Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 13
IAUSTURLANDAFÖR | Framhald af bls. 1 Jikara en hann veittist að hamstola Ijónum. í fyrstu var hann sjálfur í bráðri hættu, er Gyðingar streymdu upp hlíð- er Olíufjallsins, til að eyðileggja virki hans. En Rómverjar voru vel vopnum búnir og áttu miklar valslöngvur og xnúrbrjóta. Höggin dundu á múrum Jerúsalem, sem hafði lokað að sér. Fjór- um áratugum áðux höfðu Gyðingar Ihrópað í þessari borg, sem líflét spá- mennina og grýtti þá, sem til hennar voru sendir: „Krossfestu hann“. Nú var enn að nýju hrópað: „Krossfestu hann“. En að þessu sinni voru það Rómverjar, sem beindu hrópum sinum gegn Gyð- ingurn. Sagt er, að allt að þvá 500 hafi verið krossfestir á dag fyrir utan borg- ina í hefndar og viðvörunarskyni. Ham- arshöggin dundu í takt við múrbrjót- ana. En borgarbúar létu engan bilbug á sér finna. Eina ráðið var að svelta Iþá i heL Og líkin hrönnuðust upp, hinna krossfestu og myrtu og þeirra, sem dóu smám saman úr sulti og fleygt var út fyrir múrana. Hræfuglar þyrpt- ust hvaðnæva að, en höfðu ekki við. Loks komust Rómverjar inn í borgina eftir margra mánaða umsátur. Gyðingar flýðu til musterisins og vörðust þaðan. Þeir hófu brjálæðiskennda, vonlausa baráttu, tíu stunda blóðugt návígi. í hálfan annan sólarhring brunnu eldar í hinum undursamlegu forgörðum og súlnagöngum Heródesar umhverfis xnusterið. Varnarliðið þar var umlukið eldhafi .En Titus vildi þyrma hinu fagra musteri. Hann sendi hina firæknustu úr liði sinu inn í rústirnar til þess að ryðja þeim burt og slökkva eldinn. En viti varð efcki komið að við hina trylltu Gyðinga. f>að var ekki í fyrsta skiptið nú, sem þeir kölluðu yfir sig ógæfuna. Þeir drápu menn þá, sem sendir voru til þess að bjarga musterinu. Þá var |það, að rómverskur hermaður greip í hefndcirskyni eldiibrand og slöngvaði honum inn um glugga á musterinu. f>ar gaus upp eldsúla. Títus skipaði að slökkva eldinn, en hermenn hans hlýddu ekki. Dagur reiðinnar og dómsins var runninn upp. Gull og silfur varð fljót- andi málmur. Eldurinn hvæsti í sedrus- viðarbjáilkunum. Marmarinn steyptist niður í eimyrjuna. Rómverjar ráku upp heróp og hlátra, en meðal Gyðinga var grátur og kvein, meðan helgidómur þeirra á Zíon brann 8 árum eftir að byggingu hans hafði verið lokið.. Sjak- alar og hýenur læddust um og rótuðu í valköstum, hvimpnir vegna loganna, sem gerðu nóttina bjarta. Hermennirn- ir fóru ránshendi um borgina, drápu og rændu, og breið voru bros þeirra yfir digrum sjóðum. En oft blasti sú sýn við, er þeir opnuðu dyr húsa, að jþeir hörfuðu til baka fullir skelfingar. — Og hvað svo um íibúa Jerúsalem- borgar, sem einu sinni höfðu hrópað: „Komi blóð hans yfir oss og börn vor“. Þeir, sem ekki höfðu falUð fyrir eldi og sverði, voru reknir á musterissvæð- ið eins og fé. f>ar vocu þeir flokkaðir niður. Þeir gömlu og óvinnufæru voru höggnir, þeir fríðustu, karlar og konur, geymdir til sigurgöngunnar í Róm og hinir seldir mansali til fjarlægra landa. Lýsing sagnritarans Jósefusar á aðför- um hermannanna og harmkvælum borg- arbúa er ógnvekjandi. — Kristnir menn höfðu flúið burt úr borginni, áður en hliðum hennar var lokað, því Kristur hafði í spádómum sínum sagt nákvæm- lega tiil um það, á hvaða stundu þeir ekyldu yfirgefa borgina og flýja til fjallanna. Margir þeirra komu til borg- arinnar aftur, og gátu þeir þá sagt til um það, hvar þeir staðir voru, sem kristnir menn höfðu mætiur á og voru þeion beilagir E n víkjum