Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Side 8
Eitt öflugasta vopn VESTURVELDANNA \\ V»'V*' V* V*1 'W.V' Vi'íi’í'\'5'í?8 '&3M& Eftir Hjálmar Sveinsson Arið 1958 opnuðust augu manna fyrir því að þátta- skil höfðu orðið í sjóhernaðinum. Þetta varð deginum ljósara, þegar kjarnorkuknúni kafbáturinn Nautil- us sigldi frá Kyrrahafi til Atlants- hafs yfir Norðurpólinn. Með til- komu kjarnorkukafbátanna hófst nýr þáttur í sögu kafbátsins, því nú var hann ekki lengur herskip, sem gat farið í kaf um stuttan tíma ef nauðsyn krafði, heldur var hann orðinn kafbátur í orðsins fyllstu merkingu, sem gegnir bezt sínu hlutverki neðansjávar, og er ekki bundinn við það að koma upp á yfirborðið á nokkurra stunda fresti. Með tilkomu þessara báta óx úthalds- þal kaifbáta geysilega. Þeir geta til dæm- is siglt áruim saman án þess að endur- nýja eldisneyti sitt. Ölil 9Ú orka er þarf til að knýja aftvélarnar fæst frá lítilli uranium'hle ð slu, . sem ekki er mikið stærri en greipaldin. En Þó hefur vélar- aflið aukizit geysilega frá því sem var, þiátt fyirr það að þörfin fyrir stóra eldsneytisgeyma og rafhlöður heÆur horf ið úr sögunni og þannig gefið stóraukið rúm fyrir vistaverur, ýmis tæki og mat- væli, en allt stuðlar þetta að auknu útlhaldsþoli. f síðasta stríði var hluitverT; kafbát- anna hið miikilvægasta, þrátt fyrir þær takmarkanir, er bátiim þeirra tíma voru settar varðandi djúpskreiði, neðansjávar ihraða og úthald í kafi. Meðaihraði þýzku •kafbátanna var t.d. um 8 sjómílur neð- ansjávar og hinna bandarisku um 10 sjó- mílur. Á sama tíma var hraði tundur- spilla 30—36 sjómílur og freigáta 24—26 sjómálur. Hraði kjarnorkukafbáta neðan sjávar er allt frá 25 og upp í meira en 40 sjómílur neðansjávar, en hraði tund- urspiLla og freigáta hefur haldizt hinn saml M iT J. argir eru þeir, er álíta, að nú á tím- séu öll hernaðartæki að undanteknum eldflaugum og vetnissprengjum úrelt orðin, en sannleikurinn er sá, að því fer víðs fjarri, og er þýðing kafbáta í dag ekki minni en hún var áður, og því til 9önnunar má benda á það, að Sovétríkin eiga nú hvorki meira né minna en 465 kafbáta, flesta fremur nýrrar gerðar, og Bandarjkin eiga 176 kafbáta. Fæstir þessara báta eru kjarnorkuknúnir, en margir eru þó taldir mjög fullkomnir. Það, sem gerði smíði kjarnorkukaf- báta í Bandarikjunum mögulega svo snemma, sem raun bar vitni, var hin öra þróun í smíði lítilla kjarnorkuafl- véla þar í landi. Eins og gefur að skilja Bátur af Thresher-gerð (t. v.) og annar af Ethan Allen-gerð (t. h.). Sá síðarnefndi er Polaris-bátur, mun stærri en Thresher, enda getur sá síðarnefndi ekki borið Polaris. George Washington (t. v.) og Sea Wolf (t. h.) Aðeins einn bátur var smíðaður af Sea Wolf gerðinni og hann er athyglis- verður að mörgu leyti. Reynt var að líkja eftir lögun hvals að svo miklu leyti sem hægt var — og sést það m. a. vel á stefni bátsins. George Washington er Polaris-bátur. var mikils öryggis krafizt áður en hægt væri að nota slíkar vélar í kafbáta, og svo virðist sem öllum þeim kröfum hafi verið mætt, því þau 9 ár, sem kjarnorku- kafbátar hafa verið í notkun í banda- riska flotanum hefur aldrei komið fyrir neins konar slys í sambandi við kjarn- orkuvélarnar. Fyrsti kjarnorkukafbáturinn, Nautii- uis, hljóp af stokkunum 1954 og var tek- inn í notkun ári seinna. Tilraunir með hann gáfu mjög góða raun, og fleiri bát- ar voru smiíðaðir, Sea Wolf, Skate, Sargo, Sea Dragon og Swordfish, sem allir voru nokkuð frábrugðnir hver öðrum, bæði að stærð og hlutverki, og var það gert til að fá sem breiðastan grundvöll fyrir kjarnorkukafbátasmiði. Nú eiga Banda- rílcjamenn um 30 kjarnorkukafbáta í notkun og 51 í smíðum, en Sovétrikin, sem urðu seinni til að smíða slíka báta eiga uim 12 að því að talið er, og Bretar 1. í bandarílska flotanum eru þrjár meg- ingerðir kafbáta: Árásarkafbátar, sem gerðir eru til að finna og elta uppi óvina kafbáta, og Loks eru flugkseytakafbátarn ir, sem búnir eru Polaris-flugskeytum og ætlað er að svara árás frá hendi ó- vinarins með gagnárás á heimaland hans. A llir fyrstu kjarnorkukafbátarnir, sem taldir voru upp að ofan, eru nú árásarkafbá tar, en auk þeirra hafa ver- ið smíðaðir 6 kjarnorkukriúnir árásarbát ar af Skipjack gerð, en þeir ollu gjör- byltingu í smíði bandariskra kafbáta, vegna hins nýstárlega skrokklags síns. Skrokkur þeirra er dropalagaður og mjöe rennilegur og turninn á þeim er stað- settur framarlega og er hann mjög grann ur og straumlínulagaður. Þeir voru til skamms tíima hraðskreiðustu og djúp- skreiðustu kafbátar heimsins og gang- hraði þeirra neðansjávar um 35 sjó- mílur og komast þeir niður á minnsta kosti 800 feta dýpi. — En þeir eru ekki einungis hraðskreiðir og djúp- skreiðir, heldur eru þeir einnig snarari í snúingum en nokkrir kafbátar á und- an þeim. Þeir geta „flogið“ í vatninu eins og flugvél í loftinu. Þeir geta klifr- að og steypt sér mjög bratt og hratt, þeir geta velt sér og tekið krappar beygj- ur með því að halla sér eins og flugvél- ar. Þetta er gert mögulegt með því að staðsetja nokkurs konar vængi á turn- inum, sem virka eins og hæðar- og hall- arstýri, auk endurbættra stýrisugga aft- ast á bátnum. Til að nýta sem bezt þetta nýja fyrirkomulag eru þessir bátar bún- ir sarns konar stjórnarvölum og flug- vólar nota. Sama stjórnuggafyrirkomu- lag er notað á Polaris- og Thresher kaf- bátunum. Sú gerð kjarnorkukafbáta, sem einna mest hefur verið ræbt um, eru Polaris bátarnir, enda ekki að furða, þegar þess er gæbt hve mikilvægu hlutverki þeir gegna í vörnum vestrænna þjóða. Að- alikosturinn við þessa báta er sá, að þeir geta legið í felum í djúpinu einhvers- staðar í færi við 9kotmörk sín, þar sean óvinurinn veit ekki um þá, og síðan sent, ef þýrf krefur, 16 Polaris-flaugar hver á skotmörk í 2000 til 4000 km fjar- lægð, eftir því hvaða gerð Polaris-flaug- anna þeir eru búnir. Arið 1957 voru fyrst hafnar rann- sóknir á möguleikum á smíði eldflauga, er skjóta mæbti frá kaifbátum neðan- sjávar. Lockheed verk9miðjurnar töldu er skjóta mætti frá kafbátum neðan- sávar. Lockheed verksmiðjurnar töldu sig geta smíðað skeyti, sem væru nægi- lega lítil, langdræg og örugg til að hægt væri að skjóta þeim frá kafbátum. Var þá hafinn undirbúningur að smíði 9keyt- anna og kafbáta til að bera þau, og var miðað við að fyrstu bátarnir búnir þeim kæmu í notkun 1965. En þá kom upp í Bandaríkjunum ótti um að Sovétríkin væru koimin langt á veg með að öðlast yfirburði yfir vesturveldin hvað snerti fjölda milliálfuskeyta. Var þá Polaria áætluninni hraðað eins og hægt var. Nýbúið var að leggja kjöl að nýjum Skipjack kafbáti, en hann var nú skor- inn í sundur og 120 feta löngu stykki bsett inn í til að rúma 16 skotihylki fyrir Polaris og annan aukaútbúnað. Þessi bátur var síðar nefndur George Wash- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.