Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Blaðsíða 11
 Ferðin mín ÖGMDNDUR FriSfinnsson, Sólheimum 24, segir frá: í ágúst fór ég í fimm vikna ferð til útlanda og skemmti mér konunglega. Fyrst fór ég flugleiðis til London og þaðan áfram til Mallorca þar sem ég var í dásamlegu veðri í hálfan mánuð. Á fyrsta flokks nýju hóteli á baðströnd, herbergið var fyrirtak, með baði, þjón* ustan óaðfinnanleg og matur- dnn góður. Ég vaknaði kl. 6 á hverjum morgni, fór á strönd- ina, og var þar flesta daga með Bmá matarhléum. Aldrei sást Bkýhnoðri á lofti. Frá Mallorca fór ég með far- þegaskipi til Marseilles í Frakk landi og síðan með langferða- vagni yfir Alpana með viðkomu í Nissa, Cannes og fleiri stöð- um. Rivieran var dásamlega falleg og veðrið einstakt. En strax og við komum norður yfir Alpana breyttist veðrið og í París var leiðindarigning. — Ferðin um Frakkland varð því ekki eins skemmtileg og ég hafði vonað. Frá París flaúg ég til Frankfurt og sigldi síðan niður Rín til Kölnar. Það var geysiskemmtileg ferð, enda ber þar margt nýstárlegt fyrir sjónir. Frá Köln fór ég í járn- brautarlest til Hamborgar, stanzaði þar stutt, flaug til Kaupmannahafnar og var þar - SIGGI SIXPENSARI - Þvotturinn endist þér eklcert lengur, góði, þó þú þvori þér tvisvar í einu. 1 IL viðbótar þeim af- brigðum, sem getið var um í síðasta þætti í nýju íslenzku frímerkjunum hefur fundizt afbrigði í 7,50 kr. frímerkinu. Afbrigðið er sem fyrr aðeins í einu merki í annarri hverri örk og er að N og D í ísland er tengt saman með striki. Til fróðleiks fyrir mótiv- safnara skal þess getið, að tekist hefur að hafa upp á fyrirmyndinni að frímerkj- unum. Síldveiðibáturinn sem verið er að landa úr er mb Húni og er myndin tekin á Siglufirði, þó það komi ekki vel fram á frímerkinu, þar sem bakgrunninum hefur verið breytt. Mótívsöfnun Það að safna frímerkjum eftir löndum hefur löngum verið aðal markmið frí- merkjasafnara, en hin síðari ár hefur ný aðferð frímerkja söfnunar rutt sér til rúms, það er að safna frímerkjum eftir því hvers konar mynd er á þeim. Helztu flokkar þeirrar söfnunar eru: iþrótta merki, blóma- og dýramerki, flugmerki, skátamerki o. s. frv. Undir mótívsöfnun fell- ur einnig söfnun Evrópufrí- xnerkja, flóttamanna-, hung- ur- og malaríumerkja. Mönn- um hefur verið það ljóst lengi, að ætla sér að safna heilu (komplet) landi er flest um söfnurum fjárhagsiega Jóhann Hatwesson: HOMO FABER Orðrétt þýðing á þessu fræga heiti mannverunnar: Mað- ur smiður, fer að vísu ekki vel í voru máli. En orðin eru jafnan notuð saman og hafa orðið alþjóðleg táknmynd fyrir smíð- andi menn í víðtækri merkingu, allt frá elztu tímum. Tækni- menni væri heppilegra heiti á hinum mikla fjölda smíðandi manna á vorri öld. Vélar eru nú orðnar veigameiri tæki til smiða en hsndverkfæri. Fáar mannlegar íþróttir hafa eftir skilið glæsilegri minjar frá liðnum öldum en smíðarnar og engin veitt mönnum annan eins mátt yfir umhverfi sínu. Og í smíðum alls konar hafa undrum líkar framfarir átt sér stað á síðari öldum. Nú þarf ekki lengur að segja: Fótur vor er fastur er fljúga vill önd. Hætt er heldur við hinu, að sálin slitnd aftur úr lest framfaranna og týnist í eins konar eyðimörk. Ogleymanlegar eru myndir fornbókmennta af smíðandi mönnum, Pan Kú hinum kínverska, er meitlaði heiminn i átján þúsund ár, af Kain Biblíunnar, er smíðaði hina fyrstu borg, af smiðum Babelsturnsins. Jeremía dregur upp lifandi mynd af leirkerasmiði (18. kap.) og Jesaja af skurðgoðasmiði. Páll dregur upp mynd af oss mönnum sem POIMA, listrænni smíð Guðs til góðra verka (sbr. poem). Hin sjö furðuverk fornald- ar vöktu undrun og aðdáun. Hin sjö furðuverk vorrar aldar — sem blöðin hafa nýlega talið upp — vekja leyndum þrunginn og þjakandi undrunarótta. Stórkostleg voru þau vélanna verk er vér urðum vitni að í síðustu stórstyrjöld. Hvaða tilgang hefir vort litla líf? Hvert geta menn flúið frá hrammi æðandi vígvéla? H -ixvers vegna hafa menn srníðað? Til þess að fullnægja þðrfum og þrá, uppfylla óskir, gera lífið ljúft, auka virðingu, auka veg, auka vald, unz út er komið það ástand að skepnan hefir gert uppreisn gegn Skapara sínum og vélin snýst gegn vélasmiðnum, homo faber vorrar aldar. „Vélarnar hafa tekið nútímamannmn í þjónustu sína“, sagði einn hinna háttvirtu í umræðum þann 22-5-1962.. Sennilega ætlaði hann að segja allt annað, en staðreynd var þetta engu að síður. Stöðugt er spurt eftir mönnum, sem vel kunna vélum að þjóna: VönUm vélrit- unarstúlkum, duglegum jarðýtumönnum, reyndum vélvirkjum, vinsælum útvarps- og sjónvarpsmönnum, sérfræðingum, er kunna að mata rafeindaheila. „Hann vinnur eins og vél“ og þar með hefir maðurinn sannað ágæti sitt. Stórborgirnar og geimförin sýna og sanna hve vel fer á með hugviti voru og hagleik. Snilld hins smíðandi manns (homo faber) hefir stefnt í hættu tilveru hins mennska manns (homo humanus), ekki þó vegna styrkleika hins fyrrgreinda, heldur veikleika hins síð- argreinda. Syndin liggur við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að sigra hana, sagði Guð við hinn fyrsta bróðurmorðingja og borgarsmið. Með vélunum verður ekki syndin sigruð, og eng- inn skipar oss heldur að hverfa frá vorum stórfenglegu smíð- um, en krafa er gerð um að kjósa milli sigurs yfir syndinni og bróðurmorðsins. Kjósum vér síðari kostinn, er hætt við að vér byggjum enga borg að bróðurmorðinu afstöðnu. Viljum vér njóta lifsins og ávaxta iðju vorrar þá er aðeins eftir sú leið að berjast til sigurs. ÞÁNKARÚNIk í átta daga áður en ég fór flug- leiðis heim. Ég ferðaðist einn og það fór vel um mig allan tímann. — Ferðaskrifstofan Saga skipu- lagði fyrir mig ferðina áður en ég fór og þar keypti ég sam- hangandi farseðil allan hring- inn til Kaupmannahafnar, en keypti svo farmiðann heim þar. Ferðaáætlun Sögu stóðst „upp á punkt og prik“ og gat ég því notað tímann til alls annars en hafa áhyggjur af erfiðleikum komandi dags. Samanlögð far- gjöld alla ferðina voru um 16 þús. krónur. Allt fannst mér dýrast í Frakklandi, bæði gist- ing, matur og annað. En á Mallorca var þetta ódýrast, þetta fyrsta flokks hótelher- bergi kostaði ekki nema 300 kr. yfir nóttina og máltíðir voru töluvert ódýrari en hér heimg. STÖKUR Aldrei síðkar sokkurinn, seint hann verður búinn. Raula tekur rokkurinn, rífast vinnuhjúin. Aldrei græt ég gengna stund, en gleðst af því sem líður. Ljóst ég veit að læknast und, lengur eklti svíður. Kristján Jónsson. Aldrei fá menn af því nóg, allt þegar snýst í haginn, sér í logni á lífsins sjó að leika allan daginn. Ólína Andrésdóttir. Aldrei deyr hann út hjá geira Þórum, þó þeir skoipi ótt og ótt allt úr keitu dag og nótt. Guðm. Fétursson (bókb.) um f járkláðann. Aftangeislar gylla hlíð, gengur.sól til viðar. Sumarnóttin sæl og blíð sorg og þrautir friðar. Gömul vísa. Aftangliti geislar ský, glöggur viti nætur; jörðin situr sorgum í, sólarhitinn grætur. Jón á. Bergmann. ofviða, þess vegna hafa æ fleiri snúið sér að mótívsöfn- un. Það er að ýmsu leyti meira fræðandi að safna þannig, því til þess að mótív safn megi teljast fullkomið, er ekki nóg að hafa öll merk in í því, heldur verða einnig að vera allar helztu upplýs- ingar um merkin. Safnarinn þarf því að vita hvað liggur að baki hverri útgáfu. Það er þess vegna t. d. mikilvægt fyrir mótívsafnara að tekizt hefur að upplýsa hvaða fyrir mynd var notuð við gerð ís- lenzku hungurmerkjanna. Uppsetning mótívsafna krefst mikillar hugkvæmni og smekkvísi. Ekki er unnt að styðjast við tilbúin al- búm, nema að litlu leyti. safnarinn verður sjálfur að teikna upp og vinna hverja síðu. Þetta kann íslenzkum frímerkjasöfnurum ef til vill að þykja einkennilegt, þar sem þeir eru vanir því að notast við tilbúin albúm og getur það vel gengið við landasöfnun, ef safnarinn getur fellt sig við að láta segja sér hvaða merki og litaafbrigði hann á að taka með í safn sitt og hvað ekki, en við mótívsöfnun gegnir öðru máli; þá koma tilbúriu í albúmsíðurnar að litlu gagni. Á erlendar frímerkjasýning- ar eru heldur aldrei tekin önnur söfn til sýningar, en sem unnin eru af safnaranum sjálfum; á það auðvitað jafnt við um mótív — sem landa- söfn. Nánar mun verða rætt um einstaka Uði mótívsöfn- unar síðar. — FK. 13. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSIKS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.