nú aftur frá uppfyll- ingu spádómsorðanna til þess viðburð- ar, er Kristur heldur innreið sína í borg- ina. Hann ríður um Kedrondal fyrir norðan Getsemane. Honum fylgir fagn- andi mannfjö'ldi, sem hrópar „Hósíanna syni Davíðs. Blessaður sé konungurinn, sem kemur i nafni Drottins." Okkur ér bent ti'l „Gullna hliðsins", og seinna komum við þangað. Um það reið Jesús Kristur inn í Jerúsalem. Ekki þó svo að skilja, að þetta sé nákvæmlega sama hliðið, en staðurinn er sá sami. Skal þessu nú lýst nokkru nánar. Þetta hlið hét áður Mifkadihlið eða Súsahlið. Það var eyðilagt árið 70, ásamt gjörvallri Jerúsalem. Aðeins neðsta lagið stóð eft- ir. Á 7. öld fóru Persar ránshendi um Jerúsalem og eyðilögðu Grafarkirkjuna, En HerakHus keisari sigraðist á þeim og byggði þá Mifkadhliðið upp að nýju Því var gefið nafnið „Fagra hliðið.“ Gríska orðið „horaia“: fagra, misskildu menn og settu í samband við latneska orðið „aurea“: gullna. Þannig varð til nafnið „GuUna hliðið“. En skömmu eft- ir að Heraklíus hafði lokið við hUðið, tóku Arabar borgina og múruðu upp í það. Þannig komu krossfarar að því. Þá var það opnað að nýju. En kristnir menn héldu borginni ekki lengi og enn var múrað upp í hliðið. Þannig Htum við það nú. Fólkið, sem fylgdist með Kristi á inn- reið hans í borgina, hefur vafalaust farið heim til sín þe-tta kvöld, án þess að því hafi þótt nokkuð markvert hafa borið við. Engin tákn gerðust að þessu sinni í sambandi við spámanninn frá Nazaret, ekkert himinborið tákn sannaði, að hann væri sá Messías, er koma ætti, eng- inn konungur var krýndur. Sólin hné og •h'liðum borgarinnar var lokað. Enginn viðstaddra hefur rennt grun í það, að hér væri atburður að ske, sem minnzt yrði um áraþúsundir, langt út fyrir þann heim, sem þá var þekktur og löngu eftir að rómverska ríkið með keisara sinn og herveldi yrði liðið undir lok. Þannig fer oft lítið fyrir því, sem síð- ar á eftir að öðlast varaniegt gildi. nnað hlið er á borgarmúrum Jór sala, aillmiklu austar. Það heitir Stef- ánshlið og er kennt við Stefán pislar- vott, sem var grýttur fyrir utan borg- ina. Við komum nokkrum sinnum að þessu bliði. Þar skammt frá er kirkja. Ber hún nafn heilagrar Önnu, sem var amma Jesú Krists. Á 7. öld var kirkja komin á þennan stað heiguð henni. Þau eiga að hafa búið þarna Anna og Jóakim maður hennar. Sú kirkja, sem barna er núna, er frá dögum krossfara, fögur og stílihrein. Sagt er, að engin kirkja sýni betur stíl þess tímabils. Á dögum Saladíns soldáns var kirkjunni breytt af Aröbum í skóla og mosku. En eftir Krímstríðið vildi Tyrkjasoldán sýna franska keisaranum Napóleon III ein- hver merki velvildar og vináttu og gaf honum þessa kirkju. Þá fór fram við- gerð á kirkjunni og ýmsar endurbætur. Munkareglu, sem nefnd er „Hinir hvítu bræður“, var fengin umsjá þessa guðs- húss. Þessi regla keypti svæðið í grennd við kirkjuna og var þar byggður skóli. í sambandi við þetta var gerður mikill uppgröftur 1888 og komu þá í Ijós vold- ugar rústir, meðal annars leifar af lít- illi kirkju. Undir kirkjunni voru fimm salir með leifum af súlnagöngum, og þaðan lágu tröppur niður að tjörn einni Htilli. Öll rök hníga að því, að þarna sé fundin Betesdalaug. Á gömlu korti, sem fundizt hefur af Jerúsalem og er frá 6. öld, er Betesda staðsett þarna. í Jóhannesar guðspjalli segir: „En í Jerúsalem er við sauðahliðið laug, sem kallast á hebresku Betesda og hefur fimm súlnagöng. í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra, visinna, sem biðu hræringar vatnsins." Þarna var maður nokkur, sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár, en komst ekki út í er vatnið hrærðist, því aðrir urðu fyrri til. Frá því er sagt, að þennan mann hafi Jesús læknað. Rústirnar á þessum stað eru í sann- leika sagt miklar og hrikalegar. Þær sýna ljóslega, hve borgin hefur grafizt djúpt niður. Við gengum niður að lauginni, sem til forna á að hafa búið yfir lækn- andi krafti. Nú á tímum er þarna að- eins lítiH pod.lur. \ið höldum heim á leið. Ég rifja upp atburði dagsins og renni huganum yfir sögu þessarar borgar á fjallseggj- um, sem svo oft hefur kennt á sverðs- eggjum — þessarar aðkrepptu borgar, sem eins og hniprar sig saroan. Við för- um fram hjá múrum og margföldum gaddavírsgirðingum. Hérna megin er rík- ið Jórdanía, hinum megin ríkið ísrael innan þessara sömu borgarmúra. Hérna megin við gaddavírinn er ártalið 1340, hinum megin er árið 5722, og hingað og þangað sitt hvorum megin við gaddavír- inn er það herrans ár 1962. Það er ekki aðeins spurt í þessari borg úlfúðar og flokkadrátta: Hverrar þjóðar ertu? held- ur fyrst og fremst: Hvarrar trúar ertu? Og þetta er stundum ekki svo litið atriði, hvorki fyrir þann, sem spyr, né þann, sem spurður er. Það getur jafnvel varð- að lífið. Þegar við lesum Postulasöguna og frásagnir guðspjaUanna um aðfarirn- ar að Kristi rétt fyrir páskana, þegar helzt var óeirða von, verður okkur ljóst rótleysi lýðsins og fláræði valdsmann- anna og við skynjum þá spennu, sem eins og liggur í andrúmslofti borgarinn- ar. Þessa spennu hefur borgin ekki losn- að við enn þann dag í dag — vera má, að hún hafi aldrei verið meiri en ein- mitt nú. Þetta er því Hkast, þegar menn eiga von á sprengingu, en vita ekki hve- nær hún muni koma. Og svo standa al'l- ir á öndinni. Jafnvel andrúmsloftið verð ur eldfimt. Ofstækismenn hatast og hrópa hefnd hvorir yfir aðra. Gyðingar segja: Þið haldið okkar helgustu véum, Zíon, musterissvæðinu. Þið drepið okk- ur, ef við ætlum að stiga fæti á okikar heilög jörð. Og Arabar segja: Við eig- um staðinn. Hann er okkar heilaga jörð. Við verjum hann til síð- asta blóðdropa. — Mér finnst ég sjá borgarhlutana hnipra sig enn fastar sam an sitt 'hvorum megin við gaddavírinn eins o.g tvö óargadýr, sem eru reiðu- búin að hlaupa hvort á annað. Þannig er hin heilaga borg Jerúsalem, borg ótta og spennu, sem aðsteðj andi óveðurs, borg blóðs og átaika, borg grimmdar og mikilla atburða. j KRAFTAVERK j Framhald af bls. 8 unum goldið það sem þeim bar og hin- um gömlu guðum það sem þeirra var, og þeim auðsýnd sú óttablandna lotning, sem þeir höfðu krafizt frá örófi alda. Skyndilega þagnaði öldungur og varp- aði ti-blaðabrúskinum á glæðurnar, fyrst í stað lagði upp af honum bláleita gagn- sæja guíu, síðan gaus upp logi eins og blys væri tendrað, og í sömu andrá var hann brunninn til ösku. Svo virtist sem þátttakendunum væri þetta merkið er eftir hafði verið beðið. Þeir skipuðu sér í tvær raðir og leiddust út á glóandi stiklurnar undir forustu Tu, „æðsta prestsins", og gengu með fagnaðarsöng berum fótum fimmtán skrefin yfir að hliðinu við enda gryfjunnar. Þegar þang- að kom sneri þessi kynlega skrúðganga við og hélt sömu leið til baka, og hélt þessu áfram, unz æðsti presturinn gaf merkið um að nóg væri í biU, en þátt- takendurnir gengu brosandi og sælir á svip út á vöUinn og tóku að skoða iljar sínar. Við „Kaliforníumenn“ tókum þátt I þeirri athúgun undrandi og forvitnir, en gátum ekki annað séð en hornhúðin á fótum eyjaskeggja, þeirra, er tekið höfðu vígsluna, væri jafnóhrein og hún átti að sér., Þá gerðist það, að einhver tupapaus- inn, sem réði ríkjum á þessum slóðum, hljóp í mig og ég tók þá ákvörðun að leika þessa eldraun eftir sjálfur í þágu almennra vísinda og til svölunar minni eigin forvitni. Vera má, að rauðvínið og pálmabrennivínið hafi átt eir.hvern þátt í þeirri fífldirfsku minni. — En nóg um það, ég reif af mér skóna og bretti upp buxnaskálmarnar. Hvatningaróp eld dýrkendanna kváðu við, er ég lagði út á glóandi stiklurnar. Hitasvækjan var svo sterk, að við sjálft lá að ég blindað- ist af svita og tárum. Og buxnaskálmarn ar sviðnuðu en kverkar mínar herptust saman af ótta og logheitt andrúmsloftið brann í vitum mér. Ég reyndi þó að ganga rólegum hröðum skrefum og fyrr en ég vissi orðinu af steig ég fót- um á svala, raka jörðina fyrir enda gryfjunnar, fegnari en frá verður sagt. Skipsfélagar mínir þustu að til að sjá hvað eftir væri af bífunum, en að undan skilinni lítilli blöðru á jarka vinstri fót- ar voru þær jafn hvítar og fallegar og áður“. Yfirborðshitinn yfir 700 stig Þessi frásögn kann að virðast allótrú- leg, enda eru ferðalangar kunnir að því að kríta liðugt. En árið 1835 gekk Ind- verjinn Kuda Bux eftir 20 feta löngum skurði, fullum af glóð, fjórum sinnum. Læknar skoðuðu fætur hans fyrir og eftir gönguna og engar blöðrur sáust á fótum hans. Yfirborðshitinn reyndist vera 430°C og hitinn niðri í glóðinni 1400 °C. 1937 gekkst Ahmed Hussain frá Cawnpore undir svipaða rannsókn. Hann kvaðst geta veitt öðrum sama kraft og þrír sjálfboðaliðar, allir enskir, fylgdu honum yfir. Tveir aðrir sjálfboðaliðar gengu leiðina einir. Allir sýndu merki um smávægilegan bruna. í næstu tilraun tók Hussain sex skref til að ganga þessi 20 fet og brenndist illa. Yfirborðshitinn reyndist þá hvorki meira né minna en 740°C. Einn af sjálfboðaliðunum úr fyrri tilrauninni, Adcock að nafni, gekk síð- an yfir skurðinn í fjórum skrefum, og brenndist nær því ekki neitt. Adcocfc stóð sig þannig betur en Kuda Bux, því hann gekk yfir glóðir, sem voru nærri tvöfalt heitari. Eldganga hefur oft verið skýrð á þann hátt, að einangrandi gufulag myndist milli glóðanna og fótarins. En slíkt er ekki mögulegt, þegar gengið er á lausum viðarglóðum. Auk þess er verra að fæt- urnir séu rakir, því þá loða stundum neistar við skinnið og valda brunablöðr- um. Eitt frumskilyrðið til að eldraunin tak ist er að ganga hratt og hiklaust yfir glóðirnar og staðnæmast aldrei á miðri leið. Margir hafa flaskað á þessu, neyðst til að stökkva út úr gryfjunni og þá ver ið illa brenndir. LíkabÖng sprakk Kraftaverk hafa margsinnis átt sér stað hér á íslandi. Mesti kraftaverka- maður í kaþólskum sið var Guðmundur góði, og er til fjöldi sagna um yfirnáttúru leg afrek hans. En eigi að síður hefur hann aldrei verið tekinn í helgra manna tölu. DýrHngarnir íslenzku, Þorlákur helgi og heilagur Jón ömundsson, gerðu einnig kraftaverk, en þau hafa ekki lifað í vitund þjóðarinnar, síðan siðaskipti urðu í landinu. Þegar síðasti kaþólski biskupinn á fs- landi, Jón Arason, var borinn norður til greftrunar gerðist kraftaverk. Er lík- fylgdin sá heim að Hólum, tók stærsta klukka Hólakirkju, Líkaböng, að hringja sjálfkrafa af miklum ofsa og hélt því áfram, unz hún sprakk. Þetta kraftaverk hefur orðið íslendingum hugstæðara en flest önnur. Hg. 13. tðluiblað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.