Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Side 3
tmBmív ins gekk hlæjandi á fund póstmelstarwMi með bréfið til guðs. Aldrei í starfi sínu sem póstur hafði hann þekkt það heim- ilisfang. Póstmeistarinn — feitur, vin- gjarnlegur náungi — fór líka að hlæja. En svo varð hann nær samstundis alvar- legur. „Hvílík trú“, sagði hann hugsandi — ,,Ég vildi óska að ég hefði trú mannsins, sem skrifaði þetta bréf“. Og til þess að hin örugga trú reyndist höfundi bréfsins ekki einskær blekk- ing datt póstmeistaranum snjallræði í hug: að svara bréfinu. En þegar hann opnaði bréfið skildist honum, að til þess að svara því, þarfnaðist hann annars og meira en góðs vilja, bleks og pappírs. En hann hélt fast við ákvörðun sína: Hann efndi til samskota, gaf sjálfur hluta af launum sínum og fékk nokkra vini sína til að gefa eitthvað í „góðgerðaskyni" Jtað var ómögulegt fyrir hann að safna hundrað pesosum, eins og Lencho hafði mælzt til, svo að hann gat aðeins sent honum rúman helming þess er um var beðið. Hann lét seðlana í umslag ásamt bréfi, sem innihélt aðeins eitt orð, sem undirskrift: „Guð“. Eftir Gregorio López y Fuentes Húsið — það eina í öllum dalnum — stóð uppi á lágri hæðarbrún. Þaðan var hægt að sjá ána og þraskaða korn- akrana. Það eina sem jörðin þarfnaðist var rigning, eða a. m. k. smáskúr. Allan xnorguninn hafði Leneho — sem var nákunnugur ökrunum sínum — ekki gert annað en að stara á austurloftið. „Jæja kona, nú fer rigningin loksins að koma“. Konan, sem var að tilreiða hádegis- verð, svaraði: „Já, guði sé lof“, Elztu drengirnir voru að vinna úti á akrinum meðan þeir yngri léku sér skammt frá húsinu, þangað til konan kall aði til þeirra allra: „Komið þið að borða ..." Það var meðan fólkið snæddi hádegis- verðinn, að — samkvæmt forspá Lenchos — stórir regndropar tóku að falla. í norðaustri sáust dökkir skýjabólstrar, er nálguðust óðum. Loftið var ferskt og tært. ÍVlaðurinn gekk út til þess eins að njóta þess unaðar að finna regnvatnið á líkama sínum og þegar hann kom aftur inn, hrópaði hann. „Þetta eru ekki regn dropar sem falla úr loftinu, heldur nýir peningar. Stóru droparnir eru tíu-centa- vo og þeir litlu fimm-centavo peningar". Ánægður á svipinn horfði hann yfir hina þroskuðu kornakra, sem nú voru sveipaðir regnmóðu. En allt í einu byrj aði snarpur vindur að blása og regndrop arnir breyttust í haglkorn. Þau líktust vissulega nýjum silfurpeningum. Dreng- irnir hlupu út til þess að safna saman hin um frosnu perlum. „Þetta var nú öllu lakara", hrópaði maðurinn vonsvikinn. — „Ég vona bara að élinu létti fljótlega". I\í íétti ekki fljótlega. f heila klukkustund buldi élið á húsinu, garð- inum, hlíðinni, kornakrinum, öllum dalnum. Akurinn var hvítur, eins og hann væri hulinn salti: Ekki eitt einasta lauf var eftir á trjánum. Kornið var ger samlega eyðilagt. Sál Lenchos var þrung in harmi. Þegar storminn hafði lægt, stóð hann úti á miðjum akrinum og sagði við syni sína: „Heill herskari af engisprettum hefði skilið meira eftir en þetta . . . haglið hefur ekki skilið neitt eftir. Þetta árið fáum við ekkert korn og engar baunir « Þetta kvöld var mjög dapurlegt: „öll okkar vinna til einskis“. „Það getur enginn hjálpað okkur“. „Við sveltum öll þetta ár . . .“ En í hjörtum allra, sem bjuggu í hinu einangraða húsi í miðjum dalnum, var ein von: hjálp frá guði. „Verið ekki svona æst og áhyggjufull, enda þótt öll von virðist úti. Munið að enginn deyr úr hungri". „Þetta segja þeir: enginn deyr úr hungri“. • Alla nóttina hugsaði Lencho ein- ungis um hina einu von sína: hjálp ina frá guði hvers augu sáu allt, jafn- vel það sem leyndist dýpst í mannlegu hugskoti. Lencho var sannkallað vinnudýr, sem þrælaði nótt sem nýtan dag á akrinum sínum, en samt kunni hann að skrifa. í dögun næsta sunnudag hóf hann að skrifa bréf, sem hann ætlaði sjálfur að fara með til borgarinnar og láta þar í póstinn. Það var hvorki meira né minna en bréf til guðs. „Guð“, skrifaði hann — „ef þú hjálpar mér ekki mun ég og fjölskylda mín líða hungur þetta árið. Ég þarfnast hundrað pesosa, til þesis að sá aftur í akrana og lifa þar til uppskerutíminn kemur, vegna þess að haglhretið . . . “‘ Hann skrifaði „Til Guðs“ utan á um- slagið, lét bréfið í það og hélt til borg- arinnar. Á pósthúsinu límdi hann frí- merki á umslagið og lét það í póst- kassa. E inn af starfsmönnum pósthúss- Næsta sunnudag kom Lencho nokkru fyrr en venjulega, til að spyrjast fyrir um, hvort hann ætti nokkurt bréf í póst- húsinu. Það var fyrrnefndur póstmaður, sem afhenti honum bréfið, meðan póst- meistarinn sem naut ánægju þess manns er gert hefur góðverk, stóð sjálfur í dyr unum á skrifstofu sinni og fylgdist með því er fram fór. Lencho sýndi engin minnstu merki undrunar, er hann sá seðlana — svo bjargföst var trú hans — en hann varð reiður, er hann taldi peningana . . . Guði gat ekki hafa skjátlazt og því síður gat hann hafa neitað Lencho um það er hann hafði beðið um. Lencho flýtti sér samstundis aftur inn í pósthúsið og bað um blek og papp- ír. Og byrjaði þegar að skrifa við af- greiðsluborðið. Að því loknu keypti hann frímerki, sem hann límdi á umslagið. Jafnskjótt og bréfið datt niður í póst- kassann, tók póstmaðurinn það, opnaði og las: „Guð, af þeim peningum, sem ég bað um, fékk ég aðeins sjötíu pesosa. Sendu mér það sem á vantar sem fyrst, þar eð ég þarfnast þess svo mjög. En sendu mér það ekki í pósti, vegna þess að starfs- menn pósthússins eru svo þjófskir og óvandaðir. — Lencho". DAUÐI Eftir Grétar Fells Ég var á flótta frá þér. — Með fullum seglum beið mitt skip, er skyldi kanna og skunda nýja leið. Ég líkt og frískur fákur, sem flýja vill sín bönd, það kippti í foldarfestar og fjarlæg þráði lönd. Þú stóðst á ströndu grýttri. Ég stefndi burt frá þér. En eitthvað í augum þínum varð opinberun mér. Og óvænt gerðist undur: í augna þinna sjó — sorgardjúpið svarta — sökkti ég mér — og dó! 21. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.