Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 6
OSCAR CLAUSEN: Presfasögur 7 Gat aldrei iesið Faðirvorið Séra Gísli Gunnlaugsson var prestur í Kirkjubólsþing- um í ísafjarðarsýslu í 30 ár (1783—■ 1813). Hann var af góðu bergi brot- inn. Sonur séra Gunnlaugs Snorra- sonar, sem var hefðarklerkur á Helgafelli. — Síra Gísli var fædd- ur árið 1743 og útskrifaður úr Skál- holtsskóla 1767. — Tveim árum síðar vígðist hann kapelán til föður síns og var þar næstu 14 árin, eða þangað til hann fékk Kirkjubólsþing. Þegar séra Gísli fór norður til brauðs síns, fluttust foreldrar hans, sem voru orðin gömul og farin, með honum norður að Djúpi, og þar dóu þau háöldruð í skjóli hans. Með presti flutti þá einnig norður kvenmaður, sem varð bústýra hans alla ævi, og var hún á líkum aldri og hann. Hún hét Ólöf Guðmundsdóttir og var af „lítilli ætt“ í Helgafellssveit. — Fað- ir séra Gísla, prófasturinn á Helgafelli, hafði tekið Ólöfu „af hrepp“ og alið hana upp, enda þótti hún nýt og mynd- arleg kona, en var aldrei vel þokkuð. — Á yngri árum hafði séra Gísli beðið Oddnýjar dóttur Skúla fógeta, en „var synjað þess ráðs.“ — Dætur fógetans þóttu kvenkostir miklir, og vandlátar um gjaforð og tóku ekki hverjum og einum biðli, en auk þess hefur Oddnýju eflaust þótt prófastssonurinn frá Helga- felli eitthvað kátlegur. — Séra Gísli bað aldrei konu eftir þetta og átti aldrei barn. að er um séra Gísla sagt, að hann var oftast spaklátur og dagfars- góður, búmaður mikill og auðsæll, en ekki nema í meðallagi gáfaður, og er það máske eitt þeirra skilyrða, sem menn þurfa að uppfylla til þess, að geta orðið miklir búmenn og auðsælir. — Það, sem þó sérstaklega einkenndi séra Gísla og gjörði hann öllum minnisstæðan, var hin óþjála rödd hans og málfæri. Hann var einkennilega stirðraddaður og klaufskur í flutningi orðsins, en af þessu var það, að hann gat aldrei lesið Faðir vor-ið af predikunarstóli nema fáein fyrstu orðin „Faðir vor, þú sem ert“.... Þetta tókst honum með harmkvælum, en komst ekki lengra, þá heyrðist ekki annað úr munni hans en alveg óskiljan- legt bull og buldur. — Og þetta varð söfnuðurinn við Djúpið að sætta sig við í 30 ár. Ef guðsmaðurinn var spurður um or- sökina til þessa, sagði hann að þetta væri að kenna barnsvana, og honum væri ekki hægt að breyta, né um að betra.) — (Sbr. Præ. Sighv. XI, 985). Séra Gísli var álitinn fjölkunnugur eins og margir guðsþjónar í þá daga, en það var bót í máli, að hann var mönnum ekki meinsamur með kunnáttu sinni, og það jafnvel ekki þó að þeir hefðu gjört á hluta hans. — Til eru sagnir, sem benda til, að ekki hafi með öllu verið ósatt um kunnáttu hans, og skal ein sögð hér. IV! eð presti var á vist alleinkenni- legur náungi, sem Þórður hét Þórðar- son og var kallaður „lagsi.“ Á þessum Þórði hafði guðsmaðurinn miklar mæt- ur og vildi ómögulega missa hann úr vistinni, en svo fór þó, að Þórður „lagsi“ fór í burtu þvert á móti vilja séra Gísla. Hann kom sér á duggu með Hollendingum, sem þá voru í hundraða tali við fiskiveiðar undir ströndum landsins, og með þessum útlendingum ætlaði svo Þórður „lagsi“ að strjúka af landi burt, en það fór nú á annan veg og var það kennt göldrum séra Gísla. Eftir að Þórður var farinn til sjós, tregaði prestur hann mjög og oft hafði hann tautað fyrir munni sér: „Þórður kemur aftur. Þórður kemur aftur.“ — Það var því trú manna, að nú hefði gamli klerkurinn tekið á allri kunnáttu sinni í „galdrakúnst." — En það er frá veiðiskap Hollendinganna að segja, og dvöl Þórðar hjá þeim, að þar gekk allt á afturfótunum, og var eins og allur fiskur forðaðist þá, eftir að Þórður var kominn á flot með þeim. Svo fóru þeir líka að sjá ýmsar undarlegar sýnir. Þeir sáu t. d. oft kerlingu sitjandi á hlemm, sem flaut á sjónum og sveimaði kringum skútuna, en af völdum þessarar „fínu dömu“ héldu þeir hollenzku að fiskleys- ið stafaði og að lokum trúðu þeir því, að allt væri þetta samt Þórði „lagsa“ að kenna, og því væri eins líklegt að svo færi, að skipið færist með öllu saman, ef þeir væru með þennan óvætt innan- borðs. — Þeir tóku því þann kostinn, að sigla sem skjótast til lands og reka Þórð „lagsa“ af skipinu, í von um að þeir kæmust þá heilu og höldnu til Hollands, en Þórður fór jafnskjótt aftur heim til séra Gísla, sem fagnaði honum vel. S éra Gísli Gunnlaugsson varð tæplega 70 ára gamall, og dó rétt fyr- ir jólin 1813. Ekkjan og börnin grétu hann ekki, því að hann átti hvorugt, eins og fyrr greinir, en Ólöf, gamla ráðs- konan hans, hefur eflaust syrgt hann, en þar var „huggun harmi gegn“ sá mikli auður, sem hún hlaut að erfðum eftir prestinn, samkvæmt ráðstöfun hans. — Eflaust hefur þessi mikli og auðsæli búmaður átt mikla fjórmuni og bendir það m. a. til þessa, að Ólöf gjörð- ist próventukona hjá séra Arnóri pró- fasti Jónssyni í Vatnsfirði, og þar dó hún. Það var líka ekkert óeðlilegt að séra Gísli, sem enga lögerfingja átti, gæfi hinni tryggu og traustu bústýru sinni aleigu sína eftir sinn dag, svo að hún yrði ekki mannaþurfi, enda lenti húh í góðum höndum, þar sem var hjá hinum merka V'atnsfjarðarklerki. Reknet úr gerviefnum Þrátt fyrir mjög aukna notkun gerviefna í nætur og ýmis fleiri veiðarfæri, síðan ófriðnum lauk, hafa reknet úr gerviefnum verið svo til óþekkt fyrirbæri og jafn- vel deiluefni. En á árunum 1958, 1959 og 19G0 voru samt gerðar til- raunir til veiða með tveim teg- undum. gervinetja á skozkum rek- netjabátum, og þær bornar saman við veiðar með venjuleg- um bómullarnetjum við mjög hag- stæð skilyrði. Þessar tilraunir voru styrktar af síldarútvegsnefndinni og landbúnaðar- og fiskimálaráðu- neytinu í Skotlandi, í samvinnu við netjaverksmiðjur, sem höfðu áhuga á þessum tilraunum. Skýrsl- ur um þær hafa nýlega verið útgefnar og skýrðar af B. Parrish og I. G. Baxter frá tilraunastöð ofannefnds ráðuneytis, og er skýrsl an fáanleg þar. J-regða reknetjaveiðimanná á að taika upp gerviefnanet, eigna höf- undar Skýrslunnar eftirtöldum ástæð um: miklum stofhkostnaði, ónógri sölustarfsemi framleiðenda netjanna, óvissu um, hver tegund efnis sé bezt — og viðunandi veiðni bómullarnetj- anna, sem jafnframt eru miklu ó- dýrari, og nota má til annarra veiða eftir að þau hafa hlaupið svo, að möskvarnir hafa minnkað. Við þetta mætti ef til vill bæta hættu á drag möskvum, sem reyndar hefur nú verið lagfært. Gervinetin, sem notuð voru 1958, voru sett upp á venjulegan hátt og notaðir í þá trefjateinar, korkflár og blýsökkur, samkvæmt forsögn fram- leiðendanna (J & E. Stewart, Ltd., Mussel’borougih). Neðansjávaratihug- un, sem froskmenn framkvæmdu, sýndi, að netin hengu óaðfinnanlega. Garnið, sem var notað, var 6-föld (helmingablanda af Teryleneþræði og „spun nylon,“ og netin voru lituð brún. Fjórar möskvastærðir stóðu til boða: 35, 35.5, 36 og 36.5 raðir á yard, og var leitazt við að haga möskva- stærðinni sem mest eftir stærð síld- ai'innar, sem vænzt var að veiða. ÖNNUR TILRAUN í tilraununum 1959 tóku tvö skip þátt, og notaði annað terylene-nyl- on net eins og áður, en hitt 9-falt „spun nylon“ frá Gourock Ropework C.,Ltd. Þessi net voru með teinum og flám úr terylene, og einnig nú litu froskmenn eftir því, að þau hengju rétt. Möskvastærðin var 35 og 35.5 raðir á yard. Báðar þessar tegundir voru aftur notaðar við tilraunirnar 1960, en þá voru terylene-teinarnir tvöfaldaðir, til þess að gera netin meðfærilegri. Tilgangurinn með þessum tilraun- um var að fá vitneskju um eftirfar- andi: 1. Samanburð á veiðni svona netja samhliða bómullarnetj um notuð- um af sama flota. 2. Skemmdir á tálknum fisksins, tölu afhöðraðra fiska og illa ánetj- aðra. 3. Samanburð á viðgerðarþörf bóm ullarnetjá og gervinetja. 4. Önnur atriði, svo sem upphit- un, dragmöskva og meðfærni í notk- un yfirleitt. Atihuganir veiðimannanna voru síðan auiknar með athugunum starfs- manna síldarútvegsnefndarinnar og vísindamann'a, sem tóku sýnishorn af veiðinni og reiknuðu út og mátu veiði hvers nets. HLAUP Á NETJUM. Athuganir þessar eru skýrðar 1 smáatriðum í skýrslunni, en þar er bent á, að gera verði fyrir breytingu á möskvastærð bómullarnetjanna, vegna þess, hve þau hlaupa. Þetta gat verið bómullarnetjunum hag- stæður samanburður, þar sem hin ó- breytilega möskvastærð gervinetj- anna gat verið óheppileg fyrir hina eða þessa stærð síldar, sem um var að ræða hverju sinni. Stundum á- netjuðust stærri fiskar á trjónunni, þegar möskvinn var lítill, og vildu Framhald á bls. 12 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.