Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Page 11
Síðasta frímerkjauppboð Hans Grobe í Hannover hef- ur vakið mikla athygli vegna þess að margt, sem þar var selt var slegið yfir og sumt mikið yfir áætlað verð. Fyrst og fremst eru það merki frá gömlu þýzku smáríkjunum, sem urðu dýrari en reiknað var með. Hæsta verð fékkst fyrir tíblokk af Ngr. frá Sachsen, en blokkin fór á 10.000 DM. Mörg Norður- landafrímerki voru á upp- J boðinu og seldust vel. Af íslenzkum merkjum er að- eins vitað_ um eitt sett af Hópflugi ítala, sem seldist á 660 DM, en þess ber að geta að merkin höfðu verið límd inn í albúm áður, en það rýrir verðgildi merkja. f ráði er að gefa út frí- merki á næsta ári í Eng- landi til að minnast 400 ára afmælis Shakespears. Ef af verður, mun þetta verða fyrsta sinn, sem gefið verð- ur út þar í landi frímerki með manni, sem ekki er úr konungsfjölskyldunni. Hvers vegna verður ekki notaður sérstimpill á Akur- eyri við næstu útgáfu? Þetta er sú spurning, sem flestir frímerkjasafnarar varpa fram þessa dagana. Af ein- hverjum óskiljanlegum á- stæðum hefur póststjórnin ekki séð sér fært að hafa sérstakan stimpil á Akur- eyri 2. júlí n.k. Það virð- ist þó vera sjálfsagt ef verið er að gefa út frímerki, með mynd af stað, sem hefur póstafgreiðslu, að merkið sé stimplað með útgáfudags- stimpli á staðnum, en ekki venjulegum póststimpli, eins og núna er boðið upp á. Akureyringar eiga það sannarlega skilið að fá út- gáfudagsstimpil og það ekki eingöngu fyrir þessa útgáfu heldur í framtíðinni fyrir allar komandi útgáfur. Eins og áður hefur verið getið hér munu um 150 lönd taka þátt í útgáfunni Her- ferðin gegn hungursneyð. Hversu mörg frímerkin verða er ógjörningur að segja að svo stöddu, en mörg lönd gefa út tvö eða fleiri merki. Myndirnar sem eru á þessum merkjum eru hinar margvíslegustu, en hafa það allar sameiginlegt, að á þeim sjást þrjú kornöx, örfá lönd eru reyndar með fimm öx. í mörgum frímerkjaritum er talið að Argentina hafi valið einna táknrænustu myndina á sitt frímerki. Myndin á merkinu er eftir ljósmynd, sem birtist í „The UNESCO Courier.“ F. K. Ferð/n mín JÓNAS Hallgrímsson, fulltrúi, segir frá: í fyrrasumar fórum við hjón in í langa ferð, til Oslo, Kaup- mannahafnar og þaðan með járnbraut til Hamborgar og loks til Hollands. Við höfðum lengi heyrt talað um að Hol- land væri skemmtilegt að heim sækja og urðum ekki fyrir von- brigðum nema síður væri. Við komum með lest frá Hamborg til Rotterdam og vorum þar í nokkra daga,. en síðan fórum við með lest til Amsterdam og dvöldum þar annað eins. . Holland er mjög sérstætt og nýstárlegt. í járnbrautinni gefst gott tækifæri til þess að virða fyrir sér landslagið, maður sér búnaðarhætti í sveitinni og ým- islegt það, sem einkennir Hol- land öðru fremur. Amsterdam er líka mjög sérstæð borg, stendur á gömlum merg, eins og allir vita, ólík öðrum Evrópu borgum, sem ég hef áður séð. Hrifnastur varð ég af listasafni ríkisins þar, en Hollendingar hafa átt marga af heimsins frægustu listmálurum — og frægustu verk þeirra eru þarna á sama stað. Heimsóknin í lista safnið er ógleymanleg öllum, sem séð hafa. Okkur hjónunum kom líka saman um það, að ódýrara væri að heimsækja Holland en öll önnur Evrópulönd, sem við höf um gist — og þau eru alls ekki svo fá. Mjög þokkalegt tveggja manna hótelherbergi í Rotter- dam kostaði t. d. ekki nema sem svarar 108 íslenzkum krón- um. Matur er þarna mjög ódýr og góður — og hvergi rákum við okkur á slæma þjónustu. Viðmót Hollendinga er mjög hlýlegt, það er bæði skemmti- legt að kynnast þeim og landi þeirra. Það er líka sérstaklega ódýrt að verzla í Hollandi, einkum að kaupa fatnað. Ég hef hvergi rekizt á jafn ódýran fatnað og þar — og það þýðir alls ekki að hollenzkur fatnaður sé lélegri en annar, síður en svo. Frá Amsterdam fórum við í DC-8 þotu frá KLM til Prest- wick, í bíl til Glasgow og með Flugfélaginu heim. Skemmti- legt að fá tækifæri til að fara