert, og stofni til alþjóðasam- taka strandveiðimanna til þess að berj- ast af alefli við ríkisstjórnii.a um þetta atriði. Á þann hátt einan geta þeir búizt við að öðlast pólitíska forustu. . .. “. Eitt fyrsta skrefið, sem slíkt félag þyrfti að taka, er að safna saman öllum upplýsingum um starfsemi erlendra veiðiskipa undan ströndum vorum. í bili hefur WORLD FISHING sent um- burðarbréf til margra fiskimannafélaga í Englandi, Wales og Skotlandi, til þess að komast að því, hversu sterkan mál- stað sameinlng eins og þessi gæti átt. Og sum svörin eru hin furðulegasta lesning. SUÐURSTRÖNDIN Spurningar vorar fylgja þessari grein, og eins sum svörin. Ýtarlegustu svörin, sem komin eru, koma frá því svæðinu, sem hefur orðið harðast úti af veiðum margra þjóða í senn — sem sé suður- og vesturströndinni, og svo frá hlutafé- lagi fiskimanna í Brixham, en fyrir það svarar ritari þess, hr. H. J. Lawrence, á þessa leið: Svör við spurningum: X) 40—50 franskir togarar, 70 rúss- neskir togarar, sem næst 10 belg- iskir togarar. 2) Það er enginn vafi á því, að farið hefur verið inn fyrir þriggja mílna mörkin, en nýlega hefur ekki verið hægt að sanna neitt slíkt. 3) Já. Hingaðkoma stórs rússnesks flota á síðastliðnu ári kemur áreiðanlega 1 til að hafa mikil og víðtæk áhrif. , Og þar við bætist svo, að veiðar . ' franskra smáskipa fara stöðugt vax- andi. 4) Það eru engar ákveðnar heildar- tölur fyrir hendi, en floti Browse Bros., Ltd., hefur misst um 1000 sterlingspunda virði af veiðarfærum, fyrir aðgerðir erlendra togara. 5) Eins og er, eru litlir franskir skelja- bátar að auka veiðar sínar á Lyme- flóa svæðinu, eftir að hafa tæmt grunnin undan Newhaven, þar sem þeir hafa verið að veiðum undan- farin ár. 6) Engin. Ég hef séð smáriðin net um borð í erlendum skipum, en það stafar af því, að á sumrin veiða ' þeir kolkrabba. 7) Þessu er erfitt að svara. Mér skilst að Rússarnir veiði allt upp í 7 tonn af makríl, sardínu o. þ. h. á skip á ' dag, meðan þeir eru hér. Franskir togarar, sem eru hér á sumrin, veiða allt sem fyrir kemur, en þó sækj- ast þeir mest eftir kolkrabba, og ég gizka á, að þeir veiði hér um bil sex tonn á bát í tíu daga veiðiferð. 0 nnur fiskimannafélög á suður- ströndinni hafa staðfest flest þessi svör; þó virðist ástandið við Sussex-ströndina ekki hafa verið eins slæmt 1962 og und- anfarin ár. Þó leggja félögin í Rye, Dungeness og Hastings áherzlu á brot á reglum um möskvastærð. Eins og til dæmis: „Hvert erlent skip virðist hafa of smáriðin net og mikið er veitt af hálf- vöxnum þyrsklingi......Þrír smáriðnir pokar hafa náðst ....“ (Hastings). „Öll skip hafa sézt draga upp stóra poka af fiski, mestmegnis hálfvöxnum, aðaltegundirnar eru koli, sólkoli og þyrsklingur...... Ekkert tillit er tekið til reglna um möskvastærð. . . . “ (Rye). „Allar franskar vörpur eru langt fyr- ir neðan reglulega stærð hér um slóðir. Meira að segja hengja þeir þær upp til þerris í höfninni í Ramsgate og gefa mönnunum frá fiskimannafélaginu langt nef....“ (Dungeness). Öll þessi þrjú félög segja, að tveir belgiskir togarar og allt að 30 franskir veiði á þeirra miðum, upp undir 100 -daga á ári. t Cornwall hefur að minnsta kostl eitt gott leitt af ágangi erlendra togara, sem sé stofnun nýs fiskimannafélags, kennt við Porthleven og nágrenrti og nær einnig til Mullion, Cadwich og Cov- erack. Fyrsta ályktun þess félags var þessi: „.... Þessi fundur strandveiðimanna var eindregið þeirrar skoðunar, að þriggja mílna landhelgin við ströndina sé algjörlega ónóg til þess að vernda fiskveiðarnar, og gefur því útfærslu í 12 mílur sín eindregin meðmæli". Það má fá nokkra hugmynd um á- sóknina á fiskimið Cornwallbúa og af- leiðingar hennar, af bréfi frá Fiski- verndarfélaginu í Looe: „Á síðustu árum hefur sardínuveiðin, sem var aðalstoð strandveiða í Cornwall, farið ört minnk- andi, þangað til í ár má heita, að hún sé alveg horfin, og áreiðanlega fyrir að- gerðir mjög stórra togara, sem ég hef séð hlaðna undanfarið ......... nýlega hefur rússneski flotinn veitt mikið magn af sardínu og makríl, eins og franskir og þýzkir togarar hafa gert undanfarið. Framihald á bls. 12 13. tðlulblað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.