í þotu fannst okkur. Það var ferðaskrifstofan SAGA, sem skipulagði okkar ferð og allt stóð þar eins og stafur á bók. Ég hef aldrei fyrr notfært mér þjónustu ferða- skrifstofu, þegar ég hef verið að ferðast. En reynslan hefur sýnt mér, að með því að skipu- leggja allt fyrirfram fæst miklu rneira út úr ferðinni. Lítill tími fer til ónýtis — og næst, þegar ég fer, þá leita ég aftur til Sögu. f sumar ætla ég samt ekki að ónáða Njál, því að ég fer austur fyrir fjall til að njóta íslenzka sumarsins og veiða silung. Samt mundi ég eindregið ráðleggja ferðalöng- um að leggja leið sína til Hol- lands við fyrsta tækifæri. - SIGGI SIXPENSARI - Láttu mig liafa einliverja vinnu, sem gerir engar kröfur til stundvísi eða afkasta, eitthvað, sem er vei borgað! Jóhann Hannesson: HOMO ETHICUS Tlíl'enn álitu fyrrum að til væru algjörir villimenn, án siða, átrúnaðar og hegðunarlögmála. Rannsóknir hafa afsannað þessar hugmyndir. Án siða er ekkert mannlegt félag til, en hins vegar taka frumstæð félög litlum siðrænum framförum." Þau eru, eins og Bergson segir, lokuð félög. Sér- fróðir menn rita hins vegar um siðvana einstaklinga, um amorality og moral blindness, er lýsir sér í því að sumir einstaklingar þekkja hvorki ábyrgð né þola frelsi, tileinka sér ekki siðgæði. En yfirleitt er talið að þá sé um siðlausa menn að ræða er menn hafa siðgæði samfélags síns að engu, líkt og væru þeir börn, er ekki hefðu náð þeim aldri að læra manna siði, þ.e. infantilistar, er hefðu hins vegar tileinkað sér ýmsa klæki og sett eigin duttlunga í hugsjóna stað. TJugsjónasaga mannkynsins sýnir oss hinar svonefndu „öxulaldir“, það eru tímaskeið þegar mikilhæfir persónuleikar stíga fram á sjónarsviði sögunnar og verða fyrirmVndir þjóða og einstaklinga um aldaraðir. Þannig er ein „öxulöld“ um 700—500 f. Kr. Koma þá fram siðspeking- ar Kínverja, Indverja, Forn-Persa, Grikkja og hinir miklu spámenn ísraels. Benda má á aðrar öxulaldir, svo sem 11. öldina í vorri eigin sögu, öld Síðu-Halls, Gissurar, Þorgeirs, Njáls og hinna fyrstu biskupa hérlendis. „Hans minnist ég jafnan, er ég heyri góðs manns getið“. TTinir mikilhæfu persónuleikar, sem verða paradigmat- iskir, verða fyrirmyndir lýða og þjóða, svífa ekki í lausu lofti svo sem abstrakt myndir, heldur eru þeir einatt mikilvægir einnig á öðrum sviðum en hinu siðræna. Sumir eru ritsnillingar, skáld, trúarhetjur, vitræn mikilmenni, braut- ryðjendur hámenningar. Siðgæði menningar er fléttað inn í marga þætti og greinar, bæði hugrænar og verklegar, og þegar þessar greinar veikjast, sýkist einnig siðgæðið og merki viljans mást af, kálkvistir myndast, greinar brotna af stofni vegna fúa og ofurþunga. Þá víkur homo ethicus fyrir homo criminalis, það þýðir að hinn siðræni maður víkur fyrir af- brotamanninum, glæpamenninu, hinum afsiðaða manni. Vilja- leysi almennings veldur því að siðgæðið missir viðfestu sína í menningunni. Allt er látið gott heita og menn sætta sig við hvers konar mannskemmdir í nafni frjálslyndis og vel- megunar. TT'innig hér er að þessu stefnt. Bretar gerast áhyggju- fullir út af öllum sínum barnshafandi barnaskóla- stúlkum og feðrum um fermingu, en vér kvíðum engri heimsku né illmennsku nema að hún bitni á afkvæmum ýsu og síld- ar í hafinu. Afkristnun er víða vel af lokið og tími kominn til afsiðunar, enda er sú iðja auðveld, vinsæl og gróðavæn- leg. Og homo etliicus er á islenzku skammaryrðið siðferðis- postuli, homo criminalis vinsæll í „djörfum“ kvikmyndum, sorpritum, fyndni, dægurlögum, illyrðum í útvarpi og skam- byssum í sjónvarpi, sem miðað er beint á þig og mig og hvern þann, er áhorfir. Á vorri öld hefir hér ekki verið gefin út siðfræði á íslenzku við hæfi þroskaðs æskulýðs eða almenn- ings. Útgefendur væru fyrir löngu búnir að því ef viljann vantaði ejtki. Nú er öxulöld afsiðunar, eftir því fara bæk- urnar. ÞANKARÚNIR 21. tölublað 1963 LESBÖK morgunblaðsins ii